Alþýðublaðið - 24.07.1974, Síða 4

Alþýðublaðið - 24.07.1974, Síða 4
KENNARI ðSKAST Staða tungumálakennara við Samvinnu- skólann að Bifröst i Borgarfirði er laus til umsóknar. Æskilegt er að viðkomandi hafi háskólapróf i ensku, sem verður aðal- grein. Gk)tt húsnæði fyrir hendi. Skriflegar um- sóknir sendist Hauk Ingibergssyni, skóla- stjórá Suðurlandsbraut 32, Reykjavik, simi 81255, eða Gunnari Grimssyni, starfsmannastjóra Sambands islenskra samvinnufélaga, Sambandshúsinu, Reykjavik, simi 28200, sem jafnframt veita allar nánari upplýsingar. Kassagerð Reykjavíkur auglýsir Viljum ráða vörubilstjóra strax, þarf að hafa meirapróf. Kaup samkvæmt samkomulagi. Mötu- neyti á staðnum. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. Kassagerð Reykjavikur Kleppsvegi 33. Laus staða Staða ritara i skrifstofu Menntaskólans f Kópavogi er laus til umsóknar. Um er að ræða hálft starf. Laun samkv. iaunakerfi starfsmanna rfkisins. Umsóknir, með upplýsingum um menntun og starfsferil skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 23. ágúst n.k. Menntamálaráðuneytið, 23. júli 1974. Auglýsið í Alþýðublaðinu Sími 28660 og 14906 Athugasemd um glúnta Egill Bjarnason hafði sam- band við blaðið og vildi koma á framfæri nokkrum athuga- semdum við viðtal við hann sjálfan, er birtist á 3. siðu blaðs- ins á föstudag. — 1 fyrsta lagi, sagði Egill, — þá var það Guðmundur Björns- son, landlæknir, sem "þýddi þennan áttunda glúnta, sem við sungum, en ekki Magnús Guð- mundsson og skemmtunin, sem Carl Billich bað okkur að koma fram á, var ekki úti á landi, eins og segir i fréttinni, heldur hér i Reykjavik. Þá finnst mér einnig rétt að taka fram, að sá, sem söng með mér, var Jón Kjartansson og að glúntinn heit- ir „Áfram gakk” eða „Framát march”, eins og Wennerberg kallaði hann á sænsku. Stjórnmál 2 ir menn geta ekki komið til þjóðhátiðar öðru visi, en sem örvita skepnur, þá á einfald- lega bara að taka þá úr um- ferð. Hitt er heimska og upp- gjöf að hræðslan við slikt eigi að hindra islensku þjóðina i að minnast merkisafmælis með verðugum hætti. Þjóðhátiðar- nefnd á hrós skilið fyrir að láta ekki stjórnast af gunguskap — og enn meira hrós skilið ef hún lætur ekki hræða sig frá að beita nauðsynlegum aga til þess að unnt sé að gera þjóð- hátíðina að sómahátið. SKIPAUTGCRO RIKISINS M/s Hekla fer frá Reykjavik þriðjudaginn 30. þ.m. austur um land i hring- ferð. Vörumóttaka: fimmtudag, föstu- dag og til hádegis á mánudag til Austfjaröahafna, Þórshafnar, Raufarhafnar, Húsavikur og Akureyrar. Tjaldsfæði á Þingvöllum Þeir sem ætla að búa í tjöldum eða hjólhýsum á Þingvöllum meðan á þjóðhdtíðinni stendur þurfa að athuga eftirfarandi: Tjaldsvæðin eru tvö. Annað er við Grimagilslæk á svonefndum Lækjarbökkum ofan Almannagjár þar sem ekið er niður á Leirur. Hitt tjaldstæðið er i Skógarhólum. A Leyfilegt er að hefja tjöldun klukkan 2 siðdegis á fimmtudag, og ” siðan á föstudag og laugardag. Ætlast er til að þeir sem tjalda verði komnir i tjaldbúðirnar á laugardagskvöld i siðasta lagi, þar sem aðkeyrsluleiðum að tjaldbúðunum verður lokað vegna annarrar umferðar frá kl. 6 á sunnudagsmorgni, en notast verður við strætisvagnaferðir. A Frá þvi klukkan 2 siðdegis á fimmtudag verða tjaldstjórar Þjóð- v hátiðarnefndar 1974 á tjaldasvæðunum. Þeir eru Magnús Jónsson og Kristján Jóhannsson og hafa með sér flokk skáta, sem aðstoða við tjöldun. Fólk er beðið að hlýða fyrirmælum þeirra og leið- beiningum til að koma i veg fyrir tafir. A Hjólhýsum hefur verið ætlaður staður neðan gjár og norðan vegar að Leirum, og á Skógarhólasvæðinu eins og tjaldstjórar visa til. A Hægt er að koma strax á fimmtudag til að tjalda, þótt ekki sé flutt v inn i tjaldið fyrr en siðar. Tjöld ykkar og hjólhýsi verða úndir stöðugu eftirliti, og þeirra verður gætt fram yfir hátið. ÞJÓÐHÁTÍÐARNEFND 1974 alþýðu mm Innheimtustarf Alþýðublaðið óskar eftir að ráða mann eða konu til innheimtustarfa nú þegar. Þarf að hafa bíl til umráða. Skriflegar umsóknir leggist inn á afgreiðslu blaðsins, Hverfisgötu 8-10 eða í pósthólf 320, Reykjavík, merkt: „Innheimtustarf” FERÐAFELAG ISLANDS Sumarleyfisferðir í ágúst I. Miðlandsöræfi 7.-18. ágúst. Ekið frá Reykjavik norður Sprengisand, Gæsavatnaleið til Herðubreiðarlinda. Þaðan um Norðurland og Kjalveg til Reykjavikur. Skoðaðir margir af þekktustu og fegurstu stöðum á hálendi tslands, s.s. Veiðivötn, Eyvindarver, Nýidalur, Vonarskarð, Gæsavötn, Askja, Herðubreiðar- lindir, Dettifoss, Asbyrgi, Vesturdalur, Hljóðaklettar, Hólmatungur, Mývatn, Hveravellir, Kerlingarfjöll, Hvit- árvatn o.m.fl. Gist I skálum og tjöldum. Verð kr. 14.400. II. Kverkfjöll — Brúaröræfi — Snæfell. 10.-21. ágúst. Ekið um byggðir norður til Mývatns. Gist þar fyrstu nótt- ina, en haldið næsta dag til Kverkfjalla. Dvalið þar næstu daga og skoðaðir m.a. ishellarnir, Hveradalurinn o.fl. Þaðan haldið um Hvannalindir, Alftadal, Hafrahvamma- gljúfur, Laugarvalladal og Hrafnkelsdal að Snæfelli. Gengið á Snæfell og hugað að hreindýrum, sem oft eru á þessum slóöum. Heim verðurhaldið um þjóðveginn sunn- an jökla. Gist i skálum og tjöldum. Verð kr. 14.400. III. Miðausturland. 10.-21. ágúst. (hringferð). Ekið austur sveitir yfir Skeiðarársand til Hornafjarðar. Megintimanum eytt á svæðinu frá Hornafirði til Héraðs- flóa, en um það landssvæði fjallar árbók féiagsins i ár. Heimleiðin liggur um Norðurland, Borgarfjörð til Reykja- vikur. Gist i tjöldum. Verö kr. 14.400. IV. Snæfjallaströnd — Grunnavik — Drangajökull. 13.-21. ágúst. Ekið með áætlunarbil að Bæjum. Gengið um Snæfjalla- strönd, Grunnavik, Leirufjörð og á Drangajökul, ef færi gefst. Til baka með áætlunarbifreið frá Bæjum. Gist I tjöldum. Verð kr. 5.800. V. Hrafntinnusker — Eldgjá — Breiðbakur. 20.-25. ágúst. öku- og gönguferð um fjalllendið vestan og sunnan Land- mannalauga. Þaðan ekið að Langasjó, um Breiðbak, yfir Tungnaá að Veiðivötnum. Gist I skálum. Verð kr. 7.200. VI. Trölladyngja — Vonarskarð — Tungnafellsjökull. 22.-25. ágúst. Dvalið I skálanum I Nýjadal. Ekið og gengið þaðan til fyrrnefndra staða. Verð kr. 4.800. VII. Norður fyrir Hofsjökul 22.-25. ágúst. Ekið fyrsta daginn til Hveravalla. Þaðan austur yfir Blöndu og austur með Hofsjökli, um Asbjarnarvötn og Laugafell til Nýjadals. Þaðan farið i Vonarskarð eða á Tungnafellsjökul. Heim á fjórða degi um Sprengisand. Gist I skálum. Verð kr. 4.800. VIII. Aðalbláberjaferð I Vatnsfjörð 29. ág.-l. sept. Gíst i tjöldum við Flókalund. Timanum varið til berja- tinslu eða skoðunarfcrða um nágrennið. Verð kr. 4.800. Leitið nánari upplýsinga. Geymið auglýsinguna. Ferðafélag Islands, öldugötu 3, simar: 19533 — 11798. 0 Miðvikudagur 24. júlí 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.