Alþýðublaðið - 08.01.1975, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 08.01.1975, Blaðsíða 12
aiþýðu Sókhaldsaðstoð meótékka- færslum ®BÚNAÐAR- BANKINN KÓPAVOGS APÓTEK Opið öll kvöld til kl. 7 Laugardaga til kl. 12 KRAFAN ER EKKI HA: LOGLEGA GERDIR SAMNINGAR STAKR Hver eru viðhorfin til samninganna, sem fram undan eru? Á hvað á að leggja áherslu i þeirri samningagerð? Þessar spurningar lagði Alþýðublaðið i gær fyrir nokkra af forystumönnum Verkalýðs- og sjómannafélaga utan Reykja- vikursvæðisins. Allir voru þeir sammála um, að megináherslu bæri að leggja á, að þeir samningar, sem gerðir voru í fyrra, haldi gildi sinu og framundan væri varnarbarátta til að tryggja gildi þeirra. Sjómenn ráði sig ekki fyrr en fiskverð liggur fyrir Skúli Þóröarson, for- maöur Verkalýðs- og sjó- mannafélags Akraness. ,,Það er hlutverk níu manna nefndar Alþýðu- sambandsins að ná þeim kaupmætti, sem var, þeg- ar staðið var upp frá samningum sfðast liðið vor. Náist það ekki er ekki glæsilegt framund- an. Raunar erum við úti á landi lítið hafðir með í ráðum og erum ekki hressir yfir að í þessari nefnd er enginn dreif- býlismaður. Hún er mynduð fyrst og fremst í samræmi við þau pólitísku hrossakaup, sem tryggja ákveðið hlut- fall milli ákveðinna flokka. Þóég sjái ekki á- stæðu til að vantreysta þessum mönnum, þá eru þeir tæplega nógu kunn- ugir aðstæðum á lands- byggðinni, og hætt við að við heyrðum ekki frá þeim f yrr en allt er komið í óefni og beiðni kemur um verkfallsboðun, en nú liggur ekkert fyrir um slíkt. Aftur á móti hefur sjó- mannadeildin hér haldið fund, rætt kröfurnar og gefið heimild til verk- falls. Þar var einnig sam- þykkt, að beina því til Sjómannasambandsins, að benda sjómönnum á að ráða sig ekki á skip fyrr en fiskverð liggur fyrir. Ennfremur var mótmælt harðlega þeirri ákvörðun að leyfa nótaskipi,skráðu erlendis, veiðar innan landhelginnar. Aðalatriðið hér eftir sem hingað til hlýtur að vera næg atvinna þannig að allir hafi vinnu". Kreppan þegar farin að koma við fólk Hallsteinn Friðþjófsson, formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Seyðisfirði. ,,Kröfurnar eru hærra kaup, full vísitala og bæt- ur fyrir það, sem af okk- ur hefur verið haft. Fimmtíu prósent verð- bólga á árinu segir nokk- uðtil um þörfina, enda er kreppan þegar farin að koma við fólk. Það eru minni peningar í umferð en verið hefur. Auk þess hallast ég að því, að tillaga um að veita skattaafslátt vegna fisk- vinnu eigi að takast upp í samninga." Kröfurnar síst of háar Björgvin Sigurðsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélagsins Bjarma, Stokkseyri. „Það er höfuðatriði að ná aftur því, sem tekið hefur verið. Við verðum að vara harðir og ákveðn- ir í kröfum og megum ekki láta blekkjast af þeim áróðri að samning- arnir í fyrra hafi verið óraunhæf ir. Þá eru sjómannakjör- in þýðingarmikil. Kröf- urnar, sem þar eru gerð- ar eru síst of háar, enda fylgja þeim nákvæmir út- reikningar á því, hvað af sjómönnum hefur verið haft. Ég vil sérstaklega varaviðþeim blekkingar- og áróðursatriðum, sem fram koma í fréttatil- kynningum útvegsmanna um að auðveldara sé að ráða á bátana en oft áður. Það er eingöngu gert til að veikja samstöðuna. Alger varnarbarátta Jón Kjartansson for- maður Verkalýðsfélags Vestmannaeyja. „Það á að leggja á- herslu á að fá þá samn- inga, sem fengust í febrúar í fyrra raun- hæfa. Ég tel að þessi bar- átta verði alger varnar- barátta. Það gengur lík- lega nógu erfiðlega að ná aftur því, sem tapast hef- ur af síðustu samningum. En við eigum ekki að vera svartsýn á að leggja út í baráttu, og í þeirri baráttu eigum við auk þess að leggja þunga áherslu á skattfríðindi á yfirvinnu í fiskiðnaði. Skattfríðindi eru miklu raunhæfari fyrir það fólk, sem oft leggur á sig miklu meiri vinnu en það kærir sig um til að bjarga verðmætum og er svo refsað í háum sköttum." Þungur róður framundan Pétur Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestf jarða. „Það verður þungur róður að leiðrétta það óréttlæti, sem nú við- gengst. Krafan er ekki há. Að löglega gerðir samningar frá fyrra ári fái að standa, auk þess að fá bætur fyrir það tima- bil, sem af verkafólki hefur verið haft stórfé. Annars hef ur fólk orðið ótrú á samningum. Þá er hægt að eyðileggja með alls kyns stjórnaraðgerð- um eða breyta beint með lagaboði. Það vantaði ekki að fyrri stjórn var búin að plægja akurinn, enda lét sú núverandi ekki á sér standa að hag- nýta sér það." PIMM á förnum vegi Ottastu atvinnuleysi? Jón Benediktsson. bllstjóri: Ekki I vetur, og varla á næst- unni, en það getur svo sem farið svo að það verði atvinnuleysi eftir tvö ár ef svona heldur áfram. Magnús Tómasson, fyrrv. bóndi: Ég er nú atvinnulaus, og ekkert hræddur, en það er alltaf slæmt ef svo verður, en maður vonar alltaf það besta. Jón G. Jónsson: Ég veit ekki, það gæti viljað til, og það væri . slæmt.” Ingibjörg Júliusdóttir, húsmóð- ir: Já, það óttast ég og ég held að það sé þegar farið að segja til sin í ýmsum stéttum, og þvi svara ég af reynslu þar sem maðurinn minn er leigubilstjóri, og þeir finna fyrst fyrir þvi. Ólafur Sveinsson, leigubilstjóri: Er það ekki oröiö? Að minnsta kosti hjá okkur, og fer versn- andi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.