Alþýðublaðið - 14.01.1975, Side 5

Alþýðublaðið - 14.01.1975, Side 5
Útgefandi: Blað hf. Ritstjórar: Freysteinn Jóhannsson (ábm.) Sighvatur Björgvinsson Auglýsingastjóri: Fanney Kristjánsdóttir ASsetur ritstjórnar: Skipholti 19, simi 28R00 Auglýsingar: Hverfisgötu 8 -10, simi 28660 og 14906 Afgreiðsla: Hverfisgötu 8—10, simi 14900 Prentun: Blaðaprent DRAUGSRÖDDIN DIMMA Stjórnmálaskriffinnar Morgunblaðsins eru nú smátt og smátt að færa sig upp á skaftið. Gamla ihaldshugarfarið er farið að skina i gegnum skrif þeirra um kjaramálin og þá einkum og sér i lagi þegar þeir vikja að forystumönnum verka- lýðssamtakanna. Dæmi um skrif i þessum anda er að finna i Reykjavikurbréfi þvi, sem birtist i Morgunblaðinu s.l. sunnudag. Þar ræðst höfundur bréfsins, með brigslum og svigur- mælum á Jón Sigurðsson, formann Sjómanna- sambands íslands. Rætt er um, að Jón Sigurðsson hafi i hótunum, enda hafi hann atvinnu af þvi að standa i kjaradeilum og virðist ekki hafa af þvi miklar áhyggjur, þótt atvinnu- vegir þjóðarinnar yrðu stöðvaðir og fólkinu varpað út i hörmungar kjaraskerðingar og atvinnuleysis. Þannig ræðir Morgunblaðið um einn virtasta og langreyndasta forystumann islenskra launþegasamtaka og velur sér það tækifæri til þess að brigsla honum um ábyrgðar- leysi og siðleysi þegar viðræður eru að hefjast milli atvinnurekenda og þeirra launþega, sem hafa valið Jón Sigurðsson tii forystu fyrir sér. Árásin á Jón Sigurðsson, sem gerir það eitt að framfylgja samþykktum þeim, sem sjómanna- samtökin hafa gert, er þvi ósvifin árás á samninganefnd sjómannasamtakanna og sjómenn sjálfa. Þannig telur málgagn forsætis- ráðherra sér sæma að tala til sjómanna i þann mund, sem viðkvæmir samningafundir eru að hefjast, sem áreiðanlega munu fyrr eða siðar koma til kasta rikisstjórnarinnar með einum eða öðrum hætti. Morgunblaðið er sem aðal- málgagn rikisstjórnarinnar að senda sjó- mönnum orð um það þegar i stað. hvaða augum það litur á kröfur þeirra og þá menn, sem sjómannasamtökin hafa valið til þess að fylgja þeim fram við atvinnurekendur og stjórnvöld. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasam- bands íslands, hefur alla ævi sina staðið i baráttu fyrir hag sjómannastéttarinnar i landinu. Á löngum ferli hans sem forystumaður þeirrar stéttar hefur hann mátt sæta miklu aðkasti, svigurmælum og beinum, persónu- legum árásum af hálfu bæði Morgunblaðsins og annarra ihaldsafla. Þær árásir hefur Jón Sigurðsson staðið af sérognýjastaárás Morgun- blaðsins á hann mun ekki bera tilætlaðan árangur frekar en hinar fyrri. Jón Sigurðsson starfar nú sem jafnan fyrr að hagsmunamálum sjómannastéttarinnar, en ekki Morgunblaðsins, og dónalegar árásir Morgunblaðsins á hann fyrir það munu aðeins efla stuðning sjómanna við samninganefndarmenn sina. Morgunblaðið telur ástæðu til þess að fara brigslyrðum um það, að samtökum launþega skuli hafa vaxið svo fiskur um hrygg, að þau skuli geta greitt starfsmönnum eins og Jóni Sigurðssyni laun — þótt þessir menn hafi árum saman unnið að hagsmunamálum umbjóðenda sinna án þess að þiggja eyri fyrir. Morgunblaðið segir slika menn ,,hafa atvinnu af þvi að standa i kjaradeilum” og þykir ljótt. En hver er ástæðan fyrir þvi, að Morgunblaðið ræðst ekki með sama hætti að starfsmönnum vinnu- veitenda, t.d. þeim, sem starfa i höll VSl við Garðastræti og þiggja góð laun fyrir. Hafa þeir ekki lika atvinnu af þvi að standa i kjara- deilum? Eða þykir Morgunblaðinu það vera meira réttlætismál að umbuna þeim, sem berjast á móti kjarabótum, en hinum, sem berjast fyrir málstað launafólksins? alþýðu i k iiii] FRÁ ALÞINGI Rökin eru fá SAGÐIJÓN ÁRM. HÉÐINSSON UM ÚTVARPSFRUMVARPIÐ Eitt af þeim málum, sem rikis- stjórnin lagði fyrir Alþingi i haust og lögð var mikil áhersla á að fá afgreitt fyrir jólin, var frumvarp um breytingu á útvarpslögunum frá 1971. Breytingin er i þvi fólgin, að i stað þess að útvarpsráð á nú að kjósa af Alþingi á f jögurra ára fresti lagði rikisstjórnin til, að ráðið verði kosið af hverju nýju Alþingi, en sá háttur var á hafður áöur en lögin frá 1971 voru sett. Gerir frumvarp stjórnarinnar ráð fyrir þvi, að verði breytingin samþykkt taki hún þegar i stað lagagildi þannig, að kosið yrði i útvarpsráð af þvi þingi, sem nú situr — en skv. gildandi lögum ætti ekki að kjósa i útvarpsráð fyrr en á næsta þingi, þegar nú- verandi útvarpsráð hefur setið i fjögur ár. Miklar umræður urðu um frumvarp þetta og tókst ekki að afgreiða það fyrir jólin, eins og rikisstjórnin þó ætlaðist til. Af þingmönnum Alþýðuflokksins tóku til máls um frumvarpið i efri deild Jón Armann Héðinsson og i neðri deild Benedikt Gröndal og Sighvatur Björgvinsson. Allir lögðust þeir gegn þvi, að sú kerfisbreyting yrði gerð á út- varpslögunum að Alþingi skuli kjósa nýtt útvarpsráð þegar eftir hverjar þingkosningar. Þótt gagnrýni hafi vissulega komið fram við störf núverandi útvarps- ráðs þá réttlæti sú gagnrýni það ekki, að útvarpið verði gert háð- ara flokkspólitiskum sveiflum i þjóðfélaginu en það er skv. gild- andi útvarpslögum. Var einnig bent á, að með setningu útvarps- laganna frá 1971 hefði það verið eitt helsta markmiðið að gera rikisútvarpið að sjálfstæðari stofnun, en það heföi verið, og væri I þvi efni m .a. byggt á lögum um sambærilegar stofnanir i næstu nágrannalöndum. Töldu Alþýðuflokksmennirnir, sem til máls tóku, gagnrýni þá, sem fram hefur komið á störf útvars- ráðs, ekki réttlæta það, að frá þeirri stefnu yrði horfið og á vit eldra fyrirkomulags, þar sem rikisútvarpið og yfirstjórn dag- skrárgerðar þess var mjög háð sveiflum i flokkapólitik i landinu. Frumvarp þetta um breytingu á útvarpslögunum kom fyrst til umræðu i efri deild Alþingis og meðal þeirra, sem þar töluðu, var Jón Armann Héðinsson. 1 ræðum sinum þráspurði Jón Armann menntamálaráðherra m.a. að þvi, hvort hann teldi, að frum- varp þessa efnis myndi hafa verið lagt fram, ef vinstri stjórn hefði áfram setið við völd. 1 einni af ræðum sinum um málið sagði Jón Armann n.a.: Rökin fyrir þessu frumvarpi hafa verið fá, en aðallega það, að nauðsyn bæri til þess, að breyta þvi aftur i gamalt horf, sem stað- ið hafði rúmlega 20 ár, að kjósa jafnan nýtt útvarpsráð eftir hverjar alþingiskosningar og spegla með þvi pólitiska hreyf- ingu I landinu og á Alþingi. Ég tel að hér sé ekki rétt sagt frá. Ég tel að, ef annar meirihluti hefði myndast, eins og útvarpsráð er nú skipað, þá hefði ekki verið hlaupið upp til handa og fóta, jafnvel þótt einhver óánægja hafi veriö með þetta útvarpsráð, og er það ekki nýtt eins og fram hefur komið, að mönnum hefur þótt sitt hvað um störf útvarpsráðs á liðn- um áratugum, eins og kannske eðlilegt er, þar sem þetta er stór stofnun og hefur verið i örum vexti, átt við þröngan kost að búa æ ofan i æ, á ekkert fast húsnæði ennþá ef undan er skilinn einhver hlutur húsnæðis fyrir Sjónvarpið. Margt fleira mætti upp telja. Ég tel þvi, að forsendan fyrir frumvarpinu sé hreinlega röng. Ég harma það, að sú þróun, sem var gerð með lögunum 1971 skuli ekki fá aðhalda áfram og að þessi stofnun verði sterkari og sjálf- stæðari i þjóðfélaginu og sinni sinu hlutverki þar með betur. Sú þróun hefur átt sér stað innan þessarar stofnunar, að hin marg- vislegustu mál eru tekin þar til frjálsrar skoðunarmyndunar og andstæðingar eru dregnir fram og deila hart jafnvel á stjórnvöld. Ég sé ekki annað en að það sé nauðsyn, að þessi stofnun sé þvi óháð og sjálfstæð og hafi þá sér- staka stjórn, eða útvarpsráði sé fengiö aukið vald til þess að þessi þróun megi halda áfram. Ég held að allur almenningur i landinu hafi verið ánægður með þá þróun, að menn hafi skipst á skoðunum mjög eindregið með eða á móti málum eins og gengur og það sé liðinn timi, að menn þori ekki að láta hug sinn I ljósi við hljóðnem- ann. Hins vegar stendur það skýrt og það á að vera áfram, að stofn- unin gætir hlutleysis. En ég tel það vera heilbrigða skoðana- myndun, ef andstæðingar eru leiddir fram og þeir eru ábyrgir fyrir sinni skoðun, þó þeir séu innan veggja þessarar stofnunar. Ég tel það alveg eðlilegt og heil- brigt i nútimaþjóðfélagi, þar sem frjáls skoðanamyndun fær aö njóta sin. Ef það er hins vegar ætlun einhverra manna að hefta það, að frjáls skoðanamyndun fái að njóta sin I landinu getur vel verið nauðsynlegt, að þrengja aö aftur frá þvi sem viðreisnar- stjórnin gerði á sinum tima, en þá mótast það mjög af viðhorfi eins stjórnmálaflokks I landinu. A það vil ég leggja sérstaka áherslu. Þá eru það áhrif frá aðeins einum stjórnmálaflokki i landinu. Það ætti öllum að vera ljós eftir þetta. Það er ekkert nýtt, að stofnun sem er svona stór eins og rikisút- varpið, eigi við ýmsa örðugleika að striða og viðkomandi menn, sem starfa þar séu óánægðir, jafnvel með útvarpsráðið eins og ég drap á áðan. Þvi miður hefur Alþingi ekki séð sóma sinn i þvi, að tryggja útvarpsinu sómasam- leg húsakynni, sómasamlega starfsaðstöðu og virðist langt I land ennþá með það. Það hefði þó verið miklu geðfelldara að sjá sllkt frumvarp til sóknar, og ég hefði talið hæstv. menntamála- ráðherra manna liklegastan til að móta slikt frumvarp og bæta um leið hlustunarskilyrði og mot- tökuskilyrði fyrir allan almenn- ing út um allt land. Það væri virkilega ánægjulegt skref og skref, sem ekki heföi verið staðið I illdeilendum um hér á Alþingi. Með hvaða hætti útvarpsráð skal vera kjörið hefur verið deilu- atriði gegnum marga áratugi og einhvern hátt verðum við þar á að hafa. Núv. útvarpsráð var kjörið 1971 eins og allir vita og er þvi langliðið þess skeið. Rétt um 3 ára timbil liðið og þess vegna 1 ár eftir. Eins og fram kom hér I ræðu 3. þ.m. Vestfjarða taldi hann ástæðulaust, að breyta lögunum vegna þess, að það tímabil, sem þessi lög hafa gilt nú er það stutt, að ekki er komin nein sérstök reynsla á það. Það eru þvi önnur sjónarmið, sem liggja þvi til grundvallar, að það er gert.... Ef við tökum það skref, að fara að kjósa nýtt útvarpsráð eftir hverja stjórnarmyndun erum við komnir út i pólitiska spillingu. Ég trúi þvi ekki að það sé áhugamál neins flokks á tslandi. Ég trúi þvi alls ekki. Engin rikisstjórn er varanleg, þó hún hafi góðan meirihluta i upphafi. Það vita all- ir menn, og ef þetta skref er tekið, að breyta nú þessum lögum þá er vel hægt að breyta öðrum i þágu ákveðins meirihluta i það og það skiptið. Ég er uggandi um slika þróun. Ég vænti þvi þess,að þetta frumvarp fái ekki framgang á yf- irstandandi þingi og það dagi uppi nú fyrir jólin þvi það stuölar að þróun, sem flestir viðsýnir menn eru á móti hér á Alþingi. FLOKKSSTARFIÐ ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG REYKJAVÍKUR ALÞÝÐUFLOKKURINN OG VELFERÐARÞJÓÐFÉLAGIÐ Alþýðuflokksfélag Reykjavikur boðar til almenns félagsfundar fimmtudaginn 15. janúar n.k. i Lindarbæ, niðri, og hefst fundurinn kl. 20.30. FUNDAREFNI: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Alþýðuflokkurinn og velferðarþjóðfélagið. Sighvatur Björgvinsson alþm., flytur ræðu um næstu verkefnin. 3. önnur mál. STJÓRNIN — ------ o Þriðjudagur 14. janúar 1975.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.