Alþýðublaðið - 09.01.1975, Qupperneq 12
alþýðu
mum
Bókhaldsaðstoó
með tékka-
færslum
BÚNAÐAR
BANKINN
KÓPAVOGS APÓTEK
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 12
SENDIBIL ASTOÐIN Hf
iÓLASÚLIN KOSTABI 100 MILUOMIR
Telja má fullvist, að þeir íslendingar sem fóru
erlendis i desember mánuði, eða tóku sér svo
kallað vetrarfri, hafi eitt um 100 miiljónum
króna i gjaldeyri. Samkvæmt þeim upplýsing-
um sem Alþýðublaðið hefur aflað sér hjá ferða-
skrifstofum borgarinnar, þá hafa ekki færri en
um 2500 manns tekið sig til og eytt jólafriinu
erlendis. Meirihlutinn mun hafa kosið að flat-
maga á sólarströndum Kanarieyjanna og
Spánar, en einnig fór talsverður fjöldi til ann-
arra landa.
Vinsældir jólaferða
aukast stöðugt.
Mikið hefur undanfarið
verið falað um yfirvof-
andi heimskreppu, og
helstu ráðamenn þjóðar-
innar hafa margoft lýst
því yfir að undanförnu,
að við verðum að herða
sultarólarnar, búa okkur
undir yf irvofandi kreppu,
og að viðskiptajöfnuöur
okkar við útlönd sé mjög
óhagstæður. Alþýðublað-
inu fannst því fróðlegt að
athuga hvort ekki hefði
dregið stórlega úr ferðum
manna erlendis, úr því að
ástandið var orðið svona
slæmt. En útkoman varð
önnur en búast hefði mátt
við. Það kom í Ijós við
þessa athugun, að fjöldi
ferðamanna sem fór er-
lendis í desembermánuði
1974, er að minnsta kosti
jafn mikill og í sama
mánuði 1973, ef ekki tölu-
vert meiri. Kreppan, og
tilmæli ráðamanna þess
efnis að við ættum að
leggja hart að okkur við
aðspara, virðast þvi ekki
vera farin að hafa nein
áhrif enn, að minnsta
kosti ekki á útgjöld fólks
til ferðalaga.
Þannig fóru þessi 2500
manns með um 50
milljónir í löglegum
gjaldeyri í eyðslu erlend-
is. Við þessar 50 milljónir
má síðan bæta við öðrum
50 millj. sem inn í falla
dvalarkostnaður erlendis
greiddur af ferðaskrif-
stofunum í beinhörðum
gjaldeyri. Dvalarkostn-
aður er m.a. hótelkostn-
aður, matur og ferðalög.
Hann er um 40% af því
sem ferðin kostar, og ef
ferðin kostar milli 40—50
þúsund krónur, þá gerir
það um 20 þúsund krónur
á ferðamann. Inn í 50
milljónirnar fellur einnig
kostnaður við eidsneytis-
töku flugvéla erlendis
sem er greiddur í gjald-
eyri, og leyfileg notkun
íslenskra peninga til
kaupa í fríhöfninni, sem
er 1500 kr. á hvern ferð-
amann, en því er öllu
skipt í gjaldeyri. Þetta
eru því samtals um 100
milljónir króna, sem
þetta kostar okkur í
gjaldeyri. Það er því ekki
aðsjá, að hiðslæma efna-
hagsástand sem hér rikir
sé farið að bitna mjög
mikið á landanum.
Margir sækja
í snjóinn . . .
Af þessum fjölda fóru
um 360 á vegum ferða-
skrifstofunnar Sunnu og
flugfélagsins Air Viking,
en langflestir þeirra sem
fóru í jólasólina fóru á
vegum Flugleiða og
ýmissa ferðaskrifstofa
til Kanaríeyja, en
Kanaríeyjar virðast vera
vinsælastar um þetta
leyti árs. Þó mun einnig
töluverður fjöldi hafa
farið á skíði í Austurríki
og öðrum stöðum þar
sem sól og snjór er næg-
ur.
FIMM á förnum vegi
"1 1 1 ................... f' *
Langar þig ekki í vetrarfrí til sólarlanda?
Sigurbjörn Björnsson:
„Ég er aö fara þann sextánda
suöur á ströndina á Kanari.
Vona aö þar veröi gott veöur, ég
fór i fyrra i fimm vikur, og þá
var alltaf sólskin”.
Siguröur Helgason, forstjóri:
„Nei, ég er ekkert mikiö fyrir aö
fara þangaö, kann betur viö
kuldann hér heima.”
Aöalbjörg Asgeirsdóttir, hús-
móöir:
„Nei, mér likar betur svalinn
hér heima”.
Aöalsteinn Eiriksson, kennari:
„Nei, mig mundi aldrei langa til
aö fara til sólarlanda yfirleitt,
mundi frekar fara til útlanda til
þess að skoöa markveröa staði,
en ekki flatmaga i sólinni”.
Heiöar Ragnarsson, matsveinn:
„Nei, ég held ekki neitt frekar.
Ágætt aö vera á fslandi, þaö er
besta land i heimi”.