Alþýðublaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 1
ELDSVOÐI HJÁ FLUGFÉLAGINU Laust fyrir klukkan 19 i gær kom upp eldur i flug- skýlisbyggingu Flugfé- lags Islands á Reykja- vikurflugvelli. Eldurinn kom upp i útbyggingu, þar sem voru verkstæðis- deild félagsins, trésmiða- verkstæði og eldhús mötuneytis. 1 verkstæðis- deildinni var meðal ann- ars allur varahlutalager fyrir vélar félagsins bæði i Fokkervélarnar og þot- urnar. 1 flugskýlinu voru ein af Fokkervélunum, TF FIM, litil vél TF ROS og nokkrir hreyflar. Slökkvistarfi var að miklu leyti lokið um kl. 22. Þá var flugskýlis- byggingin fallin að mestu. Tekist hafði að bjarga flugvélunum og hreyflunum, en það sem var i útbyggingunni er væntanlega ónýtt. Rétt við flugskýlis- bygginguna er vörumót- taka og vörugeymsla. Allt var flutt úr þeirri bygg- ingu. Hana tókst að verja svo og farþegaafgreiðslu félagsins skammt frá. alþýðu ÞRIÐIUDAGUR 14. janúar 1975 - 10. tbl. 56. árg. Aðstaðan fyrir Akra- borgina í Reykjavíkur- höfn kostar 50-60 millj. BORGIN VILL RÍKISFRAMLAG „Fjármagnsvöntun stendur þvi enn i vegi, að endanleg ákvörðun liggi fyrir um varanlega að- stöðu fyrir Akraborgina nýju hér i Reykjavikur- höfn”, sagði Gunnar Guð- mundsson, hafnarstjóri, i viðtali við Alþýðublaðið. Aæt un um fram- kvæmdir liggur fyrir hjá hafnarstjórn og er þess- ari varanlegu aðstöðu ætlað rúm austan við Ægisgarðinn fram undan verbúöunum og Hafnar- buðum. Þegar Hafnarstjórn Reykjavikur hafði fyrir sitt leyti tekið þessa framkvæmd inn i sina áætlun, var leitað eftir þvi við Samgönguráðu- neytið, að það beitti sér fyrir rikisframlagi til verksins. Ekki er þó gert ráð fyrir sérstakri fjár- veitingu á fjárlögum rikisins fyrir 1975 i þessu skyni. OBREYTT VEDUR UT VIKUNA? „Veður mun haldast að mestu leyti óbreytt að minnsta kosti fram á föstu- dag, þó að líklegt sé, að ofsinn hafi náð hámarki,” sagði Eyjólfur Þorgeirsson hjá veðurstofunni á Keflavikurflug- velli, þegar Alþýðublaðið spurði hann hvort von væri betra veðurs næstu daga. Eyjólfur sagði ennfremur. „í kjölfarið á þessari lægð, sem nú er að ganga yfir, kemur önnur frá Bret- landseyjum, og mun hún hafa svipuð áhrif á veðurfarið, og sú, sem nú er i gangi. Hann mun þvi ganga á meö austanátt út vikuna”. AD REKA EINN VOLKSWAGEN KOSTAR VOLKSWAGENVERÐ '72 Það kostar kr. 347.258,00 að reka Volkswagen 1303 i eitt ár, sagði Sveinn Odd- geirsson, framkvæmda- stjóri Félags Islenskra Bifreiðaeigenda, þegar Al- þýðublaðið spurði hann hvað kostaði nú orðið að reka bil. Hann sagði enn- fremur. „Inn i þessari tölu eru allir þeir útgjaldaliðir sem koma til greina, t.d. viðhald, dekk, smurnings- kostnaður og fleira. Af þessari upphæð nemur bensinkostnaðurinn 89.760 krónur. Þetta er svipuð upphæð sem þarna er lagður út i rekstur Volks- wagensins, og borga hefði þurft fyrir hann fyrir um tveim árum siðan. Til samanburðar má geta þess, að þann 14. apríl 1974, kostaði 285,728 kr. að reka sömu tegund af bil. MÆNUSÓTTARBÚLUSETNING ónæmisaðgerð fyrir fullorðna gegn mænusótt fer nú fram alla mánudaga kl. 16.30-17.30. Fólk er vlnsam- lega beðið um að hafa með sér ónæmisskirteini. Ónæmisaögerðin er ókeypis. PELICAN í UPPTÚKU TIL USA HLJQM- LEIKA- FERÐj ATHUGUN Hljómsveitin Pelican er nú á förum til Banda- rikjanna, og er ætlunin að taka þar upp nýja plötu, og um leið þreifa fyrir sér með hljóm- leikahald, og eru tölu- verðar likur taldar á að þeir troði einhvers stað- ar upp á meðan þeir dveljast vestra. ómar Valdimarsson, fram- kvæmdastjóri Pelican tjáði blaðinu, að ætlunin væri að ganga ekki frá hlutunum hálfkláruðum i þetta skipti, heldur hafa allt á hreinu, og eyða sem svaraði 180 klukkustundum i upp- tökuherbergjunum. Þetta samsvarar um það bil fimm vikum ef miðað er við 40 stundir á viku. Ómar sagði enn fremur. „Strákarnir eru orðnir þreyttir á þvi að geta ekki gert hlutina eins vel og hægt er, og þvi er lagt út i þann gif- urlega kostnað sem fylgir óhjákvæmilega svo löngum tima i stúdiói. Siðasta plata var tekin upp á um það bil 60 timumJBrottfarar- (fagur hefur verið ákveðinn 26. janúar, en kvöldið áður munu Peli- can halda kveðjudans- leik i Tónabæ. Pelican munu verða erlendis i tvo mánuði hér um bilV Attu átöppunarstöð? Smyglmálið mikla verður nú æ umfangs- meira, og er þó af kunnugum talið, að þvi fari viðs fjarri, að öll kurl séu komin til grafar. Rannsókn málsins er að sjálfsögðu i fullum gangi, og er engu likara en að hvert nýtt atriði málsins hlaði utan á sig enn öðr- um, eins og snjóbolti, sem farinn er velta með vax- andi hraða. Þykja likur benda til þess, að fráleitt sé, að allt það magn, sem þegar er vitað um að smyglað hef- ur verið til landsins, hafi verið boðið fram á ólög- legum markaði sem 96% spiritus. Hefur þvi vaknað sú tilgáta, að hér hafi verið rekin blöndunar- og átöppunar- stöð, og að gífurlegt magn hafi verið selt sem vodka. Er nú unnið jöfnum höndurn að rannsókn þeirrar tilgátu og frekari uppljóstrana varðand: smyglið sjálft og dreif- ingu þess. Sendibíllinn fundinn? Mjög sterkur orðrómur er á kreiki um, að billinn, sem mikil leit var gerð að i Geirfinnsmálinu, sé nú fundinn. Sé þetta rétt, má telja vist, að fram sé komið, að reynt hafi verið að tor- kenna bifreiðina með þvi að breyta útliti hennar. Jafnframt er ljóst, að þá eru hér fengnar upp- lýsingar, sem gætu haft úrslitaþýðingu fyrir lausn þessa óhugnanlega máls. Rannsókn i Geirfinns- málinu er haldið áfram af fullum krafti, þrátt fyrir aukið annriki rann- sóknarmanna þess, vegna smyglmálsins, sem uppvist varð um við þá rannsókn. Bæði tollgæsla og lög- regla haga rannsókn eftir þvi sem hyggilegast er talið hverju sinni, og verður ekki dregið i efa, að góðar og gildar ástæður liggja til þess, að ekki tekst daglega að fá upplýsingar um gang hennar, en samstarf þessarra aðila við fjöl- miðla hefur veriö með ágætum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.