Alþýðublaðið - 10.01.1975, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Qupperneq 6
Eftir þvi sem stjörnufræðingarnir segja er allt skrifað i stjörnurnar en þar sem það kunna ekki allir að lesa þá skrift hefur enskur stjörnufræð- ingur tekið það að sér. Hérna er sagt frá þvi, hvernig árið 1975 verður fyrir fólk, sem fætt er i mismunandi stjörnumerkjum. Þarna er eitthvað fyrir alla að gæta sin á og lika eitthvað að hlakka til. Sé það eitthvað, sem litur illa út er án efa ann- að, sem gengur betur en vonast var til. Árið 1975 hefur tólf mánuði eins og önnur ár og þar skiptast á skin og skúrir og hér sjáum við skiptinguna... Vatnsberinn: 21. janúar- 19. febrúar. Fjármálin: Þig skortir fé fyrstu sex vikur ársins, en eftir það fer allt batn- andi. Ástamál: Ógiftir verða fyrir ástarsorg, en hjón tengjast traustari bönd- um. Heimilið: Rólegt og nóg að gera. Skemmtanir: Þér verður boðið mikið út, en gangtu ekki fram af þér. Atvinna og ferðalög: Fjörugt líf og mikið ferð- ast seinni hluta ársins. Heilsa: Góð allt árið. Fiskarnir: 20. febrúar - 20. mars. Fjármálin: Það á að vera unnt að breyta öllu á betri veg. Ástarmál: Þú hittir skemmtilegan mann, en af leiðingarnar verða engar. Heimilið: Það er stund- um erfitt. Það er ekki ósennilegt, að einhver í fjölskyIdunni trúlofi sig. Skemmtanir: Þú skemmtir þér mikið og færð margar óvæntar heimsóknir. Atvinna og ferðalög: Allt bendir til betri stöðu — hlustaðu aðeins á sjálfa(n) þig og allt geng- ur vel. Heilsa: Góð, en gættu þín í fimmta mánuði ársins. apríl. Fjármálin: Einhver eyðslusemi, sem keyrir úr hófi — gættu nýrra f járöf lunarleiða. Ástamál: Það er bjart yf- ir þeim. Ógiftir lenda gjarnan i hnappheldunni. Heimilið: Fólk innan f jöl- skyldunnar óskar eftir aðstoð þinni. Skemmtanir: Þú eignast fleiri vini. Atvinna og ferðalög: Á þessu sviði eru miklar likur til að þú getir notið þín vel. Heilsa: Gættu þín á of- reynslu. Nautið: 21. apríl-21. maí. Fjármálin: Þú hættir á peningatjón vegna við- skipta, en jafnar hlutina seinna. Ástamál: Það er ekki ólíklegt, að þú verðir yfir þig ástfangin(n) en ekki stendur nú draumurinn lengi. Skemmtanir: Rólegar í byrjun árs, en svo hefst ballið. Atvinna og ferðalög: Ábyrgð í starfi eykst — ferðalag með ferðahóp líklegt um mitt ár. Heilsa: Gættu þín þriðja mánuð ársins. Tviburarnir: 22. maí-21. júní. Fjármálin: Brátt rofar til eftir erfiða byrjun. Ástamál: Ógiftir verða fyrir vonbrigðum, þó að sumir finni sér maka. Heimilið: Það verður spenna innan heimilisins vegna fjármálanna. Skemmtanir: Þú kynnist nokkrum skemmtilegum mönnum. Atvinna og ferðalög: Þetta verður gott ár, en örlar þó fyrir afbrýðis- semi vegna góðs gengis. Heilsa: Þú verður dálítið skelkuð(aður) um þriðja mánuð ársins. Krabbinn: 22. júní-23. júli. Fjármálin: Ástandið batnar og meiri peninga- ráð verða. Ástamál: Hjón tengjast tryggðaböndum, en ógift- ir verða fyrir ástvina- missi. Heimilið: Yfirleitt geng- ur allt vel og allir vilja hafa þig með í ráðum. Atvinna og ferðalög: Við- skiptaerf iðleikar gætu bitnað á þér. Það er lík- legt, að þú farir í lang- ferð um mitt árið. Heilsa: Góð. Ljónið: 24. júlí-23. ágúst. Fjármálin: Margt bendir til þess, að þú eyðir meira en áður. Ástamál: Þú gætir orðið fyrir vonbrigðum, en yf- irleitt er allt með ró og spekt. Heimilið: I ársbyrjun hefurðu áhyggjur af heimilinu, en það lagast. Skemmtanir: Stundum er allt á öðrum endanum og það fer ekki alltaf að ósk- um. Atvinna og ferðalög: Útíitið er gott og þú hittir áhrifamann —sennilega eftir ferðalag. Heilsa: Gættu þín á öllum æsingi og þá fer allt vel. Meyjan: 24. ágúst-23. september. Fjármálin: Fylgstu með neyslunni og ráðlegging- um annarra. Ástamál: Ástatengsl rof na, en þú gætir hitt til- vonandi lífsförunaut síð- ar á árinu. Heimilið: Það er stund- um erfitt að lifa, en allt batnar, þegar líða tekur á árið. Skemmtanir: Þú ert í sviðsljósinu og hittir skemmtilegt fólk. Atvinna og ferðalög: Þú ferð í óvenjulegt ferða- lag. Eldra fólk hefur áhuga á hamingju þinni og getur hjálpað þér. Heilsa: Þar er ekkert sér- stakt að óttast. Vogin: 24. september-23. október. Fjármálin: Erfiðleikar í ársbyrjun en allt batnar, er líða tekur á árið. Ástamál: Þú lendir í ánægjulegu ástarævintýri með manni, sem þú kynn- ist óvænt. Heimili: Heimilislíf ið verður betra, þegar fjár- málin komast i jafnvægi seinna á árinu. Skemmtanir: Þú ættir að hugsameira um sjálfa(n) þig. Þú byrjar á nýrri tómstundaiðju á nýja ár- inu og eignast góða vini. Atvinna og ferðalög: Vinnuálagið er mikið og óþægilegt ástand fram- undan. Heilsa: Gættu þín og farðu að góðra manna ráðum — þá verður ekk- ert að. Sporðdrekinn: 24. október-22. nóvember. Fjármálin: Þau eru erf- ið, en einhver, sem er þér nákominn verður göf uglynd(ur). Ástamál: Yfirleitt óró- leg, en hjón vaxa með erf iðleikunum. Heimilið: Endurfundir innan f jölskyldunnar hafa óvænt áhrif. Skemmtanir: Oft rugl- ingslegar og gamlir vinir stríða þér. Atvinna og ferðalög: Þú ferð í langferð og sumir í þessu stjörnumerki eiga von á starfi erlendis. Heilsa: Allt bendir til of- reynslu — hvíldu þig. Bogmaðurinn: 23. nóvember-20. desember. Fjármálin: Gættu þin — óvænt útgjöld verða mik- il. Ástamál: Mannafundir geta skipt suma miklu máli til góðs — aðra til ills. Heimilið: Þér semur betur við f jölskylduna og heimilið verður þér til mikils gagns. Atvinna og ferðalög: Óvenjulega mikill erill og mikið álag. Ferðalag getur haft alvarlegar afleiðingar. Heilsan: Ef þú tekur öllu með ró verður allt í lagi með hana. Steingeitin: 21. desem- ber-20. janúar. Fjármálin: Þú leysir þreytandi vandamál seinna á árinu. Ástamál: Þar gengur mikið á, sérstaklega ef ástatengslin eru lang- vinn. Heimilið: Fjölskyldan heimtar, að þú sýnir fyllstu kurteisi. Skemmtanir: Þú ert mjög eftirsótt(ur). Atvinna og ferðalög: Það borgar sig að hætta á eitt- hvað nýtt og þú hef ur efni á að berast meira á. Þú ferðast til staða, sem þig hefur lengi langað til að sjá. Heilsa: Góð. Föstudagur 10. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.