Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 2

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 2
STIÖRNMAL Hvað sagði hver við hvern? Afskipti sjávarútvegs- ráðuneytisins af rækjustrið- inu á Húnaflóa taka á sig stöðugt skoplegri myndir. Nú er ráöuneytið komið i hár saman við sýslumann þeirra Húnvetninga þar eð ráðu- neytið telur, aö hann hafi ekki gefið nógu greinargóða skýrslu um málið. Sýslu- maður segist hafa skýrt ráðuneytinu frá þvi, sem það hafi beðið um, en ráðuneytið er á öðru máli og segir, að sýslumaður hafi m.a. van- rækt að taka fram i skýrslu sinni hvað einhver sagði við einhvern i sima. Það er þvi ekki með öllu vandalaust að vera sýslu- maður Húnvetninga. Nú er til þess ætlast, að ofan á embættisstörfin gefi hann skýrslur um hvert Húnvetn- ingar hringi, við hverja þeir tali og hvað sagt sé. Sjálfsagt biður ráðuneytið sýslumann- inn næst um að kikja ofan i potta húsmæðra við Húna-‘ flóa til þess að gá, hvort vera kynni, að röng rækja hafi slæðst ofan i rangan pott. Hér áður og fyrrmeir stóðu sýslumenn Húnvetninga oft i ströngu, eins og sögur herma. En sjálfsagt hafa þeir gömlu sýslumenn aldrei þurft að verða þátttakendur i jafnskoplegum málatilbún- aði og Húnaflóabardagi hinn nýi virðist ætla að verða. Spurning hvort ekki sé að opnast þar norðurfrá vett- vangur fyrir „pipulagninga- mennina" hans Nixons, en svo voru þeir kallaðir, sem stunduðu laumulegar rann- sóknir á hugrenningum og simtölum manna i Water- gate-byggingunni frægu. Samningaviöræöur hafnar. Nú eru að hefjast samn- ingafundir vinnuveitenda og launþega innan ASf. Samn- ingafundir sjómanna og út- vegsmanna eru þegar hafnir og i dag verður haldinn fyrsti samningafundur fulltrúa at- vinnurekenda og landverka- fólks. Verkalýðshreyfingin fer að þessu sinni ekki fram á við- bótarhækkanir heldur fyrst og fremst að fá aftur til baka það, sem af launþegum hefur verið haft með aðgerðum rikisstjórnarinnar. Hún hef- ur með lögum rofið samn- inga þá, sem geröir hafa ver- ið á hinum Irjálsá vinnu- markaöi og krafa verkalýðs- hrevfingarinnar er sú, að ákvæði síðustu kjarasamn- inga verði fullgilt aö nýju. Stjórnarblöðin hafa miklar áhyggjur af þvi, að til átaka kunni að koma á vinnumark- aðinum og hafa nú þegar lát- ið i það skina, að ef svo fari sé það sök óábyrgrar verka- lýðsforystu. En fari svo er verkafólkið ekki sökudólgur- inn. Það fer ekki fram á ann- að en samningsbundin rétt- indi sin. Komi til átaka er sökudólgurinn rikisstjórnin sjálf, sem þráfaldlega hefur ögrað launþegum og stéttar- félögum þeirra með ráðstöf- unum á ráðstafanir ofan, er allar eiga það sammerkt að hafa af launþegum samn ingsbundin réttindi þeirra. SB r/- Handrit Þórbergs í Landsbókasafnið Frú AAargrét Jónsdótt- ir, ekkja Þórbergs Þórðarsoriar, rithöfund- ar, hefur fært Lands- bókasafninu að gjöf mik- ið safn handrita eigin- manns síns. Áður höfðu hjónin fært safninu ýmis merk handrit Þorbergs til varðveislu. Af verkum Þórbergs í eiginhandarriti, sem nú eru þannig komin í Landsbókasaf nið, má nefna m.a.: íslenskan aðal, I Unuhúsi, Rökkur- óperuna, Sálminn um blómið, Steinarnir tala og Ævisögu sr. Árna Þór- arinssonar. Þá eru dag- bækur Þórbergs Þórðar- sonar og safn bréfa, er honum hafa borist, nú í Landsbókasafninu. Þórbergur Þórðarson var sem kunnugt er lista- skrifari, svo að handrit hans mörg eru mjög fög- ur og vönduð að öllum f rágangi. , i&tstvx tA.tr t Ow vxaAa'T **-<' '***'*" i* <'w^' ** tU C/fCKttr ;«Aw'»»•»<• <••<••« (■&.**$ C <Mx '/f C/t/TiWyw» Ci>j<3 X X/Xt, v* t-x .v> l<t'<A, /í/f í^ dí.-vt ■ 'i iAstsf Jþvt tvofr<x <.VCx'Lt<*rfodL 'i/xv-xA, h. tW £</ f * < - yijvt-o, xsr?t.-c p<i ktMi-*-%***r J >1 < f < <-( r <Sty C'f\i» it ^H-ÍCcC '**■' * 4 > « V\4 • ■ ■'< < * x ■ k »“■•• t f tii ■"« ; Vt it pc-\* (X.x .:> ftvi >JC AÍVU mf ».i <‘t u * <X (-< : & ,(J Ufytijtsf 'f'Ci.x. C'Si tA.fi* ct c* C :>«.<• > (.4.1 *.<! V* »1 ÍH4' (ýCiUtvt, • öív.t .iUK* <-< ,t *, U t i\ V' C í t v» \ * ,. ti 1», »t,*+.dr, -I ! ■í’<; <4- *•? Ox* ixh \St-V t>UÝÍ't\ w ti'CXsS’vÍ'f t't'i** t ^«'//«■* ♦« VZ-CU /'l H\«L<,«^ i\, me. c t'< Ct ■,q, .\ a t { V: 4Ca < t’H d, »- t «v ;<<«;: t i"C<\ <sc* & l \\X t . 1 "'i’ • uU futfa £<*****, <* A« ■; i- ' x; «’t ■úi' ’ ■"* *** Ct MXU i t* 'ý* < x- í< t\ a r 'kí*}) .... it /f>.. 'ftfylC %■■ U <<3CA-r S U.S.uun < > ‘ X 'lh íiq Ct> ‘ « » * X iU’ vXcV fdtXd t *:<« 1\ ( i ■ / « ., f ’, r. 114-4 t /jf t*J c-uy ^íV*v»t ttx-c* £Wvi<(vt IV v ff t.x tiy* * ‘r< \ ** i ' t t' t ru t>* u4o i u\ % ó Sýning á íslenskum minnispeningum A morgun, laugardaginn 11. janúar heldur Otto Christensen frá Danmörku fyrirlestur í Nor- ræna húsinu um Islenska minn- ispeninga úr safni sinu. Otto Christensen er sextugur að aldri. Hann hefir lengi safnað mynt og minnispeningum. Til að byrja með safnaði hann mynt og minnispeningum frá heima- landi sinu, Danmörku. Hann kom fyrst til Islands 1947 og hef- ir komið hingað á hverju ári undanfarin 10 ár til lengri eöa skemmri dvalar. Otto Christen- sen á afar gott safn af islenskum minnispeningum, en undanfarin ár hefir hann eingöngu helgað sig söfnun ámunum frá tslandi. Hann er einna þekktastur þó meöal islenskra safnara sem sá er fyrstur hóf að safna merkjum af islenskum einkennisbúning- um. A Otto Christensen nú orðið ágætt slíkt safn Otto Christensen var einn af stofn- endum Myntsafnarafélags ts- lands fyrir 5 árum. Otto Christensen hefir ávallt sagt að hann safni eingöngu vegna ánægjunnar af að safna. Allt hans safn á að verða hér á ts- landi eftir hans dag að þvi er hann segir. Vegna hinnar sér- stæðu söfnunar hefir stjórn Myntsafnarafélags Islands, i samvinnu við Norræna húsið, farið þess á leit við Otto Christensen að hann flytji fyrir- lestur um söfnun sina og sýni safn sitt. Fyrirlestur þessi verð- ur I Norræna húsinu laugardag- inn II. janúar og hefst kiukkan 14.30: !.Að fyrirlestrinum lokn- um mun fyrirlesarinn svara fyrirspurnum, en að sjálfsögðu er öllum heimill aðgangur, og að fyrirlestri loknum verða til sýnis minnispeningar og merki úr safninu. Má ganga inn um bókasafnið. Menningar- og fræðslusamband alþýðu Félagsmálaskóli alþýðu tekur til starfa 16. febrúar n.k. i Ölfusborgum. Skólinn starfar i 2 vikur, frá 16. feb.—2. marz. Námsstarfiö fer fram i fyrirlestrum, hópstarfi, umræðum og verklegum æfingum og stendur flesta daga frá kl. 9.00—17.30. Auk þess verða listkynningar og umræður um menningarmál. Skólavist er ætluð meölimum verkalýðsfélaganna og geta nemendur orðið 18 alls að þessu sinni. Námsstjóri verður Bolli B. Thoroddsen. Umsjónarmaður Tryggvi Benediktsson. Umsókn um skólavist þarf að berast skrifstofu MFA fyrir 25. janúar n.k. Allar nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu MFA, Lauga- vegi 18 VI. hæö simi 26425. í hreinskilni sagt eftir Odd A. Sigurjónsson Hugtakarugl II. Eitt af megineinkennum is- lenzkrar tungu er markvlsi i túlkun og tjáningu. Okkur er tamt, að skilja það, sem mælt er eða ritað eftir orð- anna hljóðan. Markvisin birtisti óteljandimyndum og hefur gert frá upphafi. Það þarf ekki lengra að leita en til eldfornra nafngifta til þess að sjá hvernig hug- kvæmni forfeöra okkar birt- ist, t.d. I örnefnum og marg- háttuðum, öðrum greinum. Þetta er augljós styrkleiki, ef að réttu fer. En þessi styrkur kann lfka að geta átt sínar veiku hlið- ar, þegar tekið er til að breyta eða rugla inntaki orð- anna. Einmitt vegna þess, að viö erum uppalin við ljósa tjáning, erum við máske berari en hófi gegnir fyrir þvi að ruglast óviljandi á fölskum nafngiftum, sem við ósjálfrátt tökum of hátið- lega. Þannig er oft alltof auð- velt, að vefja héðin að höfði almenningi.ef slungnir áróð- ursmenn og óhlutvandir not- færa sér ofannefndan veik- leika. Hér eiga ýmsir högg i garði, sem annaðhvort vis- vitandi eða meira og minna ómeðvitað vinna að allskon- ar hugtakarugli. Islenzkir kommúnistar eru sennilega öðrum áróðurs- mönnum gleggri á þessa hluti og verður oft furðulega vel ágengt. Þannig hefur frá þvi i siðustu heimsstyrjöld verið háttur þeirra að kenna ýmis leppriki kommúnista austan tjalds við alþýðu, al- þýöulýðveldi heita þau á þeirra máli og gengur þessi blekking svo langt, að fjöl- miðlar hafa gengið hér á mála, sennilega allteins ómeðvitað. Þetta er einkar lúmskur áróöur. Hér er verið að grunnfesta þá hugmynd I hugskoti almennings, að þessi riki séu um stjórn og starfshætti öörum fremri I þvi aö alþýða manna hafi þar tögl og hagldir. Nú ætti þaö svo að vera, að almenningur léti ekki eins auðveldlega blekkjast eins og raun er á, ef menn stöldruðu litillega við. Tökum sem dæmi ,,A1- þýðulýðveldið” Þýzkaland. Hverjum skyldi nú annars detta i hug, að ýmsar aðfar- ir, sem þar hafa verið iðkað- ar, séu runnar undan rifjum alþýöu manna? Skyldi það hafa veriö vegna harðrar baráttu almennings að Ul- brict lét tilleiðast að setja upp Berlinarmúrinn á sinum tima? Já, ætli það ekki! Þegar betur er að gáð, kemur lika I ljós, að nafngift- in er einkum bundin við þau riki, sem flötust eru undir járnhæl Rússa, og hafa minnsta tilburði sýnt til að rifa sig frá ofurveldi þeirra. Hér er þó Kina undanskilið enda stafar nafngiftin frá þeim tima þegar ennþá var von til þess að það mann- marga riki hnýtti sér I hal- ann á Rússum. Siðan annað kom I ljós, er auðvitað örð- ugra að snúa við. Gamalt orðtak segir, að i ástum og ófriði sé allt leyfi- legt, þótt aldrei hafi það þótt sérlega burðug siðfræði. Hér er aðeins bent á litið horn af þeirri styrjöld, sem komm- únistar heyja hér á Islandi við að rugla og villa um fyrir almenningi með fösku inn- taki orðsins alþýðulýðveldi, sem gefur allt annað i skyn en raunsatt er. Eflaust er lika óhætt að trúa þvi, að hér sé samvirk ást þeirra á kenningakerfi Marx-Lenist- anna austur þar. Og þá er hringur gamla orðtaksins lokaður. —:-------------------- Hafnarfjarðar Apótek Afgreiðslutími: Virka daga kl. 9-18.30 Laugardaga kl. 10-12.30. Helgidaga kl. 11-12 Eftir lokun: Upplýsingasími 51600. ______________________ BLÓMABÚÐIN ALFHEIMUM 6 SIMI: 33978 — 82532 BL0MASKRE YTIN&fl R ÞAÐ B0RGAR SIG AÐVERZLA f KRON Durm í GlflEflBffi /ími 84300 o Föstudagur 10. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.