Alþýðublaðið - 27.02.1974, Blaðsíða 5
útgeíandi: Alþýðublaðsútgáfan hf.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður, Frey-
steinn Jóhannsson. St'iórnmálarit-
stjóri, Sighvatur Björgvinsson.
Fréttastjóri, Sigtryggur Sigtryggs-
son. Aðsetur ritstjórnar, Skipholti
19, sími: 86666. Afgreiðsla:
Hverfisgötu 8-10, sími: 14900. Aug-
lýsingar, Hverfisgötu 8-10, simi
86660. Blaðaprent hf.
ÖNNUR LOTAN ER EFTIR
Samningar hafa nú tekist milli verkalýðs-
hreyfingarinnar og atvinnurekenda um kaup og
kjör. Flest bendir til þess, að samningarnir
verði samþykktir af viðkomandi aðilum og að
vinna geti hafist á ný. Þvi fagna að sjálfsögðu
allir vegna þess m.a., að mikil verðmæti eru i
húfi fyrir þjóðarbúið. Launþegar hljóta einnig
að vera ánægðir með, að verkfall stóð ekki
lengur en raun varð á. Hver og einn Islendingur
þarf á öllu sinu að halda til þess að geta haldið i
við óðaverðbólgu þá, sem rikir i landinu, og
fæstir launþegar munu hafa farið i verkfall
léttir i skapi jafnvel þótt það hafi verið orðið
óhjákvæmilegt eins og málin voru komin.
Samningarnir, sem verkalýðshreyfingin náði
við vinnuveitendur, eru um mjög margt einkar
hagstæðir fyrir félagsmenn stéttarfélaganna.
Einkum og sér i lagi er það ánægjulegt, að sú
stefna Alþýðusambandsins náði fram að ganga
að mestar kjarabæturnar kæmu i hlut þeirra
lægst launuðu og einnig að starfsfólk i fiskiðnaði
fengi sérstakar kjarabætur. Þá er rik ástæða til
þess að fagna þeim árangri, sem verkakvenna-
félögin náðu fram með samningsákvæðunum
um kauptryggingu þeirra félagskvenna, sem við
fiskiðnað starfa. Kauptryggingin, sem koma
mun i áföngum, er án efa eitt merkasta fram-
faraspor sem stigið hefur verið i kjaramálum á
Islandi um langan aldur og eiga verkakvenna-
félögin og þau önnur stéttarfélög, sem studdu
þau til þess að ná þessu ákvæði fram, mikið lof
skilið fyrir mjög athyglisverðan árangur i
kjarabaráttunni.
En það er með þessa kjarasamninga eins og
þá siðustu, að það eru i rauninni ekki aðilar
vinnumarkaðarins — verkalýðshreyfingin og
atvinnurekendur — sem segja siðasta orðið um
kjör launafólksins i landinu. Hvort sem
mönnum likar það betur eða verr, þá er það
staðreynd, að hin endanlega ákvörðun um þá
hluti er tekin,eftir að samningarnir hafa verið
gerðir og sá aðili, sem þá ákvörðun tekur, er að
sjálfsögðu rikisstjórnin. Hún hefur ótal leiðir til
þess að gera að engu þann árangur, sem verka-
lýðshreyfingin hefur náð i samningum við
atvinnurekendur — m.a. þá leið að kaffæra
kjarabæturnar með þvi að heimila atvinnurek-
endum að setja umsamda kauphækkun beint út i
verðlagið og iáta þannig launþegana borga aftur
til baka það, sem þeir hafa fengið i samningum.
Einnig getur rikisstjórnin hirt kaup
hækkunina af launamönnum aftur með
þvi að auka enn skattbyrðirnar á
landslýðnum og enginn vafi er á þvi, að það ráð
stendur mjög nærri rikisstjórninni. Að undan-
förnu hefur hún verið að berjast um á hæl og
hnakka til þess að reyna að krækja i sem allra
mest fjármagn i rikiskassann, ýmist með þvi að
reyna að koma tillögum um skattahækkanir i
gegn um Alþingi eða með þvi að auka skatt-
íagningu með einhliða ráðstöfunum eins og hún
gerði,er hún ákvað með einu pennastriki að auka
skatttekjur rikissjóðs af ibúðarhúsnæði manna
um heil 50%.
Launþegar mega þvi vænta þess, að
framundan sé hörð barátta — ekki um að bæta
þau kjör, sem samist hefur um, heldur um að
launþegar fái að halda þeim kjarabótum, sem
samningarnir hafa fært þeim. Sú barátta verður
háð við rikisstjórnina og sigri rikisstjórnin
skerðast umsamin kjör launafólksins að sama
skapi.
Umsjón: Stjórn félags ungra jafnaðarmanna í Reykjavík
UNGA FOLKIÐ
Sá málaflokkur, sem ungir jafnað-
armenn leggja hvað mesta áherslu
á, að Alþýðuflokkurinn beiti sér
fyrir i borgarstjórn eru málefni
,,unga fólksins”.
Þau eru mörg vandamálin, sem
ungt fólk nú til dags á við að etja,
m.a. húsnæðisvandamál, aðstöðu-
leysi til félags- og tómstundastarfa,
fiknilyf javandamál o.fl. Og ekki sist
vandamál þeirra unglinga, sem eru
vangefnir, fatlaðir eða afbrigðilegir.
Málefni þessara unglinga þarf að
leggja hvað mesta ræktarsemi við
og munu ungir jafnaðarmenn ekki
liggja á liði sinu, en gera hvað þeir
geta, til þess að þessir unglingar fái
sem besta aðstöðu, til að öðlast þann
þroska, sem þeim er nauðsynlegur,
til að geta fylgst með i lifinu.
Sigurður Blöndal:
MALEFNI VANGEFINNA, FATLAÐRA
OG AFBRIGÐILEGRA UNGLINGA
Enginn er umkomulausari en
sá unglingur, sem á við það
vandamál að striða, að vera
fatiaður eða vangefinn.
Við, sem heilbrigð erum, telj-
um okkur skilja hann, en sann-
lcikurinn er sá, að við getum
ekki sett okkur i spor hans, get-
um ekki imyndað okkur við hve
gifurlega erfiðleika hann á að
etja.
Andlega vangefnir og likam-
lega fatlaðir unglingar geta alls
ekki fylgst með jafnöldrum sin-
um t.d. á sviði félagsmála, þvi
þeir hafa ekki aðstöðu til þess.
Þeim er ekki sköpuð sú aðstaða,
sem þeir þarfnast.
Það hefur verið mikið rætt og
ritað um, hve litið borgin geri
fyrir unglinga (heilbrigða), að
hún sklipi þeim ekki næga að-
stöðu til félags- og tómstunda-
starfa, eða vinni að þvi að sér-
mennta leiðtoga og leiðbeinend-
ur til æskulýðsstarfa. Hins veg-
ar er litið minnst á hvað „þarf”
að gera fyrir fatlaða, vangefna
og afbrigðilega unglinga. Þeim
ber einnig að skapa aðstöðu til
félagsstarfa. Þeir þurfa lika
sérmenntað fólk, t.d. kennara
og sjúkraþjálfara.
Þetta má ekki skilja svo, að
við eigum að hætta að hugsa um
hina heilbrigðari. En við meg-
um heldur ekki gleyma hinum
ólánsamari. Það má segja, að
hingað til höfum við gleymt
þeim. Þeir hafa verið settir inn
á hæli, stofnanir o.þ.h., þar sem
þeir, smám saman, hafa lokast
frá umhverfinu og horfið inn i
sinn eiginn heim, hljóðan og
leyndardómsfullan.
Þjóðfélaginu ber skylda til að
sýna málefnum þessara ung-
linga sérstaka ræktarsemi og
vandamálum þeirra skilning.
Þvi ber einnig að sérmennta
kennara og sjúkraþjálfara ung-
lingum þessum til handa, til að
auka almennan þroska og hæfni
þeirra og létta þannig lifsbar-
áttuna hjá þeim.
Félagsstarf F.U,J.
SPILAKVÖLD
Félagsvistin verður i cafeteriunni Glæsibæ, þriðjudaginn 5. mars
n.k. og hefst kl. 20.30.
GÓÐ VERÐLAUN í BOÐI ALLIR VELKOMNIR
F.U.J.
W^mmtmmma^mmmm^ Hafnfirðingar
SKOÐANAKÖNNUN
VEGNA FRAMBOÐS TIL BÆJARSTJÓRNAR
Fulltrúaráð Alþýðuflokksfélaganna í Hafnarfirði hefur ákveðið að láta
fara fram skoðanakönnun um frambjóðendur á lista flokksins við bæjar-
stjórnarkosningarnar á komandi vori.
Skoðanakönnunin fer fram í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði föstudaginn 1.
mars n.k. kl, 5—10 síðdegis og laugardaginn 2. mars n.k. kl. 2—6 síðdegis.
Rétt til þátttöku í þessari skoðanakönnun hefur allt félagsbundið Alþýðu-
flokksfólk í Hafnarfirði 17 ára og eldra og aðrir stuðningsmenri A-list-
ans sem kosningarétt hafa i Hafnarfirði.
Uppstillinganefnd
......................... ' *
------------------------------------------
Miðvikudagur 27. febrúar 1974..