Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 6
Mesta leyndarntál stríðsins Margir hafa krafist þess, aö athafnir þeirra séu nefndar mesti sigur bresku leyniþjón- ustunnar i siöari heimsstyrjöld- inni. Þaö er þó engu aö siöur erfittaö efast um, aö sagan sem þiö fáiö að lesa nú, fái þá einkunn, að hún fjalli einmitt um þennan „mesta sigur”. Þessi saga er ekki um stór- kostlegan njósnara eða um risa- vaxiö njósnanet, sem tókst að afla sér frétta af hernaðarfund- um Hitlers. Hetjan er satt aö segja ekki mennsk, heldur vél og i ofanálag þýsk vél! Fyrir styrjöldina stefndu Þjóðverjar að þvi að fullkomna hernaðarlegt dulmálskerfi, sem væri svo fljótvirkt, öruggt og fullkomiö, aö það ætti vel við risastyrkleika þýska hersins, sem það var gert fyrir. Þetta tókst þeim meö vél, sem nefnd var Enigma (Ráðgáta) og hún 1 var endurbætt vél, sem einn af visindamönnum i Þýskalandi fyrir tið nasistanna. Það var gert ráð fyrir, að vél- in væri svo traust, að það tæki heilan hóp Einsteina margar vikur að leysa einn agnarlitinn hluta dulmálsins, nema þeir þekktu starfsleyndarmál Ráð- gátunnar. En Þjóðverjar gleymdu, eða hirtu ekki um einn möguleika: að unnt væri að búa til slika vél, eða ræna henni og koma henni i gagn i óvinalandi. Satt að segja var þetta gert við eina Ráðgátu, vél, sem breska leyniþjónustan (með aðstoðPólverja) smyglaði til Englands skömmu áður en styrjöldin braust út. Eftir það var hún i höndum mannsins, sem skrifaði þessa frásögn, tn hann heitir F.W. Winterbotham og hefur orðið að biða I 30 ár eftir að breska rikis- stjórnin veitti honum leyfi til að segja söguna, og það leyfi var veitt með semingi. Fyrst þurfti að leysa þann leyndardóm, hvernig Ráðgátan ynni (og til þessa verks voru margir fremstu skákmenn Eng- lands settir). En þegar hún svo „tók til starfa” i litlum kofa við sveitabýli ekki allsfjarri London öðluðust Bretland og banda- menn þess hvorki meira né minna en hlerunarvél, sem á augabragði sá þeim fyrir vit- neskju um svo að segja öll mestu hernaðarleyndarmál sem gengu milli Hitlers og hershöfðingja hans á vigstöðv- unum. Fyrir tilstilli Ráðgátunnar gat Churchill hlustað á áætlanir Hitlers dag eftir dag og klukku- stund eftir klukkustund, fylgst með þvi, hvernig hernaðaráætl- anirnar komu i ljós á vigstöðv- unum. Hann frétti lika hvað Hitler áleit, að bandamenn ;i hefðu i hyggju að gera og gætu gert. Þýðingarmikil mál, sem Churchill fræddist um i gegnum Ráðgátuna, frá 1940 til 1944 skiptu hundruöum auk þúsunda minni mála, sem þó skiptu einn- ig máli. Ráðgátan tiundaöi til dæmis áætlanir Görings um að lama Bretland úr lofti allt niður i sundurliðaðar áætlanir um loftárásir næsta dags. Einnig hieraði hún áætlanir um flota- árás á England, sem átti aö fylgja i kjölfar loftárásanna og lýsingu á þvi, hvernig hernaðar- fræðingar nasista þrættu um ) þessar aðgerðir og hikuðu við að • framkvæma þær uns — og það | fréttist lika i gegnum Enigma — | ákveðið var að hætta við allt i saman. Ráðgátan reyndist enn ómetanleg fyrir bandamenn, ; þegar sigurhjólið hætti að snú- ; ; ast Þjóðverjum i vil. Það var frá bronsgyðjunni, eins og móttökutæki Ráðgát- unnar var kallað, sem banda- menn fréttu um hernaðaráætl- anir Rommels gegn Mont- gomery viö Alamein. Þeir vissu lika fyrirfram um brottför allra flotlestanna, sem sendar voru aðþrengdum þýskum hersveit- um i vestur-auðninni. Breska flughernum tókst að valda mikl- um skemmdum á þessum flota- sveitum undir yfirskini könnun- arflugs. Það var Ráðgátan, sem fyrst benti bandamönnum á alla meiriháttar liðsflutninga Þjóð- verja, þegar þeir voru að berj- ast fyrir að halda Evrópu. Og meðal þess siðasta, sem Ráð- gátan hleraði voru siðustu fyrir- skipanir Hitlers frá jarðhýsinu I Berlin. Churchill var að þvi leyti ólik- ur mörgum undirmönnum sin- um, að hann skildi strax mikil- vægi þessarar vélar og hann varð einhver einlægasti og hátt- settasti aðdáandi Brons- gyðjunnar. Winterbotham gat hringt i forsætisráðherrann aö nóttu sem degi og lesið fyrir hann siðustu skilaboð, sem komu beint frá hjartastað striðsvélar nasistanna. En þetta varð einnig til þess, að Churchill varð að taka eina af sinum erfiðustu striðsákvörð- unum. Þetta var, þegar þýskur dulmálssérfræðingur sendi fyrir mistök nafn á enskri borg, sem næst átti að gera loftárás á. Hvort var mikilvægara að bjarga borginni eða eiga leynd- armálið. Þetta var einn af hinum mörgu, óþekktu atburðum úr siðari heimsstyrjöldinni, sem nú koma fram i þessari sögu um þýsku dulmálsvélina, sem var „örugg”. Og þessi saga er sögð af manni, sem stjórnaði henni I fimm ár og lét hana vinna gegn Þjóðverjum. Sagan hefst 1938, þegar pólsk- ur verkamaður var að vinna i verksmiðju I Austur-Þýska- landi, en þar var verið að búa til vél, sem ungi maðurinn áleit að væri eins konar dulmálsvél. Hann var Pólverji og þvi ekki alltof hrifinn af Þjóðverjum og þar sem hann var gáfaður og eftirtektarsamur veitti hann vélarhlutunum, sem hann og samstarfsmenn hans fram- leiddu, mikla athygli. Ég geri ráð fyrir, að Þjóðverj- ar hafi komist að þjóðerni mannsins við eina af öryggis- ráðstöfunum sinum, en slikar athuganir voru gerðar 1 öllum hernaðarlega mikilvægum verksmiðjum þeirra. Verka- maðurinn var rekinn og sendur heim til Póllands. Athyglisgáfa hans hafði komið að góðum not- FYRRI HLUTI Sjaldséð mynd af Sir Hugh Sin- clalr, aðmirál, — ,,C”-yfir- manni bresku leyniþjónustunn- ar (MI6) 1930. um og hann náði sambandi við breskan leyniþjónustumann i Varsjá. Gestapo starfaði af full- um krafti i Póllandi og mannin- um var þvi sagt að vera i felum og láta litið á sér bera, en frá- sögn hans var send til London. Þarna var greinilega afar við- kvæmt mál á ferðinni og Sir Hugh Sinclair aðmiráll, sem þá var yfirmaður bresku leyni- þjónustunnar, ákvað, að þvi færri, sem um þetta vissu — jafnvel innan leyniþjónustunnar —■ þvi betra. Þvi setti hann mál- ið 1 hendur fulltrúa sins Stewart Menzies, höfuðsmanns, og ákvað, að aðeins yfirmenn i þjónustunni fengju nokkuð um þetta að vita. Stærðfræðingar vinna við Ráðgátuna. Þegar timi var til kominn var unga Pólverjanum ráðlagt að fara frá Varsjá. Honum var svo smyglað úr landi, með fölsku vegabréfi og aðstoð pólsku leyniþjónustunnar, og til Paris- ar þar sem hann fékk vinnuað- stöðu fyrir tilstilli frönsku leyni- þjónustunnar og með aðstoð tré- smiðs byrjaði hann að gera tré- likan af vélinni, sem hann hafði unnið við i Þýskalandi. Margar dulmálsvélar höfðu verið fundnar upp um árin og starfsmenn bresku leyniþjón- ustunnar höfðu teikningar og lýsingar á þeim flestum. Það tók þá ekki langan tima að þekkja likanið sem eftirmynd bættrar dulmálsvélar, sem köll- uð var „Enigma”. „Enigma” er griskt orð yfir ráðgátu og þýsku framleiðendurnir skirðu vélina svo. Pólverjanum var sagt að gera ekki likanið i réttri stærð, þvi stærri þvi betra. Árangurinn minnti á pianó, sem stendur upp á endann, en nægði þó til þess, að við gerðum okkur ljóst, að við urðum að ná i vélina sjálfa, ef við áttum einhvern veginn að geta skilið starfsemi hennar. Pólverjans var vel gætt i Paris, en við störfuðum með vinum okkar i Póllandi, sem langaði jafnmikið og okkur til að fá heila vél frá Þýskalandi. Höfundurinn 1942 og Alistair Denniston, duimálsfræðingurinn breski, sem kom heim með þýsku Enigma-vélina — dulmáisvélina, sem smyglað var um Póiland. Við vissum, hvar verksmiðjan var og allt um öryggisráð- stafanirnar og þar unnu enn nokkrir Pólver jar undir þýskum gervinöfnum. Pólska leyniþjón- ustan hélt, að þetta gæti verið hægt, ef við létum þá sjá um verkið, en afhentum peninga til þess. Þeir þekktu sig þarna og fólkið allt mun betur en við og við þökkuðum þvi fyrir. Einn af bestu dulmálsfræð- ingum okkar, Alistair Denniston fór til Póllands og kom sigri- hrósandi i laumi heim með full- komna, nýja rafeindaknúna Ráðgátu, en við vissum nú, að vélin var framleidd i þúsunda- tali. Þessi vél átti að sjá um all- ar dulmálssendingar hernaðar- vélar nasistanna. Það er erfitt að útskýra þessa dulmálsvél fyrir leikmanni, nema hvað segja má, að hún hafi verið flókið rafeindaknúið stafrófskerfi, sem var á völsum. Ritvél mataði vélina með skila- boðum og hún ruglaði þeim með völsunum, og það svo, að gert var ráð fyrir, að það tæki stærð- fræðingahóp meira en mánuð að leysa likurnar til að unnt væri að finna út úr einni dulmáls- sendingu. Leyndarmál vélar- innar var það, hvernig valsarnir voru tengdir hver öðrum. Það er þvi ekki að undra, þó að Þjóðverjar hafi álitið, að dul- málslykillinn væri öruggur. Þrátt fyrir það, að við hefðum nú vélina undir höndum var vandinn ekki leystur. 1 ágúst 1939 fluttu Denniston og dul- málsskóli hans til Bletchley Park, sveitabýlis, sem yfirmað- ur leyniþjónustunnar hafði keypt áður til að nota sem leyni- stöð á striðstimum. Til Bletchleys komu lika nokkrir þekktustu stærðfræð- ingar þeirra tima. Alexander, Babbage, Milner og Barry, svo fáein nöfn séu nefnd. Stærðfræð- ingar og þekktir taflmenn. Denniston taldi þá á að fara frá góðum stöðum við háskólana og vinna með sérfræðingum okkar til að reyna að sanna eða af- sanna þá kenningu, að maður- inn geti skapað vél til aö skapa stærðfræðigátu og þvi hljóti maðurinn að geta búið til aðra vél til að leysa hana. Ég held, að starfsmennirnir hafi yfirleitt fallist á þá stað- staðreynd, að „Dilly” Knox hafi verið hugsuðurinn bak við Ráð- gátu-málið. Hann var kornung- ur, hávaxinn, grannur, með úfið svart hár og augu hans að baki gleraugnanna virtust viösfjarri og hugsandi. Knox vissi, að hann var sjúklingur og hann pindi sig áfram til að leysa ráð- gátu Ráðgátunnar. Hann dó, þegar verki hans var lokið. Það er ekkert leyndarmál lengur, að rafeindatækni var notuð til að leysa ráðgátuna. Snemma árs 1940 leiddu alvöru- gefnir menn mig inn i herbergi, sem I stóð bronslitaöur stólpi, sem ofan á var annan bronslit- aöur hringur með andliti á, eins og austrænni gyðju. Þetta fyrir- brigði átti að leysa leyndardóm Ráögátunnar. Það hefur vist verið I febrúar 1940, sem þýski flugherinn haföi fengið nægilega mikið af Ráð- gátu-vélum til aö kenna stjórn- endum þeirra nógu vel til starfa svo að unnt væri að senda út- varpsskilaboð. Skilaboðin voru mjög stutt, en i þeim hefur vist verið eitthvaö það, sem brons- gyðjan beið eftir. Stewart Menzies, sem tók viö af Sinclair eftir lát aðmirálsins seint á ár- inu 1939, skipaði svo fyrir, aðl allt sem frá bronsgýðjunni kæmi yrði sent til hans. Miðvikudagur 28. ágúst 1974. Það var ekki fyrr en frostbitr- ar nætur aprilmánaðar voru að vikja fyrir fyrstu sólargeislum vorsins sem gyðjan talaði og Menzies rétti mér fjögur blöð, sem á stóðu stutt skilaboð frá Luftwaffe um starfsmenn á ákveðnum stöðum. Fyrir leyni- þjónustuna voru þessi skilaboð harla litils virði nema sem skemmtun fyrir starfsmanna- deildina, en fyrir starfsmennina i Bletchley Park, Menzies og mig voru þau eins og gullpottur- inn við enda regnbogans. Kraftaverkið hafði gerst. Næsta vandamál var, hvernig ætti að meðhöndla það. Höfundur þessarar frásagnar kom með flókna tillögu, sem foringi hans samþykkti og fjallaði um það, hvernig bæri að vernda þessa dulmáls- lausn. Hann fékk sjálfur I hendur öll skilaboð, sem komu til Bletschley, en þar hafði hann sér til aðstoðar þýsku- mæiandi menn úr landher og flugher. Crvals breskir foringjar á herstöðvunum fengu fréttirn- ar með stuttbylgjusendingum leyniþjónustunnar, sem stofn- aði sérstakar sendistöðvar til þess. Loks var sérstakt heiti sett á öll skilaboð frá bronsgyðjunni. Viðtakendur þeirra voru örfá- ir. Þessi skilaboð voru nefnd „Ultra”. Það var i síðustu tveim vikum april 1940, sem „Ultra” byrjuðu að fjalla um hernaðaraðgerðir og loksins fengum við sannanir fyrir þvi, að þýski herinn og flugherinn væru að gera miklar ráðstafanir á vesturvigstöðvun- um. Flugflotarnir tveir, Luft- flotte 2 undir stjórn Kesselrings og Luftflotte 3 undir stjórn Sperrle, námu rúmlega 1000 bardagaflugvélum og nærri 400 sprengjuflugvélum auk 1.800 langdrægra sprengjuflugvéla og öðrum fljúgandi virkjum. Þetta var næstum tvöfaldur loftstyrk- leikur Frakka og Breta. Loks var það svo ein af bresku Spitfire-vélunum, sem var á flugi yfir Frakklandi, sem sá skriðdrekasveitir Þjóðverja, sem söfnuðust saman i Ardenna-fjöllum 8. mai, en 10. mai hófust árásaraðgerðir um Holland og Belgiu. Að morgni 23. mai kom mikil- væg frétt á „Ultra” frá hers- höfðingjanum von Brachitsch I herstjórn þýska hersins, þar sem hann sendi boð til tveggja hersveita „um að halda áfram að umkringja óvininn til hins ýtrasta”. Hersveit Rundstedts átti að fara hratt til norðurs að Ostende, en hersveit B átti að nálgast A-liðið, sem stefndi til norðurs. Hérna var loksins full- komnun „sigðar-áætlunarinn- ar”, sem Hitler hafði loksins viðurkennt og samþykkt þrem mánuðum áður. Þegar Gort, breski herstjórinn, og Churchill, sem nú var yfirstjórnandi Bret- land, fréttu þetta, skildu þeir, að nú var kominn timi til að yfir- gefa Frakkland. Það var svo ekki fyrr en eftir striðslok, sem við komumst að þvi, að Hitler var i herstjórnar- hibýlum Hundstedts þá og að það var hann, sem ákvað, að skriðdrekasveitirnar skildu halda kyrru fyrir uns hann á- kvæði öðruvisi. Það virtist I ósamræmi við skapgerð Hitlers, að hann skyldi ekki reyna aö notfæra sér þarna betri stööu þýsku hersveitanna til fulls. Ég hélt þá, að hann myndi gera það. Ég vissi, að hann óttaðist Bretana sem óvini og að hann vildi fá frið við Vest- urlönd eftir sigurinn yfir Frökk- um og áður en hann legði til at- lögu gegn Rússum. Ég hélt, að hann væri viljandi að fá breska herliðið til að fara heim. Við vit- um ekki til þess, að Hitic'- hafi nokkru sinni gefiö út skipanir um framrás skriðdrekaliðsins. Ég get ekki gert meira en drepið á smábrot af þessum hernaðarlega mikilvægu „Ultraboðum” sem fóru frá mér á striðsárunum. Og mörg komu þau aftur til min, með nettlegum athugasemdum skrifuðum með rauðum penna af Winston Churchill. Rauð lína til Churchills Meðan styrjöldin geisaði i Frakklandi fórum við fyrst að skilja mynstrið, sem Ráðgátu- skilaboðin voru send eftir. Það var augljóst, að allir herforingj- ar áttu að senda skýrslu einu sinni I viku. Þessar skýrslur sönnuðu oft það, sem við vissum fyrir. Þær gerðu herforingjun- um auðveldara fyrir með að kanna eigin fréttir og eftir þvi, sem á leið striðið auðveldaði það forsætisráðherranum og herforingjastjórninni i London að kanna allar aðstæður. 1 byrjun ágúst var heitt I glóð- um striðsins i Bretlandi og þá ákvað Churchill, að öll skilaboð ætti að senda til Downing Street og merkt skyldi við skilaboðin, hve mikilvæg þau væru. Þetta var á mina ábyrgð. Ég var vanur að senda honum skilaboð til London i rauðum kassa, sem merkt var Downing Street 10, en eftir að styrjöldin um Bretland var striðari voru skilaboðin send til neðanjarðar- hvelfingar undir Storeys Gate. Væri eitthvað sérstaklega mikilvægt gat ég hringt i einka- ritara hans og sent boðin sam- stundis. Churchill fór venjulega til Chequers um helgar og þvi hringdi ég til hans þangað, ef ég hélt, að um mjög mikilvæg mál væri að ræða. Það var erfitt að ná i hann á laugardagskvöldum, þvi að hann hagaði sér eins og Hitler eftir kvöldmatinn og lagði sig meðan hann horfði á kvikmynd. Þetta var eina hvild- in, sem hann tók sér og þvi var ekki til neins að hringja til hans fyrr en kvikmyndin var búin. Um miðjan júli komu skila- boðin, sem við höfðum beðið eftir. Þau voru frá aðalstöðvum Hitlers til landhers, flughers og sjóhers. Göring sendi aðalatrið- in hins vegar til flugherforingj- anna. Hann sagði i skilaboðum sin- um, að England sýndi ekki minnsta lit á að semja frið, þó að hernaðarástandið væri von- laust. Hitler hafði þess vegna ákveðið að hefja strandhögg, ef nauðsyn krefði til að taka Eng- land. Þessar aðgerðir áttu að heita „Sæljónið”. Ég sendi skilaboðin strax til forsætisráðherrans. Þetta var i fyrsta skipti, sem orðið Sæljón var notað og það gerði okkur auðveldara fyrir að kanna allt, sem tengt var innrásaráætlun- um. Aðvaranir um lend- ingar á vegum Nú tók Göring aö senda skila- boð i stórum stil. Hann fræddi okkur á þvi, að Luftflotte 2 og Luftflotte 3 væru aftur komnir i vinnu við ströndina. Luftflotte 5 var I vinnu milli Noregs og Dan- mörku. „Ultra” gaf okkur Bret- um grindina og starfsáætlunina lika. Nú gat flugmálaráðuneytið gefiö út áætlanir fyrir hernaöar- aðgerðir. Viö fengum einnig að vita, að Þjóðverjar lögðu sig fram um að gera flugsveitirnar sterkari, en vegna lélegra varahluta- og viðgerðaraðstæðna störfuðu flugsveitirnar með aðeins um 75% afköstum miðað við mesta hugsanlegan styrkleika. Þvi er unnt að gera ráð fyrir þvi, aö þó þýski flugherinn hafði ráðið yfir 3.000 flugvélum og þar af 1.800 sprengjuflugvélum á pappirn- um, hafi aöeins einn þriðji þeirra verið starfshæfur hverju sinni. Ein skipun Görings, sem við heyrðum »var sú, að flugmenn- irnir ættu að æfa sig i að lenda á mjóum brautum, sem liktust vegum. Flughersráðuneytið byrjaði strax á að smiða virki, sem sett voru meðfram öllum meginvegum á Suður-Englandi. Aðalfallhlifaliðin voru stað- sett við stærri flugvelli i Belgiu og Hollandi og þar fréttum við fyrstum fyrirskipanir Hitlers til þýska hersins og flughersins um að útbúa sérstaka flugvelli með skjóta hleðslu og skiptingu flug- véla fyrir augum. í júlilok varð fyrst vart við ósamkomulag milli flug- og sjóhers um, hvernig ætti að mæta þeim gifurlegu kröfum, sem flotinn gerði um aukna flutninga. A meðan safnaði Göring liði og jók kjark flugsveitanna fyrir baráttuna. Hann sendi skilaboð til sveitaforingjanna og sagði þeim, hvaða sveitir hann myndi heimsækja næsta dag. Sveitar- foringjunum var skipáð að gæta þess vel, að hermenn, sem orðu áttu að fá, værú vel aflúsaðir! Göring hefur sennilega haft slæma reynslu af mörgu. Næstu mikilvægu skilaboð Görings komu 1. ágúst, þegar Völvan — „bronslituö stytta, skreytt andiiti, sem minnti á austræna gyðju...” hann skipaði Luftwaffe að sigra breska flugherinn eins fljótt og unnt væri. 1 ágúst komu svo prammarn- ir. Það var augljóst af Ultra til- kynningunum, að þýski herinn haföi litla hugmynd um það, sem fólst I flotahergerðum. Flotinn hafði ákveöiö að nota stóra pramma, sem eru tiökaöir á meginlandsfljótum, allt frá skrúfuknúðum prömmum Rin- arfljóts til smáprammanna, sem knúðir voru áfram þrir eða fjórir af vélknúnum farartækj- um á frönsku eða belgisku fljót- unum. Þeir komust fljótlega að þvi, að prammarnir voru ekki nægilega margir og örvænting- arfull leit var gerð að skipum af öllum gerðum I Þýskalandi, Hollandi, Belgiu og Frakklandi. 8. ágúst gaf Göring út fyrir- skipun um „Arnar-áætlunina” sem átti „aö þurrka breska flugherinn af himnum”. Innan klukkustundar voru þessi skila- boð komin I hendur yfirmanna breska flughersins og forsætis- ráðherrans. Dowding, flug- marskálkur, fékk skilaboðin beint. 12. ágúst fréttist það, að 13. ágúst væri „dagurinn mikli” þvi að þá átti Luftflotte 2 að ráðast á flugvelli i Kent og við Thamesá. Luftflotte 3 átti að ráðast á flug- velli i vestri. Göring skipaöi svo skyndilega fyrir, að öllum að- gerðum i lofti yrði frestað þang- að til siðar um daginn. Arangur- inn varð ringulreið, þvi að þó að við höfðum fengið siðari skila- boðin gegnum Ráðgátuna, fengu margar sveitir Görings þau ekki og þær hófu árás um morguninn. Næsta dag voru skilaboðin þau, að Luftflotte 2, 3 og 5 áttu að hefjast handa. Af skipunum þeirra sáum við, að árásunum var vandlega raðað niður, svo að vörn okkar yrði i hámarki allan daginn. Dowding hringdi til Trafford Leigh-Mallory, sem stjórnaði 12. flugsveit og Richard Saul, sem stjórnaði 13. flugsveit við norð-austur ströndina. Fyrstu árásinni, sem Luft- flotte 5 gerði frá Noregi og Dan- mörku, var mætt af 13. flug- sveitinni og þeirri 12. yfir hafinu og þó að sumar sprengiflugvél- ar Þjóðverja hafi komist á á- fangastað, misstu Þjóðverjar 23 flugvélar af 150. Samdægurs réðst Luftflotte 2 á flugvelli i Essex og Kent og Luftflotte 3 á flugvelli vestur af Portsmouth. Þetta var greini- lega mikil árás og við það miðað að sem flestir breskir flugmenn færu i loftið sem fyrst. Missir okkar hefði verið meiri en við hefðum getað borið, ef bragð Þjóðverjanna hefði heppnast, en Dowding ákvað i þess stað að hafa litla flughópa i bardagan- um á sem flestum stöðum. Það var tækni Dowdings að þakka, að við þoldum árásirnar jafnlengi og raun bar vitni. Ráð- gátan gaf honum mynd af árás- araðgerðum óvinanna og ná- kvæmt yfirlit um missi þeirra fengum við með beiðnum þeirra um aukna aðstoð og herafla. Við fengum fréttir um fyrir- skipanir Görings um, „að árásir skyldu gerðar innar á eyjunni til að R.A.F. mætti til bardaga”. Um þetta leyti ásakaði einn af undirforingjum Dowdings, Leigh-Mallory (sem stjórnaði 12. hersveit) foringja sinn fyrir að hafa ekki sent stærri flug- sveitir til að mæta þýska flug- hernum. Leigh-Mallory vissi ekkert um „skilaboðin” sem við fengum frá Göring. Ég sat á minum stað og efaöist ekki um, að Dowding hagaði vörninni rétt og að réttur skilningur hans var mikilvægt framlag til velgengni okkar i þessum kafla striðsins. Arásirnar á flugvellina „inn- ar á eyjunni” hófust 24. ágúst og þær stóðu stanslaust I hálfan mánuð. Viö fengum aldrei ná- kvæmar áætlanir gegnum Ráð- gátuna, en við fengum stundum fréttir, þegar tvær Luftflotten- sveitir voru á svipuðum stað i einu til að samræma árásir sin- ar og þá gátum við betur áætlað og timasett meiriháttar árásir. Þrátt fyrir allt, sem Dowding gerði, var flugherinn okkar þó oröinn heldur fátækur af vélum og flugmönnum. Foringinn hættir viö allt Þá gerði Göring mestu mistök styrjaldarinnar. Hann hefði sennilega getað lamað flugher okkar, ef hann heföi haldið á- fram árásum sinum á flugvelli á Suður-Englandi, en kl. 11 5. september skipaði hann Kessel- ring að senda 300 sprengjuflug- vélar til árásar á skipasmiöa- stöðvar i London og þeim skyldu fylgja margar verndarvélar. Tiu dögum slðar, eða 15. sept- ember, rann upp úrslitastund Sæljóns-aðgerðanna og Þjóð- verjar sendu hverja flugsveit- ina á fætur annarrar til London. Dowding vissi hvar hann var staddur og hann beindi öllum flugsveitum okkar i baráttuna. Þessi óvænta mótstaða okkar varð of mikil fyrir Þjóðverjana. Þeim hafði verið sagt, að við ættum engar orrustuflugvélar eftir og þegar við svo birtumst i svo stórum stil, sneru þeir við og flúðu heim. Eitt aðalatriði innrásaráætl- unar Þjóðverja voru undirbún- ingsáætlanir á belgiskum og hollenskum flugvöllum til hleðslu og fljótlegra skiptinga á flutningsvélum, sem áttu að fljúga til Englands en þar var þá ekki lengur reiknað með neinni mótspyrnu. En að morgni 17. september komu boð frá þýska herforingjaráðinu þess efnis, að Hitler hefði fyrir- skipað að taka niður flugvalla- búnaðinn, og þar með var inn- rásin i England úr sögunni. Sama kvöld kl. 7:30 var ég á sérstökum fundi i neðanjarðar- hvelfingu Churchills við Storeys Gate i Whitehall. Churchill las skilaboðin, ljómandi af hrifn- ingu og bað siðan yfirmann flughersins, Sir Cyril Newall,um álit hans á þeim. Newall sagði sitt álit vera þaö, að þetta þýddi endalok „Sæljónsákvörðunar- innar” að minnsta kosti þetta árið. Innrásarhættunni var lokið en Þjóðverjar hefndu sin nótt eftir nótt árin 1940—1941 með leifturárásum. Arásirnar á London virtust ekki hafa tilætl- uð áhrif og þvi ákvað Göring að leggja til atlögu við aðrar stór- borgir. Stundum fengum við að- varanir, en oftast var borgar- nafnið falið i dulnefnum sem við þekktum ekki til. Kl. 3 fyrir hádegi 14. nóvem- ber gerði einhver i Þýskalandi mistök og i stað dulnefnis var tekið fram borgarnafnið, Coventry. Þessu höfðum við aldrei þurft að mæta fyrr. Chur- chill var á lokuðum fundi svo ég talaði við einkaritara hans og sagði honum, hvað hefði komil* upp á. Þá voru fjórir til fimm klukkutimar uns árásin átti að hefjast. Ef Churchill hefði ákveðið að láta Ibúana yfirgefa Coventry fyrir árásina, heföu allir vitað, að við vissum fyrirfram um hana og þá hefði reynst erfitt að halda heimildinni leyndri. Loks var ákveðið að „aðeins” skyldi kalla allt herliðið i við- bragðsstöður og hafa skotsveitir reiöubúnar. I sögulegum heim- ildum stendur, að flugherinn hafi fengið að vita um árásina með tveggja daga fyrirvara. Eftir að Dowding var horfinn úr yfirstjórnarstöðu flughersins sagði hann mér, að „Ultra-frétt- ir” hefðu staðfest þá skoðun hans að Göring vildi fá eins marga breska flugmenn I loftiö og mögulegt var til aö unnt væri að skjóta þá sem fyrst og flesta niður. Gagnrýni Leigh-Mallory og fleiri manna sem vildu, að stærri og öflugri flugsveitir væru notaðar, komu fram á toppfundum i flugmálaráðu- neytinu i október. Trúnaður Dowdings við leyndarmál Ráð- gátunnar varö til þess, að hann gat ekki notað ,,Ultra”-upplýs- ingar til að verja málstað sinn. En það var hann sem vann orr- ustuna um England og hann verndaði lika leyndarmálið um Ráðgátuna á þessum erfiðu tim- um. Eftir F. W. Winterbotham Miðvikudagur 28. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.