Alþýðublaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.07.1974, Blaðsíða 2
14 km olíubornir austur í Flóa næsta sumar Malbikið teygir sig í sveitir Hljómar og kirkjukórar á þjoöhatíö Suðurnesja Þjóðhátið Suðurnesjamanna verðurhaldin helgina 6.-7. júli og hefst með dansleikjum i Stapa i Njarðvik og Festi i Grindavik á laugardaginn kl. 22.00.1 Festi leika Hljómar og Stuðlatrió i Stapa. útihátiö fer siðan fram i Svartsengi við Grindavik sunnudaginn 7. júli og verður sett kl. 2. Að setn- ingu lokinni verður helgistund i umsjá sóknarpresta og kirkjukóra af svæðinu. Þá flytur Guðlaugur Þorvaldsson háskólarektor ræðu. Að henni lokinni syngur Haukur Þórð- arson einsöng. Þá flytur Krist- inn Reyr skáld frumsamið hátiðarljóð og Karlakór Kefla- vikur syngur undir stjórn Geirharðs Valtýssonar. Þá leika Hljómar frá Keflavik fyrir unglingadansi og að þvi loknu les Helgi Skúlason leik- ari upp. Að lokum verður glimusýning, sem flokkur úr Vikverjum sér um. Aðgangur að útihátiðinni er ókeypis, en seld verða merki hátiðarinnar, sem er barm- merki úr málmi. Veitingar verða á staðnum og einnig verða kaffiveitingar i Sam- komuhúsinu Festi allan eftir- miðdaginn. A Sunnudagskvöld verða dansleikir i Festi þar sem Hljómar leika og i Stapa, þar sem Stuðlatrió leikur og hefjast dansleikirnir kl. 21.00. austur í gær voru opnuð til- boð í lagningu 14.0 km kafla Suðurlandsvegar i Flóa. útboðið var miðað viðað Ijúka verkinu í lok september 1975. Tilboð bárust frá 4 aðilum, frá Aðalbraut hf. að upphæð kr. 173.657.000, —, frá Istaki hf. og Sveinbirni Runólfssyni sf. að upphæð kr. 169.978. 020, — frá Miðfelli hf.,' Veli hf. og Vörðufelli hf. að upphæð kr. 189.005. 000, —og frá Ýtutækni hf. að upphæð kr. 175.404. 500,—. Aætlun Vega- gerðar rikisins, gerð af Al- mennu verkfræðistofunni hf., var kr. 156.906. 000,— Nú eru það gallafötin sem gilda Við sögðum frá hér á síðunni í gær, að stutt- buxurnar og stuttu pilsin væru gersamlega horfin og þætti mörgum miður. En okkur varð á að gleyma því sem er kom- ið í staðinn, því ekki fór svo að kvenfólkið legði buxurnarog pilsin á hill- una og færi ekki í neitt í staðinn. Nú eru það nefnilega gallabuxurnar og jakkar úr kakí, denim eða gallabuxnaefni, eins og flestir kalla það og allir skil ja. Gengur þessi tíska svo langt að nú eru sam- kvæmisjakkar jafnvel sniðnir úr þessu efni, svo það gengur orðið jafnt við skurðgröft og brúðkaup. Vinsældir gallabuxnaef nisins ganga nú orðið út fyrir fatnað eingöngu, þvi nú eru fáanlegir nýir bilar með gallabuxnaefni á sætum og hurðaspjöld- um. — Mynd: Friðþjóf- ur Hafnarfjarðar Apótek Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 2 Helgidaga kl. 2 til 4. BLOMAHUSIÐ Simi 83070 Skipholti 37 Opið til kl. 21.30. Einnig laugardaga og sunnudaga. Fyrsta íslenska konan sem verður dýralæknir Þann 21. júni siðastliðið ár lauk islensk kona glæsilegu lokaprófi frá Den Kongelige Landbrugshöjskole i Kaupmnna- höfn. — Kona þessi er Eufemia Hannah Gisladóttir, dóttir Betty og Gísla Hermannssonar, Laugarnesvegi 74, Reykja- vik. — Eufemia er þegar byrjuð að vinna á rannsoknarstofu bjá Den Kongelige Landbrugshöjskole, samtimis sem hún vinnur sem slysavörður að næturlagi. Eufemia er gift og á eina dóttur 3 ára að aldri. Þetta rákumst við á i nýjasta tölublaði Húsfreyjunnar. Heill bar fluttur frá Reykjavík til Akraness Fréttamönnum og nokkrum gestum var boðið að skoða breytingar þær, sem gerðar hafa verið á Hótelinu á Akranesi. Má segja, að um nýbyggingu sé að ræða, svo mjög hefur þvl verið breytt og að öllu leyti til hins betra. Gistirými hefur verið stórbætt og skemmtanasalur endur- byggður, m.a. með nýrri, full- kominni loftræstingu. Kaffi- terian er mjög nýtiskuleg og einnig hefur verið komið upp fádæma snotrum bar og er það Vínlandsbarinn af hótel Loft- leiðum Halldór Július- SOn, framkvæmdastjóri hótélsins, kynnti gestum framtiöaráform i rekstrinum. Benti hann m.a. á þá mögu- leika, sem sköpuðustu með tilkomu hinnar nýju Akra- borgar og opnun svo glæsilegs hótels. Væri t.d. tilvalið fyrir góða eiginmenn að bjóða konum sinum i helgarferð á Skagann. Þá skapaðist gott tækifæri til ráðstefnuhalds, vilji menn skreppa af höfuð- borgarsvæðinu, þó ekki væri nema einn dag. Bæjarstjórinn á Akranesi, Gylfi ísaksson, þakkaði fyrir hönd gesta og lýsti ánægju sinni yfir þessum menningar- auka á Akranesi. Er vonandi, að Akurnesingar og aðrir meti þetta framtak og stuðli að reisn þessa stórendurbætta og nánast nýbyggða hótels. DUftA í GlfEflBflE ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA f KR0N /ímí 04200 © Fimmtudagur 4. júlí 1974

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.