Alþýðublaðið - 29.12.1974, Qupperneq 4
Hér sjáið þið borð
hlaðið góðgæii og dreng að bana kominn vegna
hungurs. 460 milljónir manna verða að
,,herða sultarólina" um heim allan. Aldrei hefur
fólk haft jafnlítið að snæða síðan heimstyrjöldin
síðari leið. I þessari grein er lýst því,
hvernig hungursneyðin umkringir okkur og hvað
við verðum að gera til að sigra þá orustu.
í « <4
■ 4 fcBHwÉ*, *
• jgmUfc
Við höfum um árabil
setið við hlaðið borð og
virt fyrir okkur myndir,
sem sýna hungursneyð og
orðið skelf ingu lostin. Við
gef um nokkrar krónur og
höldum að allt komist í
gott lag.
En við verðum ein-
hvern tímann að gera
okkur Ijóst, að svo er
ekki. Hungursneyð fá-
einna landsvæða er orðin
að næringarskorti víðs-
vegar. Sérfræðingar
segja: „Gerist ekki eitt-
hvað afgerandi fljótlega
hrynur siðmenningin."
Þessi Ragnarök virðast
endalaus.
1974 létust 10 milljónir
manna úr hungri og 460
milljónir þjáðust af
húngurvofuógn.
Á næsta ári farast mun
fleiri af hungri. Á hverj-
um degi fæðast 200 þús-
und börn og 40% þeirra fá
aldrei fylli sína.
Fyrir 12 árum nægðu
umf rammatvælabirgðir
heimsins til að halda líf-
inu í mannkyninu í 91 dag,
en nú aðeins í 26 daga.
Það er nú allur varaforð-
inn.
1974 skorti 30 milljón
tonn af korni og haldi
þróunin áfram svona
verður skorturinn 85
milljón tonn eftir 10 ár.
En við sitjum enn við
hlaðið borð, þó að mat-
vælaráðstefnan í Róm
sjái ekki fyrir annað, en
hungursneyð og skortur
fari sifellt vaxandi. Menn
hljóta því að spyrja sjálfa
sig: Hvenær verðum við
að herða sultarólina?
Svarið við því er bæði
skýrt og skorinort:
o
Sunnudagur 29. desember 1974.