Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 28.08.1974, Blaðsíða 8
Undanurslitin í Bikarkeppninni í kvöld Þá leika Skagamenn við Völsunga Húsavík og Valur við Víking á Laugardalsvellinum „Höfum áhorfendurna og loftið” segja Þingeyingarnir „Kominn tími til að vinna Bikar- keppnina” segja Skagamenn í kvöld veröa tveir hörkuleikir i Bikarkeppni KSl, þegar Skaga- menn fara til Húsavikur og'leika viöheimamenn og Vikingar leika gegn Val á Laugardalsvellinum. Báöir leikirnir hefjast kl. 19:00. Á Húsavik ætti aö geta orðið um skemmtilega viðureign að ræða. Húsvikingar komu á óvart og slóu Vestmannaeyinga úr keppninni og Skagamenn áttu i nokkrum erfiðleikum með ólafsvikur Vik- ingana á heimavelli þeirra siðar- nefndu. Þar sem leikurinn verður leik- inn á malarvelli ætti það að verða heimamönnum i hag. „Völlurinn hjá okkur er nokkuð góður af malarvelli að vera”, sagði Magnús Torfason i viðtali við Alþýðublaðið. En hann hefur ásamt Hreini Elliðasyni leikið meðislenska landsliðinu, en þess- ir tveir eru burðarásarnir i liði Húsvikinga. „Við verðum með okkar sterkasta lið og það ásamt þingeyska loftinu verður Skaga- mönnum að falli”, sagði Magnús þegar við spurðum hann um úrslit leiksins. „Við ætlum okkur að vinna leikinn hvað sem það kostar”, sagði Stefán Haraldsson sem leikur bakvörð i liði Húsvikinga og fær hann þaö erfiða hlutverk að gæta Karls Þórðarsonar. „Þar sem við höfum áhorfendurna með okkur ætti okkur að takast að vinna Skagamennina”. „Viö stefnum að þvi I upphafi keppnistimabilsins að vinna bæöi Bikarinn og Islandsmeistaratitil- inn” sagði Þröstur Stefánsson f liði Skagamanna. „Við leggjum sérstaklega mikla áherslu á að vinna núna, þvi okkur hefur aldrei tekist að vinna Bikarinn. En fimm sinnum höfum við leikið til úrslita en aldrei tekist að vinna svo nú er kominn timitilað snúa blaðinu við”. A Laugardalsvellinum ætti lika að geta orðið um skemmtilega viðureign að ræða þegar Valur mætir Viking. Við spáum að það verði Akur- nesingar og Valsmenn sem sigri i kvöld og leiki til úrslita i Bikar- keppninni. Þeir Eyleifur Hafsteinsson tA og PáH Björgvinsson Viking verða báðir meö liðum sinum f kvöid f bar áttunni i undanúrslitum Bikarkeppninnar. Sér eftir öllu og vill leika aftur Hinn ódæli framherji Quens Park Rangers, Stan Bowles sem yfirgaf æfingastöð enska lands- liðsins fyrir leikinn við Skota vegna þess að hann var settur út úr liðinu sér nú eftir öllu saman og biður fyrirgefningar á hegðun sinni. Eftir atvik þetta sagði Joe Mercer sem þá stjórnaði enska landsliðinu: „Hann fær aldrei að leika framar með landsliði Eng- lands”. „Minn heitasti draumur nú er að fá annað tækifæri til að leika fyrir land mitt og sérstaklega nú eftir að Don Revie hefur tekið við liðinu. Ég hef spurt fram- kvæmdastjóra minn Gordon Jago hvort hann hafi heyrt frá Knatt- spyrnusambandinu, en þeir hafa ekkert látið i sér heyra. Ég hef ekki verið beðinn um að gefa skýringar á hegðun minni, en þó á ég von á þvi að verða settur i keppnisbann. Hverjir möguleikar minir eru veit ég ekki, en min heitasta ósk er að fá annað tæki- færi til að leika fyrir England”, sagði Bowles. Denis Law Sá gamli kappi Denis Law hef- ur ákveðið að leggja knattspyrnu- skóna á hilluna eftir frábæran keppnisferil. Hann varð fyrst frægur þegar hann var seldur frá Huddersfield til Man. City fyrir 53 þúsund pund 1960 sem þá var met upphæð. Þaðan fór hann svo til Torinó á ttaliu, en var keyptur aftur til Englands þá til Man. Untd. Sigfús setti met Sigfús Jónsson 1R setti Islands- met I 10.000 m hlaupi á frjáls- iþróttamóti i Moskvu á mánudag- inn. Hann hljóp á 30.31,4 m. Eldra metið átti hann sjálfur 30.56.0 sett fyrr i sumar. Auk Sigfúsar taka þeir óskar Jakobsson og Ágúst Ásgeirsson báðir i ÍR þátt i mótinu. óskar komst i lokakeppnina i kringlu- kastinu, en Agúst sem náði sinum besta árangri i 1500 m hlaupi somst ekki I lokakeppnina. Sigfús Jónsson iR setti tslandsmet f 10.000 m hlaupi á frjálsfþráttamáti f Moskvu. Erlendur tekur ekki fyrri ákvörðun aftur „Ég hef ekki tekið þá a- kvörðun mina aftur að verða ekki með á Evrópumeistara- mótinu”, sagði Erlendur Valdimarsson i viðtali við Al- þýðublaðið i gær. „Þessi árangur hjá mér á Snæfellsnesinu kom mér mjög á óvart, þvi ég hef litið tekið þátt i keppni i sumar. Fólk vill halda þvi fram að ég eigi rok- inu að þakka árangurinn en ég vil ekki viðurkenna að það sé eina ástæðan. Það voru fleiri kringlukastarar á mótinu en ég, en ekki bættu þeir sinn fyrri árangur. Ég tók þá ákvörðun að taka ekki þátt I Evrópumeistaramótinu fyrst og fremst vegna þess að að- staða okkar sem stundum köst er engin. Við fáum inni þrisv- ar I viku á Laugardalsvellin- um og erum hálfpartinn rekn- ir út þaðan eftir æfingarnar. Kastvöllurinn nýi átti að vera kominn i gagnið i fyrra en hann er ekki nothæfur enn. Ég hefði gaman að þvi að fá að sjá framan i þá kastara sem taka þátt i EM ef þeim væri boðin sú æfingaraðstaða sem hér er og á ég þar við Melavöllinn, þvi þrjár æfingar á viku á Laugardalsvellinum hafa litið að segja”. er hættur Miðvikudagur 28. ágúst 1974.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.