Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1975, Blaðsíða 7
orsakir nokkuð aðrar. Það skilur okkur eftir átta stjörnur til að velja úr og engin þeirra hefur enn sýnt nokkra eigin- leika sem komið gætu í veg fyrir að um þær gengju plánetur sem svipaði til jarðar. Yfír- borðshiti þeirra er svip- aður og sólar, þannig að útgeislun er líklega hvorki of lítil, né of mikil. Stjörnuþoka sú, sem sólin tilheyrir (á ensku Galaxy) spannar víðáttu- meira svæði en svo, að mannlegur heili geti gert sér raunhæfa mynd af því. Sólin, sem við snú- umst í kringum er stað- sett um 27.000 Ijósár frá miðju þokunnar og um 14.000 Ijósár frá ytri brún hennar. Fjöldi stjarnanna í þokunni er ekki þekkt- ur, en vitað er þó að þær skipta milljónum. Ef gengið er út f rá því, að sá hluti hennar sem sólin gengur um, sé ekki mjög frábrugðin öðrum hlutum hennar, þá megum við álykta, að stjörnur, svip- aðar sólinni, séu mjög al- gengar. Átta af nítján næstu stjörnum eru nægi- lega svipaðar og gefur það nokkra ábendingu. Eitt er það þó, sem enn getur hrjáð okkur og gert að engu vonir okkar um nýlendur í himingeimn- um. Við vitum sumsé ekki með nokkurri vissu, að stjörnur hafi yf irleitt plá- netur á sporbraut um- hverfis sig. Fjarlægðir milli stjarna eru svo miklar, að plánetur verða ekki greindar með þeim tækjum sem við höfum yfir að ráða, nema með svo mikilli fyrirhöfn að ekki svarar kostnaði. í þeim efnum verðum við því að láta okkur nægja, að minnsta kosti í biii, kenningar og rökstuddar tilgátur þeirra vísinda- manna sem hvað f róðast- ir þykja þar um. Þess ber þó að geta að skáparinn mikli — hvers eðlis sem hann svo er — hef ur gert okkur þann greiða að út- hluta fáeinum af næstu stjörnum stórum plánet- um, álíka eða stærri en Júpiter og því höfum við þó eifthvað f yrir okkur nú þegar. Gallinn á gjöf Njarðar er sá, að engin þessara pláneta er bú- setuhæf, þær eru svo stórar að venjulegur maður gæti ekki borið sinn eigin þunga uppi á þeim. Við verðum því að halla okkur aftur að kenningunum. Ekki eru menn á eitt sáttir um það hvernig sól- kerfi okkar muni hafa myndast. Kenningar þar um eru bæði margar og margvíslegar, en eiga það þó allar sameigin- legt, að úr þeim verður sólkerfi. Þær sem líkleg- astar þykja í dag, eru þó þess eðlis, að samkvæmt þeim ættu sólkerfi að vera ákaflega algeng fyrirbrigði. Er það talið liklegt, að snúningshraði stjörnu ráði mestu um, hvort plánetur myndist við hana og að þær stjörn- ur sem snúast tiltölulega hægt hafi allan kost á að mynda sólkerfi um sig. Út frá þeirri kenningu — og því að vitað er um nokkrar plánetur — er hægt að ákvarða að þrjár af stjörnunum sem innan 12 Ijósára eru, hafi örugglega plánetur og að tvær í viðbót geti talist mjög líklegar. Okkur hættir alltaf nokkuð til þess að álíta aðlögunarhæf ileika okk- ar töluvert mikla og bendum í því sambandi á það hversu margir hafa lifað af kringumstæður sem manninum áttu að vera ósamrýmanlegar. Eigi okkur að vera kleift að nema land á öðrum plánetum, verða þær þó að uppfylla nokkuð ströng skilyrði. Maðurinn kann að lifa af frost, vinda og annað það sem jörðin leggur á hann, en án hjálpar ýmissa eigin- leika hennar, fær hann alls ekki unnið lífsnauð- synjanir sinar úr um- hverfinu. Massi viðkom- andi plánetu verður til dæmis að vera meir en 40% af massa jarðar, ef hún á að geta f ramleitt og haldið því andrúmslofti sem nauðsynlegt er. Hann má ekki vera meiri en 235% af massa jarðar- innar, því þá verður þyngdaraf lið of mikið, en maðurinn getur ekki at- hafnað sig í sterkara að- dráttarsviði en 1.5 G (1 G er þyngdarafl jarðarinn- ar). Þá má sólarhringur hennar ekki vera lengri en 96 klukkustundir, því lengri sólarhringur myndi skapa of mikla hitasveiflu milli dags og nætur. Loks verður halli hennar í brautinni og snúningur hennar um sól sína að vera innan þeirra marka, að ekki skapist of stór hitasveifla milli sumars og vetrar. Allt þetta, samantekið, gefur okkur um 43% möguleika á að finna, að minnsta kosti eina plá- netu svipaða jörðinni, innan 22ja Ijósára fjar- lægðar og innan 12 Ijósára eru einar sjö stjörnur sem gefa nægilega möguleika til þess að vekja áhuga okkar. Möguleikar þessir eru mismunandi miklir og eru hvað mestir á að tvær af þrem næstu stjörnum, Alpha Centauri A og B, geti hýst okkur. Næstu 15-20 ár munu þó > v Plánetur, sem eru svipaðar jörð- inni, geta einnig reynst hættulegar, þegar á lifsskeið sólarinnar liður, þvi hitastig þeirra yrði mönnum ó- bærilegt. Hækkun hitastigsins yrði æ hraðari, svo skera úr um þetta, því tæknif ramfarir síðustu ára benda til þess, að inn- an þess tíma getum við sent tiltölulega stóra stjörnukíkja á braut um- hverfis jörðu, eða til tunglsins, og þannig losn- að við truflandi áhrif gufuhvolfsins. Þá verður mögulegt að rannsaka hluti sem okkur hafa ver- ið huldir f ram að þessu og þeir sem koma til með að leggja út í geiminn, á fyrstu tugum næstu ald- ar, gera það með ákveðin stefnumörk í huga og þá vissu að við ferðalok muni þeir f inna fasta jörð undir fótum, ef ekki svip- uð skilyrði og þeir ólust upp við. Einhvern tima um miðbik aldarinnar ættu svo fyrstu nýlendu- skipin að leggja af stað, með tugþúsundir manna, kvenna og barna innan- borðs og óvissa þeirra verður ekki meiri en svo að allir ættu að sofa ró- legir á leiðinni til eins. fyrirheitna landsins enn. plánetan gæti að- könnuði, sem eins orðið tima- halda myndu á- bundið hæli fyrir fram. UTBOÐ Landsvirkjun óskar eftir tilboðum i eftir- talda verkhluta fyrir spennistöðina Korpu: Steinsteyptar undirstöður og strengja- stokka útivirkis. Undirstöður og kjallaragólf rofa- og stjórnstöðvar. Jöfnun lóðar og vegarlagningu. Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Lands- virkjunar, Suðurlandsbraut 14, Reykja- vik, frá og með mánudegi 13. janúar 1975 og kosta kr. 1.000.- hvert eintak. Frestur til að skila tilboðum er til. 14. febrúar 1975. LANDSVIRKJUN FYRSTA GREIN Sunnudagur 12. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.