Alþýðublaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 12
alþýðu
n rtiTfii
BokhaldsaóstoÖ
meðtékka-
færslum
BÚNAÐAR
BANKINN
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
ÁRA HÚMOR
„Hversvegna ertu svona
áhyggjufullur á svip?”
„Ég er að reyna að ákveða
hvort ég á að vera viðstaddur
brúðkaup á morgun.”
„Brúðkaup hvers?”
„Mitt.”
*
„Ég er að skrifa Pétri og
leiða honum fyrir sjónir, að ég
hafi ekki meint það, sem ég
sagði i siðasta bréfi minu til
hans.”
„Hvað sagðir þú i þvi
bréfi?”
„Að ég meinti ekki það, sem
ég sagði i þvi þar á undan.”
*
Maja: „Þú sagðir Kalla þá
samt sem áður, að þú elskaðir
hann.”
Magga: „Ég ætlaði ekki að
gera það, en hann kreisti það
úr mér.”
„Tóta, mér finnst pilturinn
þinn feiminn,” sagði móðir
hennar.
„Feiminn — það gefur enga
hugmynd um hann,” svaraði
Tóta.
, ,Þú átt að gefa honum undir
fótinn. Það þarf að segja sum-
um mönnum til i þessum efn-
um.”
„Ég hef gefið honum undir
fótinn. 1 gærkvöldi settist ég á
legubekkinr., en hann tyllti sér
á stólinn, sem fjarst var. Þá
sagði ég, hvaö það væri ein-
kennilegt, að karlmannshand-
leggur væri alltaf jafnlangur
og ummál kvenmannsmittis.
Hvað heldur þú, að hann hafi
gert?”
„Það sem hver skynsamur
maður heföi gert — mælt og
reynt.”
„Nei, hann spurði bara,
hvort ég ætti snærisspotta til
að mæla með.”
*
„Getur þú hugsað þér annað
eins? Hann hljóp frá öllu
saman, þegar þau voru komin
að altarinu.”
„Varö hræddur, trúi ég?”
„Nei, herti upp hugann.”
*
„Elskan ef ég hefði vitað, að
göngin voru svona löng, þá
hefði ég kysst þig.”
„Almáttugur. Varst það
ekki þú?”
T
„Svo að þú tapaðir henni?”
„Já, en græddi samt.”
„Hvernig þá?”
„Hún sendi mér aftur
gjafirnar, og lét óvart fljóta
með fáeinar, sem einhverjir
aðrir höfðu gefiö henni.”
KAKTUS-
ORÐAN
(H)RÓS í
HNAPPA-
GATIÐ
„Oryggið er auðvitað eitt af
aðalatriðunum,” sagði Sveinn
K. Sveinsson, forstjóri Völundar
hf„ þegar Þorgerður Halldórs-
dóttir festi (h)rós Alþýðublaðs-
ins i barm hans i gær.
(H)rós okkar fær Sveinn sem
fulltrúi þeirra fyrirtækja-
manna, sem leggja kapp á góð-
an aðbúnað að starfsfólki sinu.
Alþýðublaðið hefur að undan-
förnu heimsótt vinnustaði og
rætt við starfsfólk og eigendur
um aðbúnaðinn á vinnustaðn-
um. Ýmislegt hefur komið i ljós
i þessum heimsóknum, bæði
hrósvert og miður gott.
„Til þess að halda fólki I
dag,” sagði Sveinn, „þarf að
kynnast þvi, helst persónulega,
og það leggjum við okkur alla
fram við að gera. Það gerum viö
meðal annars með þvi, að tala
við það, þegar færi gefst til, og
einnig með þvi að efna til ferða-
laga á vegum fyrirtækisins fyrir
starfsfólkið. Þá reynum við
einnig að stuðla að þvi, aö
starfsfólkið kynnist innbyrðis,
það skapar betri anda á vinnu-
stað. Við höfum lika alltaf lagt
okkur i lima við að efla öryggi á
vinnustað, svo og að hafa allan
aðbúnað eins góðan og hægt er.
öryggið er auövitað eitt af aðal-
atriðunum.”
Kaktiisinn fær að þessu sinni
Gunnar Thoroddsen, iðnaðar-
ráöherra. Tilefni kaktusveit-
ingarinnar er áþekkt þvi er
Ólafur Jóhannesson og Einar
Ágústsson unnu til hans i
nóvember, furðuleg viðbrögð
gagnvart fjölmiðlum. Gunnar
sá til þess, að fréttamönnum
var meinað að fylgjast meö
fundi Landssambands Is-
lenskra iðnrkenda, sem hald-
inn var I gær.
Þeir ráðherrarnir hafa
þannig verið iðnir við að sýna i
verki hvernig þeir muni vænt-
aniega beita ákvæöi þvi, sem
er I frumvarpinu um upplýs-
ingaskyldu stjórnvalda, ef að
lögum verður, að ráðherra
skuli hafa lokaoröiö i ákvörð-
un um hvaða upplýsingar
varðandi umsvif stjórnvalda
skuli birtar.
Þó er Gunnar að þvi ieyti
sérstæður i þessum hópi, að
ræða sú, sem hann vildi ekki
leyfa fréttamönnum að hlýða
á, var flutt á fundi 130 iðnrek-
enda, en vitneskja hinna
tveggja var á fárra vitoröi.
Undur
Það hafa gerst á íslandi stórkostleg undur
sem alla hryggja (nema tófuna);
núorðið finnst hér enginn islenskur hundur
með eyrun sperrt og hringaða rófuna.
Við eigum að visu sólskrikjur og svani
syngjandi glaðlega og full af spauginu,
en hérna sést hvergi einn einasti islenskur hani
uppdubbaður og finn i tauinu.
Þetta er að verða hálfgerður hörmungarstaður
harðbýll og dauflegur meir en að nafninu.
Og brátt finnst hér trúlega enginn islenskur maður
nema ef til vill i Sædýrasafninu.
f '
fimm á förnum vegi
Ertu farin(n) að kaupa til jólanna?
Sigurður Kristjánsson: Ég
kaupi ekkert, ég læt konunamina
alveg um þaö.”
Jóhanna Steinþórsdóttir,
húsmóöir: „Ég slepp nú alveg
viö það I ár. Ég fer utan til Dan-
merkur og dvel þar yfir jólin”.
Egill Egilsson, verkamaður:
„Ég ætla nú að kaupa sem allra
minnst. Ég ætla að lifa rólegu
lifi.”
Svava Guðjónsdóttir, húsmóðir:
„Já og ég þarf að kaupa allt
mögulegt. Annars er allt orðið
svo dýrt, en kaupið lágt. Maður
kaupir bara eftir efnum og
ástæðum.”
Guðrún Sigurðardóttir, hús-
móðir: „Ég er ekkert farin að
kaupa af ráöi, tvö rúmfatasett,
og eina silfurskeið, og svo
auðvitað hangikjötið.”
✓