Alþýðublaðið - 04.01.1975, Side 6
Frumsýningargestur Alþýðublaðsins
Hressandi framlag til
Shakespeare-lei kl istar
<i>
Kaupmaður
í Feneyjum
WILLIAM SHAKESPEARE
Þýðing:
HELGI HÁLFDANARSON
Tónlist:
ÞORKELL SIGURBJÖRNSSON
Leikmyndir:
SIGURJÓN JÓHANNSSON
Búningar:
ELSE DUCH
Leikstjórn:
STEFÁN BALDURSSON
og
ÞÓRHALLUR SIGURÐSSON
KAUPMADURINN í FENEYJUM EFTIR WILLIAM
SIIAKESPEARE
Alan Boucher
Fáránlegur söguþráður, yndislegur kveðskapur, glæsileg leik-
sýning: leikrit Shakespeares Kaupmaðurinn I Feneyjum er allt
þetta i senn.
Aftur á móti verða þeir, sem vilja finna i þvi þjóðfélagsádeilu
eða mannúðarhugsunarhátt seinni alda, fyrir nokkrum von-
brigðum. Shakespeare var umfram allt atvinnuleikhúsmaður og
tilgangur hans einfaldlega sá, að skemmta áhotrfendum sinum
sem mest. Vinsæld þessa leikhúsverks um aldirnar sýnir, hve
vel honum hefur tekist.
Leikritið var samið um 1596, en birtist fyrst á prenti á árinu
1600. Aðalefni sögunnar finnst i italska leikritinu II Pecorone
(einfeldningurinn) eftir Giovanni nokkurn Fiorentino, en sagan
um skrinin þrjú var i Gesta Romanorum. Nokkrir fræðimenn
telja, að einnig hafi verið til enskt leikrit sem hét The Jew
(Gyöingurinn) og sameinaði báða þessa þætti og að Shakespeare
hafi notaö það sem fyrirmynd. Hvað sem öðru liður, er efnið i
Kaupmanninum ekki frumíegra en i flestum verkum skáldsins.
Um leikritið segir hinn mikli gagnrýnandi 18.aldar Samuel
Johnson i Shakespeare-útgáfu sinni:
„Söguþráðurinn er svo afar ótrúlegur, og skiptingar á sviðs-
atriðum svo tiðar og tilviljunarkenndar, aö likindagildi atvik-
anna verðskuldar ekki mikla athygli.” En svo bætir hann við:
„Sameining atburðarásanna tveggja i eina heild er frá-
bærlega vel heppnuð.”
Sannleikurinn er sá, að Shakespeare brýtur allar reglur, en
árangurinn er vel heppnaður, vegna þess að hann hefur svo
traustan skilning á leikhúsinu og takmörkum þess. Og það er
sérkenni Kaupmannsins, að mismunandi túlkanir á aðalhlut-
verkinu virðast ekki raska leikhúsgildi sýningarinnar.
brátt fyrir titil leikritsins er Gyöingurinn Shylock, en ekki
kaupmaðurinn Antonio, aðalpersónan, þótt höfundurinn hafi ef
til vill ekki ætlast til þess i upphafinu.
Gyðingur var að sjálfsögðu hefðbundin persóna i bókmenntum
og leiklist kristinna landa á þeim tima, og venjulega I mun i!l-
girnislegri mynd en Shylock: hér þarf aðeins að nefna sögu
priorinunnar hjá Chaucer og leikrit Christophers Marlowe, The
Jew of Malta.Sennilega hafði skáldið ætlað að nota Gyðinginn
sinn á svipaöan hátt, sem „þorpara” leiksins, með kaup-
Bassanió ræðir við
Portsiu, sem Helga
Jónsdóttir leikur.
Róbert Arnfinnsson I
hlutverki Sælokks
Gyðings. Að baki hon-
um eru Erlingur
Gislason I hlutverki
Antóníós, kaupmanns
I Feneyjum, og
Guðmundur Magnús-
son I hlutverki Bass-
anió vinar hans.
OlM*;
6EIR FOEblvJ
manninum sem „hetjuna’,’ tákn góðvildar og góðmennsku I
sterkri andstöðu við illgirni Shylocks.
En þá gerist það, sem gerist reyndar oftar hjá skáldinu, að
persónan virðist stiga fram úr ramma sinum. Það er eins og
Gyðingurinn vilji ekki sætta sig við hefðbundið hlutverk ill-
mennis, en verður maður, sambland hins góða og hins illa, en
kaupmaðurinn verður eftir og hefur litið að gera nema að vera
einhverskonar skotspónn fyrir illsku Gyðingsins.
Þetta hefur i för með sér, að nokkurt ósamræmi er i myndun
þessara tveggja persóna. Það er eins og skáldið kæri sig ekki um
að hafa svo mikið fyrir þvi að samræma þær. Það byrjar með
þvi að lýsa kaupmanninum Antonio sem dæmigerðum
„melankolískum” manni (i ætt við Hamlet), auðugum og
vinsælum, en gagnteknum einhverri heimsþreytu og mæði, sem
hefur kannske fyrirboðagildi:
Ekki veit ég, hvað mæðir huga minn segir hann. Og það vita
ekki þeir Salerio og Solanio, hjákátlegir vinir hans, heldur, enda
er hlutverk þeirra aðeins að fræða áhorfendurna en ekki hann.
Þá birtist Bassanio, sem er búinn aö sóa öllum eignum sinum og
þarmeð peningum sem hann hafði fengið frá vini sinum Antonio,
og er nógu frekur aö biðja um viöbótarlán á þeim forsendum að
annars geti hann ekki borgað skuldir sinar. En nú er hann með
þá praktisku en ekki sérstaklega rómantisku hugmynd, að reyna
að fá sér vel efnaða konu. Og þá er eins og Antonio gleymi allri
mæðu sinni I óskinni um að hjálpa vini sinum. Og þegar hann
hittir andstæðing sinn, Gyðinginn, er góðvild hans og góð-
mennska setti sterka mótsögn við gróðabrall og slægð Shylocks,
sem segir:
Ó, faðir Abraham! Þeim kristnu kennir
harkan I eigin brjósti að búast við
þvi sama af öðrum...
...ég býð vinsemd fyrir hylli hans,
ef hann vill þiggja; ef ekki, þá far vel;
og metið ekki á verri veg minn greiða.
En þó er öllum — nema Antonio — ljóst að hann er að setja upp
gildru fyrir keppinaut sinn.
Á 18. öld var hlutverk Shylocks venjulega leikið sem skopmynd
og gefiö aöalgrinleikara flokksins. Á 19. öld aftur á móti var
yfirleitt reynt að vekja samúö með honum, og á 20. öld er hann
stundum gerður aö einhverskonar tákni kúgaða minnihlutans.
Shylock hefur lifað af allar þessar túlkanir og á vist eftir að lifa
af enn fleiri.
Um sýninguna i Þjóðleikhúsinu hef ég ekkert nema gott að
segja, þó að ekki væri ég sammála leikstjórunum i öllum
atriðum túlkunar þeirra.
Ég myndi til dæmis hafa gert Shylock dálitið vonskulegri, en
Antonio mun þægilegri en raun bar vitni. Samt sem áður var
leikur Róberts Arnfinnssonar i hlutverki Gyðingsins bæði sann-
færandi og eftirminnilegur. Helga Jónsdóttir var skemmtileg og
glæisleg Portia, en hefði getað verið ögn meiri rauðsokka, ef
maður ætti að trúa á hana i gervi lögfræðings (annars var yfir-
varaskeggið dálitið hæpinn dulbúningur, þar sem það stakk
heldur óþægilega i stúf við kvenmannsröddina). Betlarinn sem
Antonio sparkar frá sér fannst mér alveg ónauðsynlegur og
óviðkomandi, og innskot leikstjóranna, þegar Shylock kemur
heim og uppgötvar, að dóttir hans Jessica er farin, og verður
fyrir hrópi og háði almúgans, var vafasöm tiltekt, þar sem þetta
fréttist einnig frá Solanio og atriðið dregur heldur úr eftir-
væntingu áhorfendanna þegar Shylock kemur næst fram.
Annars þekkja leikstjórarnir víst áhorfendur sina og hafa
sennilega á réttu að standa, þegar þeir leggja aðaláhersluna á
hi aða og kimni, jafnvel þó að þetta sé stundum gert á kostnað
annarra þátta verksins. Sjaldan hefur mér fundist tíminn liða
svo fljótt og skemmtilega eins og hann gerir við þessa sýningu.
öll minni hlutverk fá góða og hressilega meðferð. Kannski fer
furstinn af Marokkó dálitið f bága við meiningu Shakespeares,
þar sem Portia er látin segja við hann:
Hefði ekki ráðrik forsjá föður mins
þröngvað mér til að heita hjúskap þeim
sem vinnur mig á þann hátt sem ég sagði,
litist mér, frægi fursti, þér jafn vænn
og nokkur gestur sem ég enn hef séð.
En með þvi að gera hann að skoppersónufleikin með mikilli
sannfæringu af Flosa Ólafssyni) er svolitið hætt við, að Portia
gerist sek um hræsni — eða ef til vill hæðni. En hvað um það?
Atriðið um skrinin er svo f jarstæðukennt, hvernig sem á það er
litið, að ekki sýnist mér unnt að taka það of hátiðlega. Sama má
segja um hlutverk Lancelots Gobbo, galgopans, sem Þórhallur
Sigurðsson, annar leikstjóranna, fer með eins og Shakespeare
hefði ætlað það. Kimni 16.aldar er ekki alltaf eftir smekk
nútímamanna, til dæmis þegar Lancelot er að leika sér að hálf-
blindum föður sinum, en svo framarlega sem þarf að fást við
hana, þá er sjálfsagt að gera það af öllum hug, eins og Þórhallur
gerir.
En nú kem ég að þvi, sem ég saknaði mest i þessari Islensku
gerð leikritsins, og það er ljóðræna þess, sérstaklega I loka-
þættinum. Eins og ég sagði áður, gerði ég ráð fyrir þvi, að leik-
stjórarnir þekktu áhorfendur sina, og að ákvörðun þeirra, að
leggja aðaláhersluna á hraða og kimni I sýningunni hefði vist
verið rétt, og leikararnir léku hlutverkin sin samviskusamlega
samkvæmt þeirri ákvörðun. En eitthvað mikilvægt týndist um
leið, ef til vill óhjákvæmilega. Agætur leikhúsmaður sem hann
er, lætur Shakespeare þyngdardepil leikrita sinna liggja ávallt i
sjálfum orðunum, enda þurfti hann að nótfæra sér Imyndunarafl
áhorfendanna i rikum mæli, þar sem leikmyndir voru ekki til i
leikhúsum þeirra daga. En það sem gerir verk hans sigild i
gegnum aldirnar er geta hans að leysa gátur lifsins og sameina
hið sundurlausa einmitt með mætti orðanna.
Nú segja menn kannske, að litil von sé að slikt komist gegnum
eldraun þýðingar yfir á annað tungumál. Þvi er ég algjörlega
ósammála. Eitthvert tap hlýtur það að vera að sjálfsögðu, en þvi
betri sem þýðingin er, þvi minna verður tapið. Þýðing Helga
Hálfdanarsonar er furðulega nákvæm yfirleitt og mér sýnist hún
vera einnig mjög góður skáldskapur, sem skiptir mestu máli.
Eftir strit og ádeilu i 4. þættinum notar skáldið töfra orðanna
til þess að skapa stemningu sáttar og fullnægingar. Mér þykir
það sæta furðu, hvernig þýðandanum tekstað koma þessu fram i
islenskunni. En þvi miður naut það sin ekki til fulls i flutningi:
„Vært sefur mánans bjarmi á fjallsins brún;
hér vil ég sitja, og láta hljóminn læðast
að hlustum okkar; húmsins mjúka kyrrð
er yndislegur faðmur fögrum tónum.
Jessika, sestu; sjáðu himingólfið,
hvað það er sáldað sandi úr skira-gulli;
hvert örsmátt stirni, sem við sjáum blika
á himinbraut, það hljómar eins og engill
barneygur syngi I kerúbanna kór.
Svo hljóma saman ódauðlegir andar,
þó enginn heyri, meðan duftsins farg
hrörlegum doða-hjúpi um hann lykur.”
(„How sveet the moonlight sleeps upon this bank!
Here will we sit, and let the sounds of music
Creep in our ears: soft stillness and the night
Becomes the touches of sweet harmony.
Sit, Jessica; look how the floor of heaven
Is thick inlaid with patines of bright gold;
There’s not the smallest orb which thou behold’st
But in his motion like an angel sings,
Still quiring to the bright-eyed cherubins;
Such harmony is in immortal souls,
But when this muddy vesture of decay
Doth grossly close it in, we cannot hear it. ”)
Að þvi mæitu vil ég þó þakka leikstjórunum, leikurunum og
öllum þeim sem unnu við sýninguna, og siðast en ekki sist
þýðanda Kaupmannsins I Feneyjum, mjög skemmtilegt og
hressandi framlag til Shakespeare-leiklistar hér á tslandi.
Else Duch,
W. Shakespeare (1564—1616)
(teikning eftir Picasso)
Vélritunar- og hraðritunarskólinn
Notið fristundirnar:
Vélritun — blindskrift, uppsetning og
frágangur verzlunarbréfa, samninga o.fl.
Úrvals rafmagnsritvélar.
Dag- og kvöldtimar.
Upplýsingar og innritun f sfma 21768.
HILDIGUNNUR EGGERTSDÓTTIR — Stórholti 27 — Simi 21768
Gullverðlaunahafi — The Business Educators’ Association of Canada.
Tjoi bao imig að spvrda hvort
t>ETTA VERÐI GRlhUBALl?
Frumsýningargestur Alþýðublaðsins á
sýningu Þjóðleikhússins á Kaupmann-
inum í Feneyjum eftir William Shakes-
peare er prófessor Alan Boucher.
0
Laugardagur 4. janúar 1975
Laugardagur 4. janúar 1975
o