Alþýðublaðið - 11.08.1974, Síða 4

Alþýðublaðið - 11.08.1974, Síða 4
Háhyrningar Torfan er lifandi veiði- hópur og sér um viðhaid kynstofnsins. Hún syndir um úthöfin með foringja og útvörðum. Það, hvernig hvalurinn getur lyft margra tonna skrokki yfir sjávarfiötinn, bendir til gifurlegs afls. hjá leðurblökum), en hitt er notað til háþróaðra „s a m t a I a ", þa u þekkjast vel meðal lítilla höfrunga Með slfkum samtölum getur torfan unnið saman. Eitt hið æsilegasta við að virða fyrir sér háhyrning þegar hann er annaðhvort í sundlaug eða villt, er þegar hann stekkur Allt bendir til óstjórnlegs styrks og hraða skepnunnar, þegar hún getur lyft mörgum tonnum upp yfir sjávar- borðið. Ung dýr, sem ekki eru nema tvö eða þrjú tonn hafa sést stökkva 60 m yfir vatnsflötinn. Þeir geta stokkið hátt í loft upp og lent á sjónum með gusugangi eða snúist í loftinu og lent aftur á sama stað og þeir tóku sig upp frá með busli og látum. Hvalurinn syndir ein- staklega vel. Bob Wright, forseti Kyrrahafseyja hefur séð háhyrning elta fimmtán punda lax. Laxinn stökk hátt upp og á eftir honum kom þjótandi ferlíki. Hann sá einu sinni lax og háhyrn- ing stökkva samtímis á nákvæmlega sama hraða. Fáeinum sekúndum seinna hvarf hvalurinn í dýpið með laxinn milli tannanna. Tennur og kjálkar háhyrninganna eru vel til þess gerðar að glespa til sín mat. Þeir gleypa yfir- leitt matinn heilan, en þó hefur sést til hvala, sem tæta í sig bita af gráhveli og gleypa bitana. Tenn- urnar eru 40-50 og minna mest á stórar skrúfur með oddhvössum brúnum. Þær eru hvassar hjá yngri dýrum en eldri dýr eru ekki með hvassar tennur. Villtir háhyrningar vilja helst höfrunga, seli og sæljón og önnur dýr með heitu blóði, en sé lítið um slíka björg éta morðhvelin fisk umhugsunarlaust. Það er furðulegt magn, sem þessir hvalir geta innbyrt. í The Northern Species of Orca, segist Eschrict hafa séð einn háhyrning gleypa fjóra höfrunga hvern a fætur öðrum. Háhyrningur, sem veiddist nýlega hafði gleypt: 13 höfrunga, annar háhyrningur, sem var aðeins 5 metrar var með 14 seli í maganum. Þegar háhyrningar eru í dýragörðum borða þeir oft 50 kíló af fiski daglega. Það eru til mörg dæmi um veiðar háhyrninga í hóp. David Hancock náttúrufræðingur, fylgdist með veiðum slíks hóps við vesturströnd Kandada, en þar ráku þeir lítinn hval inn í lón. Háhyrningarnir höfðu tvo útverði við lónmynnið til að koma f veg fyrir, að fórnarlambið kæmist undan til hafs, meðan hin morðhvelin réðust á það. I Marine Mammals of North America lýsir Charles Scammon árás þriggja háhyrninga á gamalt, grátt kvendýr og afkvæmi hennar á lóni við strönd Kaliforniu. Kálfurinn var stærri en stærsti háhyrningurinn og hann fór í klukku- stundareltingaleik en þá voru árásir gerðar til skiptis á gamla hvalinn og afkvæmið unz afkvæmiðdóog sökk. Um leið og dauði kálfurinn hvíldi á hafsbotni komu háhyrningarnir upp með stóra kjötbita í munn- inum, sem þeir átu eftir að þeir komu upp á yfir- borðið. Á meðan slapp gamla kvendyriðog skildi eftir sig blóðslóð. Þegar háhyrningar eltast við bláhveli er návist þeirra nóg til að skelfa skíðishvalina og rjúka til lands. Þeir hafa sést með kviðinn upp og sem lamaðir, þegar ' háhyrningar eru nálægt. Á stórhvelum er helst ráðist á mýrkri hlutana við munninn. Háhyrningar hafa hvað eftir annað ráðist á alls konar hákarla og drepið þá með því að reka hart trýnið inn í innyfli hákarlanna, sem ekki eru sérstaklega valin. Háhyrningar óttast fátt, því að eini óvinur þeirra er maðurinn. Við allar rannsóknir, kannanir og athuganir á sögum um þessi dýr, hafa sjófræðingar, sjóvísinda- menn og leikmenn aldrei fundið dæmi til þess, að háhyrningar hafi ráðist á mann eða drepið hann meðan það lifði villt. Forvitni morðhvelsins, sem er því eðlileg, hefur oft leitt til þess, að smábátum hvolfdi, en sundmennirnir hafa synt milli torf unnar án þess að vera áreittir. Samt hafa 60% hvala, sem vísindamenn hafa rannsakað og löglegir veiðimenn fyrir dýra- garða og sædýrasöfn, kúlur í skrokknum. Fyrsti háhyrningurinn fór í Vancouver Public Aquarium (Sædýrasafnið í Vancouver) 1964, en frá þeim tíma hafa tæpir 30 verið handsamaðir annaðhvort fyrir dýra- garða eða til rannsókna. Tveir háhyrningar voru tekin í Austurhluta Kyrrahafsins og flogið með þá til safnsins í Miami þar, sem allt var gert til að hafa hvalina í svo hlýju loftslagi í Suðurríkjum Banda- ríkjanna, en bæði dýrin vöndust hlýrra vatni og hvoru öðru og það er von manna, að þeir geti af sér afkvæmi. Háhyrningar geta átt afkvæmi hvenær sem er, því að þau hafa engan ákveðinn fengi- tíma. Fullvaxið kvendýr eignast kálf á tveggja til þriggja tíma fresti eftir meðgöngutíma, sem er milli 12 og 16 mánuðir). Þegar karldýrið, Hugo, kom til Miami 1968 var hann þriggja ára, 4 metrar og 450 kíló. Fjórum árum seinna var hann 60 metrar og 5 tonn. Vísindamenn hafa mikinn áhuga á háhyrningum og þau eru rannsökuð á mörgum stöðum f Ameríku. Bæði í Bandaríkjum og Þó að sálfræðilegar rannsóknir á háhyrningum hafi sýnt ýmsa athyglisverða hluti, sem gætu bæði vakið vakið áhuga manna beint og óbeint, óttast sumir vísindamenn, að háhyrningar verði fljót- lega útdauðir. Dr. Jesse White, sem var áður dýralæknir við Sædýra- safnið í Miami hefur áhyggjur af ofveiðum og skorti á lagaverndun hvalategundarinnar. I' Bandaríkjunum voru nýlega sett lög, sem banna allar veiðar á háhyrningum nema með leyfi níu manna stjórnar- nefndarinnar. Eitt af því athyglis- verðasta, sem líf- fræðingar vilja kanna í sambandi við háhyrninga, er hæfileika þeirra til að fara í dvala meðan þeir kafa, svo að blóðstreymið nær aðeins til heila, lungna, og hjarta en ekki til hins hluta líkamans. Annað mjög markvert er, hvað líkamsfrumurnar endur- nýjast fljótt. Dr. White saumaði húð yfir trýnið og innan fjögurra Visindalegar kannanir eru gerðar á þessum háhyrningi, sem er i lóni við Kyrrahafsey. Háhyrninga torfa i Suðurheimskautinu. Þetta er i Sædýra- safninu i San Diego og háhyrningurinn Shamu stekkur upp úr vatninu rúmiega 5 metra hæð. 0 Sunnudagur 11. ágúst 1974

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.