Alþýðublaðið - 04.01.1975, Qupperneq 1
LAUGARDAGUR
4. janúar 1975 — 2. tbl. 56. árg.
(H)RÓS I
NNAPPA
GATH)
ATVINNA
ALDRAÐRA
KÖNNUÐ
Undanfarna mánuði sonar, sálfræðingsins,
hefur staðið yfir könnun á sem hefur umsjón með
vegum Félagsmálastofn- könnun þessari, voru i
unar Reykjavikurborgar spetembermánuði á sl.
á vinnuþörf og atvinnu- ári sendir út spurninga-
möguleikum aldraðra i listar til 744 aðila i
Reykjavik. Reykjavik, og eru svörin
Að sögn Jóns Björns- nú óðum að berast til
Vill koma upp
leiktækjum
„Hugmyndin er sú, að
setja upp smá'hring eða
litla braut og hafa þar
leiktæki fyrir börn”,
sagði Stefán Kárason,
sölumaður, i viðtali við
Alþýðublaðið i gær, en
Stefán hefur sótt um að-
stöðu i almenningsgörð-
um borgarinnar, fyrir
rekstur slikra tækja.
,,Ég get útvegað, meö
stuttum fyrirvara, litla
vélsleða, sem auðveld-
lega má breyta i bila”,
sagði Stefán ennfremur,
,,og nú bið ég eftir svari
yfirvalda við umsókn
minni”.
Alþýðublaðið hafði
einnig samband við
borgarverkfræðing, bórð
Þorbjarnarson, og innti
hann eítir þvi, hvað um-
sókninni liði.
,,Við erum búin að at-
huga umsóknina”, sagði
Þórður, ,,og erum alveg
til umræðu um málið. Við
höfum þegar sent bréf og
beðið um nánari upplýs-
ingar og biðum nú eftir
þeim”.
baka. Niðurstaðna könn-
unarinnar er ekki að
vænta fyrr en siðari hluta
vetrar.
f þessum mánuði hefst
önnur könnun og i tengsl-
um viö hina fyrrnefndu á
vinnuþörf og atvinnu-
möguleikum öryrkja i
Reykjavik, og er um
þessar mundir verið að
senda út spurningalista
vegna hennar.
Snjóf lóðasöfn-
uninni er haldið
áfram af fullum
krafti og í gær
höfðu borist sam-
tals krónur:
12.250.000. Stærstu
gefendur gærdags-
ins voru:
Ríkisstjórn sam-
bandslýðveldisins
Þýskalands:
491.530 krónur.
Amaro h.f. Akur-
eyri 200.000 krón-
ur, en þeir höfðu
áður gefið 100. 000
krónur. Skipverjar
á Árna Friðriks-
syni 200.000 krón-
ur* Þorsteinn M.
Jónsson, fyrrver-
andi alþingismað-
ur og kona hans,
Sigurjóna Jakobs-
dóttir 100. 000
krónur. Othar Ell-
ingsen. 100. 000
krónur.
SJAVARUTVEGSRAÐUNEYTIÐ
SKÝBSLAN VAR ALGEB-
LEGA ÓFULLNÆGJANDI
„Skýrslan, sem við
fengum frá sýslumannin-
um á Blönduósi, er alger-
lega ófullnægjandi og
raunar varla hægt að
kalla hana skýrslu”,
sagði Þórður Asgeirsson,
skrifstofustjóri i sjávar-
útvegsráðuneytinu, þegar
Alþýðublaðið innti hann
eftir rannsókn ráöuneytis
á veiðum rækjubátsins
Aöalbjargar.
Svo sem Alþýðublaðið
skýrði frá fyrir nokkru,
hafði skipstjórinn á Aöal-
björgu að engu fyrirmæli
sjávarútvegsráðuneytis-
ins um rækjuveiði og
landaði afla sinum á
Blönduósi, i trássi við
bann ráðuneytisins.
„Það hefur ekki verið
tekin ákvörðun um fram-
hald málsins”, sagði
Þórður ennfremur, „en
ég geri fastlega ráð fyrir
að fyrri ákvörðunum
ráðuneytisins verði fram-
fylgt”.
SYSLUMAÐURINN A BLÖNDUOSI
FENGU ÞADSEM
ÞEIRBÁÐU UM
„Það sem ráðu-
neytið bað mig um
var skýrsla um það
hvort báturinn hefði
róið, hver afli hans
hefði verið og hver
var skipstjóri. Þetta
fengu þeir í skýrslu
f rá mér og telji þeir
það óf ullnægjandi,
þá þeir um það",
sagði Jón Isberg,
sýslumaður á
Blönduósi, í viðtali
við Alþýðublaðið í
gær.
Og Jón sagði ennfrem-
ur:
„Að visu báðu þeir
einnig um nöfn háseta, en
það er málinu hreint ekk-
ert viðkomandi, þvi skip-
stjórinn ber ábyrgðina á
bátnum. Svo vildu þeir
láta mig athuga eitthvert
simtal, sem hver maður
ætti að vita að er illmögu-
legt. Ég hef ekkert meira
um þetta aö segja, þeir
fengu það sem þeir báöu
um”.
LENDINGUM Á KEFLA-
VÍKURFLUGVELLI FÆKK-
AÐI UM 10,4% 1974
Lendingum milli-
landa- og farþegaflug-
véla á Keflavikurflug-
velli fækkaði um 10,4%
á siðastliðnu ári miðað
við áriö á undan, og
lendingum á Reykja-
vikurflugvelli fækkaði
um 15.3%.
Á hinn bóginn var
flugumferðin um is-
lenska úthafsflugstjórn-
arsvæðið óbreytt frá ár-
inu áður, 1973, þrátt fyr-
ir verulegan almennan
samdrátt i flugi milli
Evrópu og Norður-
Ameriku. Ástæðurnar
eru, að þvi er segir I til-
kynningu frá Flugmála-
stjórn, að aukning hefur
orðið i ferjuflugi minni
flugvéla, sem nota ís-
land sem viðkomustað,
og ennfremur i beinu
flugi milli Evrópu og
vesturstrandar Banda-
rikjanna og Kanada, en
það flug fer allt um ís-
lenska flugstjórnar-
svæðið. Um 80% flug-
vélanna, sem um svæð-
ið fara, eru þotur.
Skrásett voru á árinu
1974 15 ný islensk loft-
för, en 11 árið áöur og á
sl. ári voru endurnýjuð
lofthæfisskirteini 63
annarra loftfara, en 66
árið áður.
„Engar hundakúnstir
Stfna mfri. Við réttum
bara fram höndina og
segjum: Gleðilegt nýár
og þakka þér kærlega
fyrir öll beinin á liðna
árinu”, segir þessi stór-
myndarlegi hvutti, sem
myndin var tekin af um
áramótin.
........... >
VIÐLAGASJÓDUR OG
BJARGRÁDASJÖDUR
í EINA STOFNUN
„Nei, á þessu stigi flokka á Alþingi, áður en
liggja ekki fyrir neinar á- nokkur ákvörðun verður
kveðnar tillögur um öflun tekin”.
tekna fyrir Viðlagasjóð”,
sagði Geir Hallgrfmsson, Eins og kunnugt er,
forsætisráðherra, þegar hefur þvi veriö lýst yfir,
Alþýöublaöið spurði hann að framvegis verði til
i gær, hvaða hugmyndir sjóður, sem hafi það hlut-
væru uppi um tekjuöflun verk að bæta tjón, sem
fyrir sjóðinn, svo aö hann verður af völdum
geti innt af hendi það náttúruhamfara. For-
endurreisnarstarf, sem sætisráðherra benti á i
framundan er á Norð- samtalinu við Alþýðu-
firði. blaðið, að að sumu leyti
„Verið er að kanna, væri hlutverk Bjargráða-
hvaða leiöir séu eölileg- sjóðs að bæta tjón af völd-
astar i þessu sambandi”, um náttúruhamfara. Og i
sagöi forsætisráöherra, tengslum við endurskoð-
„en ég býst ekki við, að un á lögunum um Við-
neitt ákveðiö liggi fyrir lagasjóð yrði vafalaust
um þetta, fyrr en Alþingi fjallað um hlutverk og
kemur saman. En haft framtiö Bjargráðasjóðs,
verður samráð við alla sem nú væri fjárvana.