Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 2
STJÚRNMAL
Reyk javíkuríha Idið
og skuldafenið
Mjög alvarlega horfir i fjár-
hagsmálum Reykjavíkur-
borgar og er hún nú aö sökkva
i meira skuldafen en dæmi eru
um áður.
Það var ljóst löngu fyrir
borgarstjórnarkosningar, að
hverju stefni i ifjárhagsmál-
um höfuðborgarinnar. En á
kosningaári viðurkenna sjálf
stæðismenn ógjarna það, sem
óþægilegt er. Þeir lýstu þvi
fjálglega yfir fyrir kosningar,
að allt væri i góðu gengi i fjár-
málunum og unnt væri að
stórauka allar framkvæmdir.
Ósvifnum blekkingum var
beitt til að villa um fyrir
Reykvikingum, áður en þeir
gengu til kosninga um stjórn
borgar sinnar. Sjálfstæðis-
flokkurinn vann sinn stóra og
sæta sigur, en nú er kosninga-
griman smám saman að
renna af andliti borgarstjór-
ans og félaga hans i meirihlut-
anum.
A siðasta fundi borgar-
stjórnar var upplýst, að yfir-
dráttur Reykjavikurborgar á
hlaupareikningi hennar i
Landsbanka Islands næmi 700-
800 milljónum króna. Hér er
um hundruða milljóna króna
lántöku að ræða, sem borgar-
stjórn eða borgarráö hefur
aldrei heimilað. Á fundi borg-
arstjórnar fyrir viku sagði
Björgvin Guðmundsson, borg-
arfulltrúi Alþýðuflokksins:
„Þetta lán var tekið i algeru
heimildarleysi”.
Um þaö verður ekki deilt, að
verðbólgan hefur leikið
Reykjavikurborg og önnur
sveitarfélög grátt. En verö-
bólgan varð ekki fyrst til, eftir
að borgarstjórnarkosningar
voru afstaðnar! Sýnt var
þegar snemma á árinu, aö
fjárhagsáætlun borgarinnar
myndi hvergi standast. En
borgarstjóri og meirihlutinn,
sem hann styðst við, létu reka
á reiðanum. Strax i febrúar
kom i ljós, að yfirdráttur
borgarsjóðs i Landsbanka ís-
lands var orðinn óeðlilega
mikill.
Borgarstjóri og félagar hans
gerðu hið sama og strúturinn:
stungu höfðinu i sandinn, uns
kosningar voru vel afstaðnar.
í júli ritaði borgarstjóri for-
stöðumönnum borgarfyrir-
tækja og -stofnana sparnaðar-
bréf. I ágúst lagði hann siðan
til verulegan niðurskurð. En
þessu til viðbótar voru skuld-
rinar látnar hrannast upp i
Landsbankanum.
A siðasta fundi borgar-
stjórnar sagði Björgvin Gjð-
mundsson m.a. i sambandi við
hráskinnsleik ihaldsins i fjár-
málum borgarinnar:
,,Það má um það deila,
hvernig snúast hefði átt við
fjárhagsvanda borgarsjóðs,
þ.e hvort skera hefði átt niður
framkvæmdir eða mæta vand-
anum með stórauknum lán-
tökum. En um hitt verður ekki
deilt, að það er borgarstjórnar
en ekki borgarstjóra að
ákveða, hvor leiðin er farin.
Framhald á bls. 4
Verður Túnis
næsta Mallorka?
Nú er talið, að helmingur Is-
lendinga hafi komið á sólar-
strandir Spánar og flatmagað
þar i sólinni. Það er þvi kominn
timi til að sóldýrkendur fari að
hugsa til þess aö brey ta til, — og
ekki ætti þaö að vera erfiðleik-
um bundiö. A norðurströnd
Afriku er vaxandi ferðamanna-
land, Túnis, og þar eru stór og
glæsileg hótel, sem ekkert gefa
eftir þeim spænsku, — og ekki er
loftslagið þar siöra en I riki
Francos.
Forráðamenn Ferðamið-
stöðvarinnar hafa nú eygt þenn-
an möguleika — og meira en
það, þeir eru þegar teknir til við
að skipuleggja hópferðir þang-
að, og er áætlað að sú fyrsta
verði farin 19. nóvember.
Nú eru staddir hér á landi, á
vegum ferðamiðstöðvarinnar,
forstjóri rikisferðaskrifstofu
Túnis, forstjóri Air Túnis I
London, ásamt tveimur þar-
lendum magadansmeyjum og
undirleikurum, sem leika á
frumstæð afrísk hljóðfæri. Er-
indi þeirra er að kynna land sitt
fyrir væntanlegum Túnisförum,
— og af magadansmeyjunum
geislaði sumarveðráttan, sem
er i heimalandi þeirra (á is-
lenskan mælikvarða), þegar
þær skóku lendar sinar fyrir
blaöamenn og aðra gesti á Tún-
iskynningu á Hótel Sögu i vik
unni.
GENGISSKRÁNING
Nr. 182 • lO.október 1974.
SkráC frá Eining Kl. 12. 00 Kaup Sala
9/10 1974 i Bandaríkjadoliar 117,70 118, 10
10/10 - i Sterlingspund 273, 00 274, 20 #
- - i Kanadadollar 119, 65 120, 15 *
- - 100 Danskar krónur 1948, 00 1956, 30 *
- - 100 Norskar krónur 2150, 60 2159, 80 *
- - 100 Sœnskar krónur 2674, 75 2686, 15 *
- - 100 Flnnek mörk 3108,35 3121, 55 *
- - 100 Fransklr frankar 2476, 05 2486,55 *
/- - 100 Belg. frankar 303, 55 .304, 85 *
- - 100 Svissn. írankar 4026, 35 4043,45 #
9/10 - 100 Gyliint 4421, 25 4440, 05
10/10 - 100 V. -t>ýzk mörk 4576, 00 4595, 50 +
9/10 - 100 Lfrur 17, 65 17, 73
10/10 - 100 Austurr. Sch. 642, 75 645, 45 '*
- - 100 Escudos 465, 40 467,40 *
- - 100 Pesetar 205, 25 206, 15 *
- - 100 Yen 39, 40 39, 56 *
2/9 “ 100 Relkningekrónur- Vöru#kiptalönd 99, 86 100, 14
9/10 ~ 1 Reikningsdollar- Vöruskiptalönd 117,70 118, 10
* Breytlng frá sföustu skráningu.
I
,Samvinnuskólinn
ekki blindgata’
Samvinnuskólinn að Bifröst var
settur þann 24. sept. og flutti hinn
nýi skólastjóri, Haukur Ingiberg-
sson, setningarræðu, þar sem
m.a. kom fram að:
Þetta er annað áriö sem fram-
haldsdeild skólans starfar I
Reykjavik og stunda 20 nemendur
nám i 3. og 4. bekk skólans, sem
þar eru til húsa. Rakti skólastjóri
nokkuð þau rök, sem lágu til
stofnunar framhaldsdeildarinn-
ar.
I fyrsta lagi væru menntunar-
kröfur alltaf að aukast, sem og
þekkingarforðinn og ef tekið væri
tillit til þjóðfélagsþróunar og
allra aðstæðna væri það fjögurra
vetra nám, sem Samvinnuskólinn
byði upp á nú næsta sambærilegt
við tveggja ára nám skólans fyrir
20 árum. Svo mikið hefðu mennt-
unarkröfur aukist. I framhalds-
deild væri mest áhersla lögð á
hagnýtt nám I tungumálum og
verslunar og stærðfræðigreinum.
í örðu lagi sagði skólastjóri að
Samvinnuskólinn hefði veriö
blindgata i skólakerfinu þannig
Tónleikar
á morgun
A laugardaginn 12. október kl.
2.30 i Austurbæjarbíói munu
verða haidnir þriðju tónleikar
fyrir styktarfélaga Tónlistarfé-
lags Reykjavikur á starfsvetr-
inum 1974-1975.
Listamaðurinn sem nú kemur
fram er PHILIP JENKINS,
pfanóleikari, en Philip kemur
frá London, þar sem hann er bú-
settur. Hann starfar nú við
kennsiu við Royal Academy of
Music, en þar stundaði hann
einnig nám og var nemandi
Harold Craxtons. Við lokapróf
hlaut hann ,,the Dove Prize”
fyrir afburða frammistöðu.
Jenkins lagði stund á fram-
haldsnám hjá hinum þekkta
pianóleikara, Jaques Fevrier i
Paris.
að þótt nemendur hefðu hugað á
framhaldsnám hefði engin greið
leið verið opin hér innanlands þótt
Samvinnuskólamenn væru vel-
komnir til náms við ýmsar er-
lendar menntastofnanir. Með
framhaldsdeild opnuðust nýir
möguleikar til frekara náms.
I þriðja lagi hefði Samvinnu-
skólanum verið ætlað mikið og
verðskuldað hlutverk i frumvarpi
til laga um viðskiptamenntun á
framhaldsskólastigi, sem lagt
hefði verið fyrir seinasta reglu-
legt Alþingi en ekki orðið útrætt.
Væri stofnun framhaldsdeildar
nauðsynleg ef Samvinnuskólinn
ætti að geta gengt hlutverki sinu
með sóma i framtiðinni.
Húnavaka
koi nin út
í 1 4. sinn
Út er kominn 14. árg. af ritinu
Húnavaka, sem Ungmennasam-
band Austur-Húnvetninga gefur
út. Ritstjóri er Stefán A. Jónsson
Kagaðarhóli. Venjulega kemur
ritið út um Húnavöku ár hvert en
útkomunni seinkaði verulega I
þetta sinn.
Efni ritsins er mjög fjölbreytt
að vanda og hluti þess er helgaður
ellefu alda búsetu i landinu. Rúm-
lega tuttugu höfundar eru að efni
þess I þetta sinn, en frá upphafi
hafa hátt á annað hundrað skrifað
I ritiö. Milli sjötiu og áttatiu
myndir prýða Húnavökuna og
meðal þeirra nokkrar gamlar
myndir. Forsiðumyndin er af
minnisvarðanum um fyrsta inn-
fædda Húnvetninginn..
Af efni Húnavöku má nefna að
Jón Torfason Torfalæk, sem hef-
ur B.A. próf i islensku og sagn-
fræöi skrifar grein, sem hann
nefnir Hugleiðingar um landnám.
Halldóra Bjarnadóttir sendir
Húnvetningum kveðju á hundr-
aða ára afmæli sinu. Viðtöl eru
við tvo bændahöfðingja úr Vatns-
dal, þá Guðjón á Marðanúpi og
Lárus i Grlmstungu. Þá er i
Húnavöku grein um þjóðhátið
Húnvetninga 1874 eftir sr. Arna
Sigurðsson. Margar fleiri greinar
eru i ritinu svo og sögur. Þar eru
einnig nokkur kvæði m.a. eftir
Steingrim Daviðsson fyrrverandi
skólastjóra. Minningagreinar eru
um Jón Pálmason Akri, hjónin á
Kagaðarhóli, Ara Hermannsson
Blönduósi og Jónas Halldórsson
Leysingjastöðum og æviágrip
allra Húnvetninga sem létust á
árinu 1973.
Þá eru i ritinu ýtarlegar fréttir i
samanþjöppuðu formi um atburði
i Húnaþingi 1973 og má telja þann
þátt mjög góða heimild fyrir sið-
ari tima. Einnig er vitað að mörg-
um burtfluttum Húnvetningum
finnst mikill fengur að þeim þætti
og kaupa ritið fyrst og fremst
vegna fréttanna.
Húnavaka 1974 er 220 siður að
stærð, prentað á vandaðan pappir
hjá P.O.B. á Akureyri. Utbreiðslu
ritsins annast Jóhann Guðmunds-
son Holti Svinadal og geta þeir
sem þess óska fengið ritið hjá
honum.
Hafnartjaröar Apótek
Opið öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Helgidaga kl. 2 til 4.
ÞAÐ B0RGAR SIG
AÐVERZLA Í KR0N
mtm
í GlflEflDflE
/ími 64200
...
o
Föstudagur. n. október. 1974.