Alþýðublaðið - 29.12.1974, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 29.12.1974, Qupperneq 3
Hér sjáum viö þá fé- laga i Hljómum, ásamt ólafi Þórðarsyni, en myndin var tekin við það tækifæri, er Hljóm- plötuútgáfan Hljómar afhenti listamönnum sinum gullplötur sem viðurkenningu fyrir mikla sölu. Er þetta i fyrsta skipti, sem slikt er gert hér á landi, og var útreikningi hagað þannig, að sala platn- anna var miðuð við gömlu góðu höfðatöl- una, og fékkst þannig út sá fjöldi eintaka, 2700 stykki, sem hæfi- legur er talinn til að veita verðlaun fyrir. Samkvæmt þessu er hljómsveitin Pelican búin að vinna sér inn þrjár gullplötur, en sala plötunnar þeirra mun nú vera að nálgast átta þúsund eintök. Plötur þær sem unnu til viðurkenningarinnar voru: Hljómar ’74, Þokkabót/ Upphafið, Come in to my life/ Rúnar Júliusson og Diggi diggi ló með Lónli Blú bois. BRFl'MBQLT UW5JÚW: G/5Li 5VEi/íLi LQFT55QW SÖLUHÆSTU JÓLAPLÖTURNAR Brambolt lék forvitni á aö vita hvab hefði selst af fslensku poppplötunum sem komu út fyrir jólin, og hafði þvi samband við verslunarstjóra tveggja hljómplötuverslana hér i bæ, þá Steinar Berg i Faco og Baldur hjá Karnabæ. Steinar gaf okkur eftirfarandi upplýsingar um söluna: „Salan á islenskum plötum, þ.e.a.s. þessum sem komu Ut fyrir jól hefur að min- um dómi ekki verið neitt sér- stök. Það hafa selst um 100 ein- tök af plötum Change og Jó- hanns G. hvorri um sig, og mun minna af plötu Ómars Óskars- sonar. Jólaplatan með Rió trió- inu hefur ekkert selst. Af er- lendum plötum hefur Bachman- Turner Overdrive-platan selst einna best, i 300 eintökum. Þá hefur lika mikið selSt með Logg- ins/ Messina. Töluverðu hefur verið skilað af plötu Jóhanns G. Hún virðist valda nokkrum von- brigðum.” Baldur tjáði Barmbolti, að is- lensku plöturnar hefðu selst ágætlega, og nokkuð jafnt af Jó- hanni G. og Change, eða 300 ein- tök af Change og 275 af Jóhanni. Plata ómars hefur selstil60—70 eintökum. Þá seldust um 700 eintök af Pelicanplötunni fyrir jólin, og er það mjög gott. Tölu- vert seldist einnig af plötunni með Þokkabót, og Lónli blú bois ruku út eins og heitar lummur. Af erlendum plötum seldist mest af „Greatest hits” plötu Eltons Johns, „Goodnight Vienna” meö Ringo Starr og John Lenn- on og Stevie Wonder. Þá seldist mjög mikið með Bachman Turner Overdrive. BACHMAN TURNER OVERDRIVE HEIMSFRÆGIR Á EINU ÁRI IIACHMAX • TUHNEB OVEUDlUVi NÖT THAGILE Bachman-Turner Overdrive hafa unnið sig upp á mjög skömmum tima, og eru nú heimsfrægir, þegar hljómsveit- in er ársgömul. Hún hefur upp á siökastið notið vaxandi vin- sælda hérlendis, og er nú I hópi vinsælustu erlendu hljómsveit- anna, ásgmt Sparks. Það er þvi kominn timi til að hripa niður nokkiar linur um þá félaga og tónlist þá, sem þeir leika. Meginuppistaða hljómsveitar- innar eru þeir bræðurnir Randy og Rob Bachmán og C.F. Turner. Bachman bræðurnir eru kanadiskir að uppruna, og mætti að vissu leyti segja að hljómsveitin sé kanadisk, þó að frægðarferill hennar hefjist i Bandarikjunum. Randy Bach- man var áður i mjög frægri hljómsveit er ber nafnið Guess Who, sem enn er við lýði. Hætti hann þar vegna þess að honum likaði ekki sú stefna, sem tónlist þeirra hafði tekið. Þaö er þvi engin furða þó að hljómsveitin hans hafi náð svona skjótt frægð þar sem Randy Bachman var töluvert þekktur, þegar hann stofnaði Bachman-Turner ásamt Turner.Hljómlist þeirra er það sem nefnt hefur verið þungt rokk á islensku, og ber hún það nafn með rentu. En þó að þeir leiki þetta þunga rokk, sem annars er yfirleitt frekar snautt tónlistarlega séð, þá gera þeir það mjög vel, og hafa lætt inn skemmtilegum melódium sem falla vel að hávaðanum. Raddir þeirra eru skemmtilega hrjúfar og falla vel að tónlist- inni, og lögin ráða yfir sérstök- um léttleika sem sjaldgæft er að heyra i þungu rokki, og er það sjálfsagt þessi léttleiki ásamt skemmtilegum melódium sem gera það að verkum, að það er svona mikið hlustað á þá. Þeir komust fyrst á vinsældarlista með lagið Let it Ride, og lagið sem nú trónar með þeim er af nýjustu stóru plötu þeirra, Not Fragile, og heitir You aint seen nothing yet. Not Fragile er mjög góð plata I þessum þunga rokk- stil, enda hefur hún selst mikið undanfarið. Safnplata með Moody Blues. Treshold. Moody Blues eru gamlir I hettunni, og þeir hafa verið meðal þekktustu og virtustu popphljómsveita heims um ára- bil. Hafa þeir einkum hlotið lof fyrir vandaða tónlist og góðar plötur. Það ber þvi vel i veiði, þegar hægt er að fá bestu lögin af flestum plötum þeirra á einu bretti. Það er ekki alltaf sem slikar safnplötur heppnast sem skyldi, en þessar eru tvimæla- laust með þvi besta sem gert hefur verið i þessum flokki platna. A plötunni er að finna nær öll þau lög sem þeir hafa gert vinsæl á frægðarferli sin- um, auk margra góðra laga af fyrri plötum þeirra. Þá kemur i ljós, þegar hlustað er á þessi lög hvert á eftir öðru,hvernig hinn sérstæði og mjúki tónTstarstíll þeirra hefur þróasti gegnum ár- in, og náð að lokum svo mikilli fullkomnun, að unun er á að hlýöa. Það segir sig þvi sjálft, að þessar plötur eru jafnmikill fengur fyrir gamla Moody Blues aðdáendur og þá ‘sem vilja kynnast Moody Blues og ferli þeirra og komast inn i tónlist þeirra. Mjög góðar plötur og kjarakaup, enda seljast þær grimmt. History of british rock/ýmsir listamenn. Þá er kominn út annar hluti „sögu breska rokksins” eins og þessar plötur eru nefndar, og eru þessar plötur mun skemmiilegri en þær fyrri, en það getur verið að manni finnist það vegna þess, að maður man betur eftir lögunum á seinni plötunum. Fyrri plöturnar einar sér fengu ekki mjög góða dóma hjá mér, enda varla von, þar sem þær eru ekki að minum dómi neitt sérstakar án annars hlutans. Þessir tveir hlutar saman eru þó mjög góðir, enda gefa þær þannig mjög góða mynd af breska rokkinu (popp- inu) og eru hinar eigulegustu, þar sem þarna eru mörg góð lög, sem óliklegt er að maður næöi i með öðrum hætti, og þvi mjög þægilegt að geta sett þess- ar plötur á fóninn og hlýtt á lög- in frá þvi i gamla daga. Það hlýtur að hafa legið geysileg vinna á bak við þessa útgáfu, það er ekki heiglum hent að ná i útgáfuréttinn á lögum sem orðiö hafa vinsæl, og á þessum plöt- um eru samtals 56 lög sem þurft hefur að fá leyfi fyrir. Oll eru lögin með upprunalegu lista- mönnunum, og þeirra á meðal eru Bitlarnir, Dave Clark Five, Who og svo mætti lengi telja. o Sunnudagur 29. desember 1974.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.