Alþýðublaðið - 29.12.1974, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.12.1974, Qupperneq 1
V Hsunnudags- LEIDARINN SAGA ISLANDS Anægjulegt er, að þjóðhátlö- arári skuli ekki ljúka án þess, að hafin sé heildarútgáfa á rit- verki um sögu íslands. bað er langt frá þvi að vera vansa- laust, að þjóð, sem þekkir til upphafs sins, og veit að veru- legu leyti að minnsta kosti, um sögu sina i ellefu aldir, skuli ekki eiga neitt rit um heildar- sögu sina, skráð á vlsindalegum grundvelli. Þess vegna var það I fyllsta mála eðlilegt, að ein hinna fyrstu ákvarðana, sem tekin var, þegar hafinn var fyrir mörgum árum undirbúningur þjóðhátiðarhalds i tilefni ellefu hundrað ára afmælis tslands- byggðar, skyldi vera sú, að skráð yrði allshérjarsaga Is- lendinga. Um skeið virtist svo, sem örlög þessarar fyrirætlunar yrðu áþekk fyrri fyrirætlunum um þetta efni. En samvinna þjóðhátiðarnefndar, Hins is- lenska bókmenntafélags og Sögufélags, undir ritstjórn ungs, duglegs fræðimanns, Sig- urðar Lindals prófessors, hefur orðið til þess, að fyrsta bindi verksins er nýkomið út, og er þar vel af stað farið. Sú þjóð, sem seint á miðöldum skráði ekki aðeins merkar bók- menntir á eigin tungu sinni, heldur geröist og þjóð mikilla sagnaritara — vann jafnvel brautryðjendaafrek á þvi sviði — hefur á siðari öldum sinnt sagnaritun svo litið, að meö ó- likindum er. íslendingabók Ara fróða er fyrsta Islandssagan, sem skráð var, einstakt rit sinn- ar tegundar, og segir þjóðarsög- una frá 870 til 1120. Ef frá er tal- in tslendingasaga Sturlu Þórð- arsonar, sem rekur söguna frá árinu 1183 til loka þjóðveldis, liða aldir, án þess að nokkurt rit séð skráð um þjóðarsöguna. Það er ekki fyrr en I byrjun 17. aldar, að Arngrimur lærði ritar um sögu tslendinga frá upphafi til sinna daga. Enn liða næstum tvær aldir, þangað til Finnur biskup ritar nýja tslandssögu. A fyrri hluta 19. aldar koma út Arbækur Espólins, þar sem saga þjóðarinnar er rakin frá 1262 til 1832. Auðvitaö hefur mönnum verið ljóst, aö hér var verk óunniö, og ekki til sóma gamalli söguþjóð. Þvi var það, að Menntamálaráð og Þjóðvinafélagið hófu útgáfu á ritverki, er verða skyldi heild- arsaga þjóðarinnar, og nefndist verkið Saga tslendinga. En af henni hafa ekki komið út nema 5 l/2bindi,sem fjalla um timabil- ið 1500 til 1903. Hefur jafnvel verið slegið slöku við samningu kennslubóka handa skólum um sögu þjóðarinnar, þótt bót hafi orðið þar á allra siðustu ár. Af öllum sökum er sérstök ástæða til þess aö fagna þvi, að nú virð- ist hafið átak, sem vonandi veröur til þess, að Islendingar eignist loksins vlsindalega skráða sögu sina. Hitt er ekki óliklegt, að nánari athugun heimilda en hingað til hefur átt sér stað, kunni að breyta ýmsum hugmyndum manna um sögu tslendinga. Jafnvel sjálft upphaf sögunnar kann aö einhverju leyti að sjást i nýju ljósi. Þá er enginn vafi á þvi, að sagan hefur hingað til I of rikum mæli verið skráð sem saga um valdabaráttu innan- lands til forna og siðan um bar- áttu viö erlent vald, en alltof litil áhersla lögð á þær efnahagssð- stæður, sem mótað hafa lifskil- yrði þjóðarinnar og afkomu hennar á liðnum öldum. Svo aö dæmisé nefnt, hefur engin ræki- leg rannsókn farið fram á þvi, hver áhrif það hafði á viðskipta- kjör og þá um leið afkomu ls- lendinga, er ný fiskimið fundust út af austurströnd Norður-Ame- riku I kjölfar landafundanna en miklar fiskveiðar þar ollu gifur- legu veröfalli á fiski I Evrópu. Þaö, sem skrifað hefur verið um þjóðarsöguna frá þvi er tslend- ingar fengu löggjafarvald I eig- in málum 1874 og þar til er þeir fengu heimastjórn 1904, hefur að verulegu leyti verið frásögn af deilum viö dönsk stjórnvöld um stjórnarskrármálið, deilum, sem i augum nútimamanna hljóta að miklu leyti að teljast þras um formsatriði. En sára- litið hefur verið ritað um þá byltingu I atvinnu- og félags- málum, sem hér hefur orðiö á siðastliðnum hundraðárum. Or þessu verður vonandi bætt I hinni nýju sögu tslands. GÞG Sunnudagiir 29. des. 1974 - 265. tbl. 55. árg.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.