Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 9

Alþýðublaðið - 10.01.1975, Síða 9
Staða ÍR er allt annað en glæsileg Grótta fékk stig í leiknum við Víking og lagaði með því enn stöðu sína í deildinni Staða tR i 1. deild var ekki glæsileg fyrir leikina á miðviku- daginn, en eftir að Grótta fékk stig i leik sinum gegn Viking versnar staða þeirra ÍR-inga enn og leiki liðið eins i næstu leikjum sinum og það hefur gert að und- anförnu blasir ekkert við annað en að leika i 2. deild næsta keppnistimabil. Leikur Gróttu og Vikings i Hafnarfirði á miðvikudagskvöld- ið var afar slakur. Það var rétt i byrjun leiksins að Vikingar sýndu tilþrif og náðu þá góðu forskoti en eftir það var leikurinn lengstum leiðinlegur og illa leikinn af báð- um liðunum og máttu Vikingarnir i lokin þakka fyrir að ná öðru stig- inu. Eins og áður sagði byrjuðu Vik- ingarnir leikinn mjög vel og áður en varði var staðan orðin 2—7 þeim i vil. Var þá eins og liðið héldi að þar með væri sigur i leiknum i höfn, en leikmenn Gróttu voru á öðru máli og skoruðu nú hvert markið á fætur öðru og i hálfleik höfðu þeir náð yfirhöndinni 12-11. 1 seinni hálfleik hélt Grótta sinu forskoti lengi vel og rétt i leikslok þegar staðan var 20—19 fyrir Gróttu,átti Sigfús Guðmundsson tækifæri á að jafna þegar hann komst i gott færi, en honum brást bogalistin og hitti ekki markið. Héldu nú flestir að þar með væri sigurinn Gróttu, en leikmenn liðsins voru einum of fljótir á sér, misstu boltann til Vikinga sem brunuðu upp og nú brást Sigfús ekki og skoraði örugglega 20-20. Aftur byrjuðu Gróttumenn með boltann, en skutu ótimabæru skoti og Vikingum gafst tækifæri, en þeir misstu boltann útaf og timinn rann út. Ekki er hægt að hrósa liðunum fyrir þennan leik, i liði Gróttu var það einna helst Guðmundur markvörður sem stóð uppúr meðalmennskunni og i liði Vik- ings þeir Einar og Páll. --------------------------- Einar Magnússon náði sér nokkuð á strik i leiknum viö Gróttu eftir þá lægð sem hann hefur veriö i að undanförnu. Þó rcyndu þeir Gróttumenn að gæta Einars mjög vel eins og myndin ber með sér. ----------------------------> Mörk Gróttu:Björn Pétursson 6 (3), Halldór Kristjánsson 6 (3), Magnús Sigurðsson 3, Arni Indriðason 2, Grétar 2 og Krist- mundur 1 mark. Mörk Vikings: Einar Magnús- son 7 (2), Páll Björgvinsson 4, Sigfús Guðmundsson 3, Skarp- héðinn óskarsson 2 og Magnús Guðmundsson, ólafur Friðriks- son, Ólafur Jónsson og Stefán Halldórsson 1 mark hver. Leikinn dæmdu þeir Valur Benediktsson og Karl Jóhannsson nokkuð sæmilega. Fram vann FH A miðvikudagskvöldið var leikinn einn leikur i 1. deild kvenna i Hafnarfirði. Þá léku FH og Fram og lauk leiknum með sigri Fram 20-23. Leikurinn var lengstum mjög jafn og i hálfleik hafði FH yfir 13-12. 1 seinni hálfleik náði Fram fljótlega forystunni i leiknum en FH hélt þó lengi i við Fram og munurinn var aldrei nema 1-2 mörk. 1 lokin voru Fram-stúlkurnar sterkari á endasprettinum og sigruðu ör- ugglega. Fylkir fékk sín fyrstu stig í 2. deild A miðvikudagskvöldið fóru fram tveir leikir i 2. deild karla og bar þar helst til tið- inda að þar fengu Fylkismenn úr Árbæjarhverfi sin fyrstu stig i mótinu og skildu þar með Stjörnuna úr Garða- hreppi eftir á botninum. Úrslit leikjanna á miðviku- dagskvöldið urðu þessi, Fylkir-ÍBK 20-15 KR-UBK 32-20 Staðan i 2. deild ern ú þessi: KA 6 6 0 0 148:107 12 KR 6 4 0 2 118:104 8 Þróttur 4 3 0 1 97: 70 6 Þór 4 3 0 1 83: 65 6 lBK 4 1 0 3 63: 77 2 UBK 4 1 0 3 80:100 2 Fylkir 6 1 0 5 97:133 2 Stjarnan 4 0 0 4 76:106 0 FH tekur forystunna Staðan i 1. deild eftir leikina á miðvikudaginn. Grótta — Víkingur FH— Fram i 20 — 20 26 — 20 FH 7 5 0 2 142:134 10 Haukar 6 4 0 2 116:104 8 Fram 6 3 2 1 104:102 8 Vikingur 6 3 12 112:106 7 Valur 6 3 0 3 104:97 6 Armann 6 3 0 3 99:109 6 Grótta 7 12 4 136:145 4 1R 6 0 15 113:129 1 Eftirtaldir leikmenn hafa skorað 15 mörk eða fleiri, fyrir aftan i sviga eru vítaköst viðkomandi. Hörður Sigmarsson Haukum............ 56... (18) Björn Pétursson Gróttu.............. 49 ... (20) Geir Hallsteinsson FH............... 31 ... ( 2) Einar Magnússon Víkingi............. 30 ... ( 8) Viðar Simonarson FH................. 28 . . . ( 7) Stefán Halldórsson Víkingi.......... 27 ... ( 9) Pálmi Pálmason Fram................. 27... (13) Ágúst Svavarsson IR................. 26.. Jón Karlsson Val.................... 23 . Halldór Kristjánsson Gróttu......... 21 . olafur H. Jónsson Val................20 Þórarinn Ragnarsson FH.............. 20. Bryn jólfur Markússon i R............19 Magnús Sigurðsson Gróttu............. 19 Páll Björgvinsson Vikingi........... 18 ... ( l) Björn Jóhannsson Armanni............ 18 ... ( 4) Ólafur olafsson Haukum.............. 18 ... ( 7) Jón Astvaldsson Ármanni............. 17... ( 2) Guðmundur Sveinsson Fram............ 17 ... ( 4) Arni Indriðason Gróttu...............16 Hörður Harðarson Armanni............ 15 . . . ( 7) ( 1) ( 8) ( 3) ( 9) Framkvæmdastjóri óskast NORDISK ANDELSFORBUND, NAF (Samvinnusamband Norðurlanda) og NORDISK ANDELS-EKSPORT, NAE (Útflutningssamband Norðurlanda) óska að ráða framkvæmdastjóra frá og með 1. júli 1975, i stað núverandi fram- kvæmdastjóra, sem tekur við starfi hjá Kooperativa Förbundet, Stokkhólmi, 1. janúar 1976. Óskað er eftir, að eftirmaður hans taki til starfa upp úr miðju ári 1975. Nordisk Andelsforbund hefur aðalskrif- stofu i Kaupmannahöfn og skrifstofur i San Francisco, Bandarikjunum; Santos, Brasiliu,- Buenos Aires, Argentinu; Valencia, Spáni og Bologna, ttaliu. Nordisk Andels-Eksport hefur skrifstofu i Kaupmannahöfn. Umsækjendur um starfið skulu hafa til að bera: — reynslu og hæfileika stjórnunar- og við- skipta — þekkingu á samvinnuhreyfingunni og alþjóðlegum viðskiptum — staðgóða verzlunarmenntun — málakunnáttu, nauðsynlegt er að við- komandi hafi fullkomið vald á dönskiu sænsku eða norsku; ennfremur góða þekk- ingu i ensku og helzt i einu heimsmáli til viðbótar. Siðast en ekki sizt ber að leggja áherzlu á hæfileika til samstarfs og samvinnu. Frekari upplýsingar um starfið gefur Lars Lundin, framkvæmdastjóri, NAF, Axeltorv 3, DK 1609 Köbenhavn V. Umsóknir um starfið sendist fyrir 15. febrúar 1975 til formanns Nordisk Andels- forbund og Nordisk Andels-Eksport, hr. Ebbe Groes, Axeltorv 3, DK-1609 Köben- havn V, islenzkir umsækjendur sendi afrit af umsókn sinni til Erlendar Einarssonar forstjóra Sambands islenzkra samvinnu- félaga, Sambandshúsinu, Reykjavik. Föstudagur 10. janúar 1975. o

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.