Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 9

Alþýðublaðið - 11.10.1974, Page 9
Á\4 \rv\Ns * >SHBIZ Gunnsteinn Skúlason átti mjög góöan leik meö Vai gegn Hellas, bæöi i sókn og vörn. Sýndi Gunnsteinn það i ieiknum að hann verðskuldar fyllilega landsliðssæti. Hér skorar hann eitt marka sinna I leiknum og Sviinn kemur engum vörnum við. Slagsmálaleik lauk 22-21 Tíu leikmönnum vísaö útaf þar af sjö FH-ingum FH lék við Sviþjóðar- meistarana Saab á heimavelli þeirra siðarnefndu i gærkvöldi og lauk leiknum með sigri Saab 22—21. 1 hálfleik höfðu Sviarnir yfir 10—7. Mikil harka var i leiknum og gengu leikmenn svo hart i hörkunni að til slagsmála kom. Var sjö leikmönnum FH visað af leikvelli og um tima i seinni hálfleik voru þeir tveir útaf i einu. En þá tókst Sviunum að ná fimm marka forystu-i leiknum. 1 fyrri hálfleik var leikurinn jafn lengi vel.FH skoraöi fyrsta mark leiksins en Sviarnir jöfnuðu. bannig gekk það fyrstu 15 min. Þá náðu Sviar forystunni 4—3 og sigu framúr og höfðu náð þriggja marka forystu i hálfleik 10—7. t seinni hálfleik var harkan enn sem fyrr i algleymingi og áttu dómararnir sem voru danskir fullt i fangi með að halda leiknum niðri. FH-ingum tókst að minnka muninn i tvö mörk og og laga stöðuna i 13—11. En þá kom slæmur kafli hjá liðinu og tveim leikmönnum var visað af leikvelli samtimis. Jafnframt þvi að vera tveim færri þá reyndu leikmenn FH ótimabær skot og Sviunum tókst að ná fimm marka forystu um miðja seinni hálfleikinn. En mörk frá þeim Geir og Gunnari löguðu stöðuna aftur, og staðan var 17—15 þegar 10 min. voru til leiksloka. Þessum markamun tókst FH-ingum svo að halda það sem eftir var leiks- ins og Geir bætti um betur og skoraði siðasta markið áður en leikurinn var flautaður af og minnkaði með þvi muninn i eitt merk 22—21. Markahæstur i liði FH var Gunnar Einarsson með sjö mörk og var hann jafnframt besti maðurinn i FH liðinu. Hvað eftir annað skoraði hann með stórglæsilegum skotum og gekk vörn Svianna illa að stöðva skot hans. Eftir útslit leiksins er ljóst, að FH á alla möguleika á að komast i 2. umferð i Evrópu- keppninni. Þurfa þeir aöeins að sigra Saab i heimaleik sinum með tveggja marka mun. Stórsigur Valsmanna gegn Hellas þeir kafsigldu Svíana í seinni hálfleik og sigruðu með sjö marka mun, 27:20 Valsmenn sigruðu sænska handknattleiksliðið Hellas stórt i Laugardals- höllinni á miðvikudags- kvöldið/ lokatölur leiksins urðu 27-20/ eftir að staðan hafði verið 12-10 í hálfleik fyrir Val. Leikurinn var oft skemmtilegur og voru mörg falleg mörk skoruð hjá VaL var ólafur H. Jónsson fremstur í flokki og skoraði 7 mörk hvort öðru fallegra. Hjá Svíun- um lét Mats Nilsson mest að sér kveða að venju og skoraði 7 mörk, flest úr hornunum á mjög skemmtilegan hátt. Þetta var óþekkjanlegt Valslið frá leiknum við Fram á dögunum og var sóknarleikur liðsins nú aII- ur annar. ógnuðu útispil- ararnir mjög vel og með þvi sköpuðu þeir línumönn- unum oft góð tækifæri sem best sést á því að meira en helmingur marka Vals var gerður af línu. Valsmenn skoruðu fyrsta mark leiksins, það var ungur leikmaður Bjarni Guðmundsson af linu. Hellas svarar með tveim mörk- um landsliðsmannanna, Dan Eriksson og Johan Fischerström. Gunnsteinn jafnar, en Eriksson nær forystunni aftur. Þá jafna Valsmenn með marki Bjarna Gunnarssonar og Gisli Blöndal nær forystunni með skoti fyrir ut- an. Aftur jafna Sviarnir, en Jóhannes Stefánsson nær foryst- unni fyrir Val með marki af linu. Þá kom slæmur kafli hjá Val og Hellas nær forystunni með mörk- um Mats Nilsson. Eftir það héldu Sviarnir forystunni lengi vel, en aldrei munaði þó nema einu marki 6-7, 7-7, 7-8, 8-8, 8-9, og 9-9. Þá nær Gisli forystunni með fallegu marki 10-9 á 23 min. Jón Karlsson lagar stöðuna i 11-9, en Svium tekst að minnka muninn i 11- 10. Siðasta orðiö átti svo Olafur H. Jónsson, þannig að staðan var 12- 10 i hálfleik. í seinni hálfleik byrjaði Jón Karlsson á að skora, en Sviarnir svara með tveimur mörkum. Þá skoraði Gisli, en aftur svara Sviar með tveim mörkum og staðan er orðin jöfn 14-14. Þá kom mjög góður kafli hjá Val þar sem þeim tókst að loka hornunum i vörninni auk þess sem þeir skoruðu 5 mörk gegn einu Hellasmanna og staðan 19- 15. Eftir það má segja að sigurinn hafi verið i höfn, — aðeins spurn- ing um hve stór hann yrði. Siðustu minúturnar leystist leikurinn upp i leikleysu þar sem leikmenn beggja liðanna gerðu sig seka um hverja vitleysuna á fætur ann- arri, i þessum darradansi skor- uðu Valsmenn svo fjögur mörk gegn einu Svianna og tryggðu sér með þvi sjö marka sigur. ólafur Benediktsson lék siöustu minút- urnar i marki Vals, en þeir notuðu þrjá markmenn i leiknum og varði Ólafur mjög vel og átti stór- an þátt i þvi hve sigurinn var stór. Af öðrum leikmönnum átti Ólafur H. Jónsson mjög góðan leik og var besti maður liðsins. Þá er frammistaða þeirra Gunnsteins Skúlasonar, Bjarna Guðmunds- sonar, Stefáns Gunnarssonar, Jóns Karlssonar og Gisla Blöndal ekki til að kvarta yfir. Mörk Vals I leiknum skoruðu: Ólafur H. Jónsson 7, Gisli 4 (1 viti JónK. 4(1 viti Gunnsteinn 4, Bjarni 3, Jóhannes 3, Steindór og Torfi eitt mark hvor. Hjá Sviunum var enn sem fyrr Mat Nilsson bestur og var hann þeirra markahæstur með 7 mörk. En nú létu landsliðsmenn þeirra meira kveða að sér og voru þeir Fischerström, Eriksson og Sten- qvist þar fremstir i flokki. Leikinn dæmdu þeir Kristján Það var enginn glæsibragur á leik Fram og sænska liðsins Hellas i Laugardalshöllinni i gærkvöldi. Sviarnir sigruðu slakt liö Fram 17-16, eftir að hafa haft yfir i hálfleik 8-6. Þar með er lokið heimsókn Hellas hingað. Liðið vann tvo leiki og tapaði tveimur leikjum i þessari tslandsheimsókn sinni. Þeir sigruðu bæði FH og Fram, en töpuðu fyrir landsliðinu og Val. Sviarnir byrjuðu leikinn mjög vel i gærkvöldi og komust fljótlega i 6-2, og voru Framarar þá mjög mistækir i sóknar- aðgerðum sinum og misnotuðu tvö viti og hraðupphlaun. Þeim tókst þó að laga aðeins stöðuna fyrir lok hálfleiksins, þannig að munurinn var ekki nema tvö mörk. t ^einni hálfleik hélst þessi munur út nærri allan hálf- leikinn, en þegar um sjö minútur voru til leiksloka, jafnaöi Guðmundur Sveinsson fyrir Fram úr viti. En Sviarnir örn Ingibergsson og Jón Frið- steinsson og gerðu sig seka um of mörg mistök, sérstaklega Jón sem oft vissi ekki hvaðan á sig stóð veðrið. svara með þrem mörkum i röð og tryggðu sér þar með öruggan sigur i leiknum. Þó Björgvini Björgvinssyni hafi tekist sð skora tvö siðustu mörkin i leiknum og það siðasta á siðustu sekúndum leiksins, þá var sigur Hellas aldrei i hættu i þessum leik. Þar sem lið Fram var i þessum leik var ekki hægt að sjá að þar væru Reykjavikur- meistarar að spila. Sóknar- leikur liðsins er ekki upp á marga fiska, gn varnar- leikurinn er nokkuð góður og hefur hann öðru fremur ásamt góðri markvörslu Guðjóns Erlendssonar tryggt félaginu Reykjavikurmeistaratitilinn. t leiknum i gær létu lands- liðsmennirnir i liði Hellas meira að sér kveða og sýndu þeir Dan Eriksson, Arne Stenqvist og Johan Fischerström góðan leik. Leikinn dæmdu þeir Björn Kristjánsson og Ólafur Stein- grimsson, sem hljóp i skarð Óla Ólsen og sluppu þeir sæmilega frá leiknum. knattspyrnu innanhúss Nú I vikunni hefst HM- keppnin i innanhússknatt- spyrnu i London i fyrsta skipti. Það verða lið frá Kanada, Englandi, Frakklandi, V- Þýskalandi, ttaliu og Banda- rikjunum em verða meðal þátttakenda. Sá sem sér um lið Englands er enginn annar en fyrrverandi landsliðsmað- ur þeirra, Jimmy Greaves. Bobby Moore sem er mikill vinur Greaves og fyrrverandi samherji i landsliðinu og West Ham Segir: „Þetta er hrað- asta og opnasta knattspyrna sem ég hef séð eða leikið.” Innanhússknattspyrna virð- ist vera ný af nálinni hjá Eng- lendingum, en eins og flestir vita þá hefur hún verið stund- uð hér i ára raöir en nær ein- göngu á veturna. Ekki er okk- ur kunnugt um hvernig leikn- um er háttaö i þessari HM- keppni, hve margir leikmenn eru i liðunum eða hvort spyrnuborö eru notuð likt og gert er hér i Laugardalshöll- inni þegar innanhússmót fara fram. Pólverjar sigruðu Pólverjar sigruðu Finna i knattspyrnulandsleik i Pól- iandi á miðvikudagskvöldið 3- 0, staðan i hálfleik var 2-0. Þessi leikur er liður i Evrópu- keppni landsliða en fyrri leik liðanna i Finnlandi lauk einnig með sigri Póllands 2-1. Þá léku Hollendingar við Sviss og léku þcir án þeirra Cruyff og Neeskens. Leiknum lauk með naumum sigri Hoi- lands 1-0. Knattspyrnumaður ársins Núna nýlega var kosinn knatt- einhverjum hafa komið valið á spyrnumaður ársins i V- óvart? Franz Bekenbauer... Þýskalandi. Skyldi hlaut titilinn. Hellas sigraði Fram Föstudagur. 11. október. 1974. o

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.