Alþýðublaðið - 15.12.1974, Qupperneq 2
BRflMBQLT
UMSJQfl: GJSLi 5VJEJLHLH LQFT5SQJH
Þaö ber merki um mikla
grósku i popptónlistarlifi vorrar
ágætu þjóöar, þegar út koma á
sama tima tvær stórar plötur,
með þekktum listamönnum, og
ekki má á milli sjá hvor þeirra
er betri. Þeir sem hér um ræöir,
eru hljómsveitin Change, og Jó-
hann G. Jóhannsson. Þar sem
Brambolt treystir sér ómögu-
lega til þess aö gera upp á milli
þessara tveggja platna, mun
veröa fjallaö um þær á jafn-
réttisgrundvelli, og þeim ætlaö
svo til sama rúm á siöum Bram-
bolts utan hvaö fjallaö er um
plötu Jóhanns i dálkinum um
nýjar hljómplötur þar sem hún
er komin i verslanir, en plata
Change ekki.
Þeir félagar i Change hafa
dvaliö undanfarna mánuöi i
Englandi, eins og flestir vænta-
nlega vita. A þessari nýju plötu
þeirra getur aö heyra árangur-
inn af þessari sjálfskipuöu út-
legð þeirra. Þess i milli sem
þessi plata kemur út, og þeir fé-
lagar fóru út, komu út tvær litl-
ar plötur i sama umslagi, og var
þar um aö ræða ný lög, sem var
fariö mjög illa meö i upptöku.
Nú bregöur hins vegar svo við,
aö á nýju plötunni getur aö
heyra dæmi um bestu upptökur
sem hægt er aö framkvæma
hvar sem er. Mun það áreiöan-
lega einum manni að þakka nær
Change með
stórkostlega
eingöngu, og er þaö H.P. Barn-
um. Barnum þessi er og hefur
verið undanfarin ár einn af
frægari upptökumeisturum út i
hinum stóra heimi, og þó sér-
staklega Bandarikjunum. Nýja
Change-platan er glöggt dæmi
um það hversu mikinn hlut góð-
ir upptökumenn og útsetjarar
geta átt i góöri plötu, og þarf
ekki annaö en aö bera litlu
ný/a
góða plötu..
Change-plöturnar saman
við þessar, til að heyra hinn
geysilega mun. Barnum hefur
áöur tekiö upp ótölulegan fjölda
hljómsveita, en þeirra á meðal
eru margar þekktustu hljóm-
sveitir og skemmtikraftar sem
viö þekkjum i dag. Að hans eigin
sögn er hann aö taka upp og út-
setja fyrir Change vegna þess
Framhald á bls.3
...
w
A sviðinu
Hljómsveitin Dögg, sem við
tökum fyrir núna i þættinum ,,á
sviðinu”, er ein yngsta hljóm-
sveitin, sem segja má um að
þeir séu komnir i þóp atvinnu-
hljómlistarmanna, og má alveg
segja það, aö þeir skipi þann
hóp með sóma. Þeir hafa náð
töluveröum vinsældum á
skömmum tima, og þá einkum
meöal unglinga á gagnfræöa-
skólastiginu. Þeir eiga þó margt
ólært, og ég tek undir orð þeirra
sjálfra þess efnis, að þeir eigi
margt eftir ólært. Það er þó
enginn grundvöllur fyrir þvi að
dæma frammistöðu þeirra á
sviði eftir þvi, og vilji maður ná
yfir þá einu lýsingarorði, þá
yröi þaö „góöir”, en þó meö
ákveönum fyrirvara. Þeir hafa
þaö sér til ágætis, að vera ungir
frlskir strákar, en notfæra sér
það alls ekki svo sem skyldi.
Þannig ættu þeir aö geta lagt
miklu meiri kraft I tónlistina og
sviösframkomuna, en þaö er
nokkuö sem nýgræöingar á
„sviöinu” ættu að keppa meira
að, þaö yrði þeim áreiöanlega til
framdráttar. Þá vantar
strákana i Dögg einnig öll
tónlistareinkenni, svo og imynd.
Þaö sem ég á viö meö imynd, er
þaö, aö þeir komi sterkir út á
sviöi og skilji eitthvaö eftir. En
þeir spila ágætlega, og kunna til
verkanna, og þaö er fyrir
Hljómsveitin Dögg
mestu, ef menn ætla aö halda
uppi balli. Enginn þeirra viröist
taka öðrum fram hvaö getu
snertir, og koma þeir þannig
mjög sterkir út sem heild, og er
þaö einn af þeirra aöalkostum,
og ef vel er á spilunum haldiö,
ættu þeir að geta náö nokkuö
langt.
Longspil / Jóhann G. Jóhanns-
son
Sun records
Þá er hljómplatan með
Jóhanni komin á markaö, og
var þaö vel, aö hún skyldi ná
fyrir jól. Langspil heitir hún, og
mun nafnið tilkomiö af þvi, aö
hljóöfæriö islenska, langspil er
notaö I fyrsta laginu, „Road
Runner”. Þaö hefur veriö vitaö
undanfarin ár, aö Jóhann er
einn efnilegasti lagasmiöur og
tónlistarmaöur sem viö eigum,
og hann hefir áður gefið út mjög
góöar litlar plötur. Stóra platan
staöfestir lika þessa vissu, og
hún er mjög góð. Ef skyggnst er
inn fyrir hiö fallega umslag,
kemur í ljós plata, sem mikið
hefur veriö vandaö til, og ekkert
til sparaö til aö hún yröi sem
best úr garöi gerð. Skemmtileg-
ustu lög eru aö mlnum dómi
„Road runner” Hard to be
alone”, og „I love my babe”.
Mjög góö plata, og ánægjulegt
aö vita til þess.hve mikil gróska
er I Islensku tónlistarlifi um
þéssar mundir. Nánar er fjallað
um tilurö plötunnar annars
staðar á siöunni.
Sailor / Sailor
Epic / CBS
Af og til eru gefnar út plötur
innan poppsins, sem eru svo
góöar og gallalausar, að maður
heldur einna helst, að hér hafi
átt sér stað einhver ægileg mis-
tök. Svo er þó ekki, heldur er hér
um að ræöa nýjar, ferskar
hljómsveitir, sem koma manni
svona hressilega á óvart. Svo er
meö Sailor. Þeir hafa þarna gef-
iö út eina af bestu og skemmti-
legustu plötum ársins 1974, og er
þaö vel af sér vikiö af svo nýrri
hljómsveit sem þeir eru. Allar
melódiur eru mjög skemmtileg-
ar, raddsetning frábær, svo og
allar útsetningar og hljóðfæra-
leikur. Yfir plötunni hvllir ein-
hver ferskur blær sem gripur
mann strax, og lesi maður text-
ana kemst maður aö þvl að þeir
eru skemmtilegir og vel geröir.
Mjög erfitt er aö ætla sér að
draga eitthvert sérstakt lag út
úr, þar sem platan er öll mjög
jafngóö, og liklega best aö ráö-
leggja öllum sem þetta lesa, aö
ná sér I „Sailor” hið fyrsta, svo
aö þiö getiö heyrt I henni meö
eigin eyrum.
Explores your mind / Al Green
London
A1 Greeen er um þessar
mundir meö frægustu söngvur-
um I Bandarikjunum, og hefur
oft komist á lista meö lög sin. Á
„Explores your mind” er aö
finna lagiö „Sha la la” sem hef-
ur veriö vinsælt með honum aö
undanförnu, svo og mörg önnur
ágæt lög. Þaö væri tæpt aö telja
hann meö þeim listamönnum
sem flytja soultónlist, þar sem
tónlist hans hefur fyrir löngu
fariö töluvert út fyrir ramma
þeirrar tónlistar. A1 Green er
mjög melódlskur og algjör and-
stæöa annars þekktasta
söngvara Bandaríkjanna,
James Brown. Allar útsetningar
laga eru mjög vandaöar, og
platan hin áheyrilegasta, og á
áreiöanlega eftir aö auka á
hróöur Greens. Með betri lögum
á plötunni eru „Sha la la','„rm
hooked og you, hangin’on'1 og
..One nite stand”.
X5-O.P.
DlrtyOI'Mon
Vearofoeclsion
MeAndMrs-Jones
Sotísfoctlon Cuaranteed
Loverrain
Phyliísound / Ýmsir listamenn
Philadelphia / CBS
Einhver besta plata sem út
hefur komið meö þessari tegund
tónlistar, og örugglega einhver
besta safnplata sem út hefur
komiö. Á þeim tæpum 70 mínút-
um sem platan spannar yfir, er
safnaö saman 20 lögum meö
átta ligtamönnum, sem eru hver
öörum þekktari innan soul-tón-
listarinnar. Þessi lög, sem
ganga undir samnefninu
„Phillisound, eru öll I sama
flokki ab þvi leyti, ab hér er um
aö ræöa velútsetta, vandaba og
oft á tiöum mjög skemmtilega
soul-tónlist, flutta af fyrsta-
flokkshljóöfæraleikurum. Flest
þessara laga, hafa oröiö mjög
fræg, bæöi i heimalandi sinu,
Bandarlkjunum og Evrópu, og
þá um leiö einnig listamennirn-
ir. A plötunni eru meöal annars
„0, Jays”, meö lögin „For the
love of money”, og „Back
stabbers”, „Three degrees”
meö „Dirty ol’man og Year og
decision, og þannig mætti lengi
telja. Mjög eiguleg plata, og sér-
lega heppileg fyrir þá sem vilja
kynnast soultónlist eins og hún
gerist best.
Albert Hammond / Albert
Hammond
Epi/CBS
Albert Hammond hefur fyrir
löngu sannaö ágæti sitt sem
lagasmiöur, og átt mörg lög i
efstu sætum vinsældalistanna.
Á þessari nýju plötu Hammonds
eru tvö lög sem hafa nýlega orö-
iö vinsæl meö honum, „I’m a
train”, og „I don’t wanna die in
an air disaster”. Þá er einnig aö
finna nýjasta lag hans, sem er
núna á lista, en þaö er lagið
„Names, tags, numbers and
labels”. Nokkur hinna laganna
eru einnig mjög góö, en þaö sem
eftir er ekki nema skugginn af
hinum, og á ekkert erindi á
hljómplötu. Þetta er þrátt fyrir
þaö ágæt plata, og hægt aö gera
þarna ágætiskaup meö því aö ná
I þrjú af hans vinsælustu lögum,
og nokkur önnur aö auki. Þeir
sem eru hrifnir af Albert
Hammond og lögum hans, ættu
ekki ab láta þessa nýjustu fram
hjá sér fara. önnur góö lög eru
t.d. „Dime queen of Nevada,
We’re running out og Half að
million miles from home”.
L OFANGREINDAR PLÖTUR ERU FENGNAR AÐ LÁNI í FACO, LAUGAVEGI 89.
Sunnudagur 15. desember 1974.