Alþýðublaðið - 12.05.1974, Page 1
: .■ :
SS!
manna, en Sigurður Eggerz for-
sætisráðherra veitti henni við-
töku. Er þetta enn eitt dæmi um
höfðingsskap iðnaðarmanna og
mátt samtaka þeirra, en
byggingarnar, sem þeir reistu i
miðbænum, Iðnó og gamla iðn-
skólahúsið, voru stórvirki á
sinum tima. Hitt kom hins
vegar ekki fram i frásögn hins
fróða leiðsögumanns, að kostn-
aður við Ingólfsstyttuna var
greiddur með dálítið sérkenni-
legum hætti. Efnt var til happ-
drættis um heilt hús, svo nefnt
Ingólfshús við Bergstaðastræti,
sem nú er brunnið. Slikt var
mjög fátitt i þá daga. Svo
undarlega vildi til, að enginn
gaf sig fram með vinnings-
númerið, þegar dregið var. En
löngu seinna fann einn af helztu
embættismönnum bæjarins það
i fórum sinum, innan um gamla
greidda reikninga, og önnur
plögg, sem hrein tilviljun var,
að hann skyldi ekki vera búinn
að fleygja.
Fáir reyndust lika vita um
byggðarhætti i Skuggahverfinu
á siðustu öld né heldur skýringu
á götunöfnunum þar. Og margt
skemmtilegt mátti heyra um
Skólavörðuholtið og Skóla-
vörðuna, sem þar stóð.
Þingholtin eiga sér lika
merkilega sögu þótt miklu yngri
sé, en þar bjuggu á þessari öld
Hannes Hafstein, Jón
Magnússon, Pálmi Pálsson,
Bjarni Sæmundsson og Árni
Pálsson. Bæði Jón Magnússon
forsætisráðherra og Meistari
Pálmi Pálsson yfirkennari, sem
Meistaravellir i vesturbænum
eru kenndir við, af þvi að hann
rak þar búskap, fluttu hús sin
inn tilhöggvin frá Noregi.
Þá var fróðlegt að heyra um
bæjarstæði Ingólfs Arnarsonar
við Aðalstræti og innréttingar
Skúla Magnússonar.
Til er á prenti mikill fróð-
leikur um Reykjavik og sögu
hennar. En það er annað að
vera staddur á sögustöðunum
sjálfum, heyra frá þeim sagt og
láta hugann reika til liðins tima.
Reykvikingar vita áreiðanlega
of litið um borgina sina. Saga
hennar er bæði löng og merki-
leg. Aukin þekking á henni
mundi gera okkur að betri
Reykvikingum og betri
mönnum.
GÞG
II II II
II18 ii
IIIIII
IIIIII . ' >
mm m 8 r'
tfö SUNNUDAGS-
LEIDARINN
HVAÐ VEISTU UM
BORGINA ÞÍNA?
Sunnudag nokkurn fyrir
skömmu efndi Alþýðuflokks-
félag Reykjavikur til kynnis-
ferðar um sögustaði i Reykja-
vik. Leiðsögumaður var Jón
Bjarnason , sem reyndist stór-
fróður og sagði frá á skemmti-
legan og alþýðlegan hátt. Að
lokinni ferðinni, sem tók um
tvær klukkustundir, var það
mál manna, að ekki væri vansa-
laust, að þeir skuli ekki hafa
vitað fyrr ýmislegt af þvi, sem
þeir urðu visari um i ferðinni.
Það er eflaust ekki að undra,
þótt mönnum sé ekki kunnugt
um byggð og bæjarstæði á
Arnarhóli fyrir tveim öldum. En
fróðlegt var að heyra um það.
Hitt virtist ótrúlega fáum
kunnugt um, að það voru sam-
tök iðnaðarmanna i Reykjavik,
sem gáfu tslendingum styttuna
af Ingólfi Arnarsyni 1924. Jón
Halldórsson húsasmiðameistari
afhenti hana fyrir hönd iðnaðar-
Mll
IIII
«111
IIII
1« II
Sunnudagur 12. maí 1974. 72. tbl.
55. árg.