Alþýðublaðið - 24.11.1974, Qupperneq 7
Ávarp til þjóðarinnar
á bindindisdaginn 24. nóvember 1974
Ljóst er að augu æ fleiri manna opnast nú fyrir því
að áfengi er hœttulegt fíkniefni, bölvaldur manna og
þjóða. Evrópuráðið og Norðurlandaráð hafa nýlega
gert samþykktir um áfengismál og hvetur hið fyrr-
nefnda meðal annars til að halda áfengi í háu verði
og auka bindindisfrœðslu, bœði í skólum og œskulýðs-
fclögum.
I sumum nágrannalöndum okkar, þar sem sala
áfengis er engum hömlum bundin, fjölgar dauðsföll-
um af völdum áfengisneyslu svo mjög að einungis
krabbamein og hjarta- og æðasjúkdómar valda dauða
fleiri manna (Frakkland).
Hérlendis hafa meðal annarra lœknasamtökin var-
að við þeim hættum sem við blasa og hvatt til þess
,,að sala áfengra drylckja verði takmörkuð“.
Framundan er mikið átak í umhverfismálum. Upp-
blástur gróðurlendis skal stöðvaður, vörnum beitt og
helst snúið í sókn. En við skyldum minnast þess að
fleira getur blásið upp og sundrast en grœnir reitir.
Neysla áfengis og annarra vímuefna veldur þeim upp-
blæstri sem oft reynist erfitt að grœða. Áfengis-
neysla er ekki einkamál. Margt barnið vex úr
grasi og hefur ævistarf sitt kalið á hjarta vegna drykkju
foreldra. Og margt atgervisfólk hefir ísland misst í
þá óseðjandi hít sem elfur áfengisins er.
Það er þarft að berjast gegn mengun umhverfisins.
Hitt er þó enn mikilvægara að koma í veg fyrir meng-
un líkama og sálar, háskalega mengun sem getur sið-
blindað jafnvel hina bestu menn. — Við teljum það
skyldu hugsandi manna að skera upp herör gegn
drykkjutískunni og hörmulegum afleiðingum hennar.
Slík herför hæfir vel á þjóðhátíðarári.
heil brigðisráðherra
. /
inenntanuilaráðherra
form. Landss. gegn áfengisb.
áfengisvarnaráðunautur *
alþingismaður
biskup
^4,' t
(orm. Kvenfélagasambands íslands
alþingismaður
álþingismaður
f/
prófessor
alþingismaður
tórtemplar
HUNDASLAGUR
FYRIR PENINGA!
A myndunum, sem fylgja þess-
ari grein sjáum við tryllta og
blóöþyrsta hunda murka lifið
hver úr öðrum.
Þannig eru endalokin I nýjustu
afþreyingu Bandarikjamanna i
hundaslag.
Einn hundurinn liggur deyjandi
á jörðinni meðan andstæöingur
hans rffur hann á hol.
Mikið fé er i húfi, þvi að jafnt
konur sem karlar leggja allt að 6
milljónum Islenskra króna undir
— og veðjað er á grimmdina.
óhugnanlegur leikur, sem fer
fram á óhreinum skuggasviöum.
Og frumkvöðullinn er — þvi
miður fyrir Englendinga — mið-
aldra Skoti.
Kostnaðurinn
David Gardiner er feit-
laginn maður frá Glas-
gow sem settist að i Kan-
ada fyrir tuttugu árum og
hóf að ala upp morð-
hunda.
Hann á heima í Flam-
borough, sem er um það
bil 40 mílur frá Toronto,
og ræktar þar Staffords-
skíris-terríera, sem allir
Englendingar vita, að eru
óvenju grimmlyndir.
Hann benti blaðamanni
á nokkra hvolpa, sem
virtust óvenju æstir og
sagði:
,,Hundarnir myndu
berjast til bana, ef ég
hefði þá ekki alla hlekkj-
aða".
Gardiner talar enn
ensku með skoskum
hreim og hann lætur
hundana byrja að berjast
14 mánaða gamla.
Bardagahundur kostar
270 þúsund krónur, en tík-
in 150 þúsund.
Þessar upphæðir eru þó
litlar í samanburði við
það, sem f járhættuspilar-
ar leggja undir á hunda-
bardagakeppnum í Kan-
ada og Bandaríkjunum.
Einkarit eru birt og
helga sig eingöngu þess-
um ófögnuði, sem varla
er unntað nefna ,,íþrótt".
Imyndunaraflið megnar
naumast að bæta við það,
sem í þeim stendur...
„Hálsslagæð Lou er
sprungin og honum blæðir
mjög," stóð í einni frétt-
inni.
„Hitler hefur náð vfir-
tökunum og dregur Sam
um á trýninu," stóð i ann-
arri.
Fjölskyldur á skemmti-
ferðum horfa stundum á
þessa hundabardaga —
sem alltaf eru haldnir
leynilega. Varðmenn eiga
að að sjá um, að lögregl-
an ryðjist ekki inn á
svæðið.
Stundum eru dýrin
klukkustundum saman að
tæta hvort annað I tætlur,
en lögreglan vill koma í
veg fyrir slíka bardaga.
Þjálfun hundanna er
stundum jafngrimmdar-
leg og bardagarnir.
Lóð eru bundin við
kjálka þeirra til að þeir
verði stærri og sterklegri
og hundarnir settir á
hlaupagrind til að lær-
vöðvarnir verði styrk-
meiri.
Gardiner — lítur alls
ekki á hundaslagsmál
sem grimmilega baráttu
— er að koma heim til
Skotlands.
Það verða margir, sem
sakna f jölskyldunnar,
þegar hann flytur frá
borginni, sem hann ól upp
bardagahunda sína. Iso-
bel kona hans ók nefni-
lega skólavagninum.
V
Sunnudagur 24. nóvember 1974.