Alþýðublaðið - 12.05.1974, Side 7
!
Með öryggi og
hagkvæmni að
einkunnarorði
Nokkur undanfarin ár hafa
bilaframleiðendur einbeitt sér
að þvi að gera bila sina sem
öruggasta, og hafa þeir náð
nokkrum árangri i þvi. Nú hefur
annað atriði bæst við, sem þarf
umhugsunar við. Það er elds-
neytissparnaður. A bilasýningu
i Genf, sem haldin var fyrir
stuttu, og hafði einkunnarorðin
„öryggi”, var meðal annarra
bila þessi bill frá Ford. Þar er
ekki einungis tekið tillit til
öryggisins, heldur einnig elds-
neytissparnaðarins, sem
nefndur var.
Billinn er hannaður hjá
hönnunarmiðstöð Fords, Giha i
Torino og er nefndur „Coins”.
Hann er þriggja sæta sportbill,
og með hagkvæmni og öryggi i
huga tókst að gera hann sér-
staklega léttan eða aðeins 650
kg. Það þýðir, að vélin þarf ekki
að vera nema 40 hestöfl, en
samt er hámarkshraðinn 120
km/klst.
Aðeins einar dyr eru á
bilnum, og eru þær að aftan.
Með þvi að opna dyrnar opnast
einnig vélarhús og farangurs-
rými. Byggingarlagið gerir það
að verkum, að yfirbyggingin
verður mjög sterk og örugg, en
hinsvegar verða menn að vera
hálfgildings fimleikamenn til að
komast inn i bilinn og út úr
honum. Sterk veltigrind yfir
byggingunni til enn frekari
styrktar.
Glerhaf er mikið á „Coins”,
sem gerir það að verkum, að út-
sýni úr bilnum er mjög gott. Ein
rúðuþurrka er á framrúðunni,
en hún er af sömu gerð og er
notuð á stórum flutningabilum,
og hreinsar 60% af yfirborði
rúðunnar.
Af öðrum forvitnilegum at-
riðum má nefna, að venjulegt
mælaborð fyrirfinnst ekki i
bilnum, en öllum mælum hefur
verið komið fyrir i tveimur
stórum mælum með ljósatölum,
sem fljótlegt er að lesa á.
„Coins” er 3,74 m langur, 1,88
m breiður og hæðin er aðeins
1,06 m.
Ford hefur ekki i hyggju að
hefja f jöldaframleiðslu á
„Coins”, enda er það heldur
ekki mögulegt með þeirri tækni,
sem þekkist nú. Það helsta,
sem nútima fjöldaframleiðslu-
tækni ræður ekki við, eru
rúðurnar i bilnum.
ÞANNIG ER REYNT AÐ
TRYGGJA ORYGGIFOR-
MULA 1 ÖKUMANNANNA
Þriggja manna framtíöasportbíll frá Ford
öryggið hefur algjöran
forgang i kappakstrinum eins
og annars staðar i bilaheim-
inum, og sifellt er unnið að
auknu öryggi kappaksturs-
manna. Það er heldur ekki van-
þörf, á, þvi hraðinn er oft vel
yfir 300 km á klst. hjá þeim
kappakstursmönnum, sem aka
formula 1 bilum. Og kapp-
akstursmennirnir sjálfir hafa
að sjálfsögðu mikinn áhuga á
eigin öryggi. 1 fyrra gekk það
meira að segja svo langt, að
samtök formula 1 ökumanna
neitaði að keppa, eftir að Eng-
lendingurinn Williamson fórst i
Grand prix keppni i Hollandi i
fyrra, nema samþykkt yrðu
ýmis ný öryggisatriði. — En
samt halda þeir áfram að drepa
sig á kappakstursbrautunum.
En sem betur fer sleppa þeir
oftar lifandi frá óhöppunum, og
i tilefni siðasta slyssins i
formula 1, sem sagt er frá
annars staðar á siðunni, segjum
við hér lítillega frá þvi þegar
Sviinn Ronnie Peterson missti
JPS Lotusinn sinn út af braut-
inni, þegar hann var að reyna
ný regndekk fyrir Kanada
grand prix i fyrra. Billinn
snerist i beygju, en Petersen
slapp með skrámur,tókst á loft
og hafnaði við öryggisgirðing-
una.
I John Special Lotus erý tiu
öryggisatriði mikilvægust: 1
Veltigrind, sem gerð er úr 4-5
mm þykku stáli (Peterson
sagði eftir óhappið, að sennilega
sé betra að hafa grindina ekki
úr stáli, heldur efni, sem ekki
neistar af. Liklegt er talið, að
neisti frá öryggisbil Williamson
hafi kveikt i bensininu, sem
rann úr tanki bilsins, þegar
hann valt, og þannig átt sök á
dauða hans). 2. Sex punkta
öryggisbelti með lás i miðju,
sem opna má með einu hand-
taki. Þegar ökumaðurinn er
spenntur niður getur hann varla
hreyft sig. 3. Slökkvitæki, sem
fer sjálfkrafa af stað með hjálp
hitaelements. Lika má setja
tækið af stað með handfangi,
sem er staðsett milli fóta öku-
mannsins. 4. Samkvæmt
reglunum verður að vera á
öllum formula 1 bilum hringur,
fylltur höggdeyfandi efni, i
kringum ökumanninn. 5. Elds-
neytisgeymarnir mega ekki
taka nema 80 litra hver, og eru
þeir umkringdir plastmassa,
sem kemur i veg fyrir, að elds-
neytið leki i burt þótt gat komi á
tankinn. 6.Súrefnisgeymir, sem
tengdur er i hjálm ökumanns.
Geymirinn opnast um leið og
slökkvitækið, þ.e. þegar eldur
kviknar. Eldurinn getur orðið
svo bráður, að hann eyðir öllu
súrefni frá ökumanninum á
svipstundu. 7. Eins og á
mörgum venjulegum fólks-
bilum er öryggisstýri á JPS
Lotus, sem gefur eftir við högg.
8. Öryggisboltar eru á milli
dekks og felgu, og heldur hann
dekkinu kyrru ef springur.
Þetta gerir það að verkum, að
unnt er að stýra bilnum þótt
dekk verði vindlaust. 9. Þétti-
massi, sem sprautast i dekkin,
ef springur, er nýjasta upp-
finningin frá Goodyear.Massinn
kemur i veg fyrir, að loftið leiki
út, með þvi að setjast i gatið á
slöngunni. Þetta hefur verið
reynt á þann hátt, að skrúfjárn
var rekið i gegnum dekk, og
siðan var hægt að aka bilnum á
180 km hraða. 10. Tvöfalt
hemlakerfi er á Lotusnum eins
og mörgum nýrri fólksbilum, en
sá er munurinn, aðþaðerekkii
kross eins og venjulega, heldur
eru framhjólin á sjálfstæðu
kerfi á móti sjálfstæðu kerfi á
afturhjólunum.
RÉDST í ÚTGÁFUNA VEGNA
GÍFURLEGRAR BÍLADELLU
bílará íslandi 74
Rétt i þann mund er prentara-
verkfallið var að skella á, kom i
bókabúðir bæklingur með
nafninu „Bilar á Islandi ’74”
þar sem kynntar eru velflestar
nýjar gerðir bila, sem fluttar
eru til landsins, eða 65 gerðir og
undirgerðir frá 16 innflytj-
endum.
1 bæklingnum er getið um
verð bilanna, miðað við miðjan
febrúar sl., þjóðerni, viðbragð
(0-100), hámarkshraða,
eldsneytiseyðslu, byggingu,
tæknilegar upplýsingar um vél,
girkassa, stýrisútbúnað,
fjöðrun, rafkerfi, mál bilsins og
umboðsmann.
Útgefandi bæklingsins er
Hafliði Benediktsson, og segir
hann i formála, að astæðurnar
fyrir þvi, að hann tók sér fyrir
hendur að gefa hann út séu fyrst
og fremst gifurleg biladella,
áberandi skortur á bíla-
sýningum, tilfinnanlegur
skortur á samanþjöppuðum
upplýsingum um bila, sérstak-
lega fyrir þá, sem búa utan
Reykjavikursvæðisins.
Vist er, að bæklingur sem
þessi er mjög gagnlegt framtak,
þvi þarna má á fljótlegan hátt fá
samanburð á verði og tækni-
legum útbúnaði og að sjálfsögðu
útliti. Þetta kemur þeim að
sjálfsögðu best, sem ekki geta
þrætt bilaumboðin til að fá upp-
lýsingar, en hinsvegar er það
öllum ómetanlegt að geta hug-
leitt i ró og næði heima hjá sér,
hvaða bilar koma helst til
greina, þegar menn eru i kaup-
hugleiðingum. — Það er hins-
vegar mikill galli, að sumir um-
boðsmenn hafa látið undir
höfuð leggjast að senda út-
gefanda upplýsingar um vöru
sina, og þvi vantar algenga og
vinsæla tegund eins og t.d. Fiat.
Bæklingurinn er mjög þokka-
legur i útliti, 36 siður, auk kápu-
siða, og prentaður á góðan
pappir. 1 uppsetningu er hann
langt frá þvi að vera frumlegur,
en danski bæklingurinn „Bil
revyen” virðist vera tekinn all
nákvæmlega til fyrirmyndar.
Það er þó siður en svo bæklingn-
um til lasts, þvi „Bil revyen” er
mjög þokkalega og hreinlega
sett upp. Hinsvegar hefði út-
gefandi „Bila á tslandi”
Forsiða hins nýja bila-
blaðs
kannski mátt taka „Bil revyen”
sér enn meir til fyrirmyndar og
birta stuttar fræðslugreinar um
bilinn og vélina þar sem ýmis
atriði i bilakynningunni eru
skýrð nánar, og stuttar leið-
beiningar varðandi val á nýjum
bll. — Verð kr. 125.00.
/
Sunnudagur 12. maí T974.