Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 1
Snjóflóðasöfnunin er komin i kr. 21.319.512.00. Stærstu gefendur frá því er síðasta skýrsla var birt, eru: Ungmennafélagið Haukur i Leirár- og Melahreppi, kr. 107 þús. Var þess fjár aflað með hagnaði af áramótadansleik og yfirverði á aðgöngumiðum. ASÍ kr. 200 þús., Kristján Skag- fjörð, fyrirtækið og starfsfólk, kr. 300 þús., söfnun á Stöðvarfirði kr. 118 þús., Fiskiðjusam- lag Húsavikur, 100 þús., söfnun á Fáskrúðsfirði kr. 281 þús., Akureyrardeild RKÍ, 114 þús., Söfnun á Vopnafirði 117 þús., Eskifirði, 312.300, Reyðarfirði 276.800, og Skipasmiðastöð Daniels Þorsteinssonar og starfsfólk kr. 100 þús. alþýdu aðið MIÐVIKUDAGUR 15. janúar 1975 — 11. tbl. 56. árg. Brunarústir flugskýlis F.t. FLUGSKVLISBRUNINN ÝTIR Á ÁKVÖRÐUN UM HEILDARSKIPULAG FLUGVALLARINS: SKIPULAGSTILLÖGUR SENDAR (HRADPÚSTI FRESTA VERÐUR MATI Á TJÚNINU í NESKAUPSTAÐ „Skýrslan, sem matsnefndin skilaði um tjónið i Neskaupsstað, inniheldur engar tölur, enda er allt á kafi i snjó fyrir austan, og ekki hægt að fara i nein matstörf að svo komnu máli”, sagði Bragi Björns- son hjá Viðlagasjóði i viðtali við Alþýðublaðið i gær. Bragi sagði enn íremur: „Það er öruggt, að liða mun töluverður timi, þar til hægt verður að komast að þvi sem i snjóflóðinu lenti, og vegna aðstæðna er ekkert hægt að aðhafast i bili. Ljóst er þó að olían verður mikið vandamál, þvi reikna má með að allt að 700 tonn af henni séu á flækingi þarna i snjónum. „Nú er ekki til setunnar boðið, hvorki okkur i flug- ráði, né öðrum þeim, sem fjallað hafa um nýtt heildarskipulag flug- vallarsvæðisins”, sagði Agnar Kofoed Hansen, flugmálastjóri i viðtali við Alþýðublaðið i gær. „Skipulagstillögur voru sendar með hraðpósti frá Helsinki þegar I morg- un”, sagði flugmála- stjóri. „Verða þær rædd- ar i flugráði og siðan við borgarstjóra og borgar- stjórn og samgönguráðu- neytið”. Kunnur flugvallasér- fræðingur, Bertil Hell- mann, sem starfar fyrir Alþjóðaflugmálastofnun- ina, IFAO, hefur unnið að skipulagstillögum fyrir stofnanir, fyrirtæki og starfsemi á Reykjavikur- flugvelli. Liggja nú fyrir 2 aðaltillögur. Annars hef- ur verið unnið að hönnun um alllangt skeið og af kappi undanfarna 4 mán- uði. „Þörfin fyrir nýtt heildarskipulag hefur verið brýn”, sagði flug- málastjóri. „Eldsvoðinn á Reykjavikurflugvelli i fyrradag ýtir óneitanlega við þessu máli, og nú verður þvi ekki frestað lengur”. Formlegar vidræður um skatta- og húsnæðismál Eitthvað af henni er i pollum, en mikið magn er lika hrært saman við snjó. Ef veður breytist og það hlánar, þá verður sú olia mikið vandamál og menn eru að leita ráða til þess að fjarlægja hana. Það er hið eina sem hægt er að gera eins og á stendur, og ýmis tæki til þess komin, eða eru á leiðinni til Nes- kaupstaðar”. ALLT í ÖVISSU UM STÆRD LOÐNUFLOTANS NÚ „Á meðan allt er í óvissu m.a. um fiskverð, er ómögulegt að segja til um það, hversu mörg skip stunda loðnuveiðar á þess- arri vertíð", sagði þessa útgerð. Um það er enn allt i óvissu, eins og áður greinir, og þá að sjálfsögðu einnig um fjölda veiðiskipa”, sagði Kristján Ragnarsson að lokum. Kristján Ragnars- son, framkvæmda- stjóri Landssam- bands íslenskra út- vegsmanna í við- tali við Alþýðu- blaðið. „135 skip stunduðu loðnuveiðar i fyrra, og væri eðlilegt að ætla, að þau yrðu ekki færri nú, ef rekstrargrundvöllur reynist verða fyrir „Tillögur um það, hvernig unnt verði að afla fjármagns til endurreisnar- starfsins i Neskaup- stað, eruenn í undir- búningi og hafa þær ekki verið formaðar ennþá", sagði Geir Hallgrímsson, for- sætisráðherra, í Samninganefnd Al- þýðusambands ísland átti I gær fund með Geir Hall- grimssyni, forsætisráð- herra. A fundinum varð samkomulag um skipun nefnda, sem i munu eiga „A fundinum gerðist það helst, að rætt var um að hafa samráð varðandi aðgerðir stjórnvalda i húsnæðis- málum og skattamál- um og að launþegasam- tökin geti fylgst með samtali við Alþýðu- blaðið í gærkvöldi.. Sagði forsætisráð- herra, að hann vænti þess, að þessar til- lögur liggi' fyrir, þegar Alþingi kem- ur saman að nýju, hinn 27. janúar n.k. eða alla vega strax i upphafi þings. — sæti fuiltrúar verkalýðs- hreyfingarinnar og rikis- stjórnar, til að fjalla um skatta- og húsnæðismál. „A fundinum með for- sætisráðherra gerðum við grein fyrir þeim málum, störfum þeirrar nefndar, sem þegar er að störfum i sambandi við lifeyrissjóðsmál”, sagði Geir Hallgrims- son, forsætisráðherra, i gær, er blaðið innti hann frétta af fundi hans með samninganefnd ASt, sem fram fór i gær. „Siðan verður hugað að tryggingamálum og stöðu bótaþega al- mannatrygginganna”, sagði forsætisráðherra. Staðfesti hann,að skipaðir verði fulltrúar af hálfu rikisstjórnar- innar i samstarfsnefnd um skattamál og hús- næðismál, en i slikar nefndir hafi þegar verið skipað af hálfu verka- lýðssamtakanna. Fulltrúar vinnuveit- enda eiga fund með for- sætisráðherra i dag. — sem við viljum sérstak- lega ræða um við rikis- stjórnina, en þar er eink- um að nefna skattamál, húsnæðismál, trygginga- mál og verðtryggingu lif- eyrissjóða”, sagði Björn Jónsson, forseti Alþýðu- sambands Islands, i sam- tali við Alþýðublaðið að fundinum loknum i gær. „Við gerðum forsætis- ráðherra grein fyrir stefnu okkar i þessum málum og lýstum yfir áhyggjum okkar á þróun- inni i skattamálum og húsnæðismálum. Varð samkomulag á fundinum um, að settar verði niður nefndir með fulltrúum rikisstjórnarinnar og okkar, sem skoði stöðuna i þessum tveimur mála- flokkum, og við gerum ráð fyrir, að nefndirnar geti fljótlega tekið til starfa og höfum viö þegar tilnefnt okkar fulltrúa i þær”, sagði Björn. Aðspurður sagði Björn, að minnst hafi verið á launajöfnunarbætur á fundinum með forsætis- ráðherra og m.a. borið á góma, að sennilega væri visitala framfærslukostn- aðar, þegar komin yfir „rauða strikið”, þ.e. 358 stig. En samkvæmt lög- unum um launajöfnunar- bætur á að endurskoða upphæð bótanna, fari visitalan yfir þetta á- kveðna mark. Hagstofa tslands, mun á næstu dögum senda frá sér formlegan útreikning visitölunnar og jafnframt spá um, hvernig hún muni að likindum þróast á næstunni. 1 samtalinu við Björn Jónsson kom fram, að Al- þýðusambandið hefur ekki áhuga á að ræða sér- staklega við rikisstjórn- ina um aðgerðir hennar i kjaramálum, sem leiddu til afnáms visitölubóta á laun og siðan lagasetn- ingar um svonefndar launajöfnunarbætur. „Enda erum við i grund- vallaratriðum á móti þessum lögum rikis- stjórnarinnar”, sagði Björn. Björn Jónsson sagði ennfremur i samtalinu við Alþýðublaðið, að at- vinnurekendur hafi enn ekki tjáð sig neitt um það, hvað þeir leggi til varö- andi visitölubætur á laun. A siðastliðnu vori reifuðu atvinnurekendur hug- myndir um, að i stað fullra visitölubóta á laun kæmi ákveðin föst verð- bót, föst upphæð á öll laun. En þessi hugmynd hefur ekki borið á góma i samningáviðræðunum til þessa. „Að svo kornnu hefur ekkert verið rætt um þessi atriði”, sagði Björn Jónsson. Næsti viðræðufundur samningsaðila vinnu- markaðsins verður klukkan 14.00 á föstudag. ASÍ FÆR AÐ FYLGJAST MEÐ NEFNDINNI SEM ER í LÍFEYRISSJÚÐSMÁLUM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.