Alþýðublaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 2
STJORNMÁL „Eitt i dag — annaö á morgun”. Þessa fyrirsögn valdi Alþýðublaðið á stutt viðtal við Albert Guðmunds- son, þingmann Sjálfstæöis- flokksins, þar sem hann var spurður að þvi, hvers vegna hann hefði setið hjá við loka- atkvæðagreiðsluna um fjár- lögin — einn stjórnarþing- manna i hópi stjórnarand- stæðinga. Og þaö var ekki Albert Guðmundsson, sem var eitt i dag en annað á morgun. Með þessum orðum var hann að lýsa flokki sin- um — Sjálfstæöisflokknum. Albert sagðist ekkert sam- ræmi sjá I þvi að samþykkja eftir kosningar sömu stefnu i fjármálum rikisins og Sjálf- stæðisflokkurinn hefði veriö að gagnrýna fyrir kosningar. En það hefðu þeir þingmenn flokksins gert, sem greitt hefðu atkvæöi með fjárlög- unum. Nýir siðir í nýjum leik. Albert Guðmundsson er þrautreynaur keppnismaður og er næsta vanur þvi úr knattspyrnunni að spila á það mark i siðari hálfleik, sem hann var látinn verja i fyrri hálfleik. Honum kemur þvi ekkert á óvart að leika á stjórnarmarkið fyrir kosn- ingar en skipta svo um eftir kosningar. En á öllum keppnisferli Alberts hefur það aldrei komið fyrir fyrr en þá nú, að hléið — kosning- arnar — sé notað til þess að láta leikmenn skipta um lið jafnframt þvi sem þeir færa sig yfir á hinn vallarhelm- inginn. Slikir siðir koma knattspyrnumanninum al- gerlega i opna skjöldu og hann er ekki reiðubúinn til þess að fara eftir þeim. Þá vill hann heldur láta boltann alveg eiga sig. Þá vill hann heldur sitja hjá. Línuverðir illa séðir. í þeim kappleik, sem Al- bert Guðmundsson er nú þátttakandi i, eru dómararn- ir mun fleiri, en leikmenn- irnir — þ.e.a.s. háttvirtir kjósendur. Og dómarnir eru ekki felldir meðan á leik stendur — heldur i kosning- um að leik loknum. Leik- menn Sjálfstæöisflokksins lita einnig þá menn heldur illum augum, sem ætla að gerast sjálfskipaðir linuverðir — eins og Albert Guðmundsson gerðist á Al- þingi er hann vakti athygli á þvi, að þingmenn Sjálfstæð- isflokksins væru nú komnir útaf með knöttinn ef miðað væri við vallarmörkin frá þvi fyrir kosningar. Slikir menn verða að gæta þess vel, aö þeim verði ekki hreinlega sparkað útaf sjálfum. Til munu þeir i þingliöi ihalds- ins, sem gjarna vildu gera slikan bolta úr Albert og kitl- ar i tærnar við tilhugsunina um að sparka þeim boita langt upp I áhorfendastúk- urnar. SB HALLDÓR VALDIMARSSON SKRIFAR UM KVIKMYNDIR GATSBY Framleiðandi: David Merrick Stjórnandi: Jack Clayton Aðalhlutverk: Robert Redford Mia Farrow Bruce Dern Karen Black Ég hélt sú tíð væri liðin, þegar maður fór í bíó til þess að horfa á íburðar- mikið glanslíf auðugra iðjuleysingja — og fá það prentað í heilasellur sínar, að slíkt og þvílíkt væri ekki eftirsóknar- vert. Ef til vill var það þess vegna sem ég gat engan veginn skemmt mér, eða haft nokkurt HASKOLABIO HINN MIKLI gagn af því að horfa á myndina um Gatsby hinn mikla. Ég hef kannske einfaldlega verið of hissa á því sem þar var borið á borð fyrir kvikmynda- hússgesti. Ekki finnst mér margra orða vant um myndina sem slíka. Henni tekst aldrei að ná verulegum tökum á á- horfendum og meira að segja siðferðilegur boð- skapur hennar — það er aumt fyrir sálina að búa í ríkum skrokk — verður að engu innan um hvítar rósir og kjölturakka. Tvo punkta fær myndin þó, engu að síður — fyrir viðleitni. • • • • FRÁBÆR • • • • MJÖG GÓÐ • • • GÓÐ • • ÞOKKALEG • LÉLEG Tónabíó FIDLARINN Á ÞAKINU Stjörnubió. IHÆTTUSTÖRF LÖGREGLUNNAR Laugarásbió THE STING Hafnarbló: TRAFFIC ÍÉWJ i GENGISSKRÁNING Nr- 1 - 3. janúar 1975. Skráð frá Eining Kl. 13,00 Kaup Sala 30/12 1974 i Bandaríkjadollar 118, 30 118, 70 3/1 197 5 1 Sterlingspund 276, 85 278, 05 * ' - - 1 Kanadadollar 119.30 119,«0 * - - 100 Danskar krónur 2088,30 2097,10 * - - 100 Norskar króuur 2269, 45 2270, 0? * - - 100 Sænskar krónur 2897,55 2909, 85 * - - 100 Finnsk mörk 3288,00 3330, 10 . - 100 Franskir frankar 2663, 25 2672, 15 * - - 100 Belg. frankar 327,50 328, 90 * - - 100 Svissn. frankar 4669,30 4689, 00 * - _ 100 Gyllini 4744, 70 4764, 80 * - - 100 V. -Þýzk mörk 4922,50 4943, 30 * - - 100 Lfrur 18, 2i 18, 29 * ' _ - 100 Austurr. Sch. 692,35 695, 25 * - - 100 Escudos 482, 40 484, 40 * - - 100 Pesetar 210, 55 211,45 * - - 100 Yen 39. 32 39, 49 * 2/9 1974 100 Reikningskrónur- 99, 86 100, 14 Vöruskiptalönd 30/12 - 1 Reikningsdollar- 118, 30 118,70 Vöruskiptalönd * Breyting frá sítSuatu skráningu. VINNINGSNÚMERIÐ ER 14179 LANDSHAPPDRÆTTI ALÞÝÐUFLOKKSINS í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Heyrir bráðum sögunni til Islensk stjórnvöld hafa nú látið boð út ganga um, að á liðandi ári verði 100 ára gamall fylgifiskur lands- manna endanlega afmáður. Reyndar er ekki svo að skilja að hann hafi ekki verið mis- jafnlega fylgispakur ein- staklingum — en það er önn- ur saga. Hér er átt við eyrinn, sem þessi nýrika þjóð telur sig vist uppúr þvi vaxna að velta fyrir sér lengur. Vart verður hjá þvi komist að líta svo á, að við verðum að fátækari, þegar þangað er komið að bæði orðið og inntak þess hverfur. Ekki er nú svo að skilja, að viðskipti lands- manna við eyrinn hafi verið okkur til neins sérstaks sóma á liðnum áratugum, og satt er það, að hann hefur aldrei látið neitt ákaflega mikið yfir sér. Samt hefur hann þótt þess virði, aö æðstu pen- ingastofnanir hafa ekki talið neitt fráleitt að minnast hans I tilkynningum eöa auglýs- ingum, sbr. „Græddur er geymdur eyrir” og allir kannast vist við orötakið að spara eyrinn, en kasta krón- unni. Fjölmargt fleira, sem hér er ekki ástæða eða tóm til að rekja, er bundið við þetta hugtak, Svo er auövit- að ekki þvi að neita, að þeir, sem ungir eru hafa misnotað æði ferlega bæði nafnið og gildið i tali, sbr. „Attu aur?” eða „Hjálpaðu mér um aur”. Enginn skaði er þó þessi rassbaga hverfi úr Islensku máli, og þótt fyrr hefði verið. En áðurnefnd tilkynning stjórnvalda má sannarlega leiða hugann að öðru. Þótt við játum, að eins og nú er komiðer eyririnn svo grátt leikinn, að hann er einskis virði, fjármunalega séð, vaknar spurningin, hvort svo hefði þurft að fara, að af- nema hann með öllu. Reyndar er það nú svo, að eftir sem áður verður hann einskonar stofngildi myntar okkar, þó það verði aðeins sem hugtak. En var þá ekki önnur leið fær, leið, sem á allan hátt var eðlilegri? Höf- um við ekki dæmi annarra þjóða um myntbreytingar, sem á allan hátt bundu i sér aðra stefnu en hér er verið að framkvæma? Það er ekki svo ýkja langt siðan stórþjóöin, Frakkar, tók sig til og strikaði núll aftan af mynt sinni og breytti raungildi hennar á samræmi við það. Auðvitað þurfti að gera hliðarráðstafanir vegna eigna og skulda. En hefur nokkur heyrt að himnarnir hafi dottið ofan i höfuðið á þeim þessvegna? Ekki ég, a.m.k. Hinir ihaldssömu Bretar breyttu enn slðar sinu myntkerfi, þótt i öðrum til- gangi væri. Kotungskrónan okkar er nú svo farin eftir áratuga kukl stjórnvalda, að fyrir henni liggur víst lítið annað en að verða skorin burt eins og sýktur botnlangi, og hvað þá? Væri nú ekki ráð fyrir okk- ur, að manna okkur upp og skera t.d. tvö núll aftan af okkar peningum (eitt er vist ekki nóg lengur)? Areiðan- legt er, aö það er ekki krónu- talan, heldur raungildið, sem skiptir fólk máli. Hvers- vegna ekki að gera þessa til- raun og hefja eyrinn aftur i sinn rétta sess I stað þess að afnema hann? Hatnartjaröar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. BLÓMABÚÐIN BLBMASKREYTIN&flR AÐ VERZLA Í KRON Dúna í GlflEÍIDflE /ími 84200 Þriðjudagur 7. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.