Alþýðublaðið - 08.03.1974, Síða 10

Alþýðublaðið - 08.03.1974, Síða 10
■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■■■■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ ■ ■■■ Úr öllum áttum Hvað gerir bæjarstjór- inn i 3. deild? 1 kvöld hefst úrslitakeppni 3. deildar tslandsmótsins i hand- knattleik. Til úrslita leika Stjarnan úr Garðahreppi, sem féll niður úr 2. deild i fyrra, og Þróttur frá Neskaupsstað. Þróttarar sigruðu i Austur- landsriðli, og þeir tefla fram gömlum landsliðsmanni, Loga Kristjánssyni úr Hafnar- firði. Hann er nú bæjarstjóri i Neskaupsstað. Segja má að Logi leiki á heimaslóðum, þvi úrslita- keppni 3. deildar fer fram i iþróttahúsinu i Hafnarfirði. Fyrri leikurinn er i kvöld klukkan 20.30 og sá siðari á sunnudaginn klukkan 13. KR vítir Ályktun sem gerð var á fundi hjá stjórn handknatt- leiksdeildar K.R. sem haldinn var laugardaginn 2. mars. Stjórn handknattleiksdeild- ar K.R. fordæmir vinnubrögð viðkomandi aðila vegna leiks F.H. — K.R. i Islandsmóti 1. deild kvenna, sem fresta varð i Hafnarfirði sunnudaginn 24. febrúar og aftur föstudaginn 1. mars vegna þess að dómarar mættu ekki til leiks. Stjórn handknattleiksdeild- ar K.R. skorar á stjórn H.S.Í. að taka mál dómara til gagn- gerðrar endurskoðunar, þann- ig að slik atvik sem þessi end- urtaki sig ekki. (Frá KR) JtJt Spenna í blakinu Undankeppni Blakmeist- aramótsins ætlar að verða tvi- sýn og spennandi, og leikirnir eru hver öðrum skemmtilegri. Um siðustu helgi fóru fram þrir leikir. UMFB sigraði UMFL 3:1, ÍS sigraði tMA 3:2 og tS sigraði svo UMSE 3:0. Mörg félög hafa nú 4 stig, en staða UMFB er best. Sigurjón Kristjánsson leggur andstæðing sinn. Góður órangur judólandsliðsins Mætir Norðmönnum hér heima iþróttasiðan hefur nú fengið nánari fregnir af jiídólands- keppninni við Norðmenn sem fram fór i Osló um siðustu helgi. Norðmenn urðu sigurvegarar i keppninni 12:7 en ein glima varð jafntefli. Keppt var i fimm þyngdarflokkum, tveir kepp- endur frá hvoru landi, og glimdu þeir tvær glimur, svo alls urðu glimurnar 20 talsins. t léttvigt kepptu þeir Jóhannes Haraidsson og Hörður Óskarsson og töpuðu þeir sinum glimum, þótt Jóhannes stæði sig vel lengst af. t léttmillivikt varð hlutur Islands stærri, þvi land- inn vann þrjár glimur af fjór- um. Þeir sem unnu voru Viðar Guðjohnsen, Þóroddur Þórhallsson og Halldór Guð- björnsson. t millivikt fékk landinn svo einn vinning, og var þar Sigur- jón Kristjánsson að verki i sneggstu og glæsilegustu glimu keppninnar. t léttþungavikt vann Sigurður Kr. Jóhannsson báðar sinar glimur, og var hann eini tslendingurinn sem það af- rek vann. Kári Jakobsson tapaði báðum sinum. I þunga- viktinni urðu það nokkur von- brigði. að Svavar Carlsen skyldi ekki vinna nema aöra glimuna, en Garöar Jónsson kom þægilega á óvart meö þvi að ná jafntefli i annarri glimu sinni. I heild má segja að þessi fyrsta landskeppni islenskra júdómanna hafi tekist framar vonum. Keppnin er góð æfing fyrir Norðurlandamótið i Kaup- mannahöfn i vor, en þar mun ts- land i fyrsta skipti tefia fram fullskipuðu liði. Lyftingar KR gengst fyrir nám- skeiði Eins og við sögðum frá fyrir helgi, gengst lyftingadeild KR fyrir byrjendanámskeiði i lyftingum um þessar mundir. Er æft þrisvar i viku, næstu fimmvikur, i Sænska frysti- húsinu. 3. hæð. Æfingarnar standa yfir i tvo tima i senn, á mánudögum frá kl 20-22, miðvikudögum frá 20-22 og laugardögum frá 14-16. Allir færustu lyftinga- menn KR leiðbeina. Kennd er kraftlyfting, ólympisk tvi- þraut og alhliða uppbygging. Við birtum hér með mynd af norska Ólympiumeistaranum Leif Nielsen á móti i Reykja- vik. Hann hefur byggt upp likama sinn meö þrotlausum æfingum. Þetta getur hver sem er gert, með réttri til- sögn. Gamlar syndir gleymast ekki! Stefnt er að því, að fyrsti alvöru knattspyrnuléikur ársins verði nú um helgina. Munu þá Valur og Fram að líkindum mætast 1 Meistarakeppni KSÍ, en auk þessara tveggja félaga, er ÍBK þátt- takandi i keppninni. Einnig kemur til greina að Valur og ÍBA leiki. Valur mun ekki geta teflt fram sinu sterkasta liði I fyrsta leikn- um, þvi Jóhanncs Edvaldsson getur ekki leikið með. Honum var visað af velli i siðasta 1. deildarleik Vals i fyrra, og fékk eins leiks hann. Gainlar syndir geymast, en gleymast ckki! Myndin er ein- mitt frá þessu umdeilda atviki. Landsflokkaglíman 1974 Glímunni verður sjónvarpað Laftdsflokkagliman 1974 verður háð laugar- daginn 30, mars n.k. i Leikfimissal Vogaskól- ans i Reykjavik og hefst kl. 14. — Glímt verður i þremur þyngdarflokkum full- orðinna og auk þess i unglinga- drengja- og sveinafiokki. t flokki fullorðinna er skipt- ingin þannig: Fyrsti þyngdarflokkur glimu- menn yfir 84 kg að þyngd. Annar þyngdarflokkur glimu- menn yfir 75-84 kg að þyngd. Þriðji þyngdarflokkur glimu- menn undir 75 kg að þyngd. t sveinaflokki er aldurinn 14 og 15 ára. I drengja flokki er aldurinn 16 og 17 ára. 1 unglingaflokki er aldurinn 18 og 19 ára. Ákveðið er að Landsflokka- glimunni verði sjónvarpað af myndsegulbandi. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Mótanefnd GLI i pósthólf 997 fyrir 17. mars n.k., með nákvæmum upplýsingum um aldur og þyngd keppenda. ■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■■■■■■■■■ © Föstudagur 8. marz 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.