Alþýðublaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.01.1975, Blaðsíða 7
t öðru lagi, hinir bilarnir, sem sáust nálægt morðstað: Þrjú vitni hafa sagt lögreglunni, að aðfara- nótt árö.janúar hafi þau séð Jagú- ar af E-gerð eltan af Jagúar af gerðinni Mark X, sem ók mjög hratt. Þetta gerðist milli 11:30 og 11:50 fyrir miðnætti. Járnsmiðurinn James Golden var að hjóla heim eftir braut A182, þegar Jagúar-bilarnir báðir óku fram úr honum. t þriðja lagi: Hvað kom fyrir Jagúar-Mark X eftir áreksturinn: Tom Leak fékk aldrei að sjá bil- inn fyrr en kl. 5:15 f.h., en þá hafði vatn runnið inn i vélina, en bóndi i nágrenninu sagði lögregl- unni, að hann hefði séð bilinn skil- inn eftir kl. 12:35. Margir hföðu ætið veitt bilnum éftirtekt, en enginn þó gægst inn i hann eins og Leak. Dómurinn yfir Luvaglio og Stafford byggist á þvi, að þeir hafi farið frá Peterlee um kl. 23:00 fyrir miðnætti morðdaginn og hitt Sibbett á leið hans til Suð- ur-Hettons. Þá hafi annar Jagúarinn heml- að snögglega og hinn billinn rek- istaftan á hann. Lögreglan telur, að Sibbett hafi verið skotinn til bana þar, þvi að þar fundust flest ummerki um lát hans, s.s. gler- flisar og tóm skothylki. Þá var hann dreginn deyjandi úr fram sætinu og settur i aftursætið. Stafford ók einum bilnum og Luvaglio hinum á ofsahraða á brott, en þeir beygðu þó inn á þverveg — á þverveginn þar, sem dralsið fannst. Þá námu bilarnir staðar, senni- lega til að ökumennirnir gætu rætt saman og héldu siðan áfram til suðurhluta Hettons. Eftir það héldu þeir áfram allar götur til að losa sig við lik, en Mark X Jagúarinn stöðvaðist og Stafford og Luvaglio snéru til norðurs og komu á The Bird Club kl. 12:30. Lögreglan hefur aldrei fengið fastákveðið, hvenær þeir félagar komu i klúbbinn. En — litum nú á veikleika ákærunnar: Fyrst: Lögreglu- og hermanna- leit eftir morðvopninu, var ár- angurslaus. Annað: Ástæðan var engin. Sibbet lifði góðu lifi, þó að hann teldi aðeins fram hundrað ensk pund vikulega. Hann sá um inn- komu „spilakassanna” i öllum klúbbum norð-austur London og ekkert bendir til þess, að hann hafi brugðist trausti yfirmanna sinna. Landa var ekki sakaður um morð hans, þvi að hann var á Mallorca þá, en gátu Stafford eða Luvaglio grætt eitthvað á þvi? Þriðja: Ekkert vitni hefur þekkt ákærðu sem þá menn, sem voru nálægt afbrotsstað. Fjórða: Föt hins myrta voru blóðistokkin og vætt leðju og grasi. Ákærðu eru sakaðir um að draga likið úr eigin bil hans og setja inn i baksætiö. Oll föt þeirra voru rannsökuð með smásjá eins og allt i Jagúar E, en ekkert fannst, sem gæti bent til þess, að þeir — eða billinn — hefði ein- hvern veginn komist i snertingu við lik Sibbets. Það fannst ekkert á mönnunum né Sibbet. Fimmta: Vitnisburður um dauðastund er ófullnægjandi. Lögreglan segir, að hafi verið farið frá Suður-Hettons til Bird Cage klúbbsins á grænum ljósum alla leið, taki það 37 1/4 úr minútu — og þá eru ekki reiknaðar með þær fjórar minútur, sem tók að myrða manninn og fimm til að tala saman. Þá ætti Sibbet að hafa látist ekki siðar en kl. 11:50, en lög- reglulæknirinn segir, að hann hafi dáið milli miðnættis og kl. 4:00. Dr. Ennis breytti þó um skoðun við yfirheyrslu og sagði, að morð- ið hefði verið framið milli 11:00 fyrir miðnætti og 2:00 eftir. Yfirvöld i Peterlee urðu að velta þessum málum fyrir sér og kviðdómurinn var i tvær klukku- stundir og tuttugu minútur að taka eftirfarandi ákvörðun: „Við teljum ákærða báða seka”. Joe Stafford heimsótti Dennis, son sinn, i Newcastle-fangelsi skömmu fyrir 7. mars 1967. Fað- irinn var mjög leiður. „Hvers vegna hefurðu áhyggjur?” spurði sonur hans. Ekki var ég þar. Ég slepp héðan. Það er ekki hægt að refsa okkur!” Stafford bað son sinn um að reyna að fá málaflutning fluttan til York eða Leeds — eitthvað annað en láta taka málið fyrir i Newcastle, en þar voru málin mjög blandin umræðum og blaða- skrifum, en Dennis mátti ekki heyra á það minnst: „Ég ætla ekki að biða i þrjár vikur i Leeds,” sagði hann. „Nú biður hann alla ævi!” segir faðir hans sorgmæddur. 1 ræðu sinni sem saksóknari sagði Henry Scott (nú dómari) þessi fleygu orð: „Sibbet var tal inn óæskilegur i lifanda lifi og þvi var hann myrtur”. Réttarhöldin stóðu i niu daga og sifellt virtist sök mannanna meiri, en eitt vatnaði þó. Tilgang- ur virtist enginn og lögð var áhersla á vináttu Luvaglios og Sibbets. Það er ekki verjanda að koma með tilgátur um hugsanlegan morðingja, heldur sækjandans að sanna, hver hafi framið morðið. Þetta sýnir framkoma hinna reyndu málaflutningsmanna, sem vörðu Stafford og Luvaglio, en hegðun þeirra tveggja fyrir rétti var þeim ekki i hag. Þeir voru of rólegir, of kampakátir, þegar tekið er tillit til þess, að kunningi þeirra var látinn. O’Connor dómari hafði greini- lega áhyggjur af þvi að ekkert benti til þess, að ákærðu hefðu haft tilgang með morðinu. Hann lagði þá spurningu fyrir kviðdóm- endur, hvort samskipti Luvaglis og Sibbets hefðu ekki breytst til hins verra. 15. mars 1967 valdi hann þessi orð: „Allir menn vita, að til eru falskir og sannir vinir. 1 dag er einmitt sá dagur, sem Julius Caesar sagði: „Og þú líka, sonur minn Brútus!” Sjötiu og fimm árum siðar var meiri maður en Caesar svikinn með kossi. Þið hafið séð Michael Luvaglio og hlustað á framburð hans. Er hann góður leikari? Er hann sannur vinur eða ekki?”. Kviðdómarar komust að þeirri niðurstöðu, að báðir mennirnir væru sekir. „Ég er saklaus, herra,” sagði Luvaglio áður en hann var dæmd- ur til lifstiðarfangelsis. „Saklaus, herra,” sagði Stafford. Rúmu ári siðar hafnaði einhver reyndasti glæpasérfræðingur Breta, Edmund Davies, hæsta- réttardómi, bón hinna dæmdu um að mál þeirra yrði tekið fyrir hæstarétt. „Kviðdómendur kom ust að þeirri einu niðurstöðu, sem möguleg var,” sagði hann. „Glæsileg frammistaða lögreglu og annarra gerði það að verkum, að þeir voru dæmdir sekir og fyrir það ber að hrósa öllum þeim, sem að rannsókn málsins stóðu.” En fjórum árum siðar — eftir óteljandi blaðagreinar, tvær sjón- varpsmyndir og a.m.k. eina bók — tókst lögfræðingum dæmdu mannanna að fá dómsmálaráð- herra til að óska eftir nýjum málaflutningi. Þetta verk var mjög erfitt og nú var i fyrsta skipti i réttarfarssögu Bretlands skipaður sérstakur hæstaréttardómari, Croom John- son, til að vera viðstaddur allar vitnaleiðslur. Widgery lávarður og félagar hans tveir áttu einnig að hlýða á vörn verjanda og kalla fyrir þau vitni, sem þeim þætti þörf á að endurnýjuðu framburð sinn. Croom Johnson yfirheyrði 63 vitni á 13dögum nóvember 1972. 1 janúar 1973 yfirheyrði hæstiréttur fimm vitni. Luvaglio og Stafford voru viðstaddir yfirheyrslurnar allar. En hver varð svo árangurinn? Réttarlæknar, sem aldrei höfðu séð lik Sibbets, efuðust um orð dr. Ennis, hvað viðkom dauðastund hans. Undarlegir blóðblettir fundust i Mark X bilnum, sem bentu til þess, að þar hefði einhver annar verið á ferð, en mennirnir tveir og Sibbet, þvi að blóðið reyndist af allt öðrum blóðflokki, en þeir voru i. Blóðblettir fundust hins vegar i simaklefa i Suður-Hetton, sem voru af sama blóðflokki og Sibbet var i, en þetta hafði einnig komið fram fyrir dómstól i New- castle og hvers vegna skyldi hæstiréttur taka meira tillit til þessa framburðar en gert var þar? 'Eitt var það þó, sem athyglis- vert rcyndist: Rúmlega þrjátiu þorpsbúar i Suður-Hetton, yfir- leitt námuverkamenn, sem unnu á næturvakt báru það — og þar af voru niu ákveðnir i framburði sinum — að þeir hafi hvorki séð skemmdir á Mark X bilnum né lik ihonum aðfaranótt5. janúar 1967. Widgery lávarður sagði: „Það aðgætti enginn, hvort lik lægi á gólfinu, þvi að flestir bjuggust við að sjá drukkinn eða slasaðan mann i framsætinu og þvi er ekki að furða, þó að enginn hafi séð likið i biínum.” Hins vegar voru myndir lagðar fyrir dómara og á þeim sést, að likið lá ekki „á gólfinu”. Likið var i framsætinu, en fyrir neðan gluggann. Hvernig stóð á þvi, að þorpsbú- ar tóku ekki eftir skemmdum á framhlið bilsins? Widgery lá- varður sagði, að skemmdirnar væru slikar, að það væri óskiljan- legt ... eða að minnsta kosti mjög einkennilegt.... þó ekki óhugsandi. Hæstiréttur kvað upp þann úr- skurð, að ákærðu væru sekir. 1 október 1973 neitaði Lávarða- deildin sakborningum um nýjan málaflutning og Diplock lávarður sagði: „12 kviðdómendur, 6 hæstaréttardómarar og við allir i lávarðadeildinni efumst ekki um sekt hinna ákærðu.” Þannig standa málin. Hvað gerist næst? Alex Howie, sem var einn fimm vitna, sem kvödd voru fyrir hæstarétt er vörubilstjóri, sem gekk undir járnbrautar- brúna kl. 2:25 aðfaranótt janúar- morgunsins umrædda til að.sækja bílinn, sem hann hafði lagt hand- an hennar. Howie veit, að dómstólar álita, að Jagúarinn hafi verið stór- skemmdur og likið legið i honum þá, en hann er dómurunum ósam- mála. „Það var alls ekkert lik i biln- um,” segir hann. „Ég veit það með vissu. Billinn var lika ó- skemmdur. Ég hef ekið bil i þrjátiu ár og hef áhuga á bilum. Ég hefði tekið eftir þvi, ef fram- ljósin hefðu verið ónýt. Ég hefði ekki sagt við félaga mina eins og ég gerði þá — Spánýr Mark X — áreiöanlega bensinlaus.” „Ég leit inn i bilinn og ég hefði séð mann, ef hann hefði legið þar. Ég sagði það þá og ég segi það nú.” Áhersla var lögð á það við Howie, að Edmund Davies yfir- dómari, Widgery lávarður og Dil- horne lávarður auk allra lávarða- deildarinnar teldu, að likið hefði legið i bilnum á þessari stundu. „Það veit ég ekkert um,” svar- aði Howie. „Ég veit aðeins, hvað ég sá — eða réttara sagt, hvað ég sá ekki! Ég get ekki borið neitt annað frekar en hin vitnin.” Sé tekið mark á vitnaframburði er getgátum lögreglunnar koll- varpað með öllu hvað viðkemur áreksturinn og þar með er dóm- urinn yfir Stafford og Luvaglio ónýtur. Það hefur aldrei verið staðfest, að Stafford og Luvaglio hafi kom- ið inn i Bird Cage-klúbbinn kl. 12:30, en þvi hefur hins vegar aldrei verið mótmælt, þeir hefðu ekki getað flækst i morðmálið, ef enginn dauður maður var i Mark X bilnum kl. 2:25 að nóttu og bif- reiðin óskemmd með öllu. Þvi er þó ekki hægt að neita, að allt bendir til þess, að Mark X og E hafi lent i árekstri. Það gætu verið svik i tafli og E- bíllinn (Jagúar) færður úr stað eftir að Stafford hafði lagt honum fyrir utan klúbbinn i Newcastle og einhver annar ekið honum — maðurinn, sem myrti Sibbet. En timamörkin, sem Stafford og Luvaglio gefa upp gera óhugs- andi, að þriðji maðurinn hafi ver- ið i spilinu. Þeir segjast hafa skilið bilinn óskemmdan eftir fyrir utan Bird Cage-klúbbinn kl. 12:30. Stafford segist hafa séð skemmdirnar, þegar hann fór út til að ná i toll- frjálsu sigaretturnar kl. 1:45. 1 klukkústund og 15 minútur hefðu ekki nægt til að óþekktur morð- ingi gæti stolið bilnum, ekið hon- um til Suður - Hetton, lent i árekstri við Mark X — og komist aftur til Newcastle. Einn mann hefði átt að kalla sem vitni, þó að hann væri ekki i Englandi, þegar morðið var framið og hefði þvi góða fjarvist- arsönnun. Sá maður er Vince Landa. Joe Stafford og kona hans — foreldrar Dennis Staffords — bjuggu i húsi Landas á Mallorca eftir að sonur hans og Luvaglio komu til Englands 3. janúar 1967. Stafford og Landa voru þar ein- ir, þegar hann fékk skeyti frá Newcastle. „Ég var búinn að neita einu glasi,” segir Stafford,” en Landa las skeytið og sagði: „Fáðu þér i glas. Nú fékk ég góð- ar fréttir!” í skeytinu stóð, að Angus Sibbet væri dáinn. Þvi miður hefur Landa verið á flótta undan lögreglunni frá þvi i ágúst 1967. Félagiö, sem hann var forstjóri fyrir varð gjaldþrota og Landa hvarf af landi brott. Mars Jones dómari kallar Landa „erki- bófa” og sagðist vona, að hann ætti eftir að standa fyrir dómstól- um, en Landa finnst hvergi þrátt fyrir leit Interpol. Þó aö Vince Landa hafi verið ánægður með lát Angusar Sibbets er ekki þar með sagt, að hann hafi átt aðild að morði hans, né heldur, að hann sé sekur, en Stafford og Luvaglio saklausir. En þetta er þó einn hluti þessa dularfulla máls, sem sifellt hlýtur að gera manni órótt, ef hugsað er um það. Fimmtudagur 9. jartúar 1975

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.