Alþýðublaðið - 29.12.1974, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.12.1974, Síða 5
Aldrei. Landbúnaðar- ráðuneyti Vestur-Þýska- lands segir skilmerki- lega: „íbúar Vestur- Þýskalands eru öruggir um afkomu sína." „Vandamál okkar verður ekki hungur eða ótti við vannæringu íbú- anna heldur það að 40% íbúanna þjáist af offitu," segir Pahlke prófessor, sem er yfirmaður nær- ingarf ræðideildarinnar við háskólann í Berlín, en sú deild heyrir beint undir heilsuverndarráðuneytið. Það er ekki nóg að þrengja sultarólina til að lina þjáningar þeirra, sem þjást af næringar- skorti. Sérfræðingar telja, að heppilegra væri fyrir alla, að veita hungruðum þjóðum aðstoð til að sigr- ast sjáifum á hungurs- neyðinni — ekki senda þeim mat og klæði. Það eru fjórar grundvallará- stæður fyrir því, hvers vegna við getum fengið fylli okkar, þegar aðra svengir. Fyrsta ástæðan er, að við erjum jörðina. Bænd- urnir sjá svo um, að við þurfum ekki að kaupa landbúnaðarvörur er- lendis frá. I Þýskalandi kalla menn þau tvö tima- bil, sem hafa komið fyrir á þessari öld „ Harmkvælaveturinn" 1916 og „Hungursneyð- ina" 1946/47. Nú fá þeir fylli sína þar. Lítum nú á Þýskaland einu sinni enn. 1946 voru matvæli ódýr á heims- markaðnum og það ódýr- ari en þýskir bændur gátu framleitt. Konrad Adenauer kanslari lét bændum i té styrk til auk- innar ræktunar og áhrif in urðu stórkostleg. 1949 öfl- uðu 4,6 milljónir þýskra bænda matar handa 50% þjóðarinnar, en nú sjá 1,6 milljónir bændur fyrir vaxandi notkun landbún- aðarvarnings fyrir rúm- lega T5 milljónir. 100% hveitirækt, 150% kartöf lurækt, 110% mjólk, smjör og osti, nautakjöts- og svína- kjötsframleiðslu 95% og 100% sykurframleiðslu. Sé slíkt ekki gert um gjörvallan heim, hljóta menn að svelta-eða fyrir koma vandamál eins og i Japan, sem lagði t.d. allt i iðnaðinn og vanrækti þvi landbúnaðinn, en hefur nú tekið upp fimm-ára- áætlun til þess að full- nægja 60% þörf lands- manna fyrir landbún- aðarvörur. Því þarf að breyta 1367 golfvöllum i kartöf lugarða. Vanþróuðu löndin hafa einnig litlar áhyggjur af landbúnaði. 90% af þró- unaraðstoð er varið til ef lingu iðnaðar en aðeins, 10% til landbúnaðar. Þetta er ástæðan fyrir því, að Ertl ráðherra sagði í Róm, að mikil- vægasta aðstoð gegn hungursneyð um heim allan væri, að landbúnað- urfengi stuðning. Hingað til hefur Vestur-Þýska- land lagt f ram 185 milljón dali til landbúnaðar, en mun leggja fram 400 milljónir á næ^ýa ári. Landbúnaðarf ram- leiðsla í vanþróuðu lönd- unum nægir ekki til að fæða fólkið þar, en annað kemur einnig til: fólks- fjölgunin. Árlega fæðast 75 milljónir barna f heim- inum og þar af meiri hlutinn í þeim löndum, sem enn hafa naumast til hnífs eða skeiðar. Á Vesturlöndum hafa menn engar áhyggjur af fólksf jölguninni, en aukin fólksfjölgun hefur í för með sér næringarskort. Rík lönd eins og Banda- rikin hafa ráðskast með offramleiðslu sína eins og þeim þóknast. í Bandaríkjunum er fjöldi kálfa skotinn, þvi að kálfakjöt má helst ekki lækka í verði. Þar hefur einnig dregið úr hveiti- framleiðslu. Kissinger utanríkisráðherra sagði í Róm, að landbúnaðar- framleiðsla Bandaríkj- anna væri i hámarki — án tillits til verðs — og ætlast C> Sunnudagur 29. desember 1974. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.