Alþýðublaðið - 11.08.1974, Síða 6
BÍLAR OG UMFERÐ
Reynsluakstur Alþýðublaðsins:
Datsun 260Z 2 + 2
Erfitt að halda honum á löglegum hraða
Þótt Islendingar hafi fengið á
sig orð fyrir að kaupa mikið af
dýrum „lúxusbilum ” hefur
hingað til ekki borið mikið á
þeim flokki „lúxusbila”, sem
dýrastir eru fjöldaframleiddra
bila. Þvi má segja, að i bilaflota
landsmanna vanti svotil alveg
hina svonefndu sportbila, að
ekki sé talað um „háaðalinn” i
þeim hópi, bila eins og Porsche
Carrera, Alfa Romeo, Ferrari
og Lotus, svo fáir einir séu
nefndir.
Þó sést einn og einn sportbill á
götum Reykjavikur, en nær ein-
göngu af ódýrari gerðunum.
Það er ekkert furðulegt, að Is-
lendingar hafi litið gert af þvi að
kaupa sportbíla, þeir henta
vægast sagt illa fyrir islenska
vegi, — utan borgarinnar ná
þeir vegir varla 200 kiló-
metrum, sem eru slikum bilum
bjóöandi.
Núna nýlega var þó bætt að-
eins úr sportbilaskortinum,
þegar til landsins kom nýjasti
sportbillinn frá Nissan verk-
smiðjunum i Japan, Datsun 260
Z 2+2. Þessi sportbill, sem um-
boðsmaðurinn fyrir Datsun bila,
Ingvar Helgason, flutti inn, er
að þvi leyti frábrugðinn flestum
öðrum sportbilum, að hann er
beinlinis sniðinn fyrir svonefnda
„rallykeppni” eða þjóðvega-
keppni, enda hefur hann verið
sigursæll á þeim vettvangi,
sigraði m.a. Austur-Afriku-
safarikeppnina i vetur.
Þessi bill, sem Ingvar hefur
flutt til landsins, er ný og endur-
bætt útgáfa af Datsun 240 Z, og
framleiðsla á honum er svo ný-
lega hafin, að hann hefur fram-
leiðslunúmerið 41. Breytingarn-
ar frá fyrri gerð, þ.e. Datsun 240
Z, sem reyndar var á bilasýn-
ingu Bilgreinasambandsins
fyrir tveimur árum en siðan
sendur út aftur, eru ekki ýkja
miklar. Þó hefur verið gerð sú
breyting, að hann rúmar nú þrjá
farþega I stað eins áður, en
þannig er einkennið 2+2 til
komið.
Til þess að fá þetta aukna
rými hefur þaki bilsins verið
lyft nokkuð þannig, að „krypp-
an” að aftan hefur aukist. Þá
hefur rúmtak vélarinnar verið
aukið úr 2400 ccm i 2600 ccm, og
þar með hestöflin úr 151 SAE i
162 SAE. Snúningurinn hefur
lika verið aukinn úr 5600
snún/min i 6500 snún/min.
Innréttingunni hefur litið verið
breytt, — eina breytingin er sú,
að stýrið og handfangið á gir-
stönginni voru úr ljósum við, en
öryggisins vegna eru þessir
hlutir úr hinu venjulega plasti,
en leðurklæddir.
Innréttingin sver bilinn mjög
skemmtilega i ætt við aðra
„göfuga” sportbila, og öllu
komið fyrir þannig að það liggi
sem best fyrir augum og hönd-
um. Hraðamælir og snúnings-
hraðamælir eru beint fyrir
framan ökumann, em fjórir
minni mælar eru staðsettir fyrir
miöju, þ.e. bensin-, vatnshita-,
oliuþrýstings- og ampermælir,
auk rafmagnsklukku. t fljótu
bragði séð virðast framsætin
halda nokkuð vel að likaman-
um, þótt það verði ekki full-
reynt, nema á langri keyrslu, og
samkvæmt bandariskum
öryggiskröfum eru bökin há og
enda i hnakkapúða. Aftursætið
er svipað og i öðrum sportbil-
um, þ.e. frekar mjótt og fóta-
rúm lttið, en á styttri leiðum á
að fara þokkalega um mann
þar. Til þæginda fyrir þá, sem
sitja aftur i er ein af einföldum
en snjöllum hugdettum Japan-
anna. Þeir hafa komið fyrir
tveimur hurðarhúnum á hurð-
unum, annar er aftast og efst
fyrir farþegann aftur i, en hinn
neðarlega og framarlega á
hurðinni, á mjög þægilegum
stað fyrir ökumann.
Girstöngin er á breiðum,
leðurklæddum stokk á milli
framsætanna, stutt og mjög lip-
ur. Girarnir eru fimm áfram, og
er sá fimmti yfirgir með hlut-
fallinu 1:1. Reyndar má segja,
að i venjulegum innanbæjar-
akstri i Reykjavik nægi þrir
fyrstu girarnir, — I þriðja gir
heyrist ekki I vélinni þótt ekið sé
á vel 100 km. hraða, og
hámarkshraði á þeim gir er
varla undir 150 km. hraða. Inn-
sogið er á mjög frumlegum
stað, eða á stokknum rétt aftan
við girstöngina. Hinsvegar var
ég ekki alveg sáttur við stað-
setningu handbremsunnar, en
hún er farþegamegin við stokk-
inn á milli sætanna, og þar sem
sætin eru lág kemur átakið á
handbremsuna dálitið óþægi-
lega út.
Eins og svo mjög tiðkast nú á
öllum gerðum biía er Datsun 260
Z af svonefndri „hatchback”
gerð (öllu heldur það sem kallað
er þvi nafni i Bandarikjunum,
en annað orð yfir þetta fyrir-
brigði hef ég enn ekki heyrt), —
þ.e. afturhlutinn er opnanlegur,
og er þá hægur aðgangur að far-
angursrými, sem um leið er inni
ibilnum sjálfum og nýtist þann-
ig betur en venjulegt „skott”. Af
þessum sökum er Datsuninn
enginn „tannburstabill” eins og
svo margir sportbilar, en sagt
er, að i marga sportbila sé ekki
hægt að koma meiri farangri en
tannburstanum.
Af þessari siðasttöldu ástæðu
er notagildi Datsun 260 Z þegar
orðið talsvert meira en margra
annarra sportbila, og þar við
bætist, að hann er ekki sniðinn
viö akstur á steinsteyptum veg-
um eingöngu, eins og segir i
upphafi er billinn sannkallaður
„rallybill”, og þótt þyngdar-
punkturinn sé neðarlega eins og
tiðkast á sportbilum er hæð
undir lægsta punkt rúmir 16
sentimetrar. Afturhjólin eru á
svonefndum „fljótandi” öxlum,
og það þýðir að drifkúlan er
mun hærra staðsett en þegar
afturöxullinn er stifur eins og
yfirleitt er á afturhjóladrifnum
bilum. Fjaðrabúnaður er gorm-
ar að framan og aftan, og eru
þeir tengdir jafnvægisörmum.
Diskahemlar eru að framan en
borðar að aftan.
Um aksturseiginleikana get
ég varla dæmt eftir stutta öku-
ferð á góðum vegi, og auk þess
var billinn nýr og ókeyrður, svo
ekki var óhætt að þeyta vélina
að nokkru marki. A Vestur-
landsveginum reyndi ég þó að
gefa honum inn eins og ég taldi
óhætt og komst að þvi, að jafn-
vel þótt vélin væri ekki látin
snúast hraðar en helming þess
hámarkssnúnings, sem gefinn
er upp á snúningshraðamælin-
um, var billinn kominn uppund-
ir 150 km. hraða, þegar skipt
var i fjórða gir. Vélin virtist
varla vera meira en i lausa-
gangi, þegar komið var á þenn-
an hraða, enda ekki nema f tæp-
lega 4000 snúningum, og ekki
var annað að finna en endalaust
væri hægt að bæta við hraðann.
En jafnvel þótt þessi sportbill
sé nothæfur hér á malarvegun-
um okkar kynnu menn nú að
spyrja sem svo, hvaða vit sé i
þvi að kaupa hingað bil á 1,7
millj. króna, bil sem tekur að-
eins þrjá farþega og er aðallega
byggður með hraða fyrir augum
— hér á landi er hæsti hámarks-
hraði ekki meiri en svo, að á
Datsun 260 Z er hægur leikur að
brjóta allar reglur um há-
markshraða án þess að skipta
úr öðrum gir. Svo sannarlega er
ekki mikið vit i þvi, — bilar sem
kosta hálfa miljón gegna full-
komlega þvi hlutverki, sem bil-
um er ætlað að gera. — En ætti
ég tvær milljónir aukalega væri
freistingin stór.
o
Sunnudagur 11. ágúst 1974