Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 2
Sunnudagssaga Alþýðublaðsins G Málsrannsókn með símskeyti eftir Agatha Christie ,,Ég skil. Mér þætti vænt um, ef ég gæti núna fengið að hitta Frú Havering.” „Hún er uppi á lofti, sir. A ég aö sækja hana?” ,,Ef þé vilduð vera svo góður. Segið henni, að Hr. Havering sé hérna fyrir utan með Japp leynilögreglumanni, og að heið- ursmaðurinn, sem hann hafi tekið með sér frá London, sé mjög áfjáður í að ná tali af henni eins fljótt og kostur er.” „Allt í lagi, sir.” Ég var orðinn afar óþolin- móður yfir þvi, að ná saman öll- um staðreyndum málsins. Japp hafði komið tveimur eða þrem- ur klukkijstundum á undan mér, og ákafi hans i að ljúka málinu, gerði mig áfjáðan i að komast jafnfætis honum i málsrann- sókninni. Frú Havering lét mig ekki biða lengi. Að skammri stundu lið- inni heyrði ég létt fótatak koma niður stigann, og þegar ég leit upp, sá ég koma til min mjög laglega unga konu. Hún var klædd rauðlitaðri treyju, sem leyddi i ljós grannvaxinn drengslegan likamsvöxt henn- ar. A höfði sinu bar hún litinn rauðlitan hatt úr leðri. Jafnvel nýyfirstaðinn harmleikur gat ekki minnkað hinn liflega per- sónuleika hennar. Ég kynnti mig fyrir henni, og hún kinkaði kolli, til þess að láta i ljósi, að hún skyldi, hver ég væri. ,,Ég hefi auðvitað mjög oft heyrt yðar getið, og félaga yðar, Monsieur Poirot. Þið hafið gert marga dásamlega hluti i sam- einingu, er það ekki satt? Það var mjög viturlegt af eigin- manni minum að ná svo fljótt i yöur. Ætlið þér nú að spyrja mig spurninga? Það er auðveldasta leiðin, ekki satt, til þess aö fá vitneskju um allt, sem yður langar til að vita..” „Þakka yður fyrir, Frú Havering. Hvað var klukkan, þegar þessi maður kom?” „Það hlýtur að hafa verið rétt fyrir klukkan niu. Við vorum búin að ljúka kvöldverðinum, og sátum saman yfir kaffi og sigarettum.” „Eiginmaður yðar var nýfar- inn til London, ekki satt?” „Jú, hann fór með lestinni klukkan 6.15.” „Fór hann akandi á brautar- stöðina, eða fór hann gang- andi?”~ „Okkar eigin bill er ekki hérna niður frá. Það kom einn úr bilskúrnum i Elmer’s Dale til þess að sækja hann nógu timan- lega til þess að ná lestinni.” „Var Hr. Pace eins og hann var vanur að vera?” „Areiðanlega Alveg eðlilegur á allan hátt.” „Getið þér lýst þessum að- komumanni á nokkurn hátt?” „Ég er hrædd um ekki. Ég sá hann ekki. Frú Middleton visaði honum beint inni skotfæraher- bergið, og kom siðan til þess að segja frænda minum frá þvi.” „Hvað sagði frændi yðar?” „Hann virtist vera leiður i skapi, en fór strax af stað. Það var um það bil fimm minútum siðar, sem ég heyrði háværar raddir. Ég hljóp fram i „holið” og rak mig næstum á Frú Middleton. Þa heyrðum við skotið. Dyrnar að skotfæraher- berginu voru læstar að innan- verðu, og við urðum að ganga i kringum húsið til þess að kom- ast að glugganum. Þetta tók auövitað dálitinn tima og morðingjanum hafði tekist að komast vel i burtu. Aumingja frændij — rödd hennar stamaði — „hafði verið skotinn i gegnum höfuðið. Ég sá strax, að hann var látinn. Ég sendi Frú Middleton effir lögreglunni. Ég passaði mig á þvi að snerta ekki nokkurn hlut i herberginu, en láta allt vera, eins og ég kom að þvi.” Ég kinkaði samþykkjandi kolli. „En hvað um vopnið?” „Jú ég get giskað á það, Hastings höfuðsmaður. Tvenn- ar byssur eiginmanns mins voru festar upp á vegg. önnur þeirra er horfin. Ég benti lögreglunni á þetta, og þeir tóku hina meö sér. Þegar þeir hafa rannsakað skotið, þá býstég við að þeir viti vissu sina um það, hvort þessi byssa hefur verið notuð.” „Má ég fara inni skotfæraher- bergið”. „Auðvitað. Lögreglan hefur lokið sér af þar. En líkið hefur veriö fjarlægt.” Hún gekk með mér að morð- staðnum.A þessari stundu kom Havering inn i „holiö”, og um og hún afsakaði sig fljótt, þá hljóp hún til hans. Ég var látinn einn um að fást við athuganir minar. Það er alveg eins gott að ég játi það strax, aö það ollu mér fremur vandræðum. 1 leynilög- reglusögum ná end- arnir venjulega saman, en hérna fann ég alls ekkert, sem gat hjálpað mér til þess að leysa málið, utan stórs blóðpollar á teppinu, sem var á þeim stað, sem ég reiknaði með aö sá dauði hefði fallið. Ég rannsakaði allt með mikilli ná- kvæmni, og tók tvær myndir af herberginu með litlu myndavél- inni minni, sem ég hafði tekið með mér. Ég rannsakaði lika jarðveginn fyrir utan gluggann, en hann reyndist vera svo herfi- lega úttroðinn, að ég sá ekki ástæðu til þess að eyða neinum tima i það. Nei, ég hafði séð allt það sem Hunter’s Lodge hafð; til að sýna mér. Ég varð að komast aftur til Elmer’s Dale og ná sambandi við Japp. Sam- kvæmt þeirri ákvörðun minni. þá yfirgaf ég Havering fólkið. og mér var ekið i burt i bilnum. sem hafði ekið okkur þangað upp eftir frá stöðinni. Ég fann Japp i veitingastof- unni Matlock Arms, og hann fór með mig til þess að lita á likiö. Harrington Pace var smávax- inn, grannur og þrifalegur mað- ur, mjög svo ameriskur i útliti. Hann hafði verið skotinn i hnakkann, og byssan hafði veriö tæmd mjög nálægt honum. „Snéri sér augnablik i aðra átt, og hinn náunginn tók upp byssu og skaut hann. Byssan, sem frú Havering fékk okkur var fullhlaðin, og ég geri ráð fyrir þvi, að hin hafi verið það lika. Undarlegt, hvað fólk getur tekiö upp á að gera. Hugsaðu þér, að þú hefðir tvær hlaðnar byssur hangandi uppá vegg hjá þér. „Hvað álitur þú um málið?” spurði ég, um leið og við yfir- gáfum hið óhugnanlega her- bergi. „Jú, ég hefi augastað á Havering, til að byrja með. Ö, já, sagði hann, þegar hann tók eftir undrunarsvipnum, sem km á andlit mér. „Havering hefur einu sinni eða tvisvar gerst brotlegur við lögin. Þegar hann var drengur i Oxford, þá var það eitt hvað einkennilegt með undirskrift á einni ávisun, sem var útgefin af föður hans. Þaö var auövitaö allt þaggað niður. Svo er nú það, að hann er ansi mikið skuldugur núna, og það eru þess konar skuldir, sem hann mundi ekki vilja fara til frænda sins út af, en þú getur aftur á móti veriö þess fullviss, að erfðaskrá hans mundi vera honum i vil. Já, mig var farið að gruna hann, og þess vegna vildi ég ná tali af honum, áður en hann hitti konu sina, en fram- buröi þeirra ber alveg saman, og ég er búinn að fara niður á brautarstöðina, og það leikur enginn vafi á þvi, að hann fór klukkan 6.15. Sú lest kemur til London klukkan um þaö bil 10,30. Hann fór beint i klúbbinn sinn, segir hann, og ef það verð- ur staðfest — þá er það útilokað að hann hafi getað verið hér að skjóta frænda sinn klukkan niu, það er augljóst mál!” „En meðal annarra orða, ég ætlaði að spyrja þig hvað þú álitir um þetta svarta skegg á honum?” Japp kinkaði kolli. „Ég held að þaö hafi vaxiö mjög fljótt — hafi vaxið á fimm milunum frá Elmer’s Dale til Hunter’s Lodge. Þeir Amerikanar, sem ég þekki, eru allir snyrtilega rakaðir. Já, við verðum aö leita morðingjans meöal ameriskra kunningja hr. Pace. Ég yfir- heyrði húsráðandann fyrst, og siöan húsfreyjuna, og þeim ber ágætlega saman, en ég er leiður yfir þvi, að frú Havering tókst ekki að sjá náungann. Hún er gáfuð kona, og hún kynni að hafa getað tekið eftir einhverju, sem hefði getað komið okkur á sporið”. Kúlan hafði verið fjarlægð, og það var sannað, að hún hafði komið úr byssu, sem var lík þeirri, sem var i vörslu lögregl- unnar. Ennfremur höfðu at- hafnir Haverings nóttina, sem þetta skeði verið athugaðar og staðfestar, og það var óyggj- andlega sannað, að hann haföi komið til London með umræddri lest. t þriðja lagi hafði komiö upp æsispennandi atvik. Maöur einn, er bjó i borginni, nánar til- tekið i Ealing, hafði séð brúnan bréfaböggul milli brautartein- annaþegarhann var að fara yfir hjá Héraðs-járnbrautarlestar- stöðinni þennan morgun. Þegar hann hafði opnað böggulinn, fann hann inn i honum byssu. Hann færði lögreglunni á staön- um böggulinn, og fyrir kvöldið var búið að sanna það, að það var einmitt byssan, sem við vorum að leita að, sams konar og sú, sem frú Havering hafði látið okkur hafa. Einu skoti hafði verið hleypt af úr henni. Ég bætti þessu öllu á skýrslu mina. Það kom simskeyti frá Poirot, þegar ég var að snæða morgunverð morguninn eftir: AUÐVITAÐ VAR SVART- SKEGGJAÐI MAÐURINN EKKI HAVERING AÐEINS ÞO OG JAPP MUNDUÐ FA SLIKA HUGMYND SENDU MÉR t StMSKEYTI LÝSINGU A HOS- HALDARANUM OG HVERNIG FÖTUM HANN VAR KLÆDD- UR ÞENNAN MORGUN — HIÐ SAMA UM FRO HAVERING EYDDU EKKI TIMANUM I AÐ TAKA MYNDIR INNANHOSS ÞÆR ERU ÓSKÝRAR OG ALLRA StST LISTRÆNAR. Mér virtist sem still Poirot’s væri óþarflega gamansamur. Ég geröi mér einnig i hugar- lund, að hann væri dálitið af- brýðisamur út i mig, fyrir að vera á rétta staðnum, með öll gögn i höndunum til þess að rannsaka málið. Beiðni hans um lýsingu á klæðaburði þessara tveggja kvenna virtist mér vera blátt áfram hlægileg, en ég framkvæmdi þetta eins vel og ég var maður til. Klukkan ellegu kom svar frá Poirot: LATTU JAPP HANDTAKA HOSHALDARANN AÐUR EN ÞAÐ ER ORÐIÐ OF SEINT. Undri sleginn fór ég með sim- skeytið til J,app. Hann bölvaði lágri röddu. „Hann er aldeilis góður þessi Monsieur Poirot! Ef hann segir þetta, þá er eitthvað á bað við það. Og ég, sem tók vart eftir þessari konu. Ég veit ekki, hvort ég get gengið svo langt aö handtaka hana, en ég læt vakta hana. Við skulum fara strax upp, og lita aftur á hana”. En það var um seinan. Frú Middleton, þessi miðaldra kona, sem hafði virst svo eðlileg og viðruleg, hafði gjörsamlega gufað upp. Hún hafði skilið eftir töskuna sina. 1 henni var aðeins fatnaður. Það var ekkert i henni, sem gæti bent til þess, hvert hún hefði farið. Okkur tókst að veiða upp úr frú Havering allt, sem við mögulega gátum: „Ég réði hana fyrir um það bil þremur vikum siðan, þegar ungfrú Emeru, sem var hús- haldari hjá okkur áður, fór. Hún var send til min af Ráðningar- stofu frk. Selbourne’s i Mount Street — mjög þekkt fyrirtæki. Ég fæ allt mitt þjónustufólk þaðan. Þeir sendu nokkrar kon- ,ur til min, en þessi ungfrú Middleton virtist vera best, og hún hafði mjög góö meðmæli. Ég réði hana strax, og lét Ráðn- ingarstofuna vita. Ég get bara ekki trúað þvi, að það sé eitt- hvað bogið við hana. Hún var svo hugguleg og hljóðlát kona”. Þetta var svo sannarlega leyndardómsfullt. Þar sem það var augljóst, að konan sjálf gat ekki hafa framið glæpinn, vegna þess, að á þvi augnabliki, sem skotið reið af, þá var frú Haver- ing með henni i „holinu”. Hún var nú samt á einhvern hátt tengd við morðið, þvi hvers- vegna skyldi hún annars hafa hlaupist á brott? Ég simsendi siðustu athugun- ina til Poirit’s og stakk upp á þvi, að ég kæmi aftur til London til þess að spyrjast fyrir út af málinu hjá Ráðningarstofu Sel- bourne. Svar Poirots kom fljótlega: Baldur Kristjánsson þýddi © Sunnudagur 25. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.