Alþýðublaðið - 14.01.1975, Síða 3

Alþýðublaðið - 14.01.1975, Síða 3
TÍU TILLÖGUR VALDAR ÚR HUNDRUÐUM FYRIR GÆÐAMERKI Á ÍSL. IÐNAÐARÚTFLUTNINGSVÚRUM URSLITUNUM SKOTIÐ TIL ALMENNINGS Um 300 manns hafa sent inn 600-800 tillögur i verðlaunasam- keppni útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins, Félags islenskra iðnrekenda og Félags islenskra teiknara, um gæðamerki fyrir islenskar iðnaðarvörur til út- flutnings. Sérstök dómnefnd hefur nú valið úr 1Ó bestu til- lögurnar, en fram til mánu- dagsins 3. febrúar n.k. gefst öll- um almenningi kostur á að taka þátt i vali þeirra þriggja merkja, sem verðlaun hljóta i samkeppninni. Næstu daga mun Útflutnings- miðstöð iðnaðarins kynna til- lögurnar 10, sem dómnefndin hefur valið, i dagblöðunum, og munu atkvæðaseðlar fylgja auglýsingunum. Þá verður um næstu helgi efnt til sýningar i Norræna húsinu á öllum þeim tillögum, sem borist hafa i sam- keppninni. Samkeppnin hófst um miðjan september s.l. Og var upphaf- lega gefinn frestur fram til 25. október til að skila tillögum. Að þeim fresti liðnum höfðu borist tillögur frá um 220 manns. En þar sem dómnefnd þótti auðséð af úrlausnunum, að þátttakend- unum hefði ekki gefist nægjan- legur timi til að fullgera tillögur sinar, var ákveðið að fram- lengja frestinn fram til ára- móta. Um áramót höfðu um 300 manns sent inn 600-800 tillögur og er hér um metþátttöku i slikri samkeppni að ræða. Sem dæmi má nefna, að samkvæmt upplýsingum Félags islenskra teiknara er algengast, að um 100 manns taki að jafnaði þátt i samkepþni af þessu tagi, en undantekning mun vera sam- keppni á vegum Þjóðhátiðar- nefndar, en i henni bárust alls 170 tillögur. Dómncfnd f samkeppni um gerð gæöamerkis. Talið frá vinstri. Helga B. Sveinbjörnsdóttir, Jón Sigurðsson, Björnsson, Orri Vigfússon og Gunnar Árnason. formaður nefndarinnar, Gisii B. A blaðamannafundi hjá út- flutningsmiðstöð iðnaðarins i gær kom fram, að það hafi lengi verið ósk islensks útflutnings- iðnaðar, að til væri sameigin- legt tákn, sem nota mætti á um- búðir eða til auðkenna vörur með á annan hátt, sem gæfi til kynna, að viðkomandi vara hafi hlotið viðurkenningu fyrir gæði. 1 skýrslu sérfræðinga Við- skiptastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNCTAD), sem störfuðu hér á landi á árunum 1971-1973, er m.a. bent á nauðsyn þess, að islenskar iðnaðarvörur hafi sameiginlegt gæðatákn, sem sérstök gæða- nefnd veitti. Slikt gæðamerki hefði tviþættan tilgang. Við framleiðslu vöru yrði það hvati til gæðaeftirlits og leiddi þvi til aukinna vörugæða. Á markaðinum litu neytendur á slikt merki sem tryggingu um gæði vörunnar. Til þess að kveða á um notkun merkisins, sem endanlega verður valið sem gæðamerki is- lensks útflutningsiðnaðar mun á næstunni verða skipuð sérstök nefnd. Er ætlunin, að nefndin fylgist m.a. með þvi, að gæði vörunnar haldist hin sömu, eftir að notkun gæðamerkisins hefur einu sinni verið heimiluð. Þetta eru þær tlu tillögur, sem dómnefndin hefur valiö úr hinum 600-800 tiilögum, sem bárust I samkeppninni um gæðamerki útflutningsiðnaðarins. Nú gefst öllum almenningi kostur á að veija þau þrjú merki, sem verðlaun hljóta. Eitt þessara merkja verður væntanlega I framtiðinni sönnun um vöru- gæði isiensks iðnaðar. Tilboð óskost í nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndar að Grensásvegi 9, þriðjudaginn 14. janúar kl. 12-3. Tilboðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. Hjúkrunarkona Óskum að ráða hjúkrunarkonu sem fyrst. — Upplýsingar gefur forstöðukona i sima 66200 milli kl. 14.00 og 15.00 Vinnuheimilið að Reykjalundi LYFTUGJALD KOMIÐ Á í BLÁFJÖLLUNUM A fundi borgarráðs Revkja- vikur s.l. þriðjudagvar samþykkt tillaga um aðgangseyri að siuða- lyftum borgarinnar I Bláfjöllum og Hveradölum. Jón G. Tómasson, skrifstofu- stjóri á skrifstofu borgarstjórans i Reykjavik, tjáði blaðinu að hingað til hafi verið tekinn sér- stakur aðgangseyrir af þeim, sem notað hafi skiðalyftur borgar- innar i Hveradölum, en skiða- lyftur i Bláfjöllum koma fyrst i gagnið á þessum vetri. Skiðaiðkendur sem notfæra sér skiðalyfturnar i skiðalandi borgarinnar, geta keypt sér kort með mismunandi mörgum miðum, en hver lyftuferð kostar 15 krónur. Félagsmenn i skiðafélögum munu eiga þess kost að kaupa árskort, sem eru ódýrari. Spónaplötur fyrirliggjandi Stærðir: 1220x2600 mm 12/16/18 mm pressa 720 kg 1220x2840 mm 12 mm pressa 630 kg 1830x2840 mm 19 mm Rakavarðar spónaplötur: 1220x274512/19 mm pressa 650 kg Iðnvélar, Hjallahrauni 7, Hafnarfirði, simi 52263. Þriðjudagur 14. janúar 1975. 9

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.