Alþýðublaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 7
I minningu skipverja af
b/v Guðbjörgu ÍS 46
Kveðja frá Sjómannafélagi Isfirðinga
Er þegar öflgir
ungir falla
sem sfgi i ægi
sól á dagmálum.
(B.Th.)
Laugardagur og siðustu korn
nóvembermánaöar voru að
renna úr stundaglasi timans.
Mannfjöldinn á hafnarbakkan-
um á tsafirði stóð þögull álengd-
ar. Skuttogarinn Guðbjörg tS
var að leggja að landi. Fáni
skipsins blakti i hálfa stöng,
sem og hvarvetna i bænum.
Þetta nýja og glæsilega skip var
að þessu sinni skip sorgarinnar,
hönd dauðans hvildi yfir. Þrir
skipverjar voru ekki lengur i
tölu lifenda.
Að morgni laugardags 30.'
nóv. s.l. flaug sú helfregn um
Isafjarðarkaupstað, að daginn
áður hefði b/v Guðbjörg orðið
fyrir brotsjó er skipið var að
veiðum um 50 sjómilur út af
Bjargi og þrir skipverja
drukknað. Menn setti hljóða.
Enn einu sinni og skilið eftir
blæðandi und, enn einu sinni
haföi maðurinn með ljáinn lóst-
iö islenskt sjávarpláss ægihöggi
og skilið eftir blæðandi und, enn
einu sinni hafði Ægir konungur
krafist fórna. Með skipinu voru
lik tveggja hinna látnu, einn
gisti hina votu gröf.
Það er á slikum stundum, sem
viö mannanna börn óskum þess
eins, að við getum stöðvað hjóí
tlmans, já, að við mættum snúa
þvi örlitið til baka og breyta rás
viðburða. Við verðum svo
óendanlega smáir og stöndum
vanmáttugir frammi fyrir
óbreytanleik mannlegs lifs. Þrir
sjómenn eru skyndilega burt-
kallaðir frá eiginkonum og
börnum, það er klippt á þráðinn
og ekkert virðist eftir nema
auðnin og tómið, það er sem sigi
I ægi, sól á dagmálum.
ótöldu störf, sem hann lét félag-
inu i té.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Rögnu Sólberg,
frá Súgandafirði, 31. des. 1964.
Þau eignuðust tvö börn, en áður
en til hjónabands þeirra var
stofnað höfðu þau hvort um sig
eignast afkomanda. Stjúpson
sinn ól Guðmundur upp, sem
eigin sonur væri.
Gilnimdir Gblmi var
fæddur á tsafirði 19. mai 1935,
sonur þeirra hjóna Glsla heitins
Guðmundssonar og Þorbjargar
Likafrónsdóttur konu hans.
Guðmundi heitnum var
sjávarseltan I blóð borin og ung-
ur að árum tók hann sér stöðu i
framsveit þeirra, er sækja gull i
greipar hafsins. Hann var
viðurkenndur dugnaðarmaður
aö hverju, sem hann gekk.
Guðmundur Gislason var fé-
lagshyggjumaður. Hann tók
virkan þátt i samtökum stéttar-
bræðra sinna og valdist þar til
trúnaðar- og forystustarfa.
Hann gegndi margvislegum
trúnaðarstörfum innan Sjó-
mannafélags Isfirðinga, vara-
formaður þess varð hann 1969
og ári siðar formaður og þeirri
stöðu gegndi hann til hins sið-
asta. Þá átti hann sæti i Sjó-
mannadagsráði, húsnefnd
Alþýðuhúss Isfirðinga, fyrir
samtök sin sat hann á þingum
A.S.V., A.S.I. og Sjómannasam-
bandsins. Þá hafði- hann um
árabil verið varafulltrúi i bæj-
arstjórn Isafjarðar.
Guðmundur heitinn var einn
af frumkvöðlum þess, að is-
firzkum sjómönnum var reistur
veglegur minnisvarði s.l. sum-
ar. Bar hann það mál mjög fyrir
brjósti og einlæg var gleði hans
er hann sá þann draum sinn
rætast.
Sem fyrr segir valdist Guð-
mundur til forystu i Sjó-
mannafélagi Isfirðinga. Við
leiðarlok eru honum færðar ein-
lægar þakkir fyrir störf hans i
þágu félagsins og isfirskrar sjó-
mannastéttar. Orðum hættir til
að verða fátækleg, en af heilum
huga er honum nú þakkað sam-
starf og leiðsögn. Skarð hans
verður vandfyllt, en minning
hans mun lifa i sögu félagsins.
Hafi hann þökk fyrir öll þau
Ari kvæntist 8. sept. 1956 Kol-
brúnu Sigurðardóttur, Bents-
sonar, sem ættuð er frá tsafirði.
Lifirhún mann sinn ásamt fjór-
um börnum, sem þeim varð
auðið.
Ari Auðunn Jónssonvar fædd-
ur á Hvammstanga hinn 16.
ágúst 1933. Foreldrar hans voru
þau Jón heitinn ölafssn, úr-
smiður og kona hans Vilborg
Guðmundsdóttir, sem lifir son
sinn.
Um 17 ára að aldri fluttist
hann til Reykjavikur þar sem
hann átti heima þar til hann
fluttist búferlum með fjölskyldu
sina til tsafjarðar i september
1973 og hafði hann þvi dvalist
hér rúmt ár.
Ari heitinn hafði stundað sjó-
mennsku yfir tveggja áratuga
skeið, verið i siglingum og á tog-
urum. Hann var dugandi sjó-
maður og vel liðinn af sam-
starfsmönnum. Er þar skarð
fyrir skildi.
Sem fyrr segir var hann ný-
fluttur til tsafjarðar, en eigi að
siöur hafði hann fest hér rætur,
hann hafði byrjað byggingu
ibúðarhúss og hér átti fram-
tiðarheimili hans að standa. En
skjótt brá sól sumri.
MINNINGARORÐ
Bjarni M. Sigurðsson
Garðar Jónsson var fæddur á
tsafiröi 28. sept. 1950 og var þvi
aðeins 24 ára að aldri. Hann var
sonur þeirra hjóna Jóns Helga-
sonar, matsveins, og Þorgerðar
Gestsdóttur, sem búsett eru á
Isafirði.
Strax að lokinni skólagöngu
fór hann til sjós og stundaði þau
störf ætið siðan. Fyrir hart nær
tveimur árum varð hann fyrir
þvi slysi við störf á hafi úti, að
hnifur hrökk i andlit hans, svo
hann missti sjón á öðru auga.
Atti hann i langvinnum erfið-
leikum sakir þessa, en nú fyrir
skömmu virtist lifið blasa við á
ný og hafði hann tekið upp fyrri
störf, er kallið kom svo óvænt.
Er að honum mikill sjónarsvipt-
ir og með honum er genginn
góður drengur.
Hinn 20. nóvember 1971 gekk
Garðar að eiga eftirlifandi konu
sina Sesselju Ingólfsdóttur frá
Bolungarvik. Áttu þau tvö börn,
bæði I æsku.
t dag er i fvrsta sinni lagður
blómsveigur að minnismerki is-
firzkra sjómanna, ,,til heiðurs
þeim, sem horfnir eru” eins og
letrað er á fótstall styttunnar.
Hljóðirstöndum við álengdar og
drúpum höfði. Við drúpum höfði
i hljóðri þökk og bæn. Við biðj-
um aðstandendum hinna látnu
félaga okkar, eiginkonum,
börnum, foreldrum og öðrum
ættingjum blessunar Guðs.
Megi hinn algóði himnafaðir
halda sinni mildu verndarhendi
yfir þeim og leiða þau og styrkja
á ókomnum dögum. Megi minn-
ingin um góða drengi vera þeim
huggun i þeirra sára og mikla
harmi.
Við biðjum hinum látnu félög-
um blessunar, er þeir hafa nú
lagt út á djúpið mikla. Hafi þeir
þökk fyrir allt og allt.
Sjómannafélag tsfirðinga
Minning
GARDAR
lONSSON
f. 28/9 1950 d. 29/11 1974
Þegar mér barst sú hörmu-
lega fregn að hann frænda minn
hann-Gæja, eins og hann var
alltaf kallaður, hefði tekið fyrir
borö á b/v Guðbjörgu IS 47
ásamt tveim félögum sinum,
setti mig hljóðan. Gat það verið
að búið væri að taka hann aðeins
24 ára frá ungri eiginkonu sinni
og tveim litlum börnum?
Garðar Gunnar Jónsson- eins
og hann hét fullu nafni var
fæddurhér á Isafirði. Foreldrar
hans voru þau hjónin Þorgerður
Gestsdóttir og Jón Helgason
matsveinn hér I bæ. Hann hóf
ungur sjómennsku og stundaði
hana til dauðadags. Að undan-
skildu rúmu einu og hálfu ári,
þvl um haustið 1972, varð
hann fyrir þvi slysi við vinnu
sina á sjónum, að fá hnif i
annað augað, svo að taka varð
það burt og hann varð að vera
undir stöðugri læknishendi
allan timann. Það voru
margar ferðirnar hjá honum
milli tsaf jarðar og Reykjavikur
sem hann þurfti að fara i þess-
um miklu veikindum sinum.
Það var honum mikil stoð hvað
hann átti elskulega eiginkonu,
sem stóð fast við hliðina á hon-
um I þessum miklu veikindum
hans.
Hann gekk að eiga Sesselju
Ingólfsdóttur frá Bolungarvik
og þau gengu i hjónaband 20.
nóvember 1971. Þau eignuðust
tvær litlar dætur, sem eru Helga
3 ára og Gerður á öðru ári. Það
er mikill harmur kveðinn að
ungri eiginkonu og litlu dætrun-
um að sjá eftir ungum eigin-
manni og föður. Ennfremur er
mikill söknuðurinn hjá foreldr-
um hans og systkinum sem nú
verða aðsjá eftir ungum syni og
bróður. Gæi minn, ég vil nota
þetta tækifæri til að þakka þér
allar góðu stundirnar sem við
áttum saman, það lifir minning
frá okkar bernskuárum, sem ég
mun aldrei gleyma. Ég bið guð
að styrkja elskulegu eiginkonu
þlna, litlu börnin þin, foreldra
þlna, systkini þin og aðra að-
standendur þina i þessari miklu
sorg. Guð geymi þig.
Gestur Halldórssor
Guðmundur
Gíslason
f. 19. maí 1935 d. 29. nóv. 1974
Mig setti hljóðan er ég frétti
um hið hörmulega slys um borð
i skuttogaranum Guðbjörgu 1S
47, er þrir skipverjar drukknuðu
er þeir voru við störf sin, eftir að
brotstjór reið yfir skipið.
Einn af þessum þremur
mönnum var minn góði og
tryggi vinur Guðmundur Gisla-
son, sem ég vil minnast með
nokkrum orðum.
Þar sem ég veit að það var
frekar að skapi Guðmundar að
láta verkin tala, en að hafa um
þau mörg orð mun ég ekki vera
langorður.
Ég hafði fylgst með ferli hans
frá tólf ára aldri, og fljótlega
uppúr þvi þótti mér sýnt hvert
stefndi varðandi hans lifsstarf.
Enda byrjaði hann mjög ungur
á sjónum, og starfaði þar allt til
dauðadags. Guðmundur var há-
seti á ýmsum skipúm héðan frá
tsafirði og einnig frá Hafnar-
firði til ársins 1958, en þá tekur
hann fiskimannapróf hér á tsa-
firði. Er siðan stýrimaður og
skipstjóri á m/b Asbirni eign
Samvinnufélags tsfirðinga, og i
þvi starfi lágu leiðir okkar fyrst
saman i starfi, en ég var þá
starfsmaður sama félags á öðr-
um bát. Siðan höfum við átt náið
samstarf i gegnum félagsstörf
sjómanna. Við störfuðum sam-
an I Skipsstjóra- og stýrimanna-
félaginu Bylgjunni i nokkur ár,
og nú slðustu árin I Sjómanna-
dagsráði tsafjarðar.
Siðasta samvinna okkar var i
framkvæmdanefnd minnis-
varða sjómanna á tsafirði, en
þvi verkefni lauk er minnis-
varðinn var vigður 15. sept. s.l.
Við öll störf sin að málefnum
sjómanna lagði Guðmundur á
sig mikið og óeigingjarnt starf,
sem okkur ber að virða og
þakka.
Það var skemmtilegt að vinna
með svo áhugasömum og
drenglunduðum manni sem
Guðmundi, og félagsmál sjó-
manna áttu hug hans allan.
Allir sem til þekkja vita að
skoðanir okkar féllu þó ekki
saman i þjóðmálum, og oft
ræddum við þau mál hispurs-
laust, en aldrei urðu þau mál þó
til þess að kasta skugga á okkar
vináttu eða okkar samstarf
vegna þessara mála. Við vorum
alltaf sammála um að halda
þessum ágreiningi okkar utan
við félagsstörf okkar, og ég vil
láta þess getið nú að það er
ánægjulegt að geta minnst þess
að þetta héldum við báðir.
Guðmundar Gislasonar mun
ég ætið minnast sem sérstaks
góðvildarmanns. Mér er vel
Ijóst að þeir sem þekktu Guð-
mund litið gátu við fyrstu kynni
virst hann hrjúfur i viðmóti, en
þegar betur var að gáð var nú
samthlýtt hjarta þar á bak við.
Hann var ávallt reiðubúinn að
leggja góðum málum lið, og þá
sér i lagi þeim er snertu þá sem
minna máttu sin i þjóðfélaginu.
Ég veit ég mæli fyrir munn
okkar allra sem störfuðum með
honum bæði i félagsmálum sem
öðru, er ég segi að vandfyllt
verði i hans starf.
En eigi má sköpum renna.
Vegir Guðs eru órannsakanleg-
ir.
Mest hefur þó misst kona hans
og börn, öldruð móðir og aðrir
ástvinir. Ragna min, um leið og
ég þakka ykkur alla þá vinsemd
sem ég hef alltaf mætt á heimili
ykkar, vil ég segja við þig og
börnin, minnist alltaf, og takið
til eftirbreytni það góða sem
var i fari Guðmundar.
Að endingu kveð ég þerinan
góða vin með trega, um leið og
ég vil þakka honum fyrir marg-
ar ógleymanlegar samveru-
stundir.
Minningarathöfn um Guð-
mund, ásamt jarðarför þeirra
tveggja félaga hans er fórust
með honum fer fram I Isafjarð-
arkirkju i dag,
Ég, kona min og börn sendum
aðstandendum öllum dýpstu
samúðarkveðjur.
Blessuð sé minning þessara
góðu drengja.
Kristján J. Jónsson
I
Ég vil i nokkrum fátæklegum
orðum minnast vinar mins Guð-
mundar H. Gislasonar, sem
hvarf i hafið djúpt af Jökli á
næst siðasta degi nóvember-
mánaðar.
Hann byrjaði ungur að stunda
sjó eins og titt er um margt sjó-
mannsefnið, og eftir nokkurra
ára sjómennsku lauk hann 120
tonna fiskimannaprófi á ísafirði
1958. Var hann siðan skipstjóri
eða stýrimaður á ýmsum skip-
um héðan, ásamt öðrum fleirum
störfum á sjó, eftir þvi sem að-
stæðurhæfðu honum hverju
sinni.
Guðmundar mun jafnan
verða minnst, sem eins eftir-
tektarverðasta manns i isfirskri
sjómannastétt. Pesónuleiki
hans var slikur, að menn löðuð-
ust ósjálfrátt að honum. Þegar
hann sagði eitthvað þá var eftir
þvi tekið. t kringum hann rikti
engin lognmolla. Oftar en einu
sinni heyrði ég hann segja þessi
orö. „Það er að þora að vera
manneskja”. Hann þorði að
vera manneskja og segja það
umbúðalaust, sem honum þótti
að.
Mér verður það gjarnan
minnistætt hve unglingar og
ungir menn virtust hafa ánægju
af návist hans. Aldrei þreyttist
hann á þvi að hvetja unga sjó-
menn til þess að leita sér
menntunar i sambandi við störf
sin.
Fáa þekkti ég sem höfðu betra
hjartalag til þeirra sem minna
máttu sin, enda var hann ávallt
fyrstur manna til þess að hvetja
til aðstoðar, ef einhver átti i erf-
iðleikum eða um sárt að binda.
Þær voru margar samkomurn-
ar sem hann stóð fyrir i hjálpar-
skyni við aðra.
Guðmundur stóð i fylkingar-
brjósti sjómanna hér i mörg ár,
enda var hann formaður Sjó-
mannafélags tsfirðinga. Þar er
nú skarð fyrir skildi sem vand-
fyllt verður.
Konu hans, Rögnu og börnum
þeirra Gisla og Sóleyju, ásamt
Rafni stjúpsyni hans bið ég
blessunar á þessum þungbæru
timum. Einnig sendi ég móður
hans og systkinum minar inni-
legustu samúðarkveðjur.
Þann 15. september s.l. var
afhjúpað hér minnismerki is-
firskra sjómanna. Ég held að ég
kasti ekki rýrð á neinn, þó ég
segi að Guðmundur hafi verið
aðal hvata- og framkvæmda-
maður þessa atburðar.
Megi minning hans lifa i þessu
merki ásamt allra þeirra is-
firsku sjómanna, sem farnir eru
að höfum eilifðarinnar.
Halldór Hermannsson
Sérfræðingur -
Iðntækni- og
rannsóknastörf
Rannsóknastofnun iðnaðarins óskar eftir
að fastráða háskólamenntaðan sérfræðing
(menntun á sviði raunvisinda eða verk-
fræði).
Stofnunin leitast nú við að efla tengsl sin
og auka þjónustu við iðnaðinn og einstak-
ar iðngreinar. Æskilegt væri að umsækj-
andi gæti tekið að sér störf sem lúta að
þessu. Einnig væri það kostur ef umsækj-
andi hefði nokkur kynni af tréiðnaði. Hér
getur orðið um sjálfstætt og áhugavert
starf að ræða, ef heppilegur maður fæst.
Upplýsingar eru veittar hjá stofnuninni að
Keldnaholti, simi 8 54 00.
Umsækjendur greini frá menntun sinni og
fyrri störfum i umsókn og ennfremur
hvers konar verkefnum þeir mundu helst
hafa áhuga á. Umsóknir sendist Rann-
sóknastofnun iðnaðarins, Keldnaholti,
fyrir 10. janúar 1975.
Laus staða
Staða læknis við heilsugæslustöð i Búðar-
dal er laus til umsóknar. Umsóknarfrest-
ur er til 3. janúar 1975. Staðan veitist frá
10. janúar 1975.
Umsóknir sendist heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytinu.
Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið
6. desember 1974.
F. 29.11 1894,
hvarf 25.8 1974
Laugardaginn 30. nóv. fór
fram minningarathöfn I ólafs-
vfkurkirkju um Bjarna M. Sig-
urðsson, sem týndist á berjamó
undir Jökli 25. ágústs.l. og mikil
leit vargerð að, en án árangurs.
Sóknarpresturinn, séra Arni
Bergur Sigurbjörnsson.flutti
minningarræðu, kirkjukór
Ólafsvikurkirkju og frú Hrefna
Bjarnadóttir dóttir hins látna,
söng einsöng. Fjölmenni var við
athöfnina, bæði héðan úr þorp-
inu og nærliggjandi byggðum.
Mér þykir hlýða að fara
nokkrum orðum um þenna
mæta mann. Bjarni Matthías
Sigurðsson var fæddur 29.11.
1894, að Lág i Eyrarsveit, sonur
hjónanna Sigurðar Sigurðsson-
ar, bónda þar og konu hans Guð-
rúnar Bjarnadóttur. Hann var
einn af sjö börnum þeirra hjóna.
Faðir hans, sem stundaði sjó-
sókn með búskapnum og var
formaður, drukknaði I Lárós
þegar Bjarni var fjögurra ára.
Þá fór Bjarni i fóstur til hjón-
anna Vigfúsar Vigfússonar og
Sólveigar Bjarnadóttur, móður-
systur sinnar, að Kálfárvöllum i
Staðarsveit, og dvaldist þar uns
hannvar 12ára. Þá fluttisthann
til móður sinnar, sem þá var
komin til Ólafsvíkur, og þar
gekk hann i skóla. Hér stundaði
hann ýmis störf, vann m.a. að
þvi að hlaða upp skansinn fyrir
framan verslunarhús Proppé
bræðra, sem stóð óhaggaður
þangað til hann fór undir aðal-
götu þorpsins, sem nú heitir
Ólafsbraut. Upp úr fermingar-
aldri fór hann til Ólafs, bróður
sins i Stykkishólmi, og lærði þar
trésmiði og var þar i þrjú ár, en
lauk ekki þvi námi. 1919 fór
hann til Þingeyrar við Dýra-
fjörð til náms hjá Guðmundi J.
Sigurðssyni, og vann siðan hjá
honum við verkstæði hans fram
til vors 1943, en þá flutti hann
hingað til ólafsvikur, og keypti
þá hálft verkstæði Guðjóns,
bróður sins hér, Vélsmiðjuna
Sindra, sem þeir starfræktu sið-
an saman til ársloka 1964.
Það fór snemma mikið orð af
hagleik Bjarna M. Sigurðsson-
ar. Verkstæði Guðmundar J.
Sigurðssonar á Þingeyri, sem
Bjarni vann við, var mikið
fyrirtæki. Til Þingeyrar kom
mikið af skipum, þar á meðal
togarar, innlendir sem erlendir,
sem þurftu að láta gera við vél-
ar sinar og tæki, sem verkstæði
annaðist, auk þess sem þar fór
fram margskonar nýsmiði.
Bjarni hafði það m.a. með hönd-
um að gera mót úr tré fyrir það,
steypa skildi i verkstæðinu, og
gerði það jafnan i skúr heima
hjá sér. Þar i grenndinni
strandaðiá þeim árum erlendur
togari. úr honum keypti Bjarni
mahonivið, sem hann notaði til
smiða sinna. Hann smiðaði úr
þessum viði margskonar muni
fyrir bú sitt og auk þess forláta
borð, sem þau hjónin gáfu vin-
um sinum i brúðargjöf. Þá
smiðaði Bjarni einnig fyrir bú
sitt margskonar hluti úr kopar,
þar á meðal einar þrjár sykur/^'
tangir. Voru flestir hlutir á
heimili hans smiðaðir með eigin
hendi. En i bruna 19.11. ’47, er
heimili hans hér i ólafsvík,
Gimli, brann til ösku, glataðist
þetta með öllu.
Þegar Bjarni kom til ólafs-
vikur vorið 1943, var hér vél-
bátaútgerð nýkomin til sögu, en
I örum vexti, og frystihús ný-
lega tekið til starfa. Var þvi
mikil þörf fyrir aukna þjónustu
við bátana og frystihúsið I
smiðjunni, sem var hin eina hér
á staðnum. Koma Bjarna mark-
aði timamót i sögu smiðjunnar
og tókst ágætt samstarf með
þeim bræðrum. Smiðjan efldist
að húsakosti og tækjum og varð
virt og ágætt fyrirtæki. Þegar
þorskanetaveiðar komu til hér i
Ólafsvik, komu til sögu ný
vandamál hjá sjómönnunum.
Hinir gömlu láðadrekar, sem
notaðir voru við netin i fyrstu,
héldu ekki netunum I hinni
bröttu og straumhörðu álbrún,
svo að allt fór I eina bendu!
Bjarni leysti þennan vanda með
þvi að smiða nýjan dreka, neta-
plóginn. Þá kom það á daginn,
að skifan á linuspilinu hélt illa
netunum, en Bjarni, með
hugviti sinu og hagleik, smiðaði
nýja skifu á spilið, og er nú þetta
hvorttveggja, netaskifan og
netaplógurinn notað viða um
land, þar sem þorskanet eru
stunduð. Margt er hér ósagt um
störf Bjarna, en honum féll
aldrei verk úr hendi.
Bjarni giftist eftirlifandi konu
sinni, Vigdisi Sigurgeirsdóttur,
14. okt. 1922. Þau eignuðust sex
börn, og eru þrjú þeirra á lifi.
Fyrsta barn sitt misstu þau á 1.
ári hér i Ólafsvik, eitt barn
þeirra, tviburi, dó i fæðingu og
uppkominn son, i blóma lifsins,
Gunnai forstjóra hér i ólafsvik,
misstu þau 1970, 42ára að aldri.
Börn þeirra, sem eftir lifa eru
þessi: Hrefna, gift ólafi
Kristjánssyni, verkstjóra i
ólafsvik, Sigurgeir, rennismið-
ur og arftaki föður sins i iðninni,
giftur Sigurdisi Egilsdóttur frá
Reykjavik, og Guðrún, gift
Herði Guðmundssyni, vélstjóra,
Reykjavik. Vigdis, hin mæta
kona og trausti förunautur
Bjarna á lifsleiðinni, er nú farin
að heilsu og dvelur nú hjá Guð-
rúnu dóttur sinni og Herði
tengdasyni sínum i Reykjavik.
Við hjónin og þorpsbúar al-
mennt senda Vigdisi og fjöl-
skyldu hennar samúðarkveðjur.
En minningin um Bjarna M.
Sigurðsson, hinn hægláta og
háttprúða völundarsmið mun
lengi lifa i þessari byggð.
Ottó Arnason
o
Laugardagur 7. desember 1974.-
Laugardagur 7. desember 1974.-
o