Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 5

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 5
alþýðu| Útgefandi: Blað hf. ^dstiórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) M1 r> L11111 Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir Aðsetur ritstjórnar: Skipholti 19. simi 28800 Auglýsingar: Hverfisgötu 8—10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, sími 14900 Prentun: Blaðaprant ÞJÓÐIN EIGILANDID Þótt islenska þjóðin sé fámenn getur hún lyft grettistökum með sameiginlegu átaki. Það er t.d. kraftaverk hversu vel þessi fámenna þjóð hefur getað byggt það stóra og harðbýla land, sem hún lifir i. Með samstilltu átaki hefur tekist að brúa stór vatnsföll, leggja þéttriðið veganet um landið, byggja hafnir, flugvelli og annað það, sem nútima þjóðfélag þarfnast. Má með réttu undrast hve miklu svo fámenn þjóð sem Islendingar eru, hefur komið i verk á skömmum tima. Nú hefur þjóðarheildin tekið til við nýtt stór- verkefni — uppgræðslu landsins og gróður- vernd. Markmiðið er að hef jast nú handa um að bæta þau spjöll á náttúru landsins, semllOO ára búseta manna hefur valdið. Hér er um risavaxið verkefni að ræða, sem ekki verður unnt að vinna nema með samstilltu átaki allra landsins barna. Þegar litið er til þess hvaða verk þjóðar- heildin er hér að fara að vinna, þá er það kald- hæðnislegt, að á sama tima og hún hefst handa um það risa upp nokkrir einstaklingar sem halda þvi fram, að meginhluti landsins sé þeirra einkaeign. Þeir þiggja með þökkum það mikla fjárframlag, sem þjóðarheildin leggur fram til þess að græða upp landið, gera það nýtilegra og verðmeira, en segja um leið við þjóðina, að hún eigi ekki þetta land heldur sé landið og náttúru- gæði þess einkaeign fámennrar landeigenda- stéttar. Þessi fámenna landeigendastétt geti ekki aðeins bannað öllum almenningi frumafnot af íslandi heldur geti einnig krafist þess, að þjóðin greiði ótrúlegar fjárfúlgur fyrir að nýta landið og landgæði, virkja fallvötn og jarðhita sem enginn getur hvort eð er nýtt, nema þjóðar- heildin sjálf. Það er sjálfsagt að virða friðhelgi eignarétt- arins svo lengi sem það stangast ekki á við þjóðarhagsmuni. En hvernig er þvi annars farið með þessa friðhelgi? Hafa stjórnvöld ekki á undanförnum vikum verið að hafa af launafólk- inu i landinu þess réttmætu eign, sem það hefur samið um i frjálsum kjarasamningum? Hafa stjórnvöld t.d. ekki með ráðstöfunum þeim i sjávarútvegi, sem samþykktar voru á Alþingi fyrir jólin, verið að taka af sjómönnum umsaminn eignarhluta þeirra af sjávarafla án þess að láta neitt koma i staðinn? Á það svo að vera fáheyrð ósvifni að hugleiða, hvort ekki sé kominn timi til að Alþingi láti eignarrétt á landi til sin taka þannig, að á sama tima og þjóðin er að borga hundruð milljóna til landbóta þurfi hún ekki jafnframt að gjalda fámennri land- eigendastétt hundruð milljóna til viðbótar fyrir að fá að nýta gæði sins eigin lands til frum- þarfa? Tillögu Alþýðuflokksins um eignarráð þjóðar- innar á landi, gögnum þess og gæðum, er ekki stefnt gegn bændastéttinni. Alþýðuflokknum þykir sjálfsagt, að bændur, sem búa á jörðum sinum, haldi fullum eignarráðum á þeim. En flokkurinn er andvigur þvi, að braskarar geti keypt Island, gögn þess og gæði, og noti sér siðan annars vegar þarfir þjóðarinnar og hins vegar þá verðmætaaukningu á landi, sem sköpuð er fyrir almannafé til þess að raka saman gróða á kostnað landlauss almennings. Þetta ber að stöðva og að þvi beinist tillaga Alþýðuflokksins um eignarráð þjóðarinnar á landi, gögnum þess og gæðum. DANIR KUSU í GÆR HARDUR LOKASPRETTUR HJA ANKER IÖRCENSEN 1 gær gengu Danir til þingkosn- inga. Um það leyti, sem þessi grein kemur fyrir augu lesenda hafa fyrstu fregnir af kosninga- niðurstöðum sennilega borist. Ef marka má skoðanakannanir er liklegt, að Vinstri flokkurinn, sem farið hefur með stjórn landsins undanfarið.þótt sú stjórn styðjist ekki við þingmeirihluta, hafi allt að tvöfaldað þingmannatölu sina og sé orðinn stærsti flokkur lands- ins. Fari svo,þá hafa mikil tiðindi gerst i dönskum stjórnmálum, þvi um áratuga skeið hafa jafn- aöarmenn verið langstærsti flokkurinn i Danmörku, en nokk- uð hefur hallað undan fæti fyrir þeim hin siðari ár. Sigursá, sem skoðanakannanir spá Vinstri flokknum, mun þó ekki verða á kostnað Jafnaðar- mannaflokksins. Vinstri flokkur- inn er hægri flokkur, gamail bændaflokkur, og viðbótarat- kvæði sin fær hann frá öðrum hægri flokkum, sem spáð er hrak- legriUtreið. Jafnaðarmenn munu aftur á móti halda sinu fylgi frá siðustu kosningum, jafnvel bæta heldur við sig, þótt Vinstri flokk- urinn vinni á, en vegna klofnings vinstri manna og fjölmargra flokka á vinstri væng stjórnmál- anna dreifast atkvæði vinstri manna i kosningunum á marga aðila á sama tima og hægri menn virðast ætla að fylkja sér um einn flokk, Vinstri flokkinn. bessi klofningur vinstri manna er meg- inskýringin á þvi, að Jafnaðar- mannaflokknum hefur ekki geng- ið nógu vel i kosningum og mun likast til ekki auðnast að ná sér aftur á strik nU, þótt liklegt sé talið, að hann bæti einhverju við sig. Úrslitin, fari eins og skoðana- kannanirnar spá, eru þvi ekki til marks um neina meginstefnu- breytingu danskra stjórnmála milli vinstri og hægri. Kosningabaráttan i Danmörku hefur verið mjög hörð og skörp, enda bar kosningarnar snögglega að. Sjónvarpið hefur mjög mikið verið notað, ekki hvað síst af for- manni Vinstri flokksins og nUver- andi forsætisráðherra, Poul Hartling, sem kemur mjög vel fyrir i sjónvarpi. Formaður danska Jafnaðarmannaflokksins, Anker Jörgensen, hefur aftur á móti lagt mikla áherslu á hefð- bundnar baráttuaðferðir, þ.e.a.s. hann hefur ferðast um þvert og endilangt landið og haldið fundi með kjósendum. Þessar baráttuaðferðir krefjast mjög mikillar vinnu og eru mikið álag. Undanfarna daga hefur Anker Jörgensen verið að allt upp i 20 klst. á sólarhring og þeytst frá einum fundinum á annan. Dæmi- gerður dagur hefst kl. hálf sex að morgni á þvi, að Anker fer á fætur i hótelherbergi þvi, þar sem hann gistir i það og það sinnið. Að lokn- um morgunverði heldur hann fund með nánustu samverka- mönnum sinum og fer siðan til fundar við frambjóöendur Jafn- aðarmannaflokksins i þvi kjör- dæmi, sem hann er staddur. Þar eru lagðar linur um fundi dags- ins, sem eru tiðast 11—12 talsins og eru haldnir á vinnustöðum á daginn, i heimahUsum og sam- komusölum á kvöldin. Vinnudeg- inum lýkur svo ekki fyrr en milli klukkan 1 og 2 um nóttina. Jörg- ensen tekst þó að fá sér blund af og til i aftursæti bifreiðar sinnar meðan verið er að aka milli fund- arstaða. Erfiðast var sennilega ferðalag Jörgensens um Norður-Jótland. Þá brást honum röddin i miðri ræðu og aðstoðarmenn hans héldu, að nU væri honum öllum lokið. En þá kom danski bjórinn honum til hjálpar og eftir að hafa teygað Ur tveimur ölflöskum fékk hann röddina á ný — og hefur haldið henni siðan. Anker Jörgensen er almenn- ingseign i Danmörku, likt og vin- sæll leikari. Allir eru dUs við hann og nefna hann skirnarnafni. Þrátt fyrir stranga fundaáætlun gefur hann sér tima til þess að ræða við fólk á förnum vegi og þvi vill það oft dragast, að siðustu fundir dagsins geti hafist. Konan ekki með Kona Jörgensens hefur ekki getað fylgt honum á kosninga- ferðalögunum. HUn hefur verið lasin, og þarf auk þess að gæta yngsta barns þeirra hjóna. En hUn var þó staðráðin i að reyna að slást i för með honum allra sið- ustu dagana. — Sumt fólk heldur, aö ég ,,hafi engar taugar”, segir Anker Jörg- ensen. Að ekkert hrini á mér. Þetta er ekki alveg rétt. Þegar ég þarf að sæta ósanngjörnum per- sónulegum árásum sviður mér oft sáran, þótt ég reyni að láta sem ekkert sé. Slikt vill þó gleymast fljótt. Stjórnmálamaður má ekki vera of hörundssár. — Þó hef ég oft hugleitt, hvort ég hafi ekki þagað of mikið gagn- vart slikum árásum, segir Jörg- ensen jafnframt. Það getur meira en vel verið, að ég hafi stundum átt að svara fullum hálsi. Þótt stjórnmálamenn eigi að geta tek- ið ósanngjörnum persónulegum árásum eiga þeir þó ekki að vera gólfþurrkur fyrir andstæðingana. Of seinn... of seinn Sérstök manngerð — Stjórnmálamaður veröur að vera sérstök manngerð, sagði Anker Jörgensen við blaðamenn, sem fylgdu honum eftir á kosn- ingaferðalögunum. Þótt hann þurfi að visu ekki að vera iþrótta- maður verður hann að vera lik- amlega styrkur. Hann verður alltaf að vera reiðubUinn og á varðbergi og má aldrei láta und- an þrýstingi. — Ég hef aldrei hugsað um, hvernig lif mitt kynni að hafa orð- ið ef ég heföi valið mér annan starfsvettvang, en stjórnmálin, segir Jörgensen. Lif mitt sem stjórnmálamaður hefur tilgang vegna þess, að það er barátta fyr- ir þvi góða, heilbrigða og hug- sjónum samhjálpar. Ég get að- eins harmað, að sumir setja jafn- aðarmerki milli þess, sem þeir kalla „heiðarleika Jörgensens” og barnalegheita. Ég held, að ég séekki barnalegur. Til þess þekki ég lifið, einnig stjórnmálabarátt- una, og vel. Vil hafa beint sam- band viö kjósendur — Margir segja, að ég sé ekki nógu nýtískulegur i baráttuaö- ferðum, heldur Jörgensen áfram. Að ég eigi að einbeita mér að Ut- varpi og sjónvarpi en hætta að sækja fundi meðal almennings. Þarna er ég á öndverðum meiði. Útvarp og sjónvarp eru góð fyrir sinn hatt, en þau koma aldrei i staðinn fyrir beint samband stjórnmálamannsins við almenn- ing. Ég vil fara Ut á meðal fólks- ins til þess að kynnast viðhorfum þess til stjórnmála af eigin raun. Sýna mig og sjá aðra. Það er ekki alltaf, sem ljóst er, hvað vakir fyrir fólki með spurningum þess — en andlitssvipurinn greinir frá. hvað að baki býr. Enginn djöfull í Danmörku — Jafnaðarmenn eru reiðubUn- ir til samstarfs við sjálfan skoll- ann, aðeins ef við fáum stefnu- málum okkar framgengt, sagði Jörgensen á fundi með starfs- mönnum sláturhUss, þar sem at- vinnuleysi hafði haldið innreit sina. En menn þurfa engar á- hyggjur að hafa þótt ég taki þannig til orða. Það er enginn djöfull til i dönskum stjórnmál um. Anker Jörgensen gefur sér tima til þess að tala við fólk á förnum vegi.... jafnvel þótt það sé enn ekki búiö aðfá kosningarétt. Föstudagur 10. janúar 1975. 0

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.