Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 2
Knud Lundberg, læknir: Holl fæða — hraustur líkami
Sjúkrafæði 1.
MILT MATARÆÐI
Sjúkrafæði er matur, sem á að
hlifa meltingarfærunum við
beinni eða efnafræðilegri ert-
ingu.
Ýmsa rétti teljum við vera
tolmelta. Feitt kjöt, reykt kj'ót,
saltaðkjöt, mikið brasaða rétti,
feitiefnarikt brauð s.s. eins og
vinarbrauð, ýmislegt hrátt
grænmeti, gróft brauð, humar
og önnur skeldýr.
En við getum einnig gert mat-
inn auðmeltanlegri með þvi að
meðhöndla hann rétt við matar-
■gerðina. Með þvi að kaupa held-
ur brauð úr finmöluðu korni,
með þvi að velja meyrt og sina-
laust kjöt, með þvi að hakka eða
saxa, sjóða eða hita vel.
Auðvitað felst ávallt einhver
hjálp i þvi ef meltingarstarfið er
hafið áður en maturinn kemur i
munninn.
Ileimatiibúið sjúkrafæði.
En á slikri hjálp þarf fólk nú
eiginlega ekki að halda ef það
hefur heiilegar og góðar tennur i
munni.
Sá, sem af einni eða annarri
ástæðu þarf á sjúkrafæði að
halda, getur gert heilmikið til
þess að það, sem hann borðar,
sé sjúkrafæði, þótt það HAFI
EKKI verið sjúkrafæði þegar
það var sett á diskinn.
Og með þvi að tyggja matinn
vel og rækilega er ekki aðeins
verið að létta meltingarfærun-
um störfin. t munnvatninu eru
nefnilega efnakljúfar, sem auð-
vitað fá þeim mun lengri tima
til þess að vinna sin störf sem
maturinn er tugginn lengur og
betur. Og i þvi sambandi, þá er
það heldur ekki aðeins spurning
um tima. Þvi lengur sem mat-
urinn er i munninum þeim mun
meira munnvatn blandast i
hann og þeim mun rikari verða
áhrif efnakljúfanna. beim mun
likari verður maturinn sjálfur
einnig sjúkrafæði — þ.e.a.s.
fljótandi fæðu.
En auk alls þessa, þá fá melt-
ingarfærin auk þess meiri tima
til þess að búa sig undir starfið
— og lystuglega framreiddur
matur ásamt vistlegu umhverfi
geta einnig hjálpaö mikið að
þessu leytinu til.
Getur hjálpað um margt.
Það er bæði eitt og annað, sem
sjúkrafæði getur gert fyrir
mann. Að visu er það dálitið
breytilegteftir einstaklingum —
sjúkrafæði getur hjálpað þess-
um að yfirvinna ákveðna mein-
semd þótt það sé til einskis
gagns fyrir hinn, sem á við
sömu erfiðieika að etja. Auk
þess er það oftast svo, eins og
allir vita, að matur, sem er
„sjúkrafæði” fyrir þennan er
eins og eitur i maga hins. Þó eru
ákveðnir réttir; sem fara vel
með alla og ákveðnir réttir, sem
á sama hátt allir hefðu gott af að
hlifa sér við. Sem dæmi um
slika rétti má nefna mjög heitan
eða mjög kaldan mat, sterk-
kryddaðan mat, áfengi, edik,
lauk, piparrót — ásamt kaffi og
tóbaki.
Veiklað fólk, sem þarf á
sjúkrafæði að halda, veit það oft
best sjálft, hvaða matur fer best
með það og hvaða mat það má
ekki smakka. En það er ákveðið
atriði i þvi sambandi, sem við
leggjum ekki nægilega mikla á-
herslu á, svona dags daglega.
Það er hversu hratt maturinn
— og þá einkum kolvetni matar-
ins — fer út i liffæri likamans
sem orkugjafi. Og þau miklu
áhrif, sem stórar máltiðir hafa
á okkur og likama okkar —
einnig eftir að sá rikulegi matur
hefur yfirgefið meltingarveginn
og er kominn út i blóðið.
Stærri máltiðir — mcira álag.
Þetta getur haft mikil áhrif á
kölkunarhraða likamans, flýtt
fyrir hjartaslagi eða heilablóð-
falli, aukið hættu á sykursýki og
offitu.
Til eru ýmsar mjög athyglis-
verðar niðurstöður rannsókna
Fabry prófessors og aðstoðar-
manna hans, sem þeir gerðu á
vegum næringarefnafræðistofn-
unar i Prag, og varpa nokkru
ljósi á þessa mjög svo vanræktu
hlið næringarfræðinnar.
Þegar við borðum rikulega
máltið, þá fer mikið magn af
fitu, eggjahvituefnum og kol-
vetnum út i blóðið og frekar
hratt, þótt það sé undir mál-
tiðarsamsetningunni komið.
Fljótmelt fæða s.s. eins og
sykur veldur þá miklu álagi á
þann umbúnað, sem á að nema
næringarefnin úr blóðinu — en
þar geta þau að sjálfsögðu ekki
safnast fyrir.
Sykur og fitubirgðir.
Þessi næringarefni eru svo
látin safnast saman á ákveðn-
um „lagersvæðum”. Eggja-
hvituefnið er ummyndað i mikl-
um mæli i lifrinni — það tekur á-
kveðinn tima og i það fer tals-
verð orka. Það er þess vegna,
sem okkur hitnar við að boröa
kjöt.
Efnakljúfarnir I munnvatninu
vinna betur, ef fæðan er tuggin
vel.
Fitan og sykurinn safnast
m.a. saman i fitubirgðastöðvun-
um, undir áhrifum insúlins.
Hér skiptir sykurinn sérlega
miklu máli, vegna þess að hann
fer svo hratt i gegnum þarma-
veggina og út i blóðið.
Mjög aukið blóðsykurmagn
hefur i för með sér mikinn
straum af insúlini frá briskirtl-
inum. Alag, sem briskirtillinn
yrði ekki fyrir ef við borðuðum
ekki svona mikið af þessum
sterka og óblandaða orkugjafa,
sykrinum.
Það er vel hugsanlegt, að
þarna sé að leita skýringarinnar
á stöðugri fjölgun sykursjúkra i
heiminum. Að briskirtillinn þoli
einfaldlega ekki álag hinna
rikulega, sykurauðugu máltiða
og sviki.
Vöðvarnir taka aðeins við kol-
vetnum.
En hvort sem sú skýring er að
öllu leyti rétt, eða ekki, þá er
öruggt mál, að sykur og aðrar
fljótmeltar fæðutegndir gera
sérstakar kröfur um, að likam-
inn geti komið þeim fljótt fyrir
til geymslu.
Og sé máltiðin stór, þá er
magnið, sem i snatri þarf að
finna geymslustað fyrir, að
sjálfsögðu ennþá meira. Ennþá
meira magn þarf þvi að setjast
á lager á fitubirgðastöðvum
likamans og i lifrinni.
Nú er hægt að geyma kolvetni
bæði i lifur og i vöðvum.
En vöðvarnir taka þvi aðeins
við meira kolvetni, að þeir séu
búnir með sitt eigið og á það
gengur ekki nema i stritvinnu
þegar á vöðvana reynir. Og þvi
miður býðst fæstum oft slikt
tækifæri.
Og lifrin getur aðeins tekið við
tiltölulega litlu magni áður en
birgðageymslur hennar eru
orðnar fullar.
Afgangurinn fer þvi i fitu-
birgðarstöðvar likamans að þvi
tiltölulega mjög litla magni
undanskildu, sem nýtt er „á
staðnum” til þess að halda
vöðvum og heila gangandi.
Erfiðara að losna við þaö.
Þannig eykst magnið i fitu-
birgðastöðvum likamans þvi
meir þeim mun stærri, sem
máltiðirnar eru, þeim mun
hraðar, sem matarins er neytt
og þeim mun meiri sykur og
aðrir fljótmeltir réttir sem i
matnum eru.
Og af sárri reynslu vitum við,
að þegar afgangsmatnum fyrst
hefur verið leyft að safnast
saman i fitubirgðastöðvum
likamans, þá er næsta erfitt að
losa um magnið i þeim birgða-
stöðvum aftur.
En nú hefur Fabry prófessor
og aðstoðarfólk hans
framkvæmt ýmsar rannsóknir á
áhrifum af stærð máltiða.
Það er að segja, að Pabry og
félagar hafa vegna einhverra
orsaka fengið áhuga á áhrifum
af tiðni máltiða — sem auðvitað
er bara hin hliðin á spurning-
unni um stærð máltiðanna.
Vegna þess, að þeir, sem
borða oft, borða að sjálfsögðu
minna i einu. Annars yrðu þeir
tiltölulega mun feitari en annað
fólk og rannsóknir hafa sýnt, að
svo er ekki. Mjög feitt fólk sker
sig ekki frá öðrum i þvi, að það
sé alltaf að borða.
Fleiri máitiðir
— minni iikamsþungi
Sú er nefnilega niðurstaðan úr
rannsóknum Fabry. Fólk, sem
allt lifið hafði borðað tiltölulega
margar máltiðirá dag, var létt-
ara, en fólk, sem venjulega
borðaði sjaldan.
Augljóslega sýndi þetta, að
hinum mörgu — og um leið
smáu — máltiðum fylgdi minni
hætta á offitu en hinum fáu — og
stóru.
En máltiðirnar mörgu höfðu
lika i för með sér minni áhættu á
að fá sykursýki. A.m.k. komst
Fabry að þvi, að þeir, sem borð-
uðu sjaldan, en stórt, voru veik-
ari fyrir sykursýki en hinir, sem
borðuðu oft og litið.
Og i þriðja lagi höfðu þeir svo
einnig meira kolestrol i blóðinu
— þ.e.a.s. þeim var hættara við
kölkun og hjartaslagi.
Stórar máltiðir
og hjartaslag.
Nú hafa offita og minna
sykurþol likamans einnig i för
meó sér aukna hættu á hjarta-
slagi. Svo Fabry hófst handa um
að rannsaka samhengið milli
tiðni máltiða og hjartaveiklun-
ar.
Hann komst að raun um, að
blóðtappi i hjarta var ljóslega
mun algengari meðal þeirra,
sem borðuðu þrjár máltiðir á
dag en hinna, sem borðuðu
fimm eða fieiri. Og þeir, sem
borðuðu 3—4 voru mitt á milli.
Nú hefur Fabry einnig sannað
— með rannsóknum á rottulifr-
um — að sjaldfóðrun og mikill
sykur i fóðri verður til þess að
meira af kolestreoli og öðrum
fituefnum safnast ( lifrina en
ella.
Þvi virðist það sannað, að fá-
ar — og um leið stórar — máltið-
ir og máltiðir settar saman úr
fljótmeltum fæðutegundum eins
og sykri auka mjög hættuna á
sykursýki, offitu og kölkun.
Þvi stærri máltið þcim mun
meiri fita
Það siðasttalda er e.t.v. ekki
bara vegna áhrifa stórra mál-
tiða á lifrina. Þeim mun stærri,
sem máltiðirnar eru, þeim mun
meira safnast saman i fitu-
birgðastöðvunum — og i þeim
mun meira mæli verðum við að
lifa af okkar eigin fitu, sem að
miklu leyti er mynduð úr sykri.
Og það er „röng” fita. Dýra-
fita. Sú fita, sem er snauð af
fleirómettuðum fitusýrum. Sú
fita, sem eykur hættuna á kölk-
un, blóðtappa i hjarta og heila-
blóðfalli.
Við getum deilt fram og aftur
um þetta — um dýrafituna — og
það er gert, þótt mér þyki slikar
deilur þarflausar þar sem dýra-
fitan hefur fyrir löngu verið
dæmd og sek fundin af þeim
dómstólum, sem ég treysti.
Hins vegar getum við öll fullyrt,
að stórar máltiðir og meiri
sykur hafa i för með sér minnk-
að sykurþol likamans, offitu og
aukið kolesterol i blóði — og þar
með meiri kölkunaráhættu.
Og hér erum við komin að
öðru visi sjúkrafæðu. Fæðu, þar
sem reynt er að sneiða hjá sykri
og þar sem máltiðir eru hafðar
oft, en smáar hvert sinn. En
þær mega gjarna taka nokkurn
tima og mjög gjarna má fæðan
vera matur, sem talsverðan
tima tekur að melta þótt ekki
séu erfiðleikar á meltingunni.
Slík sjúkrafæða hlifir e.t.v.
ekki alltaf meltingarfærunum.
En þess i stað hlifir hún likam-
anum við aukinni áhættu á kölk-
un og offitu.
Fáum meira út úr máltiðunum.
Við ættum að reyna að gera
meira úr máltiðunum, gefa okk-
ur tima til þess að njóta þeirra
og þess góða félagsskapar, sem
við væntanlega erum i við mat-
arborðið.
Við ættum að læra að snið-
ganga „sykursprengjurnar” —
eins og t.d. gosdrykki, is, vinar-
brauð og sætindi.
Og við ættum að borða oftar —
en minna i hvert skipti.
Millimáltiðirnar, sem við höf-
um svo stranglega verið vöruð
við vegna offituhættu virðast
þvert á móti vera nokkuð góð
hugmynd.
En að sjálfsögðu ekki þannig,
að við borðum áfram jafn mikið
og áður i aðalmáltiðum dagsins
en notum svo millimáltiðirnar
til þess að bæta okkur i munni
með sætindum.
Við eigum alls ekki að borða
meira á dag, en við nú þegar
gerum. En við ættum að dreifa
hitaeiningunum á talsvert
lengri tima.
Jafnvel væri ekkert svo vit-
laust að geyma okkur svolitið
fram á nóttina.
En — umfram allt — og látum
það vera min siðustu orð.
Gleymið ekki likamsáreynsl-
unni. Vegna þess að þann sykur,
sem vöðvarnir hafa notað i á-
reynslu, eru þeir fljótir að næla
sér i aftur, þegar hann býðst.
Og þeim mun minni afgangur
verður þvi til þess að setja i fitu-.
birgðastöðvarnar, sem okkur
öllum er svo illa við.
NÆST: SJÚKRAFÆÐI
t næsta þætti, sem birtist hér i
blaðinu eftir viku, verða gefnar
nokkrar uppskriftir af réttum,
sem eru „sjúkrafæði” fyrir ann-
ars heilbrigðan likamann.
VEISLUM ATUR
KALT-BORÐ
Sendum heim |
@83150
IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIU^
Tiðar litlar máltfðir vinna gegn offitu.
Hafnarfjarðar flpotek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
P/Xlí
SALGAlT ISOIRO
Sklpholt 20 — Sími 24400
BLOMAHUSIÐ
simi 83070
Skipholti 37
Opið til kl. 21.30.
Einnig laugardaga
og sunnudaga.
ÞAO BORGAR SIG
AÐ VERZLA í KRON
DUftft
í GlfEflBÆ
/ími 84900
Miðvikudagur 27. febrúar 1974.