Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 2
BPiflMBQLT UM5JÓW: G/5LI 5V7EiíViLH LQFT55QD ELTON JOHN Elton John kannast allir við sem eitthvað hlusta á rokktónlist, þvi að allt frá þvi að hann gaf út samnefnda plötu hefur veg ur hans farið vaxandi, og er nú svo komið, að hann er ofurstirni i orðsins fyllstu merkingu. En þó að hann sé svo þekktur og virtur sem raun er, þá eru alls ekki allir sammála um ofur- stirnið Elton John, og hvað hann séi rauninni að fara. bannig lita sumir á hann sem fulltrúa alls hins óæskilega sem er að ske i poppheiminum um þessar mundir, og segja hann einungis fagurklæddan skemmtikraft, og að tónlist hans standi fötum og framkomu langt að baki. Þeir eru þó mun fleiri, sem fylgst hafa með tónlist Elton Johns frá byrjun, og finnst hann góður lagasmiður, og að han verð- skuldi fyllilega þá frægð sem hann hefur orðið aðnjótandi, og er Brambolt i þeim hópi. En til þessað linurnar skýrist svolitið, og til þess að fræða þær óupp- lýstu sálir sem ekki hafa enn orðið þeirrar ánægju aðnjót- andi, að kunna að meta það sem Elton John hefur fram að færa, þá mun Brambolt i dag helga siður sinar að mestu þessum umdeilda lagasmið / skemmti- krafti. Vonast Brambolt til þess að þvi takist með fróð- leiksbrotum og viðtalsstubbum að svipta hulunni af El- ton John að einhverju leyti. Þá mun einnig fléttast inn i grein- arnar frásagnir og myndir frá hijómleikaferðalagi Eltons um Bandarikin er hann fór skömmu fyrir jól. Frægur á einni nóttu Elton John varð frægur á einni nóttu. Hann hélt tvo hljómleika og þegar þeim var lokið, var hann kominn á forsið- ur flestra þekktustu popp-blað- anna, og þeir sem frægir voru fyrir, kepptust við að fá hann til að semja fyrir sig lög. Um svip- að leyti gaf hann út plötuna ,,E1- ton John” og varð hún strax mjög þekkt, þó að sú plata sem virkilega ruddi honum braut upp á við hafi verið sú sem kom næst á eftir, sú bar heitið „Tumbleweed Connection. Þeg- ar hér var komið, var ferill hans tryggður, og hann orðinn heims- þekktur, plötur hans seldust jafnvel hér á íslandi. Reginald Dwight Elton John heitir, þ.e.a.s. skirnarnafn hans var, Reginald Dwight, en það var með það nafn eins og svo mörg önnur sem listamenn hafa hlotið við skirn i gegnum árin, að umboðs- mönnunum þótti það ekki hljóma nógu vel, og var Regin- ald þvi uppálagt að finna sér eitthvað betra. En þó að Elton John hafi notið mikilla vinsælda framan af, þá var hornsteinninn að ofurstirninu ekki lagður fyrr en út kom platan „Honky Chat- aeu,” en sú plata var árangur hvildar sem Elton tók sér eftir útgáfu plötunnar „Madam across the water.” Hann var ekki ánægður með hana og þá hluti sem hann var að gera þar, svo að hann ákvað að endur- skoða aðeins stefnu sina i tón- listinni. Arangurinn varð svo sú tónlist sem hann flytur á „Chateau”, en hún er að ýmsu leyti léttari og aðgengilegri en fyrri plötur hans, og meira i ætt viö hreinræktað popp. Þrátt fyr- ir þessa þróun mála, hélt tón- listin enn þá sömu gæðunum, en nú náði hann til fleira fólks. Þar á eftir kom svo litil plata, „Crocodile rock” sem náði geysilegum vinsældum, og breiðskifan „Don’t shoot me, I’m only the pianopleyer." Þar heldur hann áfram þar sem frá var horfið á „Chateau” nema hvað um talsverða einföldun virðist vera að ræöa. Þótti mörgum sú plata ekki jafn góð og sú fyrri, enda voru útsetning- ar á „Chateau” meistaraverk. En þó að „Pianoplayer” hafi verið umdeild, þá uxu vinsældir hans stöðugt, þó svo að gæðin hafi ekki aukist að sama skapi. Þegar hér var komið, var hann búinn að endasendast um Ame- riku þvera og endilanga, að maður tali nú ekki um föður- landið England og svo Evrópu. Þegar hérer komið sögu, beinist allur hans kraftur að Ameriku, enda mestu peningana að hafa þar, og haft er fyrir satt og mik- ið til i, að til þess að sigra heim- inn þurfi maður að sigra Ame- riku. Það var hann búinn að gera löngu áður, nú var aðeins um það að ræða að auka vin- sældirnar, og það virtist ekki erfitt. Hann fyllti hverja hljóm- leikahöllina á fætur annarri, og svo kom að iþróttaleikvöngun- um, og titill hans sem ofurstirni var endanlega tryggður. A þess- um tima urðu lika jafn miklar breytingar á sviðsframkomu Eltons, og persónuleika, hann var farinn að gera allan fjár- ann, vitandi það að hann kæmist upp með allt saman. Þarna byrjar hann einmitt að vera sá umdeildi persónuleiki, sem menn eru sifellt að rifast út af nú orðið. Hann fór smám saman að koma fram i gljáandi há- hælaskóm sem siðar urðu mikil tiska, og siðan hækkuðu skórnir og glitrið færðist upp fyrir ökkla, uns það var komið upp fyrir haus. Þá fór hann að sjást i hinum ýmsu fagurklæðum sem i fyrstu liktust venjulegu fötun um, en tóku svo smám saman á sig ævintýralegan blæ, og þar kom að jafnvel eldheitustu að- dáendum hans frá fornu fari fór að ofbjóða sýndarmennskan, og töluðu um að hann hefði „svikið málstaðinn”. Þó að þetta væri að sjálfsögðu ekki alls kostar rétt, höfðu þeir þó margt fyrir sér. Hann var orðlikari tisku- sýningar,,dömu” á sviði, þvi að hann var ekkert feiminn við að koma fram með barðastóran hatt og i pels, og varð þá jafn- framt hrifinn af sérstökum lit i hvert skipti. Sá litur sem hefur þó hrifið hann einna mest er bleikt, og þess má geta, að þeg- ar hann kom fram i Holliwood Bowl fyrir um ári siðan, lét hann lita bartana bleika. A sömu hljómleikum lét hann sleppa hundruð hvitra dúfna við upphaf hljómleikanna, og leik- arar iklæddir gervum helstu þjóðhöfðingja heims komu fram. A bak við sást svo i fimm mismunandi lita flygla sem báru hver sinn staf er myndar nafnið Elton. En einmitt þar sem sýndarmennskan og vin- sældirnar virtust vera að riða honum að fullu sem tónlistar- manni, þá gaf hann út tvær breiðskifur er báru nafnið „Goodbye Yellow Brick Road” og þar kom hann mönnum svo sannarlega á óvart, þvi að hér var að finna mjög skemmtilega og vandaða tónlist innan um vinsældalögin, og nægir að nefna lögin „Goodbye Norma Jean,” sem talið er fjalla um Marilyn Monroe, hið gullfallega lag „Funeral for a friend”, og Sweet painted Lady”. Fannst nú gömlum aðdáendum sem heldur færi að vænkast þeirra hagur, og margir spáðu þvi að næsta plata yrði meistaraverk sem i sögunni hlyti sama sess og Sg. Deepers bitlanna. En þar lék Elton heldur illa á þá, þvi að sið- asta platan frá honum, „Cari- bou” er eins mikið ætluð til fjöldavinsælda og hægt er. En þó að ekki sé hún það meistara- verk sem menn bjuggust við, þá verður það að viðurkennast, að hún er ein pottþéttasta plata að öllu leyti sem komið hefur út innan poppsins, öll lög eru þræl- vel útsett og upptaka og hljóð- færaleikur i sérflokki, auk þess sem um er að ræða bráð- skemmtilegar melódiur. Ekki er allt Elton sem glóir.... Þó að Elton sé án nokkurs vafa aðaldriffjöðrin og skemmtikrafturinn, þá má ekki gleyma þeim manni sem staðið hefur við hlið hans siðan löngu áður en frægðarferill þeirra hófst, en það er ljóðskáldið Bernie Taupin. Þeir byrjuðu fyrst að vinna saman, þegar út- gáfufyrirtækið Dick James Þá er að máta klæðin... Rfly COOPEÍ? Dft MURPflY O Sunnudagur 12, janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.