Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 25.08.1974, Blaðsíða 6
TÚNEYRAÐ ÞEGAR NAZARETH KOM TIL HUÖMLEIKAHALDS A ISLAHDI Maggi Kjartans: Júdas voru bestir i Höiiinni og Maggi vildi eiga bjór handa öllum. I. þáttur, laugardagur eftir hádegi Sviðið er skrifstofa Ámunda Amundasonar. Auk hans eru þar Helgi Pétursson, blaðamaður v/Timann og fyrrum liðsmaður Eió, Pétur Kristjánsson, söngvari Pelican, Jón Ólafsson, innflytj- andi Nazareth og undirritaður. PK: Hvernig gengur þetta Jón? Hvað ertu búinn að selja mikið af miðum? JÓ: Ég veit það ekki almenni- lega. AA: Ég var að hringja niður i Faco og þeir voru búnir að selja 400 miða. Það er nú allt og sumt. Jó: Svo er selt i Keflavik, gleymdu þvi ekki. AA: Já, þar eru i mesta lagi Harmleikur í fjórum þattum farnir 100 miðar. HP: Hvað þarftu að selja marga miða til að sleppa? Jó: Ég veit það ekki, ég pæli ekkert i þessu. HP: Nú? JÓ: ! ÓV: Hvaða helvitis vitleysa er þetta, heldurðu að þú vitir það ekki, maður? Jó:Nei, hvað heldurðu að ég sé að pæla i þvi? ÓV: Hver gerir það þá? Jósa- fat? Jó: Ég flyt inn þessa hljóm- sveit og þetta er allt á minu nafni. Ég sé bara enga ástæðu til að vera að segja ykkur þetta. Ykkur kemur það ekkert við. PK: Ha ha ha. ÓV: Við vitum það alveg jafn vel og þú, Jón, að þú átt enga pen- inga til að standa fyrir svona lög- uðu. Það er sótt um allt á nafni Jósafats — eða Kyndils. Jó: Nei, það er allt á minu nafni. Ég er skráður prókúruhafi fyrirtækisins Joke Records og annar eigenda og það erum við sem fáum Nazareth hingað upp. (Amundi hverfur inn i hliðar- herbergi og biður Jón að koma með sér. Þar eru þeir I 5 eða 10 minútur. A meðan gera HP, PK & ÓV tilraun til að reikna út kostnað og inntekt. Slegið á, að minnst þurfi 3000 manns og með fullu húsi, 5000 manns, fái Jón Jósafat Joke um hálfa aðra milljón i vasann. Þeir Amundi og Jón Jósafat Joke koma aftur inn og snara af reikningsdæminu og þá bregður svo við,að JJJ er með allar tölur i kollinum. JJJ býr sig undir að fara með skjalatösk- una). JÓ: Heyrðu Pétur: við vorum að spekúlera i að halda smáveislu fyrir þá eftir konsertinn. Væruð þið ekki til i að spila? Þetta á að vera inni Sigtúni. Gitarleikarinn Manuel Charlton og bassistinn Pete Agnew PK: Ég vil græða lika. HP, ÓV, AA: Ha ha ha. Jó: Ja, já, já. Hvað viljið þið fá? PK: Ég veit ekki, hvað eigum við að spila lengi? Jó: Jæja, við sjáum til með þetta, ég tala við þig aftur. ÓV: Hvernig er það Jón, fær ekki blaðið boðsmiða eða eigum við að fara inn á blaðamanna- pössum? Jó:Þið fáið enga boðsmiða. Ég hef ekkert með það að gera. HP: Hvað meinarðu? Jó: Alþýðublaðið hefur ekki skrifað einn staf um hljómleikana og ekki Timinn heldur. Ég hef ekkertút úr þvi að láta skrifa um þá eftir á. ÓV: Ég er búinn að vera i mánaðarfrii og það getur verið skýring en það kemur málinu ekkert við. Heldurðu að blöðin séu eitthvað sérstaklega fyrir þig? HP: Þú hefur auk þess hlaupið daglega niður á Mogga og Amundi upp á Visi og þar fyrir utan hef ég vist skrifað um þessa hljómleika. Ég skrifaði fyrstu greinina en siðan ekki söguna meir, enda hef ég afskaplega lit- inn áhuga — og Timinn sömuleið- is — á svona skripaleikjum, eins og allt þetta Nazareth-vesen hef- ur verið. Jó: (Þögn). ÓV: Þið virðist allt of margir halda það, að þið getið notað blöð- in að vild, látið þau blása upp alls konar kjaftæði, sem ykkur dettur i hug, og hafið greinilega ekki hugmynd um hvert þeirra hlut- verk i rauninni er. Jó: Jæja, ég verð að fara. Ég sendi ykkur miðana upp á blað, er það ekki i lagi? Söngvarinn Dan McCafferty ber að ofan og i kynferðisbuxum. II. þáttur, mánudagur kl. 18.30 á Hótel Holti (Sviðið er glæsilegur bar á hótel- inu, þar sem þeir félagar i Naza- reth búa ásamt fylgifiskum. Jósafat Arngrimsson er nýlega farinn út eftir leyndardómsfull samtöl við Jón Ólafsson. Mættir eru blaðamenn og ljósmyndarar: SvG og sh af Morgunblaðinu, Gsal af Tímanum, ÓH og ÞJM af Visi og ÓV af Alþýðublaðinu. Naza- reth ganga i salinn, segja halló og Nazareth á sviðinu f Höllinni á þriðjudagskvöldið. Frá vinstri: Darrell Sweet, trommuleikari, Manuel Charlton, Pete Agnew og Dan McCafferty. Ómar Valdimarsson 0 nó Sunnudagur 25. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.