Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 5
Útgefandi: Blað hf.
Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.)
Sighvatur Björgvinsson
Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir
Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28fi00
Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906
Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900
Prentun: Blaðaprent
SVIK KOMMÚNISTA
Þjóðviljinn og aðstandendur hans gera þessa
dagana itrekaðar tilraunir til að breiða yfir svik
Alþýðubandalagsins við launþegasamtökin i tið
hinnar svokölluðu vinstri stjórnar, þegar verð-
bólga innanlands var mögnuð meira en dæmi
eru um áður i þrjátiu ára sögu islenska lýð-
veldisins.
Seint á siðastliðnum vetri voru ráðherrar
Alþýðubandalagsins reiðubúnir að gefa öll
loforð, sem launafólki höfðu áður verið gefin,
upp á bátinn. Með dyggum stuðningi mennta-
mannaklikunnar i flokknum voru þeir reiðu-
búnir að framkvæma mestu árásir á frjálsa
kjarasamninga launþegasamtakanna, sem
nokkru sinni hafa verið gerðar hér á landi.
Þegar aðförin gat ekki tekist með samþykki
Alþingis og ljóst var orðið, að ráðabruggið var
banabiti hinnar ólánsömu rikisstjórnar, iétu
ráðherrar Alþýðubandalagsins, Lúðvik
Jósepsson og Magnús Kjartansson sig hafa það
að framkvæma þessar ósvifnu árásir á launa-
fólk með bráðabirgðalögum, eftir að þáverandi
forsætisráðherra Ólafur Jóhannesson hafði sent
alþingismenn heim, rofið þing, og orðið sér og
meðráðherrum sinum, sem ennþá sátu eftir i
rikisstjórninni, úti um starfsfrið með
umdeildum hætti.
Árásirnar á launþega og verkalýðssamtökin,
sem þeir Lúðvik og Magnús og þinglið Alþýðu-
bandalagsins og valdastofnanir flokksins voru
búnar að samþykkja, þegar vinstri stjórnin
sprakk i loft upp, og réðu endanlegum úrslitum
um fall hennar, fólust fyrst og fremst i eftir-
farandi:
1. Kaupgjald skyldi haldast óbreytt, hver svo
sem visitalan yrði. Vitað var, að hún myndi
hækka um 15%, svo að augijóst var, hvað fyrr-
verandi rikisstjórn ætlaði að hafa út úr laun-
þegum.
2. Fiskverð skyldi haldast óbreytt. Sjómenn
áttu þannig enga kauphækkun að fá, þrátt fyrir
að búið væri að semja um kauphækkun tii launa-
manna i landi.
3. Á timabilinu 30. april til 30. nóvember
skyldu laun allra lækka, sem samið höfðu um
meira en 20% kauphækkun i Loftleiða-
samningunum í febrúar.
Að sjálfsögðu mótmælti stjórn Alþýðu-
sambandsins þessum kaupránsáætlunum fyrr-
verandi rikisstjórnar. Lyktirnar urðu þær, að
ríkisstjórnin þorði ekki að láta frumvarpið
koma til atkvæða á Alþingi og ólafur
Jóhannesson rauf þing.
En rikisstjórn Framsóknar, Alþýðubandalags
og Magnúsar Torfa var ekki af baki dottin. Hún
gaf út bráðabirgðalög til þess að koma fram
kaupránsstefnu sinni.
Það er næsta broslegt nú, að Þjóðviljinn skuli
gagnrýna þingmenn Alþýðuflokksins fyrir að
hafa spyrnt gegn þvi, að ólánsstjórnin sem dó i
vor, kæmi kaupránsstefnu sinni til fram-
kvæmda.
Nú er komin til valda enn ný rikisstjórn,
ómenguð hægri stjórn, rikisstjórn forstjóranna
og peningaspekúlanta. Alþýðuflokkurinn er enn
i stjórnarandstöðu og berst fyrir sömu
hagsmunum og áður, félagslegum og efnalegum
hagsmunum launþega i landinu. Alþýðu-
flokknum og verkalýðshreyfingunni kemur ekki
við, hvort það er Alþýðubandalagið og Fram-
sókn eða Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn,
sem ráðast á hagsmuni verkalýðsins!
alþýðu
i h i i
GANGI BRETAR UR EFNAHAGS-
BANDALAGINU VERÐA DANIR
AÐ ENDURSKOÐA AÐILD SÍNA
J.O. Krag: Greiðsluhallinn er stærsti vandi Dan-
merkur.
„Ekki ein einasta þeirra for-
sendna, sem lágu til grundvallar
aöild Danmerkur aö Efnahags-
bandalagi Evrópu, er brostin. Nú
væru efnahagserfiöleikar Dan-
merkur miklu alvarlegri, ef viö
heföum ekki gerst aöilar aö hinu
evrópska samstarfi”, segir Jens
Otto Krag, ambassador Efna-
hagsbandalags Evrópu i Banda-
rikjunum og fyrrverandi forsæt-
isráðherra Dana, I viötali viö
danska blaöiö Aktuelt, og bætir
við: „Efnahagsbandalagiö hefur
verið þýðingarmeira fyrir Dan-
mörku, ekki sist fyrir danskan
landbúnaö, en bjartsýnustu
menn, sem hlynntir voru aðild-
inni, þoröu aö vona”.
„Þó aö augljóst sé, aö i svipinn
er meirihluti dönsku þjóðarinnar
andvigur aðildinni að EBE, er
það ekki alvarlegasti vandi
bandalagsins nú, heldur óvissan
um framvindu mála í Bretlandi.
Dragi Bretar sig út úr bandalag-
inu, hvaö eiga Danir þá að gera?
Þjóðaratkvæöagreiöslan i Dan-
mörku fyrir tveimur árum sýndi,
aö meirihluti dönsku þjóöarinnar
var hlynntur aöildinni, en þá
höföu danskir kjósendur til hlið-
sjónar, að Bretar höfðu ákveðiö
að ganga i bandalagiö. Hverfi
Bretland úr Efnahagsbandalag-
inu, veröa Danir aö taka aðild
sina til endurskoðunar”, segir
Jens Otto Krag.
Um samskipti Evrópu og Banda-
rikjanna segir Krag i viðtalinu
viö Aktuelt, að á sviði viðskipta-
mála sé ekki um nein vandamál
aö ræöa. Þar sé ekki um neina
spennu i samskiptunum að ræöa,
þó að hennar kunni hinsvegar að
gæta i orkumálum vegna orku-
kreppunnar.
Benti Krag á, aö Bandarikin
hafi kallaö saman orkumálaráö-
stefnu i Washington til aö fjalla
þar um sameiginlega stefnu
Bandarikjanna, Efnahagsbanda-
lagsrikjanna, svo og Sviþjóðar og
Noregs i orkumálum. En þar hafi
Bandarikjamenn taliö, aö Evrópa
og EBE væru ekki reiöubúin aö
fylgja hugmyndum þeirra.
„í framhaldi af þessari siöur en
svo vel heppnuöu orkumálaráö-
stefnu var haldinn fundur i Camp
David i siöustu viku og tóku þátt i
honum ekki aðeins utanrikisráö-
herrar Bandarikjanna, Frakk-
lands, Bretlands, Vestur-Þýska-
lands og Japans, heldur einnig
fjármálaráðherrar og seðla-
bankastjórar landanna fimm.
Þessi fundur er eins konar ný-
sköpun. Frá sjónarmiði EBE
heföi veriö eðlilegt aö bjóöa
bandalaginu til þátttöku i þessum
fundi sem sjálfstæðum aðila”.
„Eitthvert alvarlegasta vanda-
mál Evrópu i svipinn er hin
gegndarlausa verðbólguþróun”,
segir Jens Ottó krag. „Flestir eru
sammála um, aö berjast veröi
gegn veröbólgunni, en það má
ekki gerast með sama hætti og á
áratugnum milli 1930 og 1940. Hið
sama segja bandariskir hagfræö-
ingar, stjórnmálamenn og leið-
togar launaþegasamtaka. En þaö
er nokkur munur á skoöunum
Bandarikjamanna annars vegar
og Evróðumanna hins vegar i
þessu efni. Bandarikjamenn
viöurkenna atvinnuleysi aö vissu
marki. Þaö gera Evrópumenn
ekki.
Séu tveir af hverju hundraði at-
vinnulausir i Astraliu, fellur
rikisstjórnin. Veröi atvinnuleysi
5—6% i Evrópu koma upp miklir
og alvarlegir erfiöleikar i stjórn-
málum. Hins vegar viöurkenna
Bandarikjamenn 5—6% atvinnu-
leysi”.
„Bandarikin eiga eins og
Evrópa viö alvarleg efnahagsleg
vandamál aö etja”, segir Krag.
„Hæstu vextir, sem um getur 1100
ár, eru nú i gildi i Bandarlkjun-
um, og eru þeir 11—12%.
A hinn bóginn er verðbólgan
minni i Bandarikjunum en
Evrópu. Þó er hún nú 10—11% á
ári. Byggingaiðnaðurinn og bila-
iönaðurinn eiga i miklum erfið-
leikum og hefur dregið mjög mik-
ið úr framleiöslu i báöum þessum
greinum.
1 Evrópu — og þá ekki hvaö sist
i Danmörku — er aukinn greiöslu-
halli oröinn alvarlegt vandamál.
Greiösluhalli Danmerkur er á
þessu ári aö minnsta kosti 7
milljaröar króna (140 þúsund
milljónir Islenskra króna). Hér er
um aö ræöa mjög alvarlegt mál,
stærsta vanda Danmerkur, sem
oliukreppan á aöeins litla sök á”,
segir Krag.
Eins og kunnugt er kvaddi Jens
Ottó Krag, fyrrverandi formaður
danska Jafnaöarmannaflokksins
og forsætisráöherra Dana,
heimavöll stjórnmálanna fyrir
tveimur árum, strax aö aflokinni
þjóðaratkvæöagreiðslunni um
aöildina aö Efnahagsbandalag-
inu. Eftir að hafa starfaö um
stuttan tima viö háskólann i Arós-
um, hlotnaöist honum embætti
ambassadors Efnahagsbanda-
lagsins i Washington. Nú býr
hann i tiginmannlegu umhverfi i
grennd viö aðra erlenda
diplómata i útjaöri Washington-
borgar.
1 viötalinu viö Aktuelt segir
Jens Ottó Krag um starfsskilyrði
sendiráösstarfsmanna Efnahags-
bandalagsins i Bandarikjunum:
„Starf okkar fer fram meö
svipuöum hætti og i venjulegum
sendiráöum. Viö söfnum eins
miklum upplýsingum um Banda-
rikin og mögulegt er og sendum
þær til Efnahagsbandalagsins.
En starfsskilyrði danska sendi-
ráösins eru miklu betri en okkar,
sem störfum fyrir Efnahags-
bandaiagiö. Þannig getur danska
sendiráöiö sent upplýsingar beint
til Kaupmannahafnar á dulmáli,
en fulltrúar Efnahagsbandalags-
ins veröa aö nota hiö almenna
fjarskiptakerfi Bandarikjanna,
þegar þeir senda aöalstöðvum
bandalagsins i Brussel skýrslur
sinar. Þess vegna geta Banda-
rikjamenn — ef þeir vilja — fylgst
meö öllu þvi, sem við sendum frá
okkur. Héöan getum viö ekki sent
neitt, sem viö viljum halda
leyndu fyrir Bandarikjamönnum.
Föstudagur. 11. október. 1974.