Alþýðublaðið - 08.01.1975, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.01.1975, Blaðsíða 8
Standard sigraði, en stangirnar eru enn þrándur í götu Ásgeirs Sigurvinssonar sem hefur átt 8 stangarskot í síöustu leikjum sínum meö Standard Liege #/Það mátti ekki tæpara standa með að ég næði í leikinn á laugardaginn", sagði Ásgeir Sigurvinsson hinn snjalli knattspyrnu- maður sem nú gerir garðinn frægan í Belgíu með iiði Standard Liege. „Ég kom heim um jólin i smá fri”, hélt Asgeir áfram, þegar við spurðum hann frétta i gær. ,,Við lékum þá i Beveren Waas á heimavelli okkar og sigruðum 1-0. Mér gekk ágætlega i leiknum og átti stangarskot að venju, en mér virðist ganga illa að finna leiðina i markið um þessar mundir. Þetta eru eilif stangarskot hjá mér. Mark okkar kom ekki fyrr en i seinni hálfleik og skoraði það nýliði i liðinu, Labarde. I leiknum áttum við fjöldann allan af tæki- færum, en tókst ekki að nýta nema eitt þeirra. Við höfum nú leikið 6 leiki i röð i deildinni sem við höfum sigrað i og kemur það mörgum á óvart hér vegna hversu ungir leikmenn skipa liðið og slikt þykir ekki vænlegt til árangurs. Um næstu helgi eigum við að leika við Charleroi á útivelli og verður það erfiður leikur hjá okkur, þvi þetta lið sem er nú um miðja deildina er mjög erfitt heim að sækja. Sigrum við i þeim leik ættum við með þvi að ná 2. sætinu i deild- inni, en 1. sætið skipar nú Molen- beek og hefur það góða forystu sem erfitt verður að vinna upp, þvi liðið er nú mjög gott og hefur unnið hvern sigurinn á fætur öðrum. 1 bikarkeppninni erum við nú ----------------------------> Asgeir Sigurvinsson á nú hvern stórleikinn á fætur öðrum með Standard sem nú hefur sigrað f 6 leikjum i röð. Myndin er tekin af. Asgeiri á æfingu í sumar með landsliðinu, en þá kom hann heim og lék gegn landsliði Belgiu. 1 liði Belgiu léku margir af samherjum Asgeirs og voru þeir allir sammála um að hann væri með bestu knatt- spyrnumönnum í Belgiu. ----------------------------^ komnir i 8 liða úrslit, sigruðum lið leika næst saman, en við erum Brugge i siðasta leik 5-1. Það er að gera okkur miklar vonir um að ekki enn búið að draga um hvaða ná langt i keppninni.” VINNINGSNUMERID ER 14179 UnSHUTDIÆin ILÞlDUFlOKKSIHS Tnlr Mkfr i 2. lellr í kvöld eru á dagskrá tveir leikir i 2. deild karla I Laugar- dalshöllinni. Fyrst leika kl. 20:15Fylkirog ÍBK og siðan KR og UBK. Fyrri leikurinn er mjög þýðingarmikill fyrir Árbæjar- liðið. Fylkir hefur ekki unnið leik i deildinni og er nú i neðsta sætinu eftir 5 leiki ásamt Stjörnunni sem leikið hefur 4 leiki og eru bæði liðin án stiga. UBK sigraði Fylki i sinum fyrsta leik á nýja árinu og hlaut þar með sin fyrstu stig i mót- inu. Þó verður að telja KR öllu sigurstranglegra i leiknum, þó má það fljóta með að UBK sigraði KR i báðum leikjum félaganna I fyrra sem varð mjög afdrifarikt fyrir KR. Staðan i 2. deild er nú þessi, til gaman má geta þess að Þór og KA leiða saman hesta sina á laugardaginn og gætu KA menn enn tryggt stöðu sina með sigri i þeim leik. KA Þróttur Þór KR IBK UBK Stjarnan Fylkir 6 6 0 0 148:107 12 4 3 0 1 97:70 6 4 3 0 1 83:65 6 5 3 0 2 86:84 6 3 1 0 2 48:57 2 3 1 0 2 60 68 2 4 0 0 4 76:106 0 5 00 5 77 118 0 0 Miðvikudagur 8. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.