Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 8
VATNS- BERINN 20. jan. - 18. feb. VIÐBURÐASNAUÐUR: Það ætti ekki að gæta neinna áhrifa frá öðrum á lif þitt i dag og þú ættir að hafa ró og næði til þess að geta einbeitt þér að við- fangsefnum þinum. Ef þú aðeins gætir þess að gefa öllum smáatriðum gaum, þá ættirðu að geta átt ánægjulegan dag. TVÍ- BURARNIR 21. maí - 20. júní RUGLINGSLEGUR: Það væri best fyrir þig að gleyma öllum áætlunum, sem þú kannt að hafa gert og varða einhverja ástvini þina. Fólk, sem þú um- gengst, er heldur andsnúið þér og það kann að valda þér leiðindum. Þvi var- kárari, sem þú ert i orði, þvi betra. VOGIN 23. sep. - 22. okt. VIÐBURÐASNAUÐUR: Eftir daginn i gær kemur þessi dagur sem kær- kominn rólegheitadagur. Reyndu að ljúka við þau verk, sem þú átt ógerö og leggðu áherslu á slíkt frekar en að reyna aö byrja á einhverju nýju. FISKA- MERKIÐ 19. feb. - 20. marz VIÐBURÐASNAUÐUR: Það er ráðlegast, að þú gerir engar meiri háttar breytingar á lifi þinu i dag. Þar sem allt er heldur óljóst, og þú ert sjálfur ekki viss um vilja þinn, þá kynnir þú að fara úr ösk- unni i eldinn. Astvinir þinir verða þér til styrktar I dag. ©KRABBA- MERKIÐ 21. júní - 20. júli VlRÐBURÐASNAUÐUR: Þessi rólegi dagur gefur þér færi á að jafna þig eftir atburði gærdagsins. Nú færö þú tima til þess að sinna einkamálum þinum og huga að heilsufarinu. Þú ættir að ljúka gömlum verkum en að hefja ný. DREKINH 23. okt - 21. nóv. VIDBURDASNAUDUR: Gefðu þér tima til þess að endurskoða starfsáætlanir þinar. Enda þótt þú getir búiö i haginn fyrir nýjum framkvæmdumV; þá ættir þú ekki að hefja"'þ®r I dag. Starfsfélagarrtir eru sam- vinnuþýðir, en þú þarft að leita eftir aðsto^ þeirra. RAGGI ROLEGI HRUTS- MERKID 21. marz - 19. apr. VIÐBURÐASNAUDUR: Þetta veröur heldur tiðindalitill og litlaus dagur. Litið gerist og þú ert e.t.v. móölaus og svart- sýnn. En þú getur gert heil- mikið til þess að bæta um fyrir þér heima fyrir. Reyndu að ljúka við verk, sem þú hefur trassað. 21. júlí - 22. ág. VIÐBURÐASNAUÐUR: Þar sem vera kann, að þú hafir gert of mikið úr hlut- unum vegna kviða og taugaspennu, þá liður þér ekki allt of vel i dag. Láttu lita eftir heilsu þinni og gættu þess að fá nógan svefn og næga hvild. Þú þarft e.t.v. að gera breytingar á mataræðinu. BOGMAÐ- URINN 22. nóv. - 21. des. VIÐlrfrtUBASNAUÐUR: VitnesWa, sem þú færð úr óvæntri átt* er grunsamleg og þú verður að leita ráð- stafana til þess að sann- reyna hana áöur en þú breytir samkvæmt henni. Fólk í æðri stöðum er e.t.v. ekki auðvelt viðfangs, en þó ekki ósanngjarnt i þinn garð. NAUTIÐ 20. apr. - 20. maí VIÐBURDASNAUÐUR: Haltu þig aö daglegum viö- fangsefnum þinum og reyndu ekki við neitt nýtt. Fyrir þér kann að liggja ánægulegt ferðalag um fögur héröð, en þaö er ekkert viðkomandi störfum þlnum eöa áætlunum að öðru leyti. MEYJAR- MERKIÐ 23. ág. • 22. sep. Viðburðasnauöur: Þaö gerist næsta litið hjá þér i dag og þvi ættir þú að geta átt rólegar næðis- stundir. Þrátt fyrir róleg- heitin kemur þú sennilega ekki miklu i verk, þannig að dagurinn verður þér ekki til mikils ávinnings. Láttu það samt ekki á þig fá. © STEIN- GETIN 22. des. - 9. jan. VIÐBURÐASN AÚDUR: Einhvers konar samstillt átak mun leiöa þig og félaga þinn á ánægjulega braut, sem fullnægja mun óskum ykkar beggja. Slikt áhugamál mun hjálpa ykk- ur til að halda samvinnu ykkar góðri. Þú ættir frekar að reyna að hvila þig en að taka þátt i gleð- skap. JULIA FJALLA-FUSI 0 LEIKHÚSIN Í’ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ DANSLEIKUR 6. sýning i kvöld kl. 20. Græn aðgangskort gilda. Næst siðasta sinn. LEÐURBLAKAN fimmtudag kl. 20. LIÐIN TÍÐ fimmtudag kl. 20.30. KLUKKUSTRENGIR föstudag kl. 20. Siðasta sinn. DANSLEIKUR laugardag kl. 20. Siðasta sinn. LEÐURBLAKAN sunnudag kl. 20. Miðasala 13,15 — 20. Simi 1-1200. KERTALOG eftir Jökul Jakobsson Frumsýning i kvöld. Uppselt. 2. sýning sunnudag kl. 20,30. FLÓ A SKINNI fimmtudag. — Uppselt. Næsta sýning þriðjudag. SVÖRT KÓMEDtA föstudag kl. 20,30. — Fáar sýningar eftir. VOLPÓNE laugardag kl. 20,30. — 20. sýning. Aðgöngumiðasalan i Iðnó er opin frá kl. 14.00 Simi 16620. HVAÐ ER Á SEYÐI? SÝNINGAR OG SÖFN NATTURUGRIPASAFNIÐ Hverfisgötu 115. Opið þriðjudaga, fimmtudaga, laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. HNITBJÖRG, listasafn Einars Jónsson- ar, er opið sunnudaga og miðvikudaga frá 13.30—16. FUNDIR KVENNRÉTTINDAFÉLAG ÍSLANDS heldur aðalfund sinn á fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30 að Hallveigarstöðum, niðri. Venjuleg aðalfundarstörf. Námskeið um heimilisstofnun: Kvenfé- lagasamband tslands gengst fyrir nám- skeiði fyrir fólk, sem hyggur á heimilis- stofnun, og verður námskeiðið haldið á Haliveigarstöðum i Reykjavik. Fimmtudaginn 28. febrúar: Gerð fjár- hagsáætlunar fyrir heimilisrekstur: Sig- riður Haraldsdóttir, forstöðumaður Leið- beiningarstöðvar húsmæðra. Fimmtudagur 7. mars: Sýnd búsáhöld og lin til heimilis. Fimmtudagur 14. mars: Sigriður Har- aidsdóttir flytur erindi um nútima mann- eldi. Námskeiðið er ætlað bæði körlum og konum. Þátttökugjald er 1000 kr. fyrir parið. Allir fyrirlestrar hefjast kl. 20.30. Tilkynnið þátttöku I sima 12335 kl. 13-15 siðdegis eða 36028 eftir kl. 19 — til 20. febrúar. FYRIRLESTRAR OG FRÆÐI IIASKÓLAFYRIRLESTUR: Dr. Peter G. Foote, prófessor við University Collega i London flytur opinberan fyrirlestur i boði heimspekideildar HI á fimmtudaginn 28. febrúar kl. 20.30 i I. kennslustofu Há- skólans. Umræðuefnið er Secular Attitud- es in Early Iceland. Öllum heimill að- gangur. FÓTSNYRTING KVENFÉLAG HATEIGSSÓKNAR gengst fyrir fótsnyrtingu i Stigahlið 6 fyrir aldrað fólk i sókninni, konur og karla. Frú Guðrún Eðvarðsdóttir veitir upplýsingar og tekur á móti pöntunum í sima 34702 á miðvikudögum kl. 10-12 fh. NÆTURVAKT LYFJABÚÐA Ingólfsapótek og Laugavegsapótek. Næt- urvaktin er i Ingólfsapóteki, simi 11330. Siminn i Laugavegsapóteki er 24045. Miðvikudagur 27. febrúar 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.