Alþýðublaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 7
Skólabílar og kynþáttavandamál eru
skaðvænleg fyrir bandaríska skóla
Dr. Gordon M.A. Mork prófessor ræðir um
bandarísk vandamál
— Ég held, að banda-
rískir skólakennarar hafi
mestar áhyggjur af
skólabílunum. Við höfum
lesið lítillega um þetta í
íslenskum blöðum, en í
Bandaríkjunum er þetta
hversdagslegt brauð og
því ætlar prófessor
Gordon M.A. Mork frá
ríkisháskólanum í
Minneapolis í Minnesota
að útskýra málið lítið eitt.
Dr. Mork fæddist í
Bandar ík j unum og
foreldrar hans einnig, en
afi hans og amma voru
ættuð úr Noregi — afinn
frá Lom í Guðbrandsdal
og amman frá Toten.
Mork lærði norsku hjá
afa sínum og ömmu og
hefur haldið málinu við.
— Það hefur lengi
verið tilhneiging til þess,
að sumir skólar væru
aðeins fyrir ,hvíta" en
aðrir fyrir ,,litaða", segir
hann. ,,Ríkisstjórnin vill
gjarnan binda endi á
þessa þróun og ákvað því,
að lituð börn ættu að fara
í ,,hvíta" skóla og öfugt.
Þetta hefur kostað mun
meira álag á skólabílana,
því að nú þarf að flytja
börnin langt að til að þau
komist í þá skóla, sem
þau eiga að ganga í.
Ég vil bæta því við, að
þetta er ákvörðun stjórn-
valda en ekki kennslu-
málaráðuneytisins.
Það er ekki unnt að
svara því, hvort þetta
hefur haft skaðsamleg
áhrif. I Minneapolis
hefur það ekki skipt svo
miklu máli, því að þar
hafa lituð börn alltaf
setið á skólabekk með
hvítum, en í Boston í
Massachusetts urðu
skaðvænlegar óeirðir út
af skólabílunum.
Það er erf itt að útskýra
þetta fyrir fólki, sem
aldrei hefur kynnst
kynþáttavandamálum og
til þess að unnt sé að
íhuga málið gaumgæfi-
lega er nauðsynlegt að
fara nokkur ár aftur í
tímann. Ég byrjaði
skömmu eftir heimstyrj-
öldina síðari. Þá var það
algengtí Bandaríkjunum,
að unga fólkið flytti úr
gömlu bæjarhverf unum
og í úthverfin. Þar sem
það var aðallega unga
fólkið, sem flutti, jókst
mjög barnaf jöldinn í
úthverfunum. Nú eru
íbúarnir að eldast og
smábörnin ekki lengur
jafnmörg, en hins vegar
er mikið um unglinga á
gagnf ræðastigi.
Af leiðingarnar hafa
orðið þær, að mörgum
barnaskólum í úthverf-
unum hefur verið lokað,
því að þar eru ekki nægi-
lega mörg börn á barna-
skólaaldri. Þetta hefur
fólkið í gömlu bæjar-
hverfunum — í mörgum
þeirra býr aðallega
,,litað" fólk — tekið eftir
og sótt um að fá að senda
börn sín í þessa skóla,
sem eru langt frá þvf
fullnýttir. I gömlu bæjar-
hverfunum, sem ,,litaða"
fólkið býr í, eru nefnilega
mörg börn, en tiltölulega
fáir skólar.
En þeir, sem í úthverf-
unum búa, vilja ekki sjá
þessi börn í ,,sínum"
skólum og þessar mót-
setningar gera sitt til að
efla strfðið um skóla-
bílana.
Það er ýmislegt gert til
að ráða bót á þessu
vandamáli. I Minneapolis
er eins og áður er sagt
lítið um þessi vandamál,
þvf að skólakerfið þar er
orðin f yrirmynd annarra.
Nýlega kom skólastjórn
frá Boston til að kynna
sér aðstæður hjá okkur.
Það sérstæða við þessa
heimsókn var, að menn-
irnirfrá Boston tóku með
sér þó nokkra nemendur,
sem vildu sjá með eigin
augum, hvernig
kynþáttavandamálið
hefði verið leyst í okkar
hluta landsins. Þessir
nemendur komu í heim-
sókn í skólana og ræddu
við nemendurna. Þegar
skólastjórnin frá Boston
fór heimleiðis tók hún
sér nemendur frá
Minneapolis, sem áttu að
fá að kynna sér aðstæður
í Boston, en þar eru
kynþáttaskilin mun
skarpara dregin.
Ég ætla þó ekki að
halda því fram, að það
séu kynþáttavandamálin
ein, sem hér skipta máli.
Margir hafa að vísu
mestan áhuga á þeim, en
við feigum einnig i höggi
við önnur vandamál. Ein
þeirra eru fjármálin og
þau eru að vissu leyti
tengd fækkun skólabarna
í mörgum skólum. Á
mörgum stöðum er
ákveðið svokallað „skóla-
gjald", sem ekki má
hækka og afleiðingarnar
verða þær, að framlag til
skólanna verður ekki í
samræmi við verðhækk-
anir. I fyrra var hér 13%
hækkun og það merkir
það, að færri peningar
koma til skólanna, ef
framlagið hækkar ekki.
Kennaralaunin eru þar
ofarlega á baugi, en
kennarasamtökin eru
sterk og geta komið miklu
fram, ef þau leggja hart
að sér.
Fyrir nokkrum árum
var rekin mikil herferð í
Bandarfkjunum fyrir því,
að börn hættu ekki í
skólum, þegar skóla-
skyldualdri væri lokið.
Þetta átti þó fyrst og
f remst við í þeim fylkjum
þar, sem skólaskyldan
var 10 ár, en ekki 12 ár
eins og í öðrum. Nú er
hins vegar minna um það,
að börn hætti i skólum,
þegar þau eru 16 ára —
við köllum þau ,/drop
outs", þvi að það kom
fljótlega í Ijós, að þessir
unglingar áttu erfitt með
að komast inn i atvinnu-
lifið, því að vinnuveit-
endur vildu þau ekki. Ég
geri ráð fyrir, að þetta
hafi haft þau áhrif að
gera þau hrædd, svo að
þau Ijúki sínu skyldunámi
og helst meira.
Það mikilvægasta er þó,
að nú er byrjað með svo-
kallaða „opna skóla" í
Bandaríkjunum í ríkara
mæli en áður. „Opinn
skóli" er eins konar
„tilraunaskóli" og þar
eru valmöguleikarnir
meiri og nemendurnir
hafa áhrif bæði á
kennsluna og að vissu
marki á rekstur skólans.
Þetta hefur gefið
síbatnandi raun og þá
sérstaklega í gömlu
bæjarhverf unum þar
sem búa nemendur sem
eiga ekki heima í venju-
legum skólum. Þeir búa
við erfið kjör og nær
engar bækur né blöð
finnast á heimilum
þeirra. Aftur á móti er
þar sjónvarp, en það
hjálpar ekki baun við
námið.
Ég ætti kannski að bæta
því við, að hér er átt við
fólk, sem við myndum
kalla menningarsnautt.
Það á ekki sérstaklega
við litaða fólkið, því að
hvíta fólkið er þar einnig
með. Mig langar einnig til
að minnast á innflytj-
endurna frá Mexíkó og
Púertó Ríkó. Þetta fólk
hefur spönsku sem
móðurmál og kærir sig
ekkert um að læra ensku.
I þeim skólum, sem mikið
er um slíka nemendur
reynum við að kenna á
spönsku. Áður var þess
krafist af öllum, að þeir
lærðu ensku, en þeim
skiiyrðum hefur ekki
verið haldið hvað
viðkemur þessum inn-
f lytjendum.
Ef minnast á á
kennaramenntun í
Bandaríkjunum er aftur
nauðsynlegt að leita allt
til loka heimstyrjaldar-
innar fyrri, því um það
bil var fyrst farið að gera
meiri kröfur til kennara-
menntunar. Gömlu
kennaraskólarnir voru þá
gerðir að fjögurra ára
skólum, sem ná allt að
lægsta háskólapróf i,
B.A.-gráðunnar. Um leið
og þetta gerðist bættust
fleiri kennslufög við, svo
að það eru ekki aðeins
verðandi kennarar, sem
fara í kennaraskóla í
Bandaríkjunum.
Eftir heimstyrjöldina
síðari jókst enn fjöldi
kennslufaga. Þá komu
hinir svo kölluðu „state
colleges", sem í eru allt
að8 þúsund nemendur við
hvern skóla.
Nýtt þróunarstig er
það, að ungt fólk með
háskólamenntun fær ekki
lengur stöðu, sem það er
ánægt með. Þess hefur
gætt mjög á undan-
förnum árum, að ungt
fólk velur svokallað
„junior-colleges" og fer
eftir það í iðnskóla.
Áhrifin á „state-
colleges" hafa orðið sú,
að nú eru laus sæti í
flestum námsgreinum.
Það væri ódýrara hlut-
fallslega að senda ung-
linga héðan til „state-
colleges" í Bandaríkj-
unum en bæta við skóla-
byggingar hér eftir því
sem dr. Gordon M.A.
Mork prófessor segir.
Þriðjudagur 7. janúar 1975.