Alþýðublaðið - 02.02.1974, Page 11

Alþýðublaðið - 02.02.1974, Page 11
Leikmenn Gróttu höfðu yfir- leitt frumkvæðið i leiknum, t.d. höfðu þeir yfir i hálfleik 8:7. Leikurinn var frekar slakur, enda leikmenn taugaóstyrkir, sérilagi Þóttarar. Mörk Gróttu: Björn 4, Halldór 4, Arni 4, Magnús 2 og Ömar eitt mark. Mörk Þróttar: Halidór 7, Jóhann 3, Trausti 3 og Björn eitt mark. Staðan i 2. deild er nú orðin ákaflega tvisýn og spennandi að nýju, eftir mjög svo óvæntan sigur Gróttu yfir toppliðinu Þótti í fyrrakvöld, 15:14. Loka- markið skoraði hinn frábæri skotmaður Ilalldór Krist- jánsson úr vitakasti þegar aðeins voru fjórar sekúndur til Ieiksloka. Nú eiga fjögur lið möguleika á sigri i 2. deild, Þóttur, Grótta, KR og KA. Markhæstir Brynjólfur Markúss. KA Haukur Ottesen KR Björn Pétursson Gróttu Einar Agústsson Fylki Hörður Harðarson Br.bliki Staðan er nú þessi i 2. deild Þróttur Grótta KR KA Breiðab. IBK Fylkir Völsungur i dag er hinn þjóðkunni iþróttafrömuður Hallsteinn Hinriksson 70 ára. Óþarfi er að kynna Hallstein mörgum orðum, störf hans að iþróttamálum, sérstaklega i Hafnarfirði, hafa löngu gert hann landsfrægan. Haiisteinn er með réttu nefndur faðir handknatt- ieiksins á islandi. Hann innieiddi þessa iþrótt hér á landi, með þeim árangrisem sjá má i dag. Hann hefur bæði þjálfað lið FH og landsliðið i greininni, og setið i stjórn HSÍ. Auk þess hefur hann starfað mikið að öðrum félagsmálum. Kona Hallsteins er Ingibjörg Arnadóttir. Börn þeirra eru öll landsþekkt fyrir iþróttaafrek, Ingvar, örn, Sylvía og Geir. Hér sést Hallsteinn ásamt Geir syni sinum, eftir að Geir hafði leikið sinn 50. landsleik. Spenna komin í 2. deild Hallsteinn 70 ára í dag íþróttir Úr öllum áttum Afmælismót JSI Júdósamband íslands er tveggja ára um þessar mundir. 1 tilefni afmælisisns ætlar sambandið að halda júdómót i dag, laugardag, og hefst það klukkan 14 i iþrótta- húsinu i Ytri-Njarðvik. Keppt verður i öllum þyngdar- flokkum fullorðinna og i opnum flokki. Þá verður einnig keppt i unglingaflokki. Ekki verður keppt i kvenna- flokki að þessu sinni. Ellert utan til samninga Sem kunnugt er dróst tsland i riðil með A-Þjóðverjum, Belgum og Frökkum i undan- keppni Evrópukeppni lands- liða. Leikdagar i riðlinum verða ákveðnir um miðjan febrúar, og fer þá Ellert Schram formaður KSÍ utan til samningagerðarinnar. Kambaboöhlaup Akveðið hefur verið að halda 2. Kambaboðhlaupið 24. febrúar n.k. t fyrra var i fyrsta sinn keppt i hlaupinu, og sigraði þá sveit tR. KR-ingar ákveða sig Tony knapp ráðinn KR-ingar hafa nú endanlega gengið frá samningum við breska knattspyrnuþjálfarann Antony Knapp. Kemur hann hingað i byrjun mars og tekur þá við þjálfun meistaraflokks félagsins. KR-ingar hafa farið mjög leynt með samningagerð- ina við Knapp, enda fóru þeir flatt á siðustu ráðningu, þ.e. við svikahrappinn Joe Hooley. Var jafnvel haldið að siitnað hefði upp úr viðræðunum milli KR og Knapp, en svo var ekki. Knapp (sjá mynd) er 38 ára gamall, fyrrum atvinnuknatt- spyrnumaður i 1. deild, en siðar þjálfari. Hann var siðast hjá Norwich sem leikur 11. deildinni ensku. # Arsenal- Aston Villa Sjónvarpsleikurinn enski i dag er viðureign úr bikar- keppninni um siðustu helgi, milli Arsenal og Aston Villa. Leikur þessi fór fram á velli Arsenal, Highbury i London. Þá verða einnig sýndar glefsur úr öðrum leik bikar- keppninnar, og kemur þá helst til álita leikur Peterboro og Leeds. Mikið hlustað á BBC Þeir eru orðnir margir áhugamennirnir hérlendis, sem hlusta á iþróttaþátt breska útvarpsins BBC á laugardags- eftirmiðdögum. Þar má fá úrslit leikja jafnóðum og þau liggja fyrir, helstu leikjunum er lýst, annað hvort beint, eða þá skýrt er frá þvi markverðasta sem gerist i saman- tekt stuttu seinna. Sá fróðleikur sem kemur i islenskum fjölmiðlum um ensku knattspyrnuna, er mikið til fengin úr BBC. Umsjónarmenn þessara þátta eru mjög klárir i sinu fagi, enda gerist þetta allt mjög skjótt, og hraði þarf að vera á hlutunum. Kunnugir segja að lætin séu eins og á vitlausraspitala. Hér birtum við til gamans myndir af þeim sem sjá um þessa skemmtilegu og nauðsynlegu þjónustu. Neðst til vinstri er stjórnandi iþróttaþáttarins, Paddy Feeny, af burða snjall og skemmtilegur þulur. Hér er hann ásamt Bjarna Felixsyni. Hin litlamyndiner af Maurice Edelston, sem hefur verið aðalþulur leikja i 13 ár, og á stóru myndinni má sjá aðstoðarmann hans. Peter Jones (annar frá vinstri) og þulinn Desmond Lynam (með skeggið,) o Laugardagur 2. febrúar 1974

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.