Alþýðublaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 07.01.1975, Blaðsíða 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, sími 28660 og 14906 Algreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprent Oháður Alþýðuflokkur Það er eitt athyglisverðasta einkenni is- lenskra þjóðmála, að jafnaðarstefnan hefur hlotið meira fylgi með þjóðinni en stjórnmála- samtök jafnaðarmanna, Alþýðuflokkurinn. Nú á dögum eru allir flokkar meira eða minna hlynntir fjölda hugmynda, sem voru taldar óal- andi bolsevismi, þegar Alþýðuflokkurinn bar þær fyrst fram fyrir nokkrum áratugum. Þessar hugmyndir hafa verið framkvæmdar, og is- lenskt þjóðfélag er i megindráttum likt þvi, sem gerist i nágrannalöndum. Þetta hefur ekki gerst af sjálfu sér, heldur hefur Alþýðuflokkurinn knúið baráttumál sin fram i stjórnarsamstarfi við aðra flokka, og koma allir hinir varanlegu flokkar þar við sögu. Meðal siðustu dæma um þetta voru lækkun kosningaaldurs og lögin um sömu laun fyrir sömu vinnu karla og kvenna, sem Alþýðuflokk- urinn knúði fram i tið viðreisnarstjórnarinnar. Þessu ábyrga umbótastarfi hefur fylgt, að Alþýðuflokkurinn hefur oft orðið að taka þátt i misjafnlega vinsælum ráðstöfunum á sviði dæg- urmála. Þetta hefur Alþýðubandalagið notað sér til þess að ráðast á Alþýðuflokkinn, kljúfa hann, niða forustumenn hans og lokka frá hon- um fylgi. Sjálfir hafa alþýðubandalagsmenn og fyrirrennarar þeirra þrisvar sinnum setið i rikisstjórn, og verið hvað ánægðastir með ihald- inu (1944-46). En stjórnir með þátttöku þeirra hafa aldrei enst nema liðlega tvö ár, og þeir hafa engum meiri háttar umbótamálum komið fram, engin minnismerki reist sér i stjórn. Nú hefur það gerst, sem varla á sinn lika i is- lenskri pólitik, að formaður Alþýðubandalags- ins hefur lýst yfir á flokksþingi, að takmark þess sé að þurrka Alþýðuflokkinn út og fylla rúm hans i islenskum stjórnmálum án þess að breyta stefnu sinni. Alþýðuflokkurinn hefur svarað þessari fruntalegu árás fullum hálsi, sem von er. Alþýðuflokkurinn er reiðubúinn til heiðar- legs samstarfs vinstri- og verkalýðsflokka. Sjaldan hefur slikt málefnasamstarf verið nauðsynlegra en nú, en þá stendur Ragnar Arn- alds með rýtinginn á lofti og hugsar um það eitt að drepa Alþýðuflokkinn. Honum mun ekki tak- ast það. Alþýðuflokkurinn mun snúast til gagn- sóknar, sem mun fyrr eða siðar breyta taflstöð- unni. Jafnframt þvi að snúast gegn þessari árás, berst Alþýðuflokkurinn i stjórnarandstöðu gegn auknum völdum islenskra kapitalista, sem langflestir eru innan Sjálfstæðisflokksins. Þeir fögnuðu manna mest núverandi rikisstjórn, sem er auðvaldssinnuð hægristjórn, og nú reyna þeir að koma ár sinni sem best fyrir borð. Versl- unar-, iðnaðar- og útgerðarauðvald þessa lands, sem lifði furðu góðu lifi á dögum vinstri stjórn- arinnar svokölluðu,hugsar nú gott til glóðarinn- ar. Þessi þjóðfélagsöfl, sem sifellt verða rikari, enda þótt atvinnufyrirtæki þeirra séu — að þeirra sögn — sifellt að tapa, eru áhrifamikil. Aðeins ábyrg vinstri- og verkalýðsstefna Alþýðuflokksins fær haldið þeim i skefjum, þvi að starfsemi marx-leninista hér á landi virðist magna þessi öfl og auka fylgi þeirra. Óháður Alþýðuflokkur er islenskri pólitik nauðsyn. Óháður berst Alþýðuflokkurinn nú fyrir þeirri stefnu, sem mun reynast þjóðinni farsælust. — B.Gr. alþýöu I K I I FRÁ ALÞINGI flöstoö við líknarfélög og framkvæmdir á Vestfiörðum Fjárlög fyrir áriö 1975 voru af- greidd frá Alþingi siðustu dagana fyrir jólin. Vegna mikils annrikis þá daga voru fregnir af einstök- um breytingatillögum þing- manna næsta losaralegar. Al- þýðublaðiö mun þvi nil og næstu daga gera frekari grein fyrir ein- stökum breytingatillögum við fjárlög, sem þingmenn Alþýðu- flokksins stóðu að, skýra þær og gera grein fyrir afgreiðslu þeirra. Við aðra umræðu fjárlagafrum- varpsins fluttu þingmenn Alþýðu- flokksins m.a. eftirfarandi breyt- ingatillögur: Aðstoð við líknarfélög 1. Eyjólfur Sigurðsson, Jón Arm. Héðinsson og Sighvatur Björg- vinsson fluttu tillögu um nokkrar hækkanir áframlögum til ýmissa liknarfélaga. Tillagan hljóðaði svo: Eyjólfur Sigurðsson mælti fyrir þessum tillögum og hefur sil ræða hans verið birt i Alþbl. I ræöu sinni benti Eyjólfur m.a. á, hve mikiö hjálpar- og liknarstarf þau félög ynnu, sem rætt er um i til- lögunni. Sagði hann það ekki vera sæmandi fyrir menningarþjóðfé- lag, sem teldi sig þurfa aö styrkja starfsemi svo sem eins og Þjóð- leikhús og Sinfóniuhljómsveit með milljónatugaframlögum að láta við það sitja, að leggja liknarfélögum til örfáa tugi þúsunda. Flutningsmenn drógu tillögu þessa til baka til þriðju umræðu i þvi skyni, að hún gæti fengið með- ferð hjá fjárveitinganefnd milli umræðna og i þeirri von, að fjár- veitinganefnd féllist á að mæla með samþykki hennar. Sum atriði þessarar tillögu fengu jákvæða afgreiðslu hjá fjárveitinganefnd. Þannig gerði fjárveitinganefnd tölulið 7 — um hækkaðan styrk til Neytenda- samtakanna — að tillögu sinni, svo og töluliö 9 um styrk til út- gáfustarfsemi á vegum Afengis- varnarráðs. Einna bestar viðtök- ur hlaut þó tillagan um styrk til Foreldrafélags fjölfatlaðra barna, en skv. þeirri tillögu Al- þýöuflokksmannanna átti að taka þetta félag i fyrsta sinn inn á fjár- lög með styrk. Fjárveitinganefnd féllst á tillöguna um 300 þús. kr.. styrk til félagsins og einnig á ósk- ir, sem þetta félag haföi m.a. staðið að, um að verja 5 m.kr. til undirbúnings byggingu skólahús- næðis fyrir þroskahömluð börn. önnur atriði I tillögunni fengu ekki jafn góðar viðtökur og fluttu þeir Eyjólfur, Jón Ármann og Sighvatur þau þvi aftur viö 3. um- ræðu fjárlaga. Þær tillögur voru allar felldar með atkvæðum stjórnarsinna gegn atkvæðum stjórnarandstæðinga. Framkvæmdir á Vestfjörðum 2. Karvel Pálmason, Sighvatur Björgvinssonog Kjartan Ólafsson — stjórnarandstöðuþingmenn frá Vestfjörðum — fluttu saman til- lögur um framkvæmdir I hafnar- og flugvallamálum á Vestfjörö- um. Tillögurnar voru þrjár. Sú fyrsta var um 8. m.kr. fjárveit- ingu til Isafjarðarhafnar og var við það miðað, að þaö fé yrði not- að til þess að ganga frá lögnum (vatn og rafmagn) við gömlu höfnina á Isafirði svo og til þess að ljúka malbikun hennar. önnur tillagan var um 6. m. kr. fjárveit- ingu til hafnargerðar á Súöavik, en hafnarmál þar eru i miklum ólestri, svo miklum, að skuttogari og bátar staðarmanna eiga i miklum erfiöleikum með að at- hafna sig þar. Einnig töldu þeir Súðvikingar sig hafa loforð fyrir þvi frá opinberum aðilum að fá umbætur f hafnarmálum á árinu 1975, en skv. frumgerð fjárlaga og tillögum Hafnarmálastofnunar- innar virtist ekki eiga að standa við það loforð. Þriðja tillaga þeirra Karvels Sighvatar og Kjartans var svo um 20 m. kr. fjárveitingu til malbik- unar á flugvellinum á Isafirði. Framkvæmd þessi hefur dregist um mörg ár og það m.a. verið notaðsem afsökun, að engar mal- bikunarvélar væru á staðnum og svo dýrt að flytja þær þangað fyrir þessa framkvæmd, að það yrði nær óviðráðanlegt. Nú sem stendur eru afkastamiklar mal- bikunarvélar á Isafiröi og munu verða þar fram yfir mitt næsta sumar, en siðan fluttar i burtu skv. upplýsingum Vegagerðar rlkisins. Rökstuddu þingmenn- irnir tillöguna með þvl, að ef verkið yrði ekki unnið á árinu 1975, meðan vélarnar væru til staðar, væri ómögulegtum þaö að' spá, hvenær næsta tækifæri til þess myndi bjóðast og yrði þvi nú að veita fjármagn til framkvæmda ef af malbikun flugvallarins ætti að verða i ná- inni framtið. Mjög’miklar umræður urðu á Alþingi um þessar tillögur vest- firðinganna þriggja og mun meira hafa verið um þær rætt, en flestar tillögur aðrar. Þingmennirnir drógu tillögur þessar til baka til þriöju umræöu I beirri von, að fjárveitinganefnd og fjármálaráðherra fengjust til þess að fallast á þær milli um- ræðna. Varð nokkuð ágengt i þvi efni. Fjárveitinganefnd féllst á að leggja til, að inn á heimildará- kvæði fjárlaga yrði tekinn nýr liöur þar sem rikisstjórninni væri heimilað að taka allt að 20 m.kr. lán til þess að leggja varanlegt slitlag á flugvöllinn á tsafirði á yfirstandandi ári, en lán þetta Eyjólfur Sigurðsson Jón Ármann Héðinsson Sighvatur Björgvinsson yrði svo endurgreitt af framkvæmdafé til flugvalla á ár- inu 1976. Gaf samgönguráðherra þá yfirlýsingu, að þessi heimild yrði notuð, þannig að fastlega má gera ráð fyrir þvi, að malbikunin á ísafjarðarflugvelli verði unnin nú I sumar. Ekki fékkst fjárveitinganefnd til þess að fallast á hinar tvær til- lögur stjórnarandstöðuþing- mannanna af Vestfjörðum og endurfluttu þeir þvi þær tillögur viö 3. umræðu. Uröu einnig mikl- ar umræður um þær við þá um- ræðu og lögðu þeir Karvel og Sig- hvatur sérstaka áherslu á framkvæmdina við Súðavikur- höfn. Höfðu þeir lækkað tillögu sina um fjárveitingu til Súðavik- urhafnar úr 6 milljónum I 3, en þá upphæð telja heimamenn nægja til þess að greiða kostnað af allra brýnustu framkvæmdunum. Lýsti samgönguráöherra þvi þá yfir, að hann myndi beita sér fyrir þvi, að Hafnarbótasjóður veitti þessa fjárhæð að láni til Súðavikurhafnar á yfirstandandi ári, en flutningsmenn tillögunnar vildu, að fjárveitingin yrði tekin inn á fjárlög þvi ella væri ekki öruggt,að hún fengist. Létu þeir þvi bera tillöguna upp til atkvæöa ásamt tillögunni um framkvæmdirnar við gömlu höfn- ina á Isafirði og voru þær báðar felldar. I Alþýðublaðinu á morgun veröa svo raktar fleiri af tillögun- um, sem þingmenn Alþýðuflokks- ins fluttu viö fjárlagaumræðurn- ar. Þús. kr. 1. Við 4. gr. 1 07 974 Styrktarsjóður fatlaöra. Fyrir ,,3 300” kemur...................................... 4.500 2. Við 4. gr. 999 02 Barnaheimilið Sólheimar I Grimsnesi. Fyrir „65” kemur ........................................... 300 3. Við 4. gr. 999 03 Fávitahælið i Skálatúni. Fyrir „65” kemur .......................................... 300 4. Við 4. gr. 999 05 Geðverndarfélag Islands. Fyrir „75” kemur ........................................... 300 5. Við 4. gr. 999 06 Tjaldanesheimilið. Fyrir „200” kemur .......................................... 400 6. Við 4. gr. 999 15 Styrktarfélag vangefinna. Fyrir „100” kemur .......................................... 300 7. Við 4. gr. 1 07 999 21 Neytendasamtökin. Fyrir „250” kemur .......................................... 550 8. Við 4. gr. 1 07 999. Nýr liður: 24 Félag f jölfatlaðra...................................... 300 9. Við 4. gr. 1 08 481 Bindindisstarfsemi. Nýr liður: 03 Útgáfustarfsemi á vegum Afengisvarnaráðs................. 500 Breytingatillögur Alþýðuflokksþingmanna viö fjárlög 1. Þriðjudagur 7. janúar 1975. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.