Alþýðublaðið - 11.08.1974, Side 2
Sunnudagssaga Alþýðublaðsins
Matsöluhúsið
eftir
James Joyce
a& en að giftast henni, eða
hlaupast á brott? Hann gat ekki
gert það upp viö sjálfan sig.
Máliö var eflaust komið á kreik,
og vinnuveitandi hans var viss
með að heyra um það. Dublin er
svo litil borg: allir vita allt um
alla. Honum fannst hjartað
hoppa mjúklega upp i háls sér,
þegar hann heyrði blandast
sinni æsti imyndun að gamli Hr.
Leonard kallaði með sinni grófu
röddu. „Gjörið svo vel að senda
Hr.Doran hingað.”
öll hans löngu atvinnuár unn-
in til einskis! Allri hans starfs-
semi og iöjusemi kastað á glæ!
Sem ungur maður hafði hann
sjálfur sáö sinum villtu höfrum,
að sjálfsögöu. Hann hafði raup-
að af sinni frjálsu hugsun og
neitaði tilveru Guðs við kunn-
ingja sina á opinberum stöðum.
En þetta var allt gleymt og
grafið... næstum. Hann keypti
ennþá fréttablað Reynold’s i
hverri viku, en hann rækti vel
sinar trúarlegu skyldur og lifði
reglubundnu lifi, niu tíundu
hluta ársins. Hann átti nægjan-
legt fé til þess að geta setst i
helgan stein; þaö var ekki það.
En fjölskyldan leit niður á hana.
Fyrst af öllu var það faðir henn-
ar, sem hafði á sér illt orð, svo
var það matsöluhús móður
hennar, sem var fariö að hafa
sérstakt orð á sér. Hann hafði
það á tilfinningunni að hann var
umtalaður. Honum varð hugsað
til kunningja sinna, þar sem
þeir ræddu hlæjandi saman um
máliö.Hún varsvolitið óhefluð:
stundum sagði hún „É’ skil” og
„ef é’ hefði vitað”. En hvaða
máli skipti málfræði ef hann i
rauninni elskaði hana? Hann
gat ekki gjört upp við sig, hvort
hann ætti að láta sér lika við
hana, eða fyrirllta hana fyrir
það, sem hún hafði gjört. Auð-
vitað haföi hann líka gjört það.
Eðlishvöt hans hvatti hann til
þess að halda áfram aö lifa
frjáls og giftast ekki. Þegar þú
ert giftur, þá er úti um þig, var
sagt.
Meöan hann sat hjálparvana
á rúmbríkinni I skyrtu og bux-
um, þá barði hún létt aö dyrum
og gekk inn. Hún sagði honum
allt, að hún hefði gert hreint fyr-
ir sínum dyrum fyrir móður
sinni, og að móðir hennar myndi
tala við hann þennan sama
morgun. Hún grét vafði örmun-
um um háls honum og sagði:
„Ö. Bob! Bob.'Hvað á ég að
gjöra? Hvað get ég eiginlega
gjört?”
Hún sagðist ætla að fyrirfara
sér.
Hann reyndi að róa hana, með
óstyrkum huga, sagði henni að
gráta ekki, að þetta myndi
verða allt I lagi með þetta, hún
skyldi ekkert hræðast. Hann
fann i gegnum skyrtuna sina,
hvernig brjóst hennar hrærðust.
Það var alls ekki honum
einum aö kenna að
þetta hafði skeð. Hann
mundi vel, með undarlegu
þolinmæðisminni einbýlis-
mannsins, hvernig föt hennar,
andardráttur og fingur höfðu
kveikt I honum ástareld. Svo
var það eitt kvöldið, þegar hann
var að hátta sig ofan i rúm, að
hún hafði bankað feimnislega á
dyrnar. Hana vantaði að
kveikja á kertinu sinu á hans
kerti, þvi það hafði slokknað á
þvi við vindgust. Þetta var
kvöldiö, sem hún fór I bað. Hún
var i hálfopnum greiðsluslopp
úr mynstruðu flaueli. Hvit rist-
in á fæti hennar sást i gegnum
opna, loðna inniskó hennar, og
blóð hennar streymdi heitt inn-
an við ilmandi húð hennar. Af
höndum hennar og úlnliðum
lagöi einnig ilm, meðan hún
kveikti á og rétti viö kertið sitt.
Þau kvöld, sem hann kom
mjög seint heim, þá var það
hún, sem hitaði upp kvöldmat-
inn hans. Hann vissi varla hvað
hann var að borða, vitandi hana
i návist sinni aö nóttu til, i sof-
andi húsi. Og hugulsemi henn-
ar! Ef nóttin var hvort sem var
köld, vot eða vindasöm, þá var
hann viss um, aö þaö beiö hans
glas af púnsi. Kannski gátu þau
oröið hamingjusöm, saman....
Þau tritluöu ávallt saman upp
stigann, hvort með sitt kerti, og
á þriðju hæð buðu þau hvort
öðru nauðug góða nótt. Þau,
kysstust ávallt. Hann mundi vel
eftir augum hennar, snertingu *
handa hennar, og hversu
ringlaður hann var....
En ringulreið hugans hverfur.
Hann heyrði enduróm setningar
hennar, og beindi henni að sjálf-
um sér: „Hvað á ég að gjöra?”
Eðlishvöt einlifismannsins var-
aði hann við, að hann skyldi
halda aftur af sér. En syndin
var til staðar; jafnvel dreng-
skapartilfinning hans sagði hon-
um, að þaö ætti að bæta fyrir
slika synd.
Meðan hann sat við hlið henn-
ar á rúmbrlkinni, kom Maria I
dyrnar, og sagði, að frúin vildi
hitta hann i móttökuherberginu.
Hann stóð upp til þess að klæða
sig I jakkann og vestið, ráða-
lausari heldur en nokkru sinni
fyrr. Þegar hann hafði klætt sig,
þá fór hann til hennar til þess að
hughreysta hana. Þetta yrði allt
I lagi, hún skyldi ekki hræðast
neitt. Hann skildi hana eftir
grátandi á rúminu, þar sem hún
stundi veiklulega upp úr sér: „Q,
Guð minn góður!”
A meðan hann gekk niður
stigann, þá uröu gleraugun hans
svo dauf af raka, að hann varð
að taka þau af sér til þess að
þurrka af þeim. Hann langaöi til
þess að brjótast I gegnum þakiö,
og fljúga til annars lands, þar
sem hann myndi aldrei heyra
aftur um erfiðleika sina, og
samt sem áöur var það eitthvert
áfl sem dró hann niöur, þrep
fyrir þrep. Hin óbilgjörnu andlit
húsbónda hans og Maddömunn-
ar störöu á hann sigraöan. 1 sið-
ustú stigaþrepunum mætti hann
Jack Mooney, sem var að koma
úr búrinu með tvær flöskur af
bjór. Þeir heilsuðust kuldalega;
og augu elskhugans stöldruðu
andartak á bústnu bolabítsand-
liti og sverum stuttum hand-
leggjum. Þegar hann kom niður
á stigapallinn, leithann til baká,
og á Jack, þar sem hann horföi á
hann.úr dyrum skráningarher-
bergisins.
Skyndilega mundi hann eftir
nóttunni, þegar einn listamanna
söngleikahúsanna, smávaxinn
ljóshærður Lundúnabúi, hafði
gefið Polly fremur frjálslegt
augnatillit. Sambandið hafði
næstum rofnað milli þeirra,
vegna ofsa Jacks. Allir reyndu
að þagga niður i honum. Lista-
maðurinn frá söngleikahúsinu,
litið eitt fölari en venjulega, hélt
áfram að brosa, og sagðist ekki
hafa neitt illt I huga, en Jack
hélt áfram að kalla til hans, og
sagði, að ef einhver reyndi að
koma þannig fram við systur
sina, þá myndi hann áreiðan-
lega mölva tennur hans niður
um háls hans, það myndi hann
áreiðanlega gjöra..
Polly sat um stund á rúmbrik-
inni, grátandi. Slðan þúrrkaði
hún sér um augun og fór yfir að
speglinum. Hún deif öðrum
enda handklæðisins ofan i vask-
inn og hressti augu sin með
köldu vatni. Hún leit á sjálfa sig
frá hlið og festi betur hárpinna
fyrir ofan eyrað. Siðan fór hún
að rúminu aftur og settist til
fóta þess. Hún skoðaði koddana
langa stund, og við það að horfa
á þá, vaknaði með henni leynd-
armál, elskulegar endurminn-
ingar. Hún hvildi hálsinn aftan á
hnakkanum á köldum járnrimli
rúmsins, og féll i dróma. Það
var ekki lengur neinn áhyggju-
svipur sjáanlegur á andliti
hennar.
Hún beið með þolinmæði,
næstum með gleði, án hræðslu,
og minningarnar fylltust brátt
af vonum og draumsjónum um
framtiöina. Vonir hennar og
draumsjónir voru svoflóknar að
hún sá ekki lengur hvitu kodd-
ana, sem hún einblindi á, né
mundi heldur eftir þvi, að hún
væri aö biða eftir einhverjum.
Að lokum heyröi hún mömmu
slna kalla. Hún reis upp og hljöp
að stigahandriðinu.
„Polly! Polly!”
„Já, mamma?”
„Komdu niður, elskan. Hr
Doran vill fá að tala við þig.”
Þá mundi hún eftir hverju hún
var að blða.
Baldur Kristjánsson þýddi
©
Sunnudagur 11. ágúst 1974