Alþýðublaðið - 09.01.1975, Side 4
Framhöld — Framhöld — Framhöld
Minningarorð 2
liðsmaður í sinu gamla og
trausta stéttarfélagi.
Það er sárt að kveðja
Brynjólf, en eigi má sköp-
um renna. Alþýðublaðið
þakkar honum langt og
gott starf og mikla tryggð,
og Alþýðuf lokkurinn þakk-
ar traust hans og stuðning.
Við vottum f jölskyldu hans
dýpstu samúð.
Benedikt Gröndal.
Alþýðublaðið hefur átt þvi láni
að fagna að hafa notið starfa
góðra og trúrra manna. Einn
þessara manna var Brynjólfur
Björnsson, prentari, sem borinn
var til grafar i gær. Brynjólfur
hóf kornungur störf hjá Alþýðu-
blaðinu og starfaði þar svo um
áratuga skeið. Er hann einn af
þremur sem lengstan starfsaldur
eiga við Alþýðublaðið, en auk
Brynjólfs eru það þau Meyvant
Hallgrimsson, prentari, og Ingi-
björg Sigurðardóttir.
Brynjólfur var traustur og góð-
ur starfsmaður og mikill Alþýðu-
blaðsmaður. Alþýðublaðið á hon-
um margt gott upp að inna. Hann
var trúr og skyldurækinn og bar
jafnan hag blaðsins og jafnaðar-
stefnunnar fyrir brjósti.
Nú er Brynjólfur kvaddur.
Alþýðublaðið og samstarfsfólk
hans þar þakkar honum góða við-
kynningu og gott samstarf. Fyrir
hönd blaðsins og samstarfs-
manna Brynjólfs þar, votta ég
konu hans, börnum og öðrum
ættingjum samúðarkveðjur.
Erlendis frá 5
Áhyggjur Fulbrights snúast nú
um verðbólguna, sem hann telur
versta fjandmann lýðræðisþjóð-
anna. Margir, þ.á m. Kissinger,
virðast telja, að Bandarikin eigi
jafnvel að gripa til vopna til þess
að tryggja sér næga oliu frá oliu-
framleiðslurikjunum. Fulbright
hefur á ferli sinum fylgst ineð
mörgum áþekkum ævintýrum
stjórnar sinnar og er alveg á önd-
verðum meiði við slik sjónarmið.
Hann fullyrðir, að ef Bandarikin
flæki sér i slikar aðgerðir, þá
muni það hafa alvarlegt áfall I för
með sér. Fulbright telur, að sá
vandi, sem Bandarikin eiga nú
við að etja, eigi upptök sin i Viet-
namstriðinu. „Vietnamstriðið
var upphafið að þvi, að Bandarik-
in tóku að glata áliti og stuðningi
umheimsins”, segir hann.
„Rikisstjórnin einblindi auk þess
á þetta strið þegar hún átti þvert
á móti að beina kröftum sinum að
þvi að leysa þá efnahagserfið-
leika, sem við blöstu.”
Ford forseti bauð Fulbright
stöðu ambassadors i London. Það
boð hæfði hvorki fjárhag hans né
skaplyndi. Hinn 69 ára gamli upp-
gjafastjórnmálamaður hefur enn
ekki tekið ákvörðun um, hvað
hann hyggst gera i framtiðinni.
Stjórnmál 2
að leggjast á bæn eftir at-
burðinn og önnur slik um-
mæli er að finna i fréttinni. t
lok fréttarinnar er hún svo
auðkennd sem frétt frá Reut-
er-fréttastofunni, en Þjóð-
viljinn kaupir fréttaþjónustu
af þeirri fréttastofu.
Nú myndi engum frétta-
manni Reuters detta það i
lifandi hug að ræða um
„hyski Thieus” i fréttum,
sem siðan eru sendar út um
heim — m.a. til Þjóðviljans,
— jafnvel þótt hann væri
sjálfur þeirrar skoðunar, að
um „hyski” væri að ræða.
Reuter skrifar ekkert frekar
um „hyski” Thieus en frétta-
stofan myndi birta fregnir
um „lýð” Brésnefs, „rusl”
Kastrós eða „skepnur”
Maos. Og það, sem meira
væri. Ef yfirmenn fréttastof-
unnar kæmust að þvi, að
viðskiptavinir þeirra — blöð
eða aðrir fjölmiðlar — um-
skrifuðu fréttir með þessum
hætti og auðkenndu þær svo
með nafni fréttastofunnar,
þá myndu þeir umsvifalaust
óska eftir þvi, að frekari við-
skiptum yrði slitið.
Það er hægt að skrifa blöð,
sem lita fyrst og fremst á
það sem hlutverk sitt að vera
málgögn ákveðinna stjórn-
málaflokka, með ýmsum
hætti. En sá háttur, sem
Þjóðviljinn hefur á frétta-
skrifum sinum og hér hefur
verið lýst, hefur löngu verið
afsagður af öllum blöðum og
öllum blaðamönnum, sem
hafa snefil af sjálfsvirðingu
til að bera. Svona voru blöð
skrifuð fyrir 40 árum, en
svona eru blöð ekki skrifuð
lengur og svona skrif stinga i
augu — hvaða skoðanir, sem
menn kunna að hafa á þeim
málum, sem verið er að
fjalla um. SB
— SB.
AAálverkasalan
HÆTTIR
Allt á að seljast, komið og gerið góð kaup.
Höfum mörg frumverk eftir: Kjarval, Jón
Egilberts, Höskuld Björnsson, Eyjólf J.
Eyfells, Sigurð Kristjánsson, Veturliða og
fleiri þekkta listamenn.
Einnig eftirprentanir, töluvert af gömlum
bókum o. fl.
Opið kl. 2-6 virka daga, ekki laugardaga.
Málverkasalan Týsgötu 3.
Simi 17602.
Vinningsnúmerin
i happdrætti Styrktarféiags vangefinna
R 48155 Chevrolet Nova
R 44931 Toyota Corona
R 30015 Mazda 616
1 281 Renault 12
G 8006 Austin Mini
VINNINGSNÚMERIB
ER 14179
umsumMni UÞlwrtmiKSMs
—— ——■■■ I ——»
Vatnsveita Reykjavíkur
óskar að ráða deildarverkfræðing til
starfa. Æskilegt er að verkfræðingurinn
hafi sérhæft sig i rekstri og uppbyggingu
vatnsveitukerfa, en þó er það eigi nauð-
synlegt. Einnig kemur til málaað ráða
verkfræðing með staðgóða reynsiu i
rekstri og skipulagningu fyrirtækja.
Umsóknum sé skilað til Vatnsveitu
Reykjavikur, Skúlatúni 2, fyrir 1. febr.
n.k.
Vatnsveitustjóri.
jAuglýsið í Alþýðublaðinu:
: Sími 28660 og 149Q6 \
Orðsending frá
Hitaveitu Reykjavíkur
til pípulagninga-
meistara
Vegna mikilla anna við tengingar húsa
eru pípulagningameistarar minntir á, að
tilkynna með m.k. 2ja daga fyrirvara um
þau hús, sem þeir þurfa að fá tengd við
veituna.
Sérstaklega er áriðandi að tilkynnt sé i
tíma þegar frost er, til þess að forðast
skemmdir á hitakerfum og óþægindi ibúa
húsanna.
Hitaveita Reykjavikur.
[ Alþýðublaðið á hvert heimili ]
Dei Idarh júkrunar kona
Staöa deildarhjúkrunarkonu við Lyflækningadeild
Borgarspitalans er laus til umsóknar.
Staðan veitist frá 1. febrúar 1975.
Upplýsingar um stöðuna eru veittar á skrifstofu for-
stöðukonu Borgarspitalans.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf
sendist til stjórnar sjúkrastofnana Reykjavikurborgar
Borgarspitalanum fyrir 15. janúar n.k.
Reykjavik, 8. janúar 1975.
Stjórn sjúkrastofnana
Reykjavikurborgar.
o
Fimmtudagur 9. janúar 1975.