Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 7
r Omar Valdimarsson fá sér sæti hjá blaðamönnum og ljósmyndurum.) Jó: Strákar, bara eitt áður en við byrjum. Þið minnist ekki á þetta vesen allt, ég meina Amunda og það allt. Það er al- gjört skilyrði. ÓV, SvG, sh, ÓH, Gsal, ÞJM: (Þögn). Jó: Ókey? Þetta er sem sagt klárt. Ekki minnast á það við þá. Annars slúttum við fundinum. ÓV: Ég er ekkert viss um að þú getir sett okkur svona skilyrði, Jón. Jó: Annars verður enginn fundur. Þeir vita ekkert um þetta og ég lofaði meira að segja að halda engan blaðamannafund. Þetta er ekkert þeirra mál og ég lét vita á öllum blöðunum, þegar ég boðaði á fundinn, að þetta mætti ekkert tala um. Gsal: Er nokkur ástæða til að vera að hártoga þetta lengur? Við gætum haldið þvi áfram i all- an dag. ÓV: Allt i lagi, ég fékk bara skilaboð. (Fundurinn hefst og gengur eðlilega fyrir sig. Nazareth eru hreinlegir og elskulegir strákar, sem taka sig alvarlega og nokkra hefur alltaf langað að koma til Is- lands. Evrópa er betri en Amerika og konsertinn i KB-höll- inni i Khöfn kvöldið áður var ein- hver sá albesti, sem þeir höfðu nokkru sinni spilað á. Þeim eru boðin glös og Jón Jósafat Joke sportar um með staup). ÓV: (Stendur upp og gengur til JJJ): Býður þú ekki i glas? JÓ: Nei. ÓV: ?. jó: Ég hef bara ekki efni á þvi. Ég er kominn i svo æðislegan halla. Ef það gengur vel á morg- un (þriðjudag) þá höldum við frekar gott partý. Ertu nokkuð svekktur? ÓV: Nei, alls ekki. Mér þótti þetta bara óvenjulegt en ég skil ástandið. JÓ: He he. III. þáttur/ þriöjudagur. Hljómleikar í Laugardals- höll (A sviðinu er Hallgrimur rótari Björgólfsson með úrvalslið. Hávaðinn er geysilegur og ekkert sérstakt kemur út úr þvi, Þeim liður greinilega frekar illa á svið- inu enda höfðu þeir ekki fengið tækifæri til að taka hljóðprufu. Þeir taka þrjú lög og er fagnaö sæmilega.Júdas eru næstir og höfðu fengið að taka hljóðprufu. Maggi Kjartans veifar bjórflösku og segir: — Ég vildi að ég ætti nógan bjór handa öllum i salnum. Aheyrendur fagna. Þeir flytja nokkur af lögum Magga, hætta i miðju lagi og hann segir: — Nú, gefum við bara sklt i þetta orginal stöff og tökum gamalt og gott Stones-lag. Loks koma Nazareth og hávaðinn magnast um allan helming og að sama skapi verður allt ógreinilegra. Hljómsveitin er hörmuleg og ég man i rauninni ekki eftir öðrum eins f janda siðan ég lenti á hljómleikum Marc Bolan og T. Rex i Gautaborg fyrir tveimur árum. Fyrir þetta var verið að borga 1500 krónur per rass! Um 2000 manns fagna litið en þeir eru þó klappaðir upp. Töluvert er flutt af segulbandi, þvi Nazareth skilja, að „krakk- arnir” vilja heyra lögin eins og þau eru á plötunum. Halli rótari var betri og Júdas miklu betri. Menn virtust á einu máli um að þeir hefðu verið mjög góðir. Ljósadýrðin er snotur og i lokin gýs upp reykur og ljósadýrðin verður meiri. Ekkert betra gerð- ist á þessum hljómleikum). IV. þáttur/ miðvikudags- morgun. Skrifstofa toll- stjóra í Rvík. (Hér er til stór bók með færsl- um yfir alla þá, sem þurfa að borga skemmtanaskatt. Þar er gerð grein fyrir hljómleikum i Laugardalshöllinni 20. ágúst 1974. Skemmtana- og söluskattur greiðist af Kyndli h/f i Keflavik). ó. vald. Eingöngu frumsamið efni á hljomleikum Pelican Kristján Guðmundsson, pfanóleikari frá Akureyri. Þar heyrðu þeir i Pelican i honum og pöntuðu hann strax suður. Hljómleikar Pelican verða I Austurbæjarbiói á miðvikudags- kvöldið kl. 23.30. Þar mun hljómsveitin flytja eingöngu eigið efni og er það i fyrsta skipti siðan Trúbrot frumfluttu „...lifun” fyrir þrem- ur árum, að islensk hljómsveit flytur eingöngu eigið efni á heilum tónleikum. Þeir félagarnir i Pelican eru staðráðnir i að gera þessa hljómleika eftirminnilega og hefur undirbúningsvinna þegar staðið i hartnær heilan mánuð og er sá undirbúningur nú að sjálfsögðu kominn á lokastig. Þeir æfa nú stift alla daga, og með þeim æfa þeir Kristján Guðmundsson, pianóleikari frá Akureyri, sem á sinum tima tók þátt i „Bravó-ævintýrinu”, og Hlöðver Smári Haraldsson, fyrrum pianó- og orgelleikari íslandiu. Þeir munu á hljómleikunum aðstoða I nokkrum lögum og leika á pianó ,orgel og mini-moog synthesizer. Með hverjum aðgöngumiða, sem kostar 600 krónur (og getur það liklega talist til tiðinda á þessum siðustu og verstu timum, þegar sæti á gólfinu I Höllinni i næstum 200 db. kostar 1500 krónur) fylgir sérprentuð dagskrá með lista yfir lögin, sem flutt verða og fleiri upplýsingum. Pelican eru i mjög góðu formi þessa dagana, hafa haft mikið að íera og má nefna sem dæmi, að fyrr i þessum mánuði voru þeir með nær 800 manns i Tónabæ og á milli 200 og 300 biðu árangurslaust fyrir utan á meðan á dansleiknum stóð. Aðgöngumiðasala á hljómleika Pelican á miðvikudaginn hófst sl. miðvikudag i Austurbæjarbiói og eru miðar ekki seldir annars staðar. Upphaflega var ætlpnin að halda hljómleikana 14. ágúst eins og blaðið sagði frá á sinum tima en vegna anna hljómsveitarinnar, var ákveðið að fresta þeim um viku. Siðan var þeim enn frestað um viku vegna Nazarethhljómleikanna. Hlööver Smári Haraldsson, pfanó- og orgelleikarinn úr ts- landiu, pottþéttur hljóðfæra- leikari. PELICAN: Þeir ætla aö gera allt sjálfir — en njóta Iftlllega aðstoöar þeirra Kristjáns og Smára. Hijóöstjóri á tónleikunum á miöviku- daginn verður Siguröur Arnason, fyrrum bassaleikari Náttúru. Frá vinstri á myndinni eru: ómar óskarsson, Pétur Kristjánsson, As- geir óskarsson, Björgvin Gislason og Jón Ólafsson. VflLDIÐ TIL FÓLKSINS! A berangri poppsins: Það litur út fyrir að enn einu sinni standi Ámundi með pálmann i höndunum. Hann missti af Nazareth eftir tölu- verðan bardaga en fékk svo loforð fyrir Slade á slikk gegn þvi að fallast frá málshöfðun á breska umboðsfyrirtækið. Amundi hefur allt frá þvi I .fyrrahaust talað um að Slade væru að koma og jafn oft hefur þvi verið slegið upp I blöðum, en I þetta skipti virðist allt ætla að standast. Hljómsveitir eins og Nazareth og slagur af þvi tagi, sem stóð á milli Amunda og Jóns ólafssonar, eru til þess eins að hafa eyðileggjandi áhriL Enginn vafi leikur á þvi, að töluvert stór hópur, sem að öðrum kosti hefði haft áhuga á að leggja leið sina á hljóm- leika Nazareth, hefur þótt of illur þefur af öllu málinu til að eiga nokkuð við það. Fátt eitt i sambandi við komu hljóm- sveitarinnar var traustvekj- andi og þar sem útlit er fyrir að nokkur halli hafi orðið á fyrirtækinu, er langt i frá að öllum bókum hafi verið lokað. Þau „eyðileggjandi áhrif”, sem getið er hér að framan, eru eyðileggjandi áhrif á frek- ari hljómsveitakomur hingað til lands. Það er i rauninni furðulegt, að það skuli vera lenska, að aldrei geti komið hingað erlend hljómsveit án þess að hálfur heimurinn þurfi að fara á annan endann. Aður en Nazareth komu hingað til lands, höfðu öll dag- blöðin, sem útgefin eru i Reykjavik, lýst þvi yfir — réttilega — að hljómsveitin væri ein vinsælasta i heimi um þessar mundir. Það þýðir þó aíls ekki, að hún sé með þeim bestu, eins og sannaðist svo eftirminnilega á hljómleikun- um. Af heimsókn hljómsveitar- innar má þó draga einn lær- dóm: Bráðnauðsynlegt er að koma föstu skipulagi á slikar heimsóknir i framtiðinni. Best er að einn aðili (og það þarf ekkert endilega að vera Amundi eða Jón Ólafsson) sjái um framkvæmd slikra hljóm- leika. Það þarf töluverða þekkingu og þjálfun i faginu til að geta staðið i hljómleika- haldi á sómasamlegan hátt og ævintýramenn, sem ætla sér að ná i skjótan gróða, eru ein- vörðungu til trafala. Þeir, sem taka að sér að flytja erlendar hljómsveitir til landsins — og jafnvel þeir, sem hafa eitt- hvað að gera með innlendar hljómsveitir — verða að gera sér grein fyrir þvi, að þeir hljóta sjálfir alltaf að vera númer þrjú. Fyrst og fremst er það fólkið, sem sækir hljóm- leikana eða dansleikinn, sem um ræðir. An þess fólks gerð- ist ekkert. 1 öðru lagi er það viðkomandi hljómsveit eða skemmtikraftur, sem ætlar að skemmta fólkinu og i þriðja lagi er það framkvæmda- aðilinn. Valdið til fólksins! ó.vald. TÓHEYRAÐ Sunnudagur 25. ágúst 1974. t *

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.