Alþýðublaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 1
Tugmilljóna vöru- þjófnaður og tollsvik Milljónaverðmæti i er- lendum vörum hafa verið afhent úr vörugeymslu Flugleiða hf. án greiðslu til banka og án greiðslu á tollum. Er hér meðal annars um að ræða til- búinn fatnað til nokkurra innflytjenda. Afgreiðslu- maður hjá vörugeymslu Flugleiða hf. er viðriðinn málið og standa nú yfir yfirheyrslur yfir honum, en innflytjendurnir, sem hlut eiga að þessum svik- um hafa látið hendur standa fram úr ermum við að bjarga þvi, sem bjargað varð, með greiðslum i banka og toll. Upp komst um þetta mál, þegar starfsmenn tollstjóra ætluðu að krefj- ast uppboðs á vörum, sem eftir skýrslum höfðu legið ótollafgreiddar i meira en eitt ár. Voru þessar vörur hvergi finnanlegar, þegar til átti að taka. Er talið, að mál þetta kunni að vera mun um- fangsmeira en i ljós er komið, og i þvi sambandi nefndar 50-60 milljónir króna, en unnið er að rannsókn þess af fullum krafti. ATVR TEKUR AVISANA- MÁLIN NÝJUM TÖKUM Nú þurfa menn að framvisa persónuskil- rikjum við framsal ávis- ana i áfengisverslun rikisins, og eiga það jafn- framt á hættu, að hún verði ekki tekin gild. „Það er algerlega undir söíustjóra komið, hvort á- vfsunin er tekin gild, eða ekki,"sagði Jón Kjartans- son, forstjóri áfengisút- sölunnar, er blaðið hafði samband við hann, i til- efni þessarar nýju ráð- stöfunar. Þá spurði Al- þýðublaðið Jón að þvi, hvers vegna til þessara ráðstafana væri gripið, og hvort um væri að ræða skref i þá átt, að ávisanir yrðu brátt ekki teknar gildar undir nokkrum kringumstæðum. Þvif svaraði Jón eftirfarandi: „Við gerum þessar ráð- stafanir vegna þess, að gtfurlega mikið, og nán- ast óvenjulega hefur bor- ið á fölsuðum og inni- stæðulausum ávisunum. Við þessu er að okkar dómi bara eitt að gera, herða eftirlit með ávisun- um þeim, sem okkur er greitt með, enda er það fyllilega löglegt að gripa til þessara ráðstafana”. AÐILD ISLANDS AÐ EFTA í ENDURSKOÐUN? Rannsttain á hvarfi Eeirii—s heinist til Dameflar TVÍTUGS MANNS LEITAÐ HANN FÚR l)R LANDI UNDIR FðlSKU NAFNI Rannsóknin á hvarfi Geir- finns Einarssonar i Keflavik heldur enn áfram. Lögreglan i Keflavik óskar nú eftir að hafa samband við alla þá sem veitt gætu upplýsingar um ungan mann, liklega um tvitugt, sem fór flugleiðis til Danmerkur 20. nóvember siðastliðinn, undir fölsku nafni og heimilisfangi. Að rannsókn málsins er að sjálfsögðu unnið eftir bestu getu þeirra manna sem að henni standa, en er nú ekki kominn timi til að þeim verði fjölgað? Almennt er nú talið, að þarna sé um morðmál að ræða og þvi ætti að beita við rannsókn þess þeirri hörku og mannafla sem til þarf þegar við slik mál er að etja. Enguín dettur i hug að dómsmálaráðuneytið myndi synja beiðni þar um, ef hún bærist, og hlýtur það að vera krafa almennings að einskis verði látið ófrestað, hvorki i mannafla né öðru, til þess að hraða eftir mætti þvi, að mál þetta verði til lykta leitt og niðurstaða fáist. „Að sjálfsögðu eiga menn að standa við loforð og samninga, en ég sé ekki, að nauðsynlegra sé að standa við samninga við útlendinga en Islend- inga”, sagði Davið Scheving Thorsteinsson, formaður Félags is- lenskra iðnrekenda i við- tali við Alþýðublaðið, er það leitaði frétta af fund- inum þar sem iðnaðar- ráðherra hélt ræðu um stefnu rikisstjórnarinnar i iðnaðarmálum, og nær- veru fréttamanna var ekki óskað. „Þegar við gengum i EFTA”, sagði Davið enn- fremur, „þá var það gert á ákveðnum forsendum varöandi stjórn efna- hagsmála. Við þær var ekki staðið af islenskum stjórnvöldum, og þess vegna er okkur nú nauð- synlegur lengri aðlög- unartimi en upphaflega var gert ráð fyrir”. „Fundurinn, sem hald- inn var af Fél. isl. iðnrek- enda, var mjög vel sóttur og sátu hann 130 menn. Gunnar Thoroddsen hélt þar klukkutima ræðu og svaraði ýmsum fyrir- spurnum fundarmanna. „Ég vil ekki koma með neinar yfirlýsingar og láta svo rannsaka málin á eftir”, sagði ráðherrann. Varðandi umsókn um lengri aðlögunartima is- lensks iðnaðar til fullrar EFTA- aðildar, kvað hann það mál vera i at- hugun embættismann- anna Þórhalls Asgeirs- sonar, ráðuneytisstjóra viðskiptaráðuneytisins, Þorvalds Alfonssonar, aðstoðarráðherra og Höskulds Jónssonar ráðuneytisstjóra i fjár- málaráðuneytinu. Ráðherra kom viða við i ræðu sinni, og fjallaði meðal annars um verð- lagsmál iðnaðarins. Um þau sagði ráðherrann: „Núverandi ástand er ó- þolandi með öllu”. RÆKJUBÁTARNIR FRÁ BLÖNDUÓSI í BANNI Um hádegi i gær til- kynnti sjávarútvegsráðu- neytið með skeytum afturköllun rækjuveiði- leyfa Blönduóssbátanna tveggja, Nökkva HU 15, og Aðalbjargar HU 25. Er þannig — að þvi er virðist — skollið á löndunarbann á Blönduósi, en eins og Alþýðublaðið skýrði frá i gær var útlit fyrir, að rækjuvinnsla myndi hefjast þar á næstu dögum. Engar forsendur eru nefndar af hálfu ráðuneytisins fyrir leyfis- sviptingunum i skeytunum til skipstjóra bátanna og eru þær til- kynntar, áður en fyrsta rækjuaflanum er landað á Blönduósi. Að sögn Blönduóss- manna koma leyfissvipt- ingar ráðuneytisins mjög á óvart, en þær eru nú til athugunar hjá þeim. Segja þeir Blönduóss- menn, að sú spurning sé risin, hvort hér sé um að ræða bann eða ekki bann á rekstri rækjuverk- smiðjunnar á Blönduósi. Samkvæmt upplýs- ingum eigenda verk- smiðjunnar hefur ráðu-' neytið gefið verksmiðj- unni skriflegt leyfi til starfrækslu sinnar og i leyfisbréfum bátanna tveggja sé hvergi tekið fram um bann á vinnslu afla þeirra á Blönduósi. A hinn bóginn segir ráðuneytið i svarbréfi til verksmiðjunnar um hugsanlega skaðabóta- kröfu vegna banns við starfrækslu verk- smiðjunnar, þar sem öllum bótum er hafnað, eftirfarandi m.a.: „Þá vill ráðuneytið taka fram að það hefur ekki bannað rækjuvinnslu Særúnar hf. á Blönduósi, eins og segir i ofan- greindu bréfi yðar. Bátum, sem leyfi fengu til rækjuveiða á Húnaflóa var einungis sett það skilyrði að aflinn væri unninn i einhverri þeirri rækjuvinnslu, sem fyrir var á svæbinu. Gildir þessi regla ekki um önnur mið úti fyrir Norðurlandi og er þeim bátum, sem þar stunda veiðar, heimiit að leggja afla sinn upp i hvaða viðurkenndri rækjuvinnslustöð sem er. F.h.r. Jón L. Arnalds, Jón B. Jónasson.” Þess skal getið, að Aðalbjörg HU 25, annar bátanna tveggja, sem sviptir hafa verið rækju- veiðileyfi, er aflahæsti báturinn á þessum veiðum, sem lagt hefur upp á Hvammstanga í nóvember. Blönduóssmenn sögðu i samtali við Alþýðublaðið siðdegis i gær, að þeir undruðust, að sjávarút- vegsráðherra skuli taka sér vald til þess að skipta upp náttúruauðlindum á Húnaflóasvæðinu til ein- stakra fyrirtækja. — Á fjórum árum hef Ul r i rækiuafl 1- inn fi jórfaldast Heildarafli rækju- f lóasvæðinu frá 1970 báta á Húnaflóa- til 1973. svæðinu hefur fjór- Heildarrækju- faldast á síðast- aflinn var 1970 liðnum fjórum 552.825 kg og meðal- árum, og um leið afli á togtíma 169.8 hefur meðalafli kg. rækjubáta á togtima Heildaraf linn 1971 tæplega þrefaldast. var 647.800 kg og var þá meðalafli á tog- I tilefni af „Flóa- tíma 268.2 kg. bardaga hinum Heildaraf linn 1972 nýja'' eins og rækju- var 892.000 kg og striðið við Húnaflóa meðalafli á togtima hefur verið kallað 410 kg. hefur Alþýðublaðið Heildaraflinn var aflað sér upplýsinga 1973 2.280 kg og um aflamagn meðalafli á togtima rækjubáta á Húna- 460,5 kg. —

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.