Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 5
IRAN IOOO 5&JJWAIT Persaflói Lfbía Arabía' EMIRATE SUDAN TSCHAD NIGERIA Olíuútfl. 74 í mill.lörðum króna y Saudi-Arabía: Risi á brauðfótum Feisal konungur i Saudi- Arabiu (8 milljón ibúar) leikur tveim skjöldum. Hann keppir við Sadat Egyptalandsforseta um forystu i hinum arabiska heimi, en jafnframt styrkir hann aðstöðu sina á Vesturlöndum. Hann hefur góðar ástæður til þess: Bandarisk hernaðaryfir- völd fara ekki i launkofa með ráðagerðir sinar um að leggja undir sig ollulind- ir Feisals — eða láta ísraelsmenn gera það — ef að hið náa olluverð lækkar ekki og oliukreppunni létti þvi á Vesturlöndum. Feisal vill sjálfur lækka oliuverð- ið. Yf irráðasvæði Sovétríkjanna Sovétrikin eru að neyða Egypta til að opna Súezskurðinn og ástæðan er sú, að aðstaða þeirra i þjóðveldinu Jemen veitir þeim svo til algjör yfirráð yfir Rauða hafinu. Það er unnt að stöðva hvert það oliuskip, sem fer um Súez- skurðinn til Evrópu eða ísrael, en mikilvægara er þó hernaðarleg þýðing hafs ins fyrir Sovétrikin: Mið- jarðarhafsflotinn gæti náð yfirráðum og aðgangi allt til Indlandshafs. Kuwait: Ríkur en varnarlaus dvergur Af litlu flóarikjunum er Kuwait stærst. Þar búa nær 1 milljón ibúar, en landið er fjórða stærsta oliuútflutn- ingsland i heimi. Þó er Kuwait varnarlaust gegn innrás. Raunsæir sjeikar sjá fjórfalda hættu vofa yf- ir: 1) ísraelsmenn storma yfir flóann i næstu styrjöld i Austurlöndum nær. 2) Bandarikjamenn leggja undir sig ströndina frá Oman til Kuwait til að tryggja Vesturlöndum næga oliu. 3) Sovétrikin ráðast þangað frá Irak. 4) Palestinskir hermdar- verkamenn sprengja oliu- turna og oliuleiðslur i loft UPP- Persaf lói: Yfirráðasvæði Bandaríkjanna Sá, sem ræður yfir Hormusarsundi heldur á naflastreng hins vestræna heims i hendinni, þvi að um þrengslin við enda Persa- flóa sigla þau oliuskip, sem eiga að flytja oliuna til allr- ar Vestur-Evrópu og Japan. Nú sjá Bandarikin (með sjöundu flotasveit- inni) og Iran i sameiningu um það, að oliuflóðið stöðv- ist ekki. I efri hluta Persa- flóa ráða Sovétríkin á iraska hluta strandlengj- unnar við flóann. Það verð- ur við Persaflóann sem til úrslita dregur hvort styrj öld i Austurlöndum nær verði að heimstyrjöld Líbýa: Leikur Khaddafis að eldinum Sá sjálfráðasti allra ara- biskra leiðtoga rikir i Libýu við Miðjarðarhafsbotn. Hann hefur lagt hönd að smiði oliuvopnsins. Það er gnægðoliu i Libýu. Landið er sjö sinnum viðáttumeira en Vestur-Þýskaland, ibúar eru 2,1 milljón, en út- flutningur oliu nemur 950 milljörðum islenskra króna. Hluta af þeim tekj- um ver Khaddafi til vopna- kaupa. Hann skorar á ara- biska „bræður” sina að greiða ísrael úrslitahöggið. Ef til vill verða Bandarikin fyrri til að berja að dyrum hjá honum. írak: Mikilvægt fyrir Sovétríkin Hin stutta strandlengja, sem írak ræður yfir við Persaflóa er á valdi Sovét- rikjanna, sem hafa gert þar flotastöð. 1 Irak eru 10 milljónir ibúa og þar hefur ráðið rikjum frá 1968 Achmed Hassan el Bakr hershöfðingi og landið fær vopn að launum frá Moskvu. Landið á stöðugt i striði við hina sjálfstæðu Kúrda og landamæradeilur eru tiðar við íran. Irak er fjórða stærsta oliuveldið og gæti opnað Sovétrikjunum dyrnar að Sýrlandi, ef til nýrrar styrjaldar kemur. (ran: Á mörkum olíustríðsins. Shah Resa Oahlavi er vold- ugasti maður við Persa- flóa. Riki hans, íran (ibúa- tala 31 milljón). flutti út á siðasta ári oliu fyrir 2150 milljarða islenskra króna. Þetta annað stærsta oliu- veldi heims hefur hingað til haldið sig frá átökunum i Austurlöndum nær. tran ræður yfir styrkum her, semer útbúinn fullkomnum bandariskum vopnum og er þvi nægilega sterkt til að rikja við Persaflóa, þó að rikið sé ekki það sterkt að það geti hamlað gegn ná- búanum I norðri — Sovét- rikjunum. Alsír: vill ekki stríð Þessi fyrrverandi nýlenda Frakka tilheyrir oliufram- leiðslurikjunum — og Bandalagi Arabarikjanna. Nokkrar skriðdreka- og flugsveitir börðust með Egyptum gegn ísraels- mönnum i októberstríðinu. Nú aðhyllist Boumedienne forseti sömu stjórnmála- stefnu og shahinn af Persiu: Allur oliugróðinn á að fara til framþróunar rikisins. Alsir er I sjötta sæti arabisku oliurikjanna. Og þeirri stöðu vill Boumedienne ekki hætta i styrjöld i Austurlöndum nær. Sunnudagur 12. janúar 1975. 0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.